Morgunblaðið - 25.02.1990, Page 12

Morgunblaðið - 25.02.1990, Page 12
H2 MORGUNBLADIÐ SUNNUDAGUR 25. FBBRUAR 1990 4 EDWARD Mortimer, einn helzti sérfræðingur brezka blaðsins Financial Times í utanríkismál- um, gaf nýlega hugmyndafluginu lausan tauminn og gerði grein fyrir því hvernig ímynda mætti sér að Evrópa líti út árið 2020. Meðfylgjandi kort lýsir hug- myndum hans, en hann tók ræki- lega fram að hann teldi sig engan spámann og sagði að furðulegt hlyti að teljast, ef Evrópa yrði nákvæmlega eins og hún er sýnd hér á kortinu að 30 árum liðnum. Hann kveðst gefa sér for- sendur, sem lýsi bjartsýni, því að nú sé tími vonar. Hann segist draga þá ályktun af nýlegum at- burðum að framfarir í tækni og menntun séu smám saman að grafa und- an nytsemi styrjalda og valdbeitingar sem stjómtækja, að minnsta kosti í hinum iðnvædda hluta heims, sem Evrópa heyrirtil. Hugmyndir, ímynd- ir og fjármunir berist svo fljótt um heiminn að dregið hafí úr mikilvægi landamæra. Nú sé jafnvel erfiðara en fyrr að stjórna fólks- og vöruflutningum. Fólk sé miklu líklegra til þess en áður að flytjast búferlum, ef það sé ekki ánægt. Ríkisstjómir, sem hafí ekki komizt til valda í lýðræðislegum kosningum, geti miklu síður en áður tekið samþykki þegnanna sem sjálf- sagðan hlut. Mortimer segir að ef landamæri skipti verulega minna máli en fyrr sé minni ástæða til að breyta þeim. Vissulega muni enginn telja það borga sig að hefja landvinningastríð í framtíðinni. En núverandi landa- mæri séu í mörgum tilvikum arfur valdbeitingar og hafí ekki orðið til í samræmi við vilja þjóðabrota, sem hafí lent í sjálfheldu af sögulegum ástæðum og hafnað „röngu“ megin landamæra eða orðið hluti af stærri heild, sem þau geti ekki aðlagazt. Sums staðar kunni því áhugi á breyt- ingu að reynast tregðu viðkomandi ríkja til breytinga yfírsterkari. Sé valdbeiting útilokuð sé vandséð hvernig hægt verði að halda undir- gefnum þjóðum niðri. Meiri líkur séu á því að breytingar verði á landa- mærum. Eitt Þýzkaland? Eins og Mortimer bendir á gera langflestir ráð fyrir að landamæri þýzku ríkjanna breytist, eða réttara sagt að þau hverfí. Æ betur sé að koma í ljós að Austur-Þýzkaland hafi ekki nógu mikið aðdráttarafl sem sérstakt ríki fyrir þegna þess, hvorki efnahagslega né hugmynda- fræðilega séð. Vafasamara sé hvort sameining yrði Vestur-Þjóðveijum til hagsbóta, en hugsjónin um eina þýzka þjóð muni áreiðanlega hrósa sigri. Hins vegar megi heita víst að landamæri Þýzkalands og Póllands verði óbreytt, þótt þau hafi ekki enn hlotið lagalega staðfestingu. Þetta sé eindreginn vilji allra Pólvetja og þeir Þjóðveijar, sem enn búi i Pól- landi, séu of fámennir og of dreifðir_ Landamæri í Evrópu 1938 (janúar) Bandaríki Vestur Evrópu (BVA) IVliö-Evrópuríkjasambandiö Balkanríkjasambandið Tyrkneska ríkjasambandið Þýskaland (V- og A-), Frakklarid, Ítalía, Katalónía, Euzkadi Austurríki, Ungverjaland, Tékkó- Serbía (Montenegró og Vovo- Tyrkland (án Kúrdistan), (Baskahéruðin), Spænska ríkjasambandið, Portúgal, Vallónia, slóvakia, Sviss, Liechtenstein, dina meðtalin), Albanía N-Azerbajdzhan (hið sovéska), Flandern, Holland, Hið sameinaða konungsríki Englands og Pólland, Húmenía (Sovéska (Kosovo meðtalið), Bosnía- S-Azerbajdzhan (hið íranska), Wales, Konungsríkið Skotland, (rska lýðveldið, Konungsríkið Moldavía meðtalin), og Króatía- Herzegövína, Búlgaría, N-Kýpur og Turkestan (Sovéska N-lrland, Lúxemborg og Malta. (Brússel, sjáltstjórnarhöluðborg). Slóvenía (áður í Júgóslavíu). Grikkland og Suður Kýpur. Mið-Asía).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.