Morgunblaðið - 25.02.1990, Síða 13

Morgunblaðið - 25.02.1990, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 til að geta komið á fót aðskilnaðar- hreyfíngu. Sama megi sennilega segja um ungverska þjóðarbrotið í Rúmeníu, þótt það sé ekki eins víst. Landmæri Ungveijalands og Rúm- eníu hafi verið ákveðin á löglegan hátt með samningum, sem voru und- irritaðir eftir fyrri heimsstyijöldina. Mortimer segir að yfirleitt hafi nauðungarflutningar þjóðabrota í Austur- og Mið-Evrópu í síðari heimsstyijöldinni og í kjölfar hennar gert landamæravandamál einfaldari og dregið úr þjóðemisvandamálum. Líklegt megi telja að í ríkjum, þar sem þjóðarbrot séu enn vandamál, verði þau mál í bezta falli leyst með því að veita þjóðarbrotunum full menningarleg og pólitísk réttindi eða í versta falli með frekari fólksflutn- ingum, fremur en með breytingum á landamærum. Hnignun Rússaveldis Tvær líklegustu undantekningarn- ar eru Júgóslavía og Sovétríkin að mati Mortimers — auk Austur- Þýzkalands, sem er mjög_ sérstakt tilfelli. í báðum þessum löndum búa margar þjóð- ir og mikil sundr- ung ríkir í þeim báðum. Mortimer álítur að Sov- étríkin verði að minnsta kosti að láta ,af hendi illa fengna landvinn- inga Stalíns frá 1940 og leyfa Eystrasaltslöndunum þremur að lýsa yfir sjálfstæði og Moldavíumönnum að sameinast samlöndum sínum í fijálsri Rúmeníu. Hins vegar telur hann að landvinn- ingamir á kostnað Pólveija 1939 kunni að reynast lífseigari, þar sem sárafáir Pólveijar búi enn í Vestur- Úkraínu og Hvíta Rússlandi. í Vest- ur-Úkraínu hefur þjóðernishyggja á hinn bóginn eflzt eins og fram kem- ur í málvernd og stuðningi við Un- iat-(kaþólsku)kirkjuna. íbúar Aust- ur-Úkraínu hafa hins vegar aðlagazt siðum, háttum og viðhorfum Rússa í miklu ríkari mæli. Því segir Mort- imer að vel megi hugsa sér að núver- andi Úkraínu-lýðveldi klofni í tvennt, þótt báðir hlutarnir verði tengdir Rússlandi. En munu Sovéríkin halda velli? spyr hann. Þeirri spumingu verður sífellt erfiðara að svara að hans sögn. Kommúnistar geti ekki lengur hótað valdbeitingu og þeir geti ekki varð- veitt einingu rússneska heimsveldis- ins með hugmyndafræðilegum rök- um eingöngu, á sama hátt og þeir geti ekki haldið þýzku ríkjunum að- skildum. Með hveijum deginum sem líði virðist draga úr sovézkum ein- kennum Rússlands, en rússnesku einkennin aukast. Líkur séu því á því að alllöngu fyrir árið 2020 muni önnur lýðveldi en hið rússneska iosa sig við sovézka stjórnarhætti. Tyrkneskt sambandsríki? Rússland eitt sér mundi samt ná alla leið til Kyrrahafs og yrði ennþá heimsveldi. Einnig getur verið að Rússum takist að halda hinum slavn- esku frændum sínum í Úkraínu og Hvíta Rússlandi með sér í ríkjasam- bandi. En líklega fara þjóðir Mið- Asíu og Kákasushéraðanna, sem eru ekki Slavar, eigin leiðir að mati Mortimers. Þær þjóðir, sem játa múhameðstrú og heyra til tyrkneskum málaflokk- um og menningu, kunni að komast að því að þær eigi meira sameigin- legt með Tyrkjum (og tyrknesku- mælandi íbúum Norður-Irans) en Rússum, Armenum og Georgíu- mönnum. Þær kunni því að bindast samtökum til að tryggja öryggi sitt og ef til vill koma á fót nýju banda- lagi við Rússa, þegar sjálfstæði þeirra hafi verið viðurkennt. í Júgóslavíu getur svo farið að Serbum takist að smita samlanda sína í Montenegro (Svartfjallalandi) af sterkri þjóðerniskennd, sem þeir hafa fyllzt á nýjan leik. Þeim mun hins vegar ekki takast að undiroka múhameðska Albana í Kosovo. Einn góðan veðurdag munu Albanar taka þann kostinn að sameinast frjálsri Albaníu að sögn Mortimers, en Kró- atar og Slóvenar, sem óttast tilkall Serba til yfirráða, hafa aftur upp- götvað tengsl sín við aðrar þjóðir gamla Habsborgarríkisins. Bandaríki Vestur-Evrópu Mortimer gerir líka ráð fyrir því að framhald verði á tilhneigingum til myndunar ríkjahópa í Evrópu. Hann telur einnig að samstaða Vest- ur-Evrópa muni haldast og að ótti við sovézk yfirráð muni þoka fyrir þörf á því að leggja traustan grunn að skipulagi nýrrar Evrópu. Morti- mer telur að kjarni nýs skipulags álfunnar verði „Bandaríki Vestur- Evrópu", sem hann nefnir svo, og gerir ráð fyrir að þau muni að minnsta kosti ná til nýs og samein- aðs Þýzkalands, Frakklands, Ítalíu og Benelux-landanna. Hann hyggur að meira hiks muni gæta í löndunum á útjaðri núverandi Evrópubandalags, en gizkar á að hvorki Spánn né Bretland muni geta sætt sig við að nýr áfangi í ' skipulagningu Evrópu hefjist án þátttöku þeirra og að aðild þeirra muni einnig leiða til aðildar ná- granna þeirra — Portúgala og íra. Hins vegar er hann þeirrar skoðunar að Dan- ir muni að lokum komast að því að tengslin við hin Norðurlöndin séu mikilvægari og ekki eins þrúg- andi og tengslin við EB. Grikkland muni taka að sér forystuhlutverk á Balkanskaga þegar leifum tyrkn- eskra áhrifa og áhrifum kommúnista hafi verið eytt. Mortimer telur einnig að aukinn samruni Evrópu muni gera Skotum, Katalóníumönnum, Böskum, Flæm- ingjum og Vallónum kleift að lýsa formlega yfir sjálfstæði, án þess að þeir þurfi að fóma hagkvæmum tengslum sínum við þær þjóðir, sem þeir eru tengdir nú. Minni líkur séu á skilnaði Englands og Wales, sem muni grípa tækifærið og losa_ sig við ábyrgðina á stjórn Norður-írlands. (En Irland muni ekki sameinast, þótt báðir hlutamir muni sækja um aðild að Bandaríkjum Vestur-Evrópu.) Briissel verður höfuðborg Banda- ríkja Vestur-Evrópu og fer með stjórn eigin mála að sögn Mortimers. Nýtt Habsborgarríki? Hann segir að þótt Austurríkis- mönnum muni ef til vill þykja freist- andi að ganga í Bandaríki Vestur- Evrópu muni Austurríki óhjákvæmi- lega taka aftur við hlutverki sínu frá tímum Habsborgarríkisins sem mið- stöð Mið-Evrópu. Þar verði komið á fót ríkjasamtökum, sem muni ná frá Póllandi í norðri til Króatíu-Slóveníu í suðri, og rómverskt-kaþólskt fólk verði þar í meirihluta. Rúmenar muni einnig ganga í þetta ríkja- bandalag, þótt þeir séu grísk-kaþ- ólskir, til að leggja áherzlu á róm- anska menningu sína og komast hjá þjóðemisátökum. Þótt Svisslendingar telji sig til- heyra Vestur-Evrópu muni þeir sennilega heldur kjósa að eiga aðild að frjálslegri Mið-Evrópusamtökum — einkum þar sem Mið-Evrópa muni eins og önnur svæðabandalög, sem minnzt hefur verið á, verða tengd Bandaríkjum Vestur-Evrópu, bæði á„evrópska efnahagssvæðinu", sem Mortimer kallar svorog í Evrópuráð- inu. Þar með verði tryggður fijáls aðgangur að öllum mörkuðum og lágmarks-mannréttindi verði einnig tryggð. Mortimer segir að öll Evrópuríki, og auk þeirra Bandaríkin og Kanada (og ef til vill Japan), verði aðilar að Oryggissamtökum Evrópu, sem komið verði á fót í framhaldi af Helsinki-viðræðunum með samruna NATO og Varsjárbandalagsins. Þessi samtök muni ákveða hve stórum herafla hvert aðildarríki megi hafa á að skipa (og hve stór hann þurfi að vera) og muni geta skorað á hvert þeirra um sig eða þau öll í samein- ingu að hrinda hvers konar ógnun við friðinn. GH Hvernig verður umhorfs i álfunni efftir 30 ár? S>3 Honda 00 Civic Shuttle 4WD 116 hestöfl Verð frá 1180 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIRALLA. HHONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 SKIPA PLOTUR - INNRETTINGAR SKIPAPLÖTUR í LESTAR BORÐ-SERVANT PLÖTUR : I I IWC HÓLF MEÐ HURÐ * I ' l'RABHFRRFRGISÞIUUR LAMETT Á GÓLF - BORÐPLÖTUR NORSK ZIÐURKENND HÁGÆÐA VARA Þ.ÞORORlMSSON &C0 Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 ORÐSENDIIMG UM LEIÐRÉTTINGU Á VERÐBÓTUM Á SKYLDUSPARNAÐI Umboðsmenn og aðstandendur einstaklinga, sem búsettir eru erlendis eða sem látist hafa og söfnuðu skyldusparnaði á árunum 1957 til l.júíí 1989, eru hér með hvattir til að kanna í upplýsingasímum stofnunarinnar hvort greiðslur vegna leiðréttinga á verðbótum liggi þar fyrir. Allar leiðréttingar til þeirra, sem áttu skráð heimilisfang hér á landi 1. desember 1989 s.l. hafa verið sendar út. Eftir standa töluvert af leiðréttingar- greiðslum til fólks, sem skráð er erlendis og sem látið er. í desember s.l. ákvað Húsnæðisstofnun ríkisins að greiða út leiðréttingar varðandi verðbætur á skyldusparnað. Hér var einungis um að ræða verðbætur sem reiknast áttu af verðbótum. Leiðréttingarnar vörðuðu tímabilið l.júní 1957 til 1 .júlí 1980 og náðu aðeins til hluta þeirra sem áttu skyldusparnað umrætt tímabil. Upplýsingasímar eru 696946 og 696947 kl. 10-12 virka daga. A HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900 KRYNINGARHATIÐ Á HÓTEL ÍSLANDI í KVÖLD Kosnar verða ungfrú Hollywood, sólarstúlka Úrvals/Útsýnar og Ijósmynda- fyrirsæta Samúels Húsið opnar með fordrykk kl. 19.00 Matseðill: Rjómasúpa Agnes Sorelle og nauta- barbeque ungu kynslóðarinnar. Glæsileg kvöldskemmtun Keppendurnir koma fram í Cosmo-klæðum og sundbolum. HLH-flokkurinn flytur sín vinsælustu lög. Ruth Reginalds syngur Módel 79 með enn eina stórsýninguna. Frumsýning á mögnuðu, suðrænu dansatriði, Mambo Jambo. Kynnir: Bjarni Haukur Þórsson. SAMUEL 0 HOLLYWOOD • STJARNAN • ÚRVAL/ÚTSÝN FLUGLEIÐIR • KRISTA • SEBASTIAN • BUDWEISER COSMO • SÓLBAÐSTOFA REYKJAVÍKUR • HÓTEL ÍSLAND STÚDÍÓ JÓNÍNU OG ÁGÚSTU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.