Morgunblaðið - 25.02.1990, Side 14

Morgunblaðið - 25.02.1990, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 eftir Egil Helgason EKKIER það yfirmáta algengt að íslendingar nefiii götur eða stræti í höfuðið á sinum fremstu sonum og dætrum — þjóðskáld- um, stjórnmálaforingjum og athafnafólki — líkt og er alsiða víða í útlöndum. Helst eru það kappar og kvenskörungar úr fornsögum sem njóta þvílíkrar upphefðar; Bergþórugata, Njálsgata, Helgamagrastræti. Það er kannski ekki síst af þess- um sökum að okkur finnst það dálítið merkilegt og viss upp- hefð að gata í stórborginni Osló skuli nú heitin eftir íslenskri konu og kölluð Ólafíu gata Jó- hannsdóttur. Cata þessi er á slóðum sem voru starfsvettvangur Ólafíu Jóhannsdóttur snemma á þessari öld; í svokölluðu Vater- landshverfi, á því svæði sem í almennu tali nefn ist Grænland. Þama var það sem Ólafía fann lífsköllun sína í ársbyijun 1909, og þarna í skuggahverfi hinn- ar ört vaxandi borgar starfaði hún flestöll þau ár sem hún átti ólifuð og kaus sér helst samneyti við auðnu- leysingja, drykkjurúta, vændiskonur og spássíufólk. Af ummælum norskra samtíðar- manna um Ólafíu mætti helst ætla að þar hafi farið dýrlingur í manns- mynd. „Að sjálfum Kristi undanskild- um veit ég engan fremri en Ólafíu,“ er til dæmis haft eftir þekktum mál- ara, Christian Skredsvig. Og kannski má segja með nokkrum sanni að Ólafía hafi gegnt svipuðu líknar- hlutverki í Óslóarborg áranna milli 1910-20 og Móðir Teresa gegnir nú áratugum síðar meðal hinna ör- snauðu í Kalkútta. Hugarþelið er vísast sprottið af sömu rót, en mun- urinn kannski helstur sá að sú síðar- nefnda íklæðist kufli nunnu, en sú fyrrnefnda íslenskum peysufötum. Altént er Ijóst að Óslóarbúar minn- ast Ólafíu með kærleika og þökk. Ekki einasta hefur áðurnefnd gata verið heitin í höfuðið á henni, heldur hefur höggmynd af henni nýlega verið flutt úr Sofienbergsgarði og aftur á sínar eiginlegu heimaslóðir við Vaterlandsbrú. Prestur, en ekki af Guði Þegar rakin er ætt og uppruni Ólafíu Jóhannsdóttur kemur margt stórmennið við sögu. Hún fæddist 22. október 1863 á Mosfelli í Mos- fellssveit, dóttir séra Jóhanns K. Benedíktssonar og konu hans, Ragn- heiðar Sveinsdóttur. Faðir hennar var reyndar lítill lánsmaður og er sagt að hann hafi verið „vel gefinn, en mjög drykkfelldur". Ekki hefur dvölin í Mosfellssveit heldur verið séra Jóhanni til meiri gæfu en svo að hann mun hafa flutt að Mosfelli bú sitt, sem þá var 300 fjár, 11 naut- gripir og 18 hross, en horfið þaðan þremur árum síðar nær eignalaus. Kannski hefur Mosfell verið helst til nærri glapsemdunum í kaupstaðn- um, því ýmsir telja að fyrirmyndin að hinum fallna presti í Messunni á Mosfelli, kvæði Einars Benediktsson- ar, frænda Ólafíu, sé einmitt faðir hennar. Samt liggur Ólafíu ástúðlega orð til föður síns, þótt hún ljúki reyndar lýsingu sinni á honum með svofelld- um orðum: „Annars var það svo um hann sem marga aðra, er í prests- stöðu hafa staðið, að þeir sýnast hafa verið kallaðir þangað af mönn- um og sjálfum sér, en ekki af Guði.“ Ragnheiður, móðir Ólafíu, var dóttir séra Sveins Benediktssonar á Mýrum í Álftaveri. Hún var því syst- ir Benedikts Sveinssonar, sýslu- manns, alþingisforseta og eins litrík- asta stjórnmálamanns á ísiandi á ofanverðri 19. öld. Benedikt var fað- ir Einars skálds ög þau Ólafía því systkinabörn. Eftir að þau séra Jóhann og Ragn- heiður flosnuðu af Mosfelli 1865 beið þeirra basl og heilsuleysi í rýru prestakalli austur í Meðallandi. Af þeim sökum var það líklega lán í óláni fyrir Ólafíu að henni var barn- ungri komið í fóstur á einu sögufræg- asta mektarsetri landsins, í Viðey. Þar bjuggu þá Ólafur Stephensen dómsmálaritari og kona hans Sigríð- ur Þórðardóttir, en hún hafði löngu áður verið gift Tómasi Sæmunds- syni, presti og Fjölnismanni. 1 Viðey dvaldi Ólafía á fjórða ár undir handaijaðri „frúarinnar minnar", eins og hún kallaði Sigríði fóstru sína. Þetta voru björt og falleg bernskuár sem Ólafíu verður mjög tíðrætt um í sjálfsævisögu sinni: „Mér finnst alltaf hafa verið sólskin, meðan ég var í Viðey, og man ekki eftir nema einum rigningardegi, deg- inum, sem ég fór þaðan,“ skrifar hún. Eldborgin Þorbjörg og skáldið Einar Þegar móðir Ólafíu sótti hana út í Viðey, ærið nauðuga, fór hún með hana til Þorbjargar systur sinnar sem þá bjó á Skólavörðustíg 11 í Reykjavík. Upp frá því er saga Ólaf- íu og Þorbjargar mjög samtvinnuð, allt þar til að Þorbjörg deyr árið 1903. Þorbjörg Sveinsdóttir var á sínum tíma einhver mesti kvenskörungur á Islandi og í raun frumkvöðull í þeirri baráttu sem síðarmeir var farið að kenna við kvenfrelsi. Hún var ljós- móðir í bænum, en lét sér í raun fátt mannlegt óviðkomandi; mennta- mál, heilbrigðismál, trúmál, stjóm- mál. Frægt var til dæmis þegar hún var hneppt í gæsluvarðhald, fuliorðin kona, fyrir þátt sinn í miklu pólitísku hitamáli, Elliðaármálunum svoköll- uðu. Þorbjörg var líkt og bróðir henn- ar Benedikt mikil ákafamanneskja og óstýrilát í andanum, enda þótti Matthíasi Jochumssyni við hæfí að líkja henni við „eldborg" í kunnu erfiljóði. Og þótt Þorbjörg væri kannski á stundum ráðrík og skap- mikil, var það að líkindum ekki síst fyrir áhrif frá henni að Ólafía ávann sér það andans sjálfstæði og kjark sem átti eftir að reynast henni dijúgt vegarnesti á langdvölum erlendis. Fyrsta sumarið sem Ólafía dvald- ist á Skólavörðustíg 11 voru þær þijár saman í húsinu, Ólafía, Kristín amma hennar og Þorbjörg. Slíkt fá- menni var þó heldur fátítt í því húsi. Benedikt Sveinsson bjó þar iðulega meðan þing stóð yfir. Og sonur hans Einar bjó þar á vetrum, oftast með öðrum skólapilti. Sjálf segist Ólafía muna að flest hafi verið 11 manns þar í heimili, fyrir nú utan stöðugan gestagang. ÓLAFÍA lÓIIWAHDÓI IIK PRESTSDÓTTIMIFRÁ ÍSLWIM. LIFIR i:\\ í HLGIM ÓSLÓARISÍA SEM liOAAA ER HJÍIKRAÐIDÆTRIM GÓTLWAR ÞARIISYRIIA ALDARIWAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.