Morgunblaðið - 25.02.1990, Side 22

Morgunblaðið - 25.02.1990, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 HITANIÆLAR KR. 29.130,- Flug og gistin Í5 nætur S4S FERDASKRIFSTOFAN Suðurgötu 7, sími 624040. Aldarminning: Krístmann Jóhanns son Stykkishólmi Fæddur 22. febrúar 1890 Dáinn 8. apríl 1973 Um þessar mundir eru liðin 100 ár frá fæðingu Kristmanns Jóhanns- sonar frá Stykkishólmi. Af því tilefni langar mig að minnast hans nokkrum orðum. Kristmann fæddist að Hraunfirði í Helgafellssveit 22. febrúar 1890. Foreldrar hans voru þau hjónin Guð- rún Kristmannsdóttir og Jóhann Þor- steinsson bóndi þar, en hann var yngri sonur þeirra. Eldri bróðirinn var Þorsteinn síðar skipstjóri í Stykk- ishólmi. Stuttu eftir fæðingu Kristmanns flutti fjölskyldan að Kirkjufelli í Eyr- arsveit, þar sem þau bjuggu í 5 ár, en þá var flutt að nýju í Helgafells- sveitina. í þetta sinn var sest að á Homi, sem var næsti bær við Hraun- fjörð. Þar dvaldi svo Kristmann sín æskuár. Þegar hann minntist áranna á Homi, sást ljóminn færast yfír andlit hans og hann sagði frá af slíkri snilld að auðvelt var að hrífast með honum á vit íslenskrar náttúm, þar sem stundaðar vom ijúpnaveiðar á fjöllum uppi, eða verið við selveiðar úti á fírði. Fjöllin — Hraunsfjörðurinn — þetta var leiksvæði hans, stórbrot- in íslensk náttúra einsog hún gerist fegurst. Kristmann hafði snemma áhuga á veiðimennsku og þegar á unglingsá- mm meðhöndlaði hann skotvopn af mikilli nærfærni og snilld. 17 ára gamall fluttist Kristmann að heiman, en þá réðst hann til Hann- esar Kristjánssonar smiðs og pósts í Gmnnasundsnesi við Stykkishólm. Dvaldi hann hjá þeim hjónum, Ein- björgu og Hannesi í Nesi næstu 3 árin, við smíðanám að vetram, en á fískiskútum á sumrin. Skólaganga hans varð ekki löng á nútíma mæli- kvarða, eða 2 mánuðir alls. Annar mánuðurinn var í bamaskóla, en hinn til undirbúnings skipstjóraprófs. Þótt skólagangan yrði ekki lengri, var Kristmann vel að sér. Hann hafði sérstaklega góða athyglisgáfu og var fljótur að tileinka sér það sem hann las eða heyrði. Hann var skarp- greindur. Kristmann var orðinn skipstjóri aðeins_20 ára gamall, þá á fiskiskút- um Ásgeirsverslunar á ísafírði. Næstu ár var hann skipstjóri þar á sumrin, en haust og vetur reri hann á árabát sínum frá Höskuldsey og Stykkishólmi. Hann var því einn af fmmkvöðlum útróðra á opnum bát- um frá Stykkishólmi að vetri til. Atvinnu þessa stundaði hann allmörg ár ásamt smíðavinnu, en hann var mikill hagleiksmaður hvort heldur var á tré eða jám. Þegar Bátatrygging Breiðaijarðar var stofnuð árið 1938 réðst Krist- mann sem framkvæmdastjóri hennar og gegndi hann því starfí allt til árs- ins 1963 að hann lét af störfum vegna aldurs. Um svipað leyti hóf hann störf sem umboðsmaður Bmna- bótafélags íslands í Stykkishólmi, en því starfí gegndi hann til ársins 1972 að hann fluttist til Reykjavíkur. Á þessum vettfangi nýttust hæfileikar hans ogþekking til fullnustu. Trygg- ingamál höfðu alla tíð verið honum hugleikin og auk þess var hann bæði skipstjóri og smiður. Þama var rétt- ur maður á réttum stað og var hann vinsæll af þeim sem til hans þurftu að leita. Kristmann var afar félags- lyndur maður og tók virkan þátt í félagsmálum byggðarlagsins og var kjörinn til margvíslegra trúnaðar- starfa á þeim vettvangi. Kristmann hreifst snemma af samvinnuhugsjóninni, og gerðist fé- lagsmaður Kaupfélags Stykkishólms skömmu eftir stofnun þess. Hann var virkur félagsmaður þess til æviloka og um árabil endurskoðandi reikn- inga þess. Hann var einn af framkvöðlum að stofnun samvinnuútgerðar í Stykkishólmi, en það var mikið fram- faraspor í atvinnumálum byggðar- lagsins. Kristmann var alinn upp á þeim tíma þegar fátæktin var fylgifiskur alþýðunnar í landinu. Fátæktinni fylgdi oft á tíðum niðurlæging. Al- þýðuheimilin voru oftast stór, en fyr- irvinnan var fjölskyldufaðirinn. Börnin fóru að vinna um leið og þau gátu. Atvinnan var sjósókn í þorpun- um á norðanverðu Snæfellsnesi. Bát- amir vom opnir árabátar til að byrja með. Það var reynt að róa hvenær sem mögulegt var, veðurspámenn þess tíma vom ekki óskeikulir, enda ekki annað að styðjast við en sjálfa sig. Því var það oft að bátar komu ekki aftur. Þá stóðu ekkjur uppi ein- ar með bamahópinn. Það voru ekki tryggingar að grípa til. Þá þurfti oft að fara bónarveg til kaupmannsins eðajafnvel segja sigtil sveitar. Slíkur var jarðvegurinn þegar Alþýðuflokk- urinn var stofnaður 1916. Kristmann sá um leið hvað slíkur flokkur gæti gert fyrir alþýðu landsins og skipaði sér strax þar í flokk. Þar barðist hann gegn óréttlætinu og gafst aldr- ei upp, því það var álit hans að ábyrg barátta Alþýðuflokksins mundi best þoka framkvæmd jafnaðarstefnunn- ar. Hann sat í hreppsnefnd Stykkis- hólms um árabil og eitt kjörtímabil sem oddviti á vegum flokksins. Þátt- töku í Alþýðuflokknum fylgdi enn- fremur þátttaka í verkalýðsmálum. Þar stóð hann einnig í fylkingar- bijósti og var þar í stjórn um árabil og var að lokum gerður að heiðurs- félaga í Verkalýðsfélagi Stykkis- hólms. Heiður sem hann kunni vel að meta. Það var mikill gæfudagur í lífí Kristmanns, þegar hann gekk að eiga Maríu Ólafsdóttur frá Stóra-Galtadal á Fellströnd (f. 19.3. 1892. d. 4.8. 1955) dóttir hjónanna Guðbjargar Jónasdóttur og Ólafs Jóhannessonar bónda þar. Það var mikið jafnræði með þeim hjónum. Það var tekið eftir þeim á mannamótum. Kristmann var maður fríður sýnum, rúmlega meðalmaður á hæð, grannur og dökkur yfirlitum. María falleg kona lágvaxin og sér- staklega ljós yfírlitum. Hjónaband þeirra var farsælt. Á heimili þeirra var mikill gestagangur, þar sem skrifstofa Bátatryggingar Breiða- íjarðar og Bmnabótafélagsins var inn á heimilinu, það mæddi því mik- ið á húsmóðurinni á heimilinu, sem var einstaklega gestrisin. Þau hjón eignuðust eina dóttur barna, Guð- rúnu Lilju (f. 15.6. 1916. D. 23.4. 1988). Það varð Kristmanni mikill harmur þegar María lést fyrir aldur fram 4. ágúst 1955. Skömmu síðar flutti hann á heimili dóttur sinnar og tengdasonar Ásgeirs Ágústsson- ar, en hjá þeim bjó hann til dauða- dags. Kristmann hafði búið í Stykkis- hólmi frá því að hann flutti frá Horni 17 ára gamall. Það var því með sökn- uði sem hann kvaddi Stykkishólm 82 ára gamall til að flytjast til Reykjavíkur með þeim Guðrúnu og Ásgeiri. Hann kvartaði aldrei, en tók lífið í höfuðborginni, sem hveijum öðmm nýjum þætti í lífinu. Þannig var hann ávallt, rólegur og yfirvegað- ur á hveiju sem gekk-. Þegar Krist- mann varð áttræður skrifaði einn af samferðamönnum hans í afmælis- grein: „Hann er maður gjörhugull, ástundar ekki æsingar, heldur ýtar- lega yfirvegun og val raunhæfustu kostanna, sem þjóðin á hveiju sinni.“ Að honum látnum var það einn samstarfsmaður hans, sem lét þessi orð falla: „Kristmann var vinsæll maður og samstarfsmenn hans bám óskorað traust til hans í hvívetna, sem hann í engu brást.“ Slíkur mað- ur var Kristmann Jóhannsson. Ég minnist afa míns með þökk og virðingu. Megi þjóðinni auðnast að ala sem flesta hans líka. María Ásgeirsdóttir UTFARARÞJONUSTA OG LÍKKISTUSMÍÐI í 90 AR LÍKKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR ARNASONAR Wff LAUFASVEGI 52, RVK.#jJlr ÍSf** SIMAR: 13485, 39723 (Á KVÖLÖlN) Greiðsluskilmálar við allra hæfi, t.d. 25% útborgun og mismunurinn lánaður í allt að 30 mánuöi á bankakjörum. Við tökum góða notaða bíla upp í nýja og lánum jafnvel mismuninn. Fallegt útlit og frábærir eigin- leikar prýða þennan vinsæla bíl, sem fæst nú með auknum búnaði. Verð frá 786.000,-stgr. Sýning ídag kl. 13-17 E) HONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.