Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 25 Frá menntamálaráðuneytinu Laus staða Staða deildarstjóra í handritadeild Lands- bókasafs íslands er laus til umsóknar. Æski- legt er að umsækjendur hafi próf í bókasafns- fræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil, skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu fyrir 10. mars nk. Menntamálaráðurneytið 25. febrúar 1990. Skrifstofustarf Vaxandi fyrirtæki óskar eftir vönum starfs- krafti í hálfsdagsstarf. Almenn bókhaldsþekking nauðsynleg ásamt kunnáttu í tollskýrslugerð og tungumálum. V.Æ.S. hf., vélaverkstæði, sími 674767. Sjúkraliðar Sjúkrahús Vestmannaeyja vill ráða sjúkraliða til starfa frá 1. mars eða eftir nánara sam- komulagi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 98-11955. Sjúkrahús Vestmannaeyja. íf Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Efnafræðingur eða matvælafræðingur ósk- ast til að vinna við mælingar og aðferðaþró- un með vökvagreini. Reynsla af efnagreining- um æskileg. Umsóknarfrestur er til og með 9. mars nk. Efnafræðingur með framhaldsmenntun (helst á sviði efnagreiningar) óskast til vinnu við mengunarmælingar. Starfið felur í sér umsjón og vinnu með massagreini stofnunar- innar. Umsóknarfrestur til og með 16. mars nk. Umsækjendur snúi sér til Guðjóns Atla Auð- unssonar, deildarstjóra á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins í vinnutíma. Heimilisþjónusta Starfsfólk vantar til starfa við heimilisþjón- ustu í Mosfellsbæ. Um er að ræða hlutastörf. Laun eru sam- kvæmt kjarasamningum starfamannafélags Sóknar. Umsóknum skal skilað á þar til gerð- um eyðublöðum á skrifstofu félagsmálastjóra Hlégarði. Allar frekari upplýsingar veitir félagsmála- stjóri í síma 666218 virka daga kl. 10-11 fyrir hádegi. Féiagsmáiastjóri. AUGL YSINGAR Sölustarf Fóstrur/ aðstoðarfólk Dagheimilið Brekkukot við Landakotsspítala óskar að ráða fóstru eða aðstoðarfólk nú þegar. Á dagheimilinu eru 17 börn á aldrinum 2ja-6 ára. Athugið, breytilegur vinnutími. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 604359. Sjúkrahúsið, Blönduósi Hjúkrunarfræðingar Við leitum að hjúkrunarfræðingum til starfa í lengri eða skemmri tíma og til sumarafleysinga. Hringið eða komið í heimsókn og kannið kjör og aðbúnað. Allar uppl. veitir hjúkrunarfor- stjóri í síma 95-24206. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIO Á AKUREYRI ífsal Hjúkrunarfræðingar Deildarstjóri óskast á lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Lyflækningadeildin telur 32 rúm og er henni skipt í 2 einingar, sín með hvorum deildar- stjóra. Á þeirri einingu, sem við nú óskum eftir deildarstjóra á, er bráðaþjónusta og fer þar fram hjúkrun sjúklinga með hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma o.fl. Staðan veitist frá 1. júní. Umsóknarfrestur er til 31. apríl 1990. Nánari upplýsingar gef- ur hjúkrunarframkvæmdastjóri, Sonja Sveinsdóttir, í síma 96-22100 (271). Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Meðferðarstörf með unglingum Hjá Unglingaheimili ríkisins eru eftirfarandi störf laus til umsóknar: Deildarstjóri meðferðarheimilisins Sólheimum 7: Um er að ræða stjórnun meðferðarstarfs, reksturs og starfsmannahalds á meðferðar- heimili fyrir sjö unglinga á aldrinum 13-16 ára. Viðkomandi þarf að hafa að baki þriggja ára háskólanám á sviði sem tengist starfinu og reynslu af meðferðarstarfi og stjórnun. Nánari upplýsingar í Sólheimum 7, sími 82686 og á skrifstofu Unglingaheimilis ríkis- ins sími 19980. Rekstur unglingasambýlis íSólheimum 17: Við leitum að hjónum (gjarnan barnafólki) sem eru tilbúin að búa í sambýlinu og sinna þar meðferðarstarfi og daglegum rekstri í sambýli fyrir fimm unglinga á aldrinum 15-17 ára. Viðkomandi þurfa að hafa að baki þriggja ára háskólanám á sviði, sem tengist starfinu og starfsreynslu. Nánari upplýsingar í unglingasambýlinu, sími 39844, og á skrifstofu Unglingaheimilis ríkis- ins sími 19980. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 24. mars nk. Forstjóri Unglingaheimilis ríkisins. Vinnuvélar - búvélar Fyrirtæki, sem selur vinnuvélar til iðnaðar og landbúnaðar, óskar að ráða duglegan sölumann til starfa sem fyrst. Um er að ræða fjölbreytt en krefjandi sölustarf. Þær kröfur eru gerðar til umsækjenda að þeir hafi haldgóða reynslu og þekkingu á sölu- störfum. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist auglýsinga- deild Mbl., merktar: „V - 7646“. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Staða aðstoðarlæknis á augndeild er iaus til umsóknar. Staðan veitist til hálfs árs frá 1. apríl 1990. Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. Umsóknir sendist til yfirlæknis augndeildar, sem veitir nánari upplýsingar. Reykjavík, 23. febrúar 1990. St. Jósefsspítali, Landakoti. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Hjúkrunarfræðingar Áhugasama hjúkrunarfræðinga vantar á: Handlækningadeildir ll-B og lll-B. Þar gefst tækifæri til fjölbreyttrar hjúkrunar. Má þar nefna hjúkrun sjúklinga eftir beinaaðgerðir, þvagfæraaðgerðir, æðaaðgerðir og almenn- ar skurðaðgerðir. Il-B er 28 rúma deild og lll-B er 13 rúma deild. Móttökudeild - dagdeild. Á deildinni fer fram móttaka sjúklinga á bráðavöktum. Einn- ig er hún dagdeild fyrir þá, sem koma til skurðaðgerða og annarra meðferðar. Upplýsingar gefur Björg J. Snorradóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 604300. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSiÐ Á ÍSAFIRÐI Lausar stöður Hjúkrunarfræðingar, svæfingahjúkrunafræðingar, meinatæknar, röntgentæknar. Óskum að ráða í eftirtaldar stöðu strax: Hjúkrunardeilarstjóra í 100% starf á bland- aða 30 rúma legudeild. Aðstoðardeildarstjóra í 100% starf á bland- aða 30 rúma legudeild. Hjúkrunarfræðinga á blandaða 30 rúma legudeild. Svæfingahjúkrkunafræðing á skurðdeild. Um er að ræða sjáffstætt og krefjandi starf við svæfingar og umsjón með neyðarbúnaði spítalans. Bakvaktir. Meinatæknir. Röntgentæknir Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 94-4500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.