Morgunblaðið - 25.02.1990, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 25.02.1990, Qupperneq 33
33 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 ------------------ —■■ —.. 1 --------------■' ;—rr— . ■ Bára Arngríms- dóttír — Minning Fædd 9. ágúst 1916 Dáinn 15. febrúar 1990 Á morgun, mánudag, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju frú Bára Arngrímsdóttir. Okkur langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Bára fæddist á Akureyri 9. ágúst 1916 og ólst þar upp. Ung að árum fór hún til Sigluijarðar og kynntist þar eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóni Guðjónssyni skipstjóra. Þau settust að á Siglufirði og bjuggu þar fyrstu búskaparár sín. Eignuðust þau 8 börn sem öll eru á lífi. Þau eru: Arngrímur og Guð- jón búsettir á Siglufirði, Sólveig, búsett í Svíþjóð, Jón, búsettur á Ólafsfirði og Ómar, Hugrún, Már og Örn, öll búsett í Reykjavík. 1963 fluttu þau til Ólafsfjarðar og bjuggu þar til 1984 er þau fluttu til til Reykjavíkur. Aðalstarf Báru var að halda heimili fyrir þessa stóru fjölskyldu og lagði hún allt í sölurnar fyrir hana. Má nærri geta að það hafi verið ærinn starfi og oftast var hún ein, því Jón var á sjó. Megum við sem yngri erum hugsa stundum um þannig aðstæður í allsnægtum nú- tímans. Bára tók einnig virkan þátt í uppeldi barnabarna sinna sem mörg hver dvöldust um lengri eða skemmri tíma hjá henni. Alls eru barnabörnin orðin 23 og barna- barnabörnin 8. Heimili hennar bar vott um mikla snyrtimennsku og var það henni mikið metnaðarmál að svo væri. Hafði hún yndi af blóm- um og döfnuðu þau vel í umsjá hennar. Hún var heimakær og tók vel á móti öllum er til hennar komu. Við kynntumst henni fyrir um 10 árum og aldrei heyrðum við hana segja styggðaryrði við nokkum mann. Bára var mikil persóna, róleg og hæg og æsingur var henni ekki að skapi. Hún hélt mikilli tryggð við allt sitt samferðafólk og fylgd- ist vel með því. Hún vildi vita hvað var að gerast hjá hverjum og einum og reyndi alltaf að létta undir með þeim sem hún gat. Bára fylgdist vel með útvarpi og hafði einkanlega gaman af ýmiss konar samtals- þáttum. Gat hún oft frætt okkur yngra fólkið um ýmislegt sem gerst hafði í samfélaginu, Við þökkum Báru kærlega fyrir samferðina og hlökkum til að sjá hana handan við móðuna miklu, þangað sem við öll förum. Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lifsins, svo hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? ágúst 1916 á Akureyri, og var elsta bam hjónanna Amgríms Jónssonar og Helgu Sigríðar Jónsdóttur. Um ævi og störf ömmu minnar em eflaust margir fróðari en ég, og ætla ég því að láta það þeim eftir að rekja það. Árið 1932 kynntist amma afa, Jóni Guðjónssyni skipstjóra, er hún vann við beitningar hjá honum. 1939 eignuðust þau sitt fyrsta bam, og giftu sig 13. desember 1940. Þau áttu miklu bamaláni að fagna, eignuðust átta börn, sem öll kom- ust til manns, og eiga nú börn og jafnvel barnaböm. Elstur barnanna er Amgrímur fæddur 1939, Guðjón Sævar fæddur 1941, Sólveig fædd 1946, Jón fæddur 1947, Sigurður Ómar fæddur 1948, Hugrún fædd 1951, og loks tvíburarnir Öm og Már fæddir 1953. Bamabörnin em 23 og barnabamabömin orðin átta. Fyrst eftir að amma og afi gift- ust bjuggu þau á Siglufirði, en 1963 fluttust þau til Ölafsfjarðar, og bjuggu þar á Kirkjuvegi 3. Fjölskyldan var alltaf mikilvæg- asti þátturinn í lífi ömmu, og þótt bömin væru flutt að heiman fylgd- ist hún náið með þeim, og flest eldri bamabarnanna hafa dvalið hjá henni um lengri eða skemmri tíma, og meira að segja fæddumst við tvær frænkurnar heima hjá henni á Kirkjuveginum. Henni þótti alltaf gaman að fá fólk í heimsókn og var alltaf þakklát þegar við gáfum okkur tíma til að kíkja inn til henn- ar og segja henni fréttir úr skólan- um eða af fjölskyldunni. Flestar minna fyrstu bernsku- minninga em tengdar ömmu Báru á einhvern hátt. Eg man t.d. eftir því að pabbi bar mig niður á Kirkju- veg í snjókomu og roki seint um kvöld, því ég vildi hvergi annars staðar sofa en hjá henni ömmu minni. Og það var sama hvað klukk- an var, alltaf fór hún og bjó um rúm inni í saumaherbergi, svo ég fengi að sofa þar. Marga morgnana sat ég svo hjá henni á búrþrepinu inni í eldhúsi, og spjallaði við hana um heima og geima á meðan hún bakaði, þreif og eldaði. Ég man líka sérstaklega eftir rigningardögun- um, því þá fómm við alltaf út að labba, enda vorum við báðar jafn hrifnar af rigningunni. Við löbbuð- um út að sjó og horfðum á brimið, skvömpuðum í pollunum og hlupum svo heim, rennandi blautar og ham- ingjusamar. Þá var alltaf til stór og góð súkkulaðikaka í búrinu sem við gæddum okkur á meðan við vorum að þoma. Eftir að foreldrar mínir slitu samvistum flutti pabbi aftur heim til ömmu og afa um nokkurra ára skeið. Þess vegna áttum við systkinin jólin hjá ömmu og afa á Kirkjuveginum í tvö-þijú ár. Það var eins með jólahaldið og allt annað sem amma mín gerði, þar skyldi allt vera eins og best varð á kosið. Smám saman fóru börnin að flytjast burt úr Ólafsfirði, og þegar ekki var nema eitt eftir, þá vildi amma líka flytja til Reykjavíkur, svo hún gæti verið nálægt börnun- um sínum. Þau afi seldu þess vegna húsið sitt á Kirkjuvegi 3, og keyptu sér litla íbúð í Efstalandi 2. Þar bjuggu þau aðeins í stuttan tíma, en fluttu í Álftamýrina og þar býr afi enn. Amma hafði lengi þjáðst af liða- gigt, og þegar hún var í meðferð vegna hennar á Grensásdeild Borg- arspítalans' í desember 1986, fékk hún fyrsta heilablóðfallið sem leiddi til þess að heilsu hennar hrakaði mjög. Hún náði sér furðuvel, en varð þó aldrei söm aftur. Seinustu árin hefur hún lítið getað farið út, og ekki getað lesið mikið því sjónin var orðin léleg. Hún hlustaði því þeim mun meira á útvarpið og hafði af því mikla ánægju. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt af síðustu samtölum mínum við ömmu. Þá talaði hún um það hversu mikillar gæfu hún hefði orðið að- njótandi í lífinu að eignast svo góð- an mann sem raun bar vitni, aldrei hefði hann brugðist henni á nokk- urn hátt heldur ávallt verið góður eiginmaður og faðir. Ámma hafði alltaf ánægju af því að sjá aðra gleðjast, og best þótti henni ef hún gat gert eitthvað til að láta fyöl- skyldu sinni líða betur. Ég er þess fullviss að þess nýtur hún nú, í þeim heimi sem hún var viss um að biði sín. Ég trúi því að ömmu minni líði vel núna, og veit að hún fylgist ennþá með öllum þeim sem henni þótti vænt um, þó svo hún sé ekki á meðal okkar lengur. Ég þakka fyrir að hafa kynnst svo góðri konu og að hafa átt hana að. Silja Bára (Úr Spámanninum) Friður og ró ríki með henni. Magga og Olga Lísa Á morgun, mánudaginn 26. febrúar verður amma mín, Bára Arngrímsdóttir, jarðsungin. Mig langar til að minnast hennar í nokkrum orðum. Amma fæddist 9. Þakka auðsýnda samúð og minningargjafir við andlát og jarðarför móður minnar, ELINAR H. MAGNUSDOTTUR, Sólvallagötu 17. Kristján Bjarnason. FASTEIGN Á SPÁNI Verð frá ísl. kr. 1.450.000,- Aðeins 30% útborgun - Einstök afborgunarkjör. Ódýrar ferðir fyrir húseigendur. Sérstakur kynningarfundur á Laugavegi 18 í dag, sunnudag, 25. febrúar frá kl. 14.00-17.00, sími 91 -617045. Komið í kaffisopa og kynnið ykkur málin. ORLOFSHÚS SF. Blémastofa Friöfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytlngar við öll tilefni. Gjafavörur. Björg Tómasdótt- ir — Kveðjuorð Fædd 12. desember 1917 Bögga er dáin, ég trúi þessu Dáin 16. febrúar 1990 varla. í örfáum orðum vil ég minnast Bjargar er kom til mín á heimili mitt fyrir 15 árum. Hún var kennari að mennt en veiktist á besta aldri og verður að hverfa frá eiginmanni og syni er sárt saknaði móður sinnar. Hjá okkur á heimilinu var hún nokkurs konar amma, börnin fóru til hennar með hugðarefni sitt og fengu hana til liðs við sig í leik og starfi. Henni þótti mjög gaman að geta hjálpað þeim við verkefni sín. Eins var oft gaman að sitja og spila við litlu strákana mína eða hjálpa þeim með reiknisdæmin eða letur. Sambýlisfólkið biður fyrir kveðj- ur og þakklæti fyrir öll samveruár- in. Við hjónin viljum senda innilegar samúðarkveðjur syni hennar, Tóm- asi Guðmundssyni, og hans fjöl- skyldu og systrum hennar og fjöl- skyldum þeirra. Guð blessi minningu hennar. Beta og Tómas Hún var mér alltaf svo góð og nokkurs konar amma í mínum huga. Ég var varla farinn að ganga er ég man eftir Böggu sem ég gat alltaf farið til og hún gat setið og leikið við mig eins lengi og ég vildi bæði með kubba og bíla eða hvað sem er. Síðar er ég hóf skólagöngu var gott að hafa Böggu gömlu til að hjálpa sé að þekkja stafina og reikna dæmin, en þar var Bögga í því sem hún kunni vel enda lærður kennari. Hún kom á heimili mitt áður en ég fæddist fyrir um 16 árum. Hún var mér alltaf góð, og alltaf var gaman að leika við hana því svo stutt var í glens og hlátur. Ég vil þakka elsku Böggu fyrir allar samverustundirnar og vona af öllu hjarta að guð geymi hana. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Birkir Arnar Tómasson t Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞORFINNU SIGFÚSDÓTTUR, Siglufirði. Margrét Ólafsdóttir, Jónas Ásgeirsson, Kristfn Rögnvaldsdóttir, Bragi Dýrfjörð, Sigrún Kristinsdóttir, Jón Dýrfjörð, Erla Eymundsdóttir, Birgir Dýrfjörð, Kristín Viggósdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför VILHELMS STEINSSONAR bónda, Fögrubrekku, Hrútafirði. Aðstandendur. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför PÁLÍNU GUÐRÚNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Njörvasundi 10. Sigurður E. Ágústsson, Helga Sigurðardóttir, Sigurður Harðarson, Guðjón Sigurðsson, Sigríður Pálsdóttir, Hermann Sigurðsson, Steinunn Sigurðardóttir, Gréta Sigurðardóttir, Sveinbjörn Sævar Ragnarsson Kristin Sigurðardóttir og barnabörn. LEGSTEIIMAR GRANÍT - MARMARI Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.