Morgunblaðið - 13.03.1990, Side 10

Morgunblaðið - 13.03.1990, Side 10
i oeei 5Sam .r,r h'jdaoijiöiíí'í gmájhmudhom MOHGUNBLAÐiO ÞRIÐ.Jl.'DAGUK 13. MARZ 1990 1 I Hátíðatónleikar með myndarbrag _________Tónlist____________ Ragnar Björnsson Hátíðatónleikar i tilefni 40 ára afmælis Sinfóníuhljómsveitar ís- lands voru haldnir með miklum myndarbrag föstudaginn 8. mars í Háskólabíói. Hártoga má e.t.v. aldur hljómsveitar, aldur kórs, en hvort tveggja er stanslausum breytingum háð, hópurinn sem lék saman fyrir 10 árum er ekki sá sami í dag, nýir einstaklingar hafa komið inn fyrir þá sem hættu, e.t.v. er enginn eftir af þeim sem spiluðu saman fyrir 10 árum, hvar er þá hópurinn gamall? Vitanlega er þetta hálfgerð hártogun, stofnunin „Sinfóníu- hljómsveit íslands“ á 40 ára af- mæli um þessar mundir, og þakk- ir og hamingjuóskir berast henni vafalaust bæði þráðlaust og á prenti úr öllum landshornum, svo víða hefur hún haft viðkomu og fyllt tómarúm margra þeim auði sem mölur eða ryð fá ekki gran- dað. Gaman væri að rifja upp starf hljómsveitarinnar og sögu áður en hún varð „Sinfóníuhljómsveit íslands", rifja upp nöfn þeirra sem fremst stóðu í baráttunni fyrir tilveru hljómsveitarinnar og von- andi verða þeirri upprifjun gerð góð skil annarsstaðar, t.d. í þeirri íslensku tónlistarsögu sem Jón Þórarinsson er að vinna. Hér er ekki rúm til neinna slíkra uppri- fjana, en við getum velt því fyrir okkur, hvar íslensk menning væri stödd, ef við ættum ekki sinfóníu- hljómsveitina, það væri svolítið tímafrek en holl hugleiðing. Efnisskrá þessara hátíðatón- leika var mjög viðeigandi og myndarlega til stofnað. Tónleik- arnir hófust með sellókonsert Jóns Nordal, þar sem Erling Blöndal Bengtsson var einleikari. Þrátt fyrir alþjóðlegt handbragð Jóns minnir konsertinn undirritaðan á „symbólskt" málverk þar sem furðumyndum íslenskra þjóð- sagna er brugðið upp. Ekki kæmi mér á óvart að þetta verk Jóns ætti eftir að lifa af allar tísku- stefnur samtímans og verða lif- andi þáttur í menningu okkar ís- lendinga. Erling Blöndal hefur fundið leyndardóma þessa verks og kunni að töfra þá fram. I 2. Sinfóníu Mahlers fjölgaði heldur betur á hljómleikapallin- um. Fyrir utan 70 manna kór Söngskólans og aðstoðarfólk og tvo einsöngvara, þær Signý Sæ- mundsdóttur og Rannveigu Bragadóttur, fjölgaði í hljómsveit- inni svo að hún varð á annað hundrað manns. Til hvers lifum við, til hvers deyjum viðeru spum- ingar sem einstaklingurinn veltir fyrir sér í einrúmi og opinbert. Svarið liggur e.t.v. hjá einstakl- ingnum einum og sér og er nokk- uð sem trú er nefnt. Mahler reyn- ir að svara þessum spurningum á sinn máta og ræðst svo hvort það nær eyrum annarra. Svar hans er sannarlega áhrifamikið, því eins og hann sagði sjálfur: „Við verðum að leysa úr þessum spurn- ingum,“ og hljómsveitin var sann- arlega sá vettvangur sem Mahler kunni að láta svara fyrir sig. All- ir lögðu sig hér fram um að skapa eftirminnilegar 80 mínútur og það tókst. Undirtektum í yfirfullum sal Háskólabíós ætlaði seint að Ijúka, það sem á vantaði var stærra tónleikasvið og stærri hljómleikasalur sem skilaði gæti því hljómmagni sem frá hljómlei- kapalli barst (manni dettur í hug hvort ekki mætti minnka fyrir- hugaða handboltahöll örlítið). Mahler nefndi sjálfur fyrsta þátt sinfóníunnar „Totenfeier". Stefn- um að því að Sinfóníuhljómsveit íslands eignist sína upprisu í verð- ugri tónlistarhöll sem allra allra fyrst. ■ MIÐVIKUDAGINN 14. mars kl. 10—12 verður í fyrsta sinn í Gerðubergi „Opið hús“ fyrir for- eldra og börn þein-a. Þar geta for- eldrar sem eru heimavinnandi eða eiga morgunstund aflögu, komið og fengið sér kaffibolla, spjallað saman, kynnst og jafnvel föndrað með börnunum. „Opið hús“ verður síðan á hveijum miðvikudegi kl. 10—12 fram til vors, að minnsta kosti, og stefnt er að því að hafa erindi um eitthvað sem að barna- uppeldi eða umönnun barna snýr. Tilgangurinn með þessu er meðal annars að koma til móts við ein- staklinga sem eru heimavinnandi. ■ SÖNGKEPPNI verður haldin á vegum Félags framhaldsskóla- nema fimmtudaginn 15. mars á Hótel íslandi. Þátttakendur koma frá fjórtán framhaldsskól- um. Allur ágóði af keppninni rennur til Rauða kross hússins í Reykjavík. Hljómsveitin Vanir menn spila fýrir dansleik sem verð- ur eftir keppni auk þess kemur Sálin hans Jóns míns fram. Heið- ursgestur kvöldsins er Valgeir Guðjónsson. Miðaverð er krónur 600. Húsið verður opnað kl. 20.30, en keppnin hefst kl. 21. H ALINA Dubik, mezzósópran, og Úlrik Óla- son, píanóleik- ari, halda tón- leika í kvöld, þriðjudags- kvöld, í ís- lenzku ópe- runni, Gamla bíói. Tónleik- arnir hefjast kl. 20.30 og á efn- isskránni eru meðal annars Alina Dubik, verk eftir F. mezzósópran- Chopin og R. söngkona. Strauss. Skil á staðgreiðslufé EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR sem fengiö hala greiðslulrest á vlrðisaukaskatt- iaf innlluttum vQrum við tollafgreiösln Gjalddagi virðisaukaskatts af innfluttum vörum- sem fenginn hefur verið gjaldfrestur á við inn- flutning, samkvæmt reglugerð nr. 640/1989 meðáorðnum breytingum, vegna tímabilsins jan- úar - febrúar 1990 er 15. mars næstkomandi. Gjalddagi er jafnframt eindagi. Athygli skal vakin á því, að viðurlög falla á innflytjendur, sem ekki- greiða vegna virðisaukaskattsins eigi síðar en á gjalddaga, samkvæmt áðurgreindri reglugerð. Fjármálaráðuneytið 12. mars 1990. Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mán- aðar. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Fyrirtæki til sölu - Fatahreinsanir í nágrenni Reykjavíkur. - Sólbaðsstofa á besta stað. Verð aðeins 2,0 millj. - Söluturnar. Ýmis skipti möguleg. - Bílasölur. - Matsölustaðir. - Heildverslun með sælgæti. Þekkt umboð. - Matvöruverslun með 8 millj. kr. veltu á mánuði. - Heildverslun í byggingaiðnaði. - Kaffihús í miðbæ Reykjavíkur. - Fiskbúð + matvöruverslun. Höfum fjársterka kaupendur að: - Söluturni með 2ja-4ra millj. kr. veltu á mánuði. - Óskum eftir að taka á leigu iðnaðarhúsnæði 50-100 fm miðsvæðis í Reykjavík. Húsnæðið þarf að vera með innkeyrsludyrum. Vegna mjög mikillar sölu vantar allar gerðir fyrirtækja á skrá Fyrirtækjasalan, Opið mán.-fös. kl. 10-17 Laugavegi 45,2. hæð. Sunnudaga kl. 13-16 Sími 625959. Vi ✓

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.