Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990 jltottgtiiiÞlafrifc Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Sinfóníuhlj óms veit Islands 40 ára Afmælistónleikar Sinfóníuhijóm- sveitar íslands voru rækileg staðfesting á því mikilvæga starfí sem hún innir af höndum. Það var ekki þrautalaust að koma þessu menningarfyrirtæki á legg, en hljómsveitin hefur sannað ágæti sitt því rækilegar sem árin hafa liðið. Við eigum frumkvöðlum sveitarinn- ar mikið að þakka og þá ekki síður þeim sem þar hafa staðið við stjóm- völ, svo og hljóðfæraleikurum öllum. Allt þetta fólk sýndi á afmælistón- leikunum það menningarlega hlut- verk sem slík hljómsveit innir af hendi. Þar fóru vel saman íslenzk tónlistarsköpun og túlkun og rækt- un heimsmenningar þar sem er önn- ur sinfónía Mahlers. Erling Blöndal Bengtson er ávallt aufúsugestur. Það var skemmtilegt að hlusta á sjónvarpssamtal við hann nú í vetur og hvemig hann lagði áherzlu á íslenzkan uppmna sinn og óijúfandi tengsl við þetta land. Það hlýtur að hafa yljað mörgum sem hlustuðu. í yfírlitsgrein Jóns Þórarinssonar tónskálds yfír þessi fjörutíu ár sem birt er í dagskrá um starfsárið 1989-90 kemst hann m.a. svo að orði: „Hljómsveitin hefur á 40 ámm kynnt okkur meginhluta þeirrar tón- listar sem er uppistaðan í efnis- skrám sinfóníuhljómsveita um allan hinn vestræna heim, mörg verkin í margvíslegri túlkun ólíkra stjóm- enda. Og hún er sífellt að færa sig upp á skaftið, flytja betur en áður þau verk sem áður þóttu þó vel flutt, og taka fyrir stærri og kröfu- harðari verkefni. Stjórnendur og einleikarar sem hingað hafa komið sem gestir hljómsveitarinnar, eða jafnvel fastir starfsmenn um langan eða skamman tíma, skipta orðið nokkmm hundmðum, og a.m.k. sumir þeirra hafa stórlega auðgað og örvað íslenskt tónlistarlíf. íslensk tónverk sem flutt hafa verið á þessu árabili skipta sjálfsagt hundmðum, og telja má víst að mjög mörg þeirra hefðu aldrei orðið til hefði sinfóníu- hljómsveitarinnar ekki notið við. Og þótt þau hefðu e.t.v. verið samin, hvernig hefðu þau þá náð eyram þjóðarinnar — og annarra þjóða? Þannig hafa með tilstyrk hljómsveit- arinnar verið lagðir ófáir steinar í þá byggingu sem við köllum íslenska menningu og okkur öllum er annt um að rísa megi sem hæst og verða sem glæstust.“ Á afmælistónleikunum flutti Ólafur B. Thors, formaður stjórnar Sinfóníuhljómsveitar Islands, ávarp og gat þess meðal annars að íslenzk tónlist ætti ekki þak yfír höfuðið. Við skulum minnast þess á merkum tímamótum í sögu þessa óskabarns sem varð til fyrir hugsjónahita og trú á íslenzkt þjóðlíf og íslenzka menningu. Morgunblaðið sendir Sinfóníu- hljómsveit íslands hamingjuóskir í tilefni af fjömtíu ára afmælinu og minnir um leið á þau orð frú Vigdís- ar Finnbogadóttur, forseta íslands, í fyrmefndri afmælisdagskrá, að íslendingar standa ekki sízt í þakk- arskuld við Sinfóníuhljómsveitina fyrir það að hún hefur átt dijúgan þátt í að efla með okkur það sjálfsör- yggi sem er forsenda sjálfstæðis okkar og þjóðemis, eins og forsetinn kemst að orði. Skafl beygj- attu skalli, þó að skúr á þig falli Handboltamennimir okkar eiga erfiða daga um þessar mundir. Til þeirra hafa verið gerðar miklar kröfur og nú þegar upp er staðið hafa þeir því miður ekki náð þeim árangri sem efni stóðu til. En það er engin ástæða til að gráta Bjöm bónda. íslendingar vita að þeir em lítil þjóð og heimurinn er ofurefli. Þeir vita líka að þeir hafa margt til bmnns að bera og hafa fagnað margvíslegum sigmm, bæði í íþrótt- um og á öðmm sviðum, svo sem skák og listum. Lítil þjóð getur ekki ævinlega verið á toppnum eins og stórþjóðimar. Of mikið er einatt lagt á hvern einstakan með litlum þjóðum. Stórþjóðimar hafa úr mannhafi að velja og em því miklu betur undir alla keppni búnar en við. Við eigum einungis að fagna þegar vel gengur, en þegar illa gengur gerist ekkert annað en við bíðum ósigur. Ekki koma allir dagar í böggli, sagði gamla fólkið. Það gerist ekki heldur í íþróttum. Við eigum eftir að snúa vöm í sókn. Þeir handboltamenn sem nú koma heim eftir erfíða leiki og þó nokkra þrekraun hafa oft og einatt haldið merki íslands svo rækilega á lofti að lengi verður munað. Það er ekki síður ástæða til að taka vel á móti þeim nú þegar þeir koma heim sigr- aðir. Þeir hafa orðið fyrir óvæntum skakkaföllum og þá er að taka því. Engum íslendingi dettur í hug að álasa þeim fyrir frammistöðuna. Það hefur verið ánægjulegt að fylgj- ast með þeim. Nú verður einnig skemmtilegt og uppörvandi að fylgj- ast með þeirri uppbyggingu sem framundan er. Það er gott og blessað að keppa til sigurs. Hitt er mikilvægara að tileinka sér sannan íþróttaanda. Hann felst ekki sízt í því að kunna að bíða ósigur. Það er enginn vandi að sigra en það getur verið mikill vandi að bíða ósigur. Við bjóðum handknattleiksmenn- ina velkomna heim. Við þökkum þeim fyrir margar gleðistundir á undanfömum ámm. Við óskum íslenzkum íþróttum og íþróttamönn- um ve'farnaðar og höldum áfram að rrekta handboltann, sem er orð- inn einskonar þjóðaríþrótt hér á landi, enda skemmtileg og viðráðan- leg íþrótt fyrir okkur eins og hefur sýnt sig. Nú söfnum við liði og horf- um róleg og alls ókvíðin fram á bjartari daga. Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Húsið að Koltröð 1 á Egilsstöðum er gjörónýtt eftir brunann að- faranótt laugardags. Húsið stendur að hluta uppi en íbúarnir, hjón með ungt barn, misstu allt innbú sitt í eldinum. Eldsvoðar um helgina: Allt brann sem brunnið Tvær íbúðir, önnur á Klepps- vegi í Reykjavik, hin í einbýiis- húsi á Egilsstöðum, eyðilögðust í eldsvoðum um helgina, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu á sunnudag. Á Egilsstöðum sluppu hjón með ungt barn naumlega út úr brennandi húsinu og á Kleppsvegi var manni bjargað af svölum íbúðarinnar, sem er á 5. hæð. Rannsókn á eldsupptökum stend- ur enn yfír og lá niðurstaða ekki fyrir í gær. Rannsóknarmenn frá RLR fóru til Egilsstaða til að rann- saka eldsupptökin og þeir unnu einnig að rannsókn bmnans á Kleppsvegi. I báðum tilfellum brann allt sem bmnnið gat og engu af innbúi var forðað úr logunum. Morgnnblaðið/Jón Stefánsson Ibúðin á Kleppsvegi er öll brunnin. I lofti hennar sjást hvítar skell- ur þar sem múrhúð hefur hrunið niður. Vélsleðamanni bjargað: Beið einn á Langjökli í 15 tíma BJÖRGUNARSVEITIN Ok í Reyk- holtsdal sótti á aðfaranótt sunnu- dags vélsleðamann, sem orðið hafði viðskila við félaga sína í slæmu veðri á Langjökli er sleði hans bilaði. Komið var með mann- inn heilan á húfi í Húsafell um klukkan hálfsex að morgni sunnu- dagsins. Þrír björgunarsveitarmenn fóra á jökulinn hver á sínum sleða að leita mannsins en félagar hans tveir vom þá komnir í Húsafell. Björgunarsveit- armenn fóra fyrst að skálanum í Slunkaríki, ef vera kynni að maður- inn hefði komist þangað, en óku síðan í átt að Húsafelli eftir sömu lóranmiðun og félagamir höfðu stuðst við. Þá var veður gengið nið- ur. Um klukkan hálffjögur að morgni sunnudgasins óku björgunarsveitar- menn fram á manninn um 10 kíló- metra vestan við Þursaborg og voru þá liðnir 15 klukkustundir síðan hann hafði orðið viðskila við félaga sína. Ising hafði komist í eldsneytiskerfi sleðans og valdið gangtruflunum. Þegar maðurinn sá hjálp nálgast gangsetti hann sleða sinn og beindi ljóskastara hans í átt að björgunar- mönnunum. Hann hafði þá borið um þáð bil einn kílómetra af leið. Að sögn Bjama Áskelssonar, formanns björgunarsveitarinnar Oks, hafði maður þessi sýnt góða fyrirhyggju við erfiðar aðstæður. Hann hafði gætt þess að eyða ekki öllu bensfni af sleðanum, og kom það sér í góðar þarfir þegar leitarmenn nálguðust. Þá hafði hann búið vel um sig og skipst á að liggja fyrir og ganga um í klukkustund í senn. Björgunarsveitarmönnum tókst að lagfæra bilunina í sleða mannsins. Síðan var bætt á hann bensíni og ekið af stað. Komið var í Húsafell um það bil tveimur tímum síðar. Saltfískurinn: Akveðið viðmiðunarverð er þegar í gildi Get því ekki séð að til innborgunar í Verðjöfhunarsjóð geti komið nú, segir Sigurður Haraldsson hjá SÍF „ÁKVÖRÐUN um viðmiðunarverð vegna útflutnings á saltfiski var tekin af stjórn Verðjöfhunarsjóðs- ins í upphafi ársins og giidir hún fram á mitt ár. Samkvæmt henni var þá hætt að greiða úr sjóðnum og á þessu tímabili verður hvorki um inn- né útborgun úr honum að ræða. Á grundvelli þessarar ákvörðunar hafa verkendur síðan skipulagt reksturinn og meðal annars samið um hráefnisverð. Ég get því ekki séð að þessari ákvörðun verði breytt,“ sagði Sig- urður Haraldsson hjá SÍF í sam- tali við Morgunblaðið. Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, sagði í samtali við Morgunblaðið um síðustu helgi, að mjög mikilvægt væri að draga úr þensluáhrifum vegna 8% meðaltals hækkunar á verði sjávarafurða. Markmiðum kjarasamninga gæti verið stefnt í voða yrði ekki gripið til ákveðinna ráðstafana svo sem að taka upp greiðslu vegna útflutnings í Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins. Hann gerði jafnframt ráð fyrir því að stjórn Verðjöfnunarsjóðsins hlyti fljótlega að taka málið til meðferðar á ný. Hækkun á verði sjávarafurða er mest í saltfiski, en til síðustu ára- móta vora greidd rúm 5% úr sjóðnum til framleiðenda. Sigurður Haralds- son segir að framleiðendur hafi eng- in boð fengið um það, að endurskoða eigi áður ákveðið viðmiðunarverð enda muni breyting á því raska allri skipulagningu vinnslunnar. í raun sé heldur engin ástæða til þess að þvinga fram innborgun í sjóðinn, þegar menn sjái í fyrsta sinn í mjög langan tíma einhverra aura hagnað af verkuninni. „Það er engin ástæða til að sjá ofsjónum yfír því, þó fram- leiðendur geti loksins dyttað að verk- unarhúsum sínum og endumýjað hjólbörur," sagði Sigurður. Glaðzt yfir listsýningii fatlaðra Síðastliðinn sunnudag var opnuð í Listasafni ASI sýning á listaverk- um fatlaðra undir yfírskriftinni „Úr hugarheimi". Á sýningunni em 79 verk eftir hér um bil jafnmarga listamenn. Tilgangur sýningarinnar er að sögn aðstandenda hennar, Öryrkjabandalagsins og Þroska- hjálpar, að kynna mátt myndarinn- ar sem tjáningarmiðil fatlaðra, reyna að varpa ljósi á hugarheim þeirra, sem verkin skapa, og bijóta niður einhveija þá múra, sem um- lykja marga fatlaða. Heiðursgestur við opnun sýningarinnar var frú Vigdís Finnbogadóttir forseti Is- lands. Forseti ræðir hér við einn listamannanna. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13, MARZ 1990 29 STORVELDASLAGUR sæti eftir fyrri hlutann ___________Skák________________ Bragi Kristjánsson Stórveldaslagur í skák, sem nú stendur yfír í sölum Taflfélags Reykjavíkur og Skáksambands Is- lands við Faxafen, er hálfnaður. Mikil barátta hefur einkennt skák- irnar og áhorfendur hafa orðið vitni að æsispennandi keppni. Tvær umferðir vom tefldar um helgina: Önnur umferð: Norðurlönd (2523) 3 'A- Bandaríkin (2552) 6 !A. Agdestein — Gulko, 1-0; Helgi — Seirawan, ’A; Margeir — Fed- orowicz, 0-1; Hellers — deFirmian, ’A; Jóhann — Christiansen, ‘A; Jón L. — Browne, 0-1; Schussler — Benjamin, 0-1; Yijölá — Dzindzich- ashvili, 0-1; Mortensen — D. Gurevich, 0-1; Wessman — Ivanov, 0-1. Algjört hrun Norðurlandasveit- arinnar! Agdestein vann ömgglega á 1. borði, þegar Gulko fórnaði skiptamun án þess að fá nægileg gagnfæri. Helgi gat ekki unnið örlítið betra tafl og Hellers gerði öruggt jafntefli. Þar jneð er upp- taldar þær skákir, sem gengu nokkuð eðlilega fyrir sig. Jóhann missti vinningsstöðu niður í jafntefli. Jón L. lék af sér manni í tímahraki í vinningsstöðu. Margeir sá aldrei til sólar. Wess- man stillti upp hjálparmáti og tap- aði í 24 leikjum. Mortensen og Schussler misstu vinningsstöður niður í tap og Yijöla tapaði klaufa- lega. Sovétríkin (2609) 6'A- Eng- land (2554) 3‘A. Eingorn — Short, 1-0; Ivantsjúk — Speelman, 1-0, Vaganjan — Nunn, 1-0; Sókólov — Hodgson, 'A; M. Gúrevítsj — Adams, !A; Dolmatov — King, ‘A; Azmajpar- asvílí — Suba, 'A; Pólúgajevskíj — Mestel, 0-1; Túkmakov — Nor- wood, 1-0; Kosten — Dreev, 'A. Ótrúlega léttur sigur Sovét- manna á Englendingum. Mestu munaði að enska framvarðasveitin, Short, Speelman og Nunn, hmndi eins og spilaborg. Short er eitthvað miður sín, hann tapaði bardaga- laust fyrir Gulko í fyrstu umferð, og nú lék hann gróflega af sér gegn sovéska varamanninum. Speelman tefldi byijunina nokkuð glannalega og gat ekki haldið stöð- unni éftir það. Stærðfræðidoktor- inn, Nunn, reiknaði ekki eins vel. og Vaganjan, þótt undarlegt megi virðást. Mestel var sá eini í ensku sveitinni, sem vann í þessari um- ferð. Þriðja umferð Sovétríkin (2603) 5'A- Bandaríkin (2553) 4'A. Júsúpov — Gulko, 'A; Ivantsjúk — Seirawan, 1-0; Vaganjan — Fedorowicz, 0-1; Sókólov — deF- irmian, 'A; M. Gúrevitsj — Christ- iansen, 1-0; Dolmatov — Browne, 0-1; Eingom — Benjamin, 1-0; Pólúgajevskíj — Dzindzischas- hvili,. 'A; Makarítsjev — Lein, ‘A; Dreev — Ivanov, 'A. Hörkukeppni, sem allt eins hefði getað endað með sigri Bandaríkjamanna. Skák Gúrevitsj og Christiansen réð mestu um úrslitin. Bandaríkjamaðurinn átti um tíma vinningsstöðu, en lenti loks í endatafli með hrók gegn riddara og tveim peðum. Þá var tíminn á þrotum og Sovétmaður- inn vann. Christiansen var öskuill- ur yfir þessu, en hann varð að sætta sig við úrslitin, því hann hafði ekki tíma til að ljúka skák- inni. Norðurlönd (2518) 4 ‘A— Eng- land (2554) 5'A. Agdestein — Short, 1-0; Helgi — Speelman, 0-1; Margeir — Nunn, 'A; Hellers — Hodgson, 'A; Jóhann — Adams, 1-0; Jón L. — King, 1-0; Friðrik Ólafsson — Suba, 0-1; Yijölá — Mestel, 0-1; Mortensen — Norwood, 0-1; Karl Þorsteins — Kosten, 'A. Enn tapar Norðurlandasveitin keppni, sem hún hefði átt að vinna. Short er óþekkjanlegur í þessari keppni. Honum tókst að bjarga gjörtapaðri stöðu í fræði- legt jafnteflisendatafl, hafði hrók gegn hrók og biskupi. Keppendur áttu tvær mínútur hvor til að ljúka skákinni og Short lék sig í mát! Helgi tapaði slysalega fyrir Speel- man. Margeir og Hellers gerðu örugg jafntefli. Jóhann vann stutta skák af undrabarninu Adams og Jón L. vann hörkuskák við King. Friðrik Ólafsson kom inn í liðið fyrir Schussler og tefldi við hinn fræga Islandsfjanda, Suba. Frið- rik lék af sér í byijun og fékk ekki rönd við reist eftir það. Yijöla og Mortensen töpuðu báðir vinningsstöðum. Finninn á tíma, en Daninn fyrir ótrúlegan klaufaskap. Karl Þorsteins kom inn fyrir Wessman og fékk tapað tafl í byijun. Hann lét ekki hugfallast, varðist af mikilli hörku og náði jafntefli. Staðan að loknum fyrri hluta keppninnar sést á meðfylgjandi töflu: menn Jóns vinni illa saman í fram- haldi skákarinnar. 22. dxe4 - Dxe4+, 23. Kal - 1 2 3 4 Vinn. Röð 1. Norðurlönd X 2'A 4'A 4'A ll'A 4 2. Bandaríkin 7 ‘A X 4 'A 4'A 16'A 2 3. England 5 'A 5'A X 2'A 15 ‘A 3 4. Sovétríkin 5'A 5'A 7'A X 16'A 1 Helsti árangur einstaklinga: Agdestein (1. borð), 2'A/3; Jó- hann (5. borð) 2'A/3, Helgi (2. borð), Márgeir (3. borð) og Jón L. (6. borð) 1/3; ívanstjúk (2. borð) 2/2; Short (1. borð) 0/3; Browne (6. borð) 3/3; Mestel (8. borð) 3/3. Að lokum sjáum við tvær fjör- ugar skákir úr þriðju urnferð. 5. borð Hvítt: Michael Adams Svart: Jóhann Hjartarson Sikileyjar-vörn I. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - RI6, 5. Rc3 - a6, 6. Be3 - e6, 7. Dd2 - Rbd7, 8. f3 - b5, 9. 0-0-0 - Bb7, 10. g4 - h6, 11. h4 Einnig er leikið hér 11. Bd3 eins og Jóhann gerði í skák við Kasparov á Ólympíuskákmótinu 1988. II. - b4, 12. Rce2 - d5, 13. exd5 - Rxd5, 14. Rf4 - Rxe3, 15. Dxe3 - Db6,16. Del - 0-0-0. Svartur hefur náð yfírburða- stöðu á þekktan hátt. Spurningin er aðeins: Hvað var Adams að hugsa?? 17. Rfe2 - Bc5, 18. Bg2 - Rf6, 19. Rb3 - Be3+, 20. Kcl - Hxdl+, 21. Dxdl - Rxg4, 22. Dfl - Rf2, 23. Hh2 - Hd8, 24. Recl - Bf4 og Adams gafst upp saddur lífdaga. Hann tapar skiptamun án þess að fá nokkrar bætur. 6. borð: Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Daniel King Sikileyjar-vörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rfíi, 5. Rc3 - a6, 6. Be2 - e5, 7. Rb3 - Be7, 8. Be3 - Be6, 9. f4 - exf4, 10. Bxf4 - Rc6, 11. Dd2 - 0-0, 12. 0-0-0 - Re5, 13. Rd4 - Dd7, 14. Rxe6 - Dxe6, 15. Kbl - Hac8, 16. Hhel - Hfe8, 17. Bd3 - Bd8, 18. Re2 - Bb6, 19. Bg5 - Rxd3? Betra var 19. — Rc4, 20. Dcl - Bf2!, 21. He2 - Bd4 með flók- inni stöðu. 20. cxd3 - Bf2, 21. HD - Rxe4!? King fórnar liði í von um að Hc2 Ekki 23. - Dxe2, 24. Hxf2 o.s.frv. 24. Hxf2 - Hxd2, 25. Bxd2 - b5, 26. Rc3 - Dc4, 27. Hf4 - Dc5, 28. Hcl - h6, 29. a3 - Dc6, 30. Hg4 - Kh7, 31. Re4 - Dd7, 32. Hf4 - He6, 33. Bb4 - ft>, 34. g4 - Da7 Englendingurinn getur ekki haldið í horfinu til lengdar, því ofan á vandamál stöðunnar á hann lítinn tíma eftir. Hann legg- ur því út í gagnsókn upp á líf og dauða. 35. Rxd6 - He2, 36. Rf5 - a5, 37. Bd6 - Db7, 38. Rxg7! - Dg2 eða 38. - Kxg7 (- Dxg7) 39. Hc7 og vinnur. 39. Rh5 - Hxb2, 40. Hc7+ - Kh8. Tímamörkum er náð og Jón L. virðist í erfíðleikum. 41. Be5!! Hc2 Auðvitað ekki 41. — fxe5, 42. Hf8 mát. Eftir 41. - He2, 42. Bxf6+ Kg8, 43. Bb2!, (43. — Hxb2, 44. Hc8+ - Kh7, 45. Hf7+ — Kg6, 46. Hg7 mát; 43. — Hel+ eða 43. — Dhl+, 44. Bcl), 44. Hg7+ Kh8, 45. Hgf7+ - Hxb2, 46. Hf8+ - Kh7, 47. H4H+ - Kg6, 48. Hg7 mát. 42. HxfB! og King gafst upp. Eftir 42. — Hxc7 (42. - Dhl+, 43. Hfl+), 43. Hf8++ Kh7, 44. Hh8 - Kg6, 45. Rf4n— Kf7, 46. Rxg2 vinnur hvftur létt. Seinni hluti keppninnar hefst kl. 17 í dag með 4. umferð og tefla þá Norðurlönd-Sovétríkin og Bandaríkin-England. Teflt er í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur og Skáksambands Islands í Faxafeni 12, Reykjavík. Stórveldaslagur í algleymingi. Morgunblaðið/RAX Jóhann Hjartarson vann öruggan sigur á Adams í þriðju umferðinni. Sovétríkin eru í fyrsta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.