Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990
hægri handlegginn ótæpi-
lega undir þessa keppni.
Hve margar á ég að rista?
Sæludagar
Til Velvakanda.
Að Áshvoli í Hveragerði vorum
við undirritaðar á vegum Mæðra-
styrktarnefndar Reykjavíkur í boði
þeirra öðlingshjóna Helgu og Gísla
Sigbjömssonar. Tímabilið 22. febr-
úar til 1. mars var samfelld gleði-
stund. Þökkum sjaldgæfa rausn og
góðvild þeirra hjóna. Þökkum
starfsfólki umhyggju og alúð. Við
þökkum þessa gæfudaga af heilum
hug.
Ásta Fjeldsted
Kristín Högnadóttir
Elínborg Stefansdóttir
Guðmunda Elíasdóttir
Jóhanna Stefansdóttir
Vísa
Tif Velvakanda.
Ég kann Iítið brot úr gömlu ljóði
og vil spyijast fyrir um hvort nokk-
ur kann það sem uppá vantar.
Siggi, Mangi, Sveinn, Guðrún,
sækið þið hann stóra Brún,
Imba fínndu fötin mín,
flýttu þér nú stelpan þín.
Með von um góð viðbrögð.
Halldóra Jóhannesdóttir
Þessir hringdu . . .
Þýðingin eftir Jón Trausta
Pétur Pétursson hringdi:
„Fyrir nokkm var fjallað um
ljóðið Til sólar ég lít hér í Velvak-
anda og ranglega sagt að þýðing-
in væri eftir Örn Amarson. Það
var Jón Trausti (Guðmundur
Magnússon) sem þýddi ljóðið en
fleiri íslensk skáld hafa reyndar
gert þýðingu á þessu ljóði. Ljóðið
er eftir Jörgen Moe en lagið sem
það er venjulega sungið við er
eftir Ole Bull.“
Skór
Dökkbrúnir háhælaðir skór töp-
uðust á leið frá Hótel íslandi að
Hótel Borg fyrir nokkm. Finnandi
vinsamlegast hringi í síma 76180
eftir kl. 19.
Sími - „símú“
Lesandi hringdi:
„í grein í Morgunblaðinu
sunnudaginn 4. mars birtist grein
um símann. Þar segir að síminn
héiti „telefónn“ um alla jarðar-
kringluna, nema á íslandi. Þetta
er ekki rétt. Ég var um skeið í
Austur-Afríku _þar sem talað er
savahíli-mál. Á því máli heitir
síminn „símú“.
Flotgallar
Emilía hringdi:
„Það hefur komið fram í frétt-
um að unanförnu að oft hafa flot-
gallar bjargað lífi íslenskra sjó-
manna. Þessir gallar em hins veg-
ar dýrir og þess vegna nota þá
færri en ella. Væri ekki lausnin
að tryggingafélögin tækju þátt í
þessum kostnaði með sjómönnum?
Eins gæti útgerðin greitt hluta
af kostnaðinum."
Óheppilegnr
sýningartími
Þegar myndin „Englakroppar"
var sýnd í sjónvarpinu sl. sunnu-
dagskvöld, sat ég hjá tveimur litlum
telpum, 5 og 8 ára, því foreldramir
voru ekki heima. Sjónvarpið var í
gangi. en ég gaf því lítinn gaum,
og hafði ekki fylgst með að myndin
var í sumu talin óheppileg fyrir
böm. En var sýningartími þá ekki
undarlega valinn strax á eftir frétt-
um? Ég fór að spila við eldri stelp-
una. Þá veit ég ekki fyrr en sú
yngri kemur grátandi upp í fangið
á mér. Hun hafði þá verið að horfa
á þennan óþverra, en þannig hefur
þessu verið lýst fyrir mér. Hvað
sagði Kristur um þá sem hneyksla
börnin (Matteus 18)? „En hver sem
hneykslar einn af þessum smælingj-
um; betra væri honum o.s.frv."
Ég er alveg hissa á ráðsettum
konum sem voru í Þjóðarsálinni og
töldu einhvern góðan tilgang með
myndinnni, eins og ég hef góðar
heimildir um að hún hafí verið.
En ég get sagt meira af litlu
stelpunni. Þegar amma hennar
fylgdi henni í háttinn fór hún að
gráta um leið og hún byijaði á
bæninni Faðir vor.
Steinar Pálsson
Víkverji skrifar
HÖGNI HREKKVÍSI
jóðin virðist eiga erfitt með
að sætta sig við úrslit hand-
boltaleikjanna í Tékkóslóvakíu.
Miklar umræður hafa verið í fjöl-
miðlum um helgina um ástæður
þess, að íslenzka liðinu gekk ekki
betur en raun ber vitni um. Að
mati Víkveija - sem að vísu er
enginn sérfræðingur í handbolta
- er orsakanna að leita hér heima
en ekki hjá handboltamönnunum
í Tékkóslóvakíu.
Það er næsta öruggt, að þegar
íslendingar fara út í heim til þess
að vinna afrek í íþróttum eða öðr-
um ggeinum, er búið að byggja
upp hér heima fyrir miklar vænt-
ingar um stórsigra okkar manna.
Þetta á við um handboltamennina,
skákmennina og spjótkastarana,
svo að nefndir séu þeir hópar, sem
einna helzt hafa látið að sér kveða
seinni árin.
Það hlýtur að vera óþolandi
fyrir þessa ungu menn að fylgjast
fyrst með þessari óraunsæju um-
fjöllun fjölmiðla hér heima, sem
kynda undir hugmyndir fólks um
stórsigra okkar manna út í löndum
og léggja svo af stað rneð þá byrði
á bakinu, að heil þjóð fylgist með
hverju fótmáli, hverju skoti á
mark eða hverjum leik í tafli eða
hverju spjótkasti! Þessi ógurlega
þjóðarathygli veldur því, að
íþróttamennirnir ungu eru undir
sálrænu fargi, sem fæstir keppi-
nauta þeirra þurfa að kljást við.
Hvað halda menn, að margir
Frakkar hafi vaknað á laugar-
dagsmorgun til þess að fylgjast
með handboltaleiknum milli
Frakklands og íslands?!
xxx
á er það alveg augljóst, að
við Islendingar höfum hvorki
þá breidd né það úthald, sem þarf
til þess að ná á toppinn og halda
þeirri stöðu einhvern tíma. Það
er undantekning eða tilviljun, ef
það gerist. Fáum íslendingum
kom til hugar, að Vilhjálmur Ein-
arsson mundi vinna silfur í Ástr-
alíu 1956 og engum datt í hug,
að Bjarni Friðriksson mundi vinna
bronz í Los Angeles.
Til þess að ná árangri á heims-
mælikvarða í einhvern tíma þarf
meira en þessi þjóð hefur ráð á.
í viðtölum eftir leikina í Tékkósló-
vakíu hefur komið fram, að lands-
liðið hafði ekki æft í 8 mánuði.
Hvernig halda menn, að árangur
náist með því móti? Það er engin
ástæða til þess að hafa uppi gagn-
rýni á þessa ungu menn, sem léku
handbolta í Tékkóslóvakíu. Þeir
gerðu það, sem þeir gátu miðað
við þau skilyrði, sem þeim voru
búin. Vilji þjóðin meira verður hún
að leggja töluvert á sig til þess
að betri árangur náist - fyrst og
fremst með því að leggja fram
meira fé. Það kostar nefnilega
peninga að ná árangri í íþróttum.
Þess vegna er íþróttahreyfingin
að verða eins allsherjar peningavél
og þykir ekki öllum geðfellt.
XXX
að hafa orðið töluverðar
framfarir í þjónustu Áfengis-
og tóbaksverzlunar ríkisina. Út-
sölustöðum fjölgar smátt og smátt
og var tími til kominn. Hvers
vegna í ósköpunum á að ríghalda
í biðraðamenninguna frá hafta-
og skömmtunarárunum hjá
ÁTVR?!
En m.a.o vantar ekki enn útsöl-
ur í Kópavog og Garðabæ?.