Morgunblaðið - 13.03.1990, Síða 7

Morgunblaðið - 13.03.1990, Síða 7
7 Gjaldþrot Sjóleiða: Ekkert fékkst upp í 90 millj- óna skuldir NÝLEGA er lokið skiptum í þrotabúi Sjóleiða h/f sem tekið var til gjaldþrotaskipta í nóvem- ber 1987 og gerði meðal annars út flutningaskipið Sögu. Ekkert fékkst greitt upp í kröfúr en við- urkenndar skuldir búsins námu rúmum 90 milljónum króna. Skip félagsins var selt á uppboði í Frakklandi þar sem það lá í höfn vélarvana og rann uppboðsandvirð- ið til greiðslu hafnargjalda og ýmissa annarra skulda þar í landi án þess að þeir peningar nýttust þrotabúinu hér á nokkurn hátt. Forgangskröfur voru tæplega 14,5 milljónir og almennar kröfur um 75,5 milljónir króna, þar af um 23 milljónir í erlendum myntum. Þjóðleikhúsið: Utboðsgögn ekki tilbúin ENN HEFUR ekki verið samið við verktaka vegna fyrirhugaðra breytinga á Þjóðleikhúsinu. Hús- inu hefúr verið lokað og sýning- arnar fluttar í Iðnó og Há- skólabíó. Að sögn Gunnars Olafs- sonar verkefnissljóra hefúr Sam- starfsnefnd um opinberar fram- kvæmdir ekki gefið leyfi til samn- inga við vektaka, þar sem útboðs- gögn eru ekki tilbúin. Að sögn Gunnars fór fram forval meðal verktaka og hefur bygging- arnefnd Þjóðleikhússins ákveðið að leita eftir tilboðum frá nokkrum fyrirtækjum, sem til greina koma. Sagðist hann búast við að nokkrar vikur liðu þar til útboðsgögnin yrðu tilbúin. Á meðan verður húsið tæmt, teknar niður þiljur og veggljós og komið í geymslu þar til fram- kvæmdum er lokið. Góð aðsókn að listsýning- unni í London „ÞAÐ gerir gæfúmuninn að fá blaðagagnrýni um sýninguna svo snemma i þessum þekktu blöð- um,“. sagði Bera Nordal, for- stöðumaður Listasafhs Islands, aðspurð um þann áhuga sem sýn- ing á íslenskri list í Barbican- listamiðstöðinni hefúr hlotið í London. Þá nefndi hún að heim- sókn Bretadrottningar hefði ver- ið mikilvægur áfangi í að vekja umfjöllun um sýninguna. Bera sagði, að aðsókn að sýning- unni sé talin góð það sem af er, en hún mun standa til 5. apríl í London. Eins og fram hefur komið hlaut sýningin lofsverða dóma í blöðum eins og Times og Financial Times, strax í fyrstu sýningarviku, og sagði Bera að það hefði komið á óvart og orðið til að auka áhuga á sýningunni. Þá var fjallað um hana í útvarpsþætti hjá BBC- útvarpsstöðinni, og von er á að sýn- ingin hljóti umfjöllun í Late Show, þekktum sjónvarpsþætti á BBC. Þegar sýningunni lýkur í London verður hún sett upp í Polytechnik Art Gallery í Brighton, þar sem þeir Julian Freeman og Michael Tucker, sem vonl meðal hvata- manna að sýningunni og völdu .myndirnar á hana, eru búsettir. Að lokum munu salir Calbot Rice-lista- safnsins í Edinborg hýsa sýninguna. Áttþú LADA SPORT? Langar þig í japanskan jeppa? Þá gerum við þér tilboð sem ekki er hægt að hafna - að skipta upp íDaihatsu Feroza á einstökum kjörum Komið og kynnið ykkur malið DAIHATSU FEROZR er fullbúinn og fallegur jeppi og kostar aðeins frá: kr. 1.098.200 stc/r. á götuna Daihatsu Feroza er fáanlegur í þremur útfærslum: Feroza DX: 4 strokka fjórgengisvél 1600 cc 16 ventla • 5 gíra • vökvastýri • sjálfstæð snerilfjöðrun með jafnvægisstöng að framan • heil hásing og fjaðrir að aftan • hlutalæsing á drifi • driflokur • tvöfaldur veltibogi • 3ja punkta öryggisbelti framm í og aftur f • vönduð innrétting • litað gler og snúningshraðamælir. Feroza EL-II: Hér kemur til viðbótar við búnað DX • veltistýri • topplúga • lúxus innrétting • voltmælir • hallamælir • staf- ræn klukka og hágæða útvarps- og segulbandstæki. Feroza EL-II Sport: Einn með öllu og til við- bótar krómfelgur • krómað grill • krómaðir stuðarar • krómaðir hliðarspeglar og krómaðir hurðar- húnar. daihatsu Brimborg hf. - draumur aö aka Faxafeni 8, sími 685870

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.