Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990 55 Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Ungir og efnilegir sundmenn úr Sundfélagi Suðurnesja voru þeir fyrstu sem þreyttu sund í lauginni efir að hún hafði verið formlega tekin í notkun. Sundmiðstöðin í Keflavík: Ollum bæjarbúum boðið að vera viðstaddir vísluna Keflavík. UM fyrri helgi tóku Keflvíkingar nýja og glæsilega sundmiðstöð í notkun og af því tilefiii var öllum bæjarbúum boðið að vera viðstaddir. Á eftir var öllum boðið upp á veitingar og um helgina fengu allir sem vildu að fara í sund endurgjaldslaust. Guðfinnur Sigurvinsson bæjar- stjóri talaði fyrstur og síðan lýsti Hafsteinn Guðmundsson formaður byggingarnefndar byggingu Sund- miðstöðvarinnar sem er hið glæsi- legasta mannvirki. Sóknarprestur- inn, séra Ólafur Oddur Jónsson, -flutti hugvekju og síðan rakti Anna Margrét Guðmundsdóttir forseti bæjarstjórnar sögu sundmann- virkja í Keflavík áður en hún lýsti Sundmiðstöðina formlega tekna í notkun. Einnig talaði Halldór Ragnarsson fulltrúi Húsaness sf. sem var aðalverktaki byggingar- innar. Þá þreyttu ungir og efnileg- ir sundmenn úr Sundfélagi Suður- nesja sund og síðan var öllum við- stöddum boðið uppá veitingar og öl. Nýja laugin er útlaug, 12,5x25 m, með 5 keppnisbrautum. Við hana er tengd þamalaug sem er Fulltrúar Húsaness sf.; Halldór Ragnarsson til vinstri og Margeir Þorgeirsson, afhenda Önnu Margréti Guðmundsdóttur lykil úr harð- við sem tákn um afliendingu og byggingu Sundmiðstöðvarinnar. 7x9 m og 60—70 sm djúp. Heitir pottar eru á laugarbarmi og síðar er fyrirhugað að koma upp vatns- rennibraut. í barnalauginni er ská- braut fyrir hjólastóla og er það nýung hér á landi í almennings- laug. Allt er mannvirkið um 3.000 fermetrar, en nú voru teknir í notk- un um 2.000 fermetar. Síðar er fyrirhugað að byggja við Sundmið- stöðina innilaug af sömu stærð og útlaugin. Kostnaður á núvirði við bygginguna er um 150 milljónir kr. og hafa framkvæmdir staðið í um 10 ár. Arkitektar Sundmið- stöðvarinnar eru Gísli Halldórsson og Leifur Gíslason. BB Isaflörður: Fjölmennt hóf fyrir aldraða Kirkjubæ. HLÍFARKONUR á ísafirði héldu hið árlega Hlífarsamsæti sitt fyr- ir gamla fólkið á ísafirði í félagsheimilinu í Hnífsdal sunnudaginn 25. febrúar. Var þar mikið hóf og fjölmennt, allt upp í þrjú hundr- uð manns, svo hver bekkur var í þessu stóra húsi þéttsetinn. Var þar á borðin borið súkkulaði, kaffi og allrahanda meðlæti svo sem hver gat í sig látið. í upphafi flutti Kristjana Sigurð- ardóttir formaður Hlífar ávarp, en þar á eftir söng Hlífarkórinn undir stjóm Ágústu Þórólfsdóttur með undirleik Ebbu Kristjánsdóttur, þá var upplestur Ingibjargar Sig- mundsdóttur, og flautuleikur Erl- ings Sörensen með undirleik mess- íönu Marsellíusdóttur. Síðan ver leikinn söngleikurinn Neiið eftir J. L. Heiberg, leikendur Elísabet Pálsdóttir, Reynir Ingason, Gústaf Óskarsson og Gunnlaugur Einars- son, undir leikstjóm Elísabetar Agnarsdóttur og Sigurborgar Benediktsdóttur. Siðan sungu nokkrir félagar úr Sunnukómum endir stjórn Skarphéðins Hjalta- sonar við undirleik Beata Joo, en að endingu fluttur þáttur Ásu Ket- ilsdóttur Laugalandi: ég lít í anda liðna tíð, um hinar fornu gyðjur ísafjarðardjúps á fyrstu öldum byggðar þar. Komu fram í þætti þessum átta konur búnar í þeim stíl sem frekast mátti líkjast þeim klæðum sem þá skörtuðu í hinu daglega umhverfi. Síðan dunaði dansinn við undir- leik Harmóníkuklúbbs ísaijarðar og trommuleikara til klukkan að verða ellefu um kvöldið. Þá var kominn norðan bylur, en bílar, rúta og snjóbíll hjálparsveitar skáta biðu á hlaðinu til að skila hveijum og einum heim á rúmstokkinn sinn svo að sæl máttu sofna í minningu gleðidagsins. Allt þetta var svo snilldarlega fram sett að unun var á að horfa og hlusta, og sannaðist þá sem oftar að víða leynist dulinn kraftur út um byggðir í hæfíleikum til þess á svið að setja til skemmtun- ar í tilbreytingarleysi tilverunnar á stundum. Sunnukórinn á ísafirði verður 80 ára á þessu ári. Hann hefur á ferli sínum lagt margt gott til handa byggð sinni og bæ, styrkt fátæka einstaklinga og heimili í gegnum árin og gefíð sjúkrahúsi verðmæt og nauðsynleg tæki til líknar- og læknismála. Samkomu- gestir allir óska kvenfélaginu Hlíf til hamingju með áttræðisafmælið og þakka þetta rausnarlega sam- sæti þeim til handa. Mjög góðar sálir í konum búa þær vemda börnin - að gömlum hlúa þær ylja upp garðinn á köldu Fróni og þakkimar þiggja frá Kaldalóni. Jens í Kaldalóni. Grindavík: Deilur um fisk- verð magnast Grindavík. „HER ER tóm óánægja og þref um fiskverð og verða sjómenn að semja hver við sína útgerð, ef lausn á að fást, annars fer fiskurinn á markaðina og þaðan út úr byggðarlaginu með þeim afleiðingum að öll fískvinnsla leggst af í Grindavík,“ sagði Dagbjartur Einars- son útgerðarmaður og fiskverkandi, en sjómenn og fískverkendur voru á fúndum allan miðvikudaginn og reru stærri netabátamir ekki fyrr en undir kvöld af þeim sökum. og var því alfarið hafnað sem lausn málanna. Meðalverð á Fiskmark- aði Suðumesja á öllum óaðgerðum netafíski hefur verið frá áramótum yfir 80 krónur,“ sagði Sævar. Ölver Skúlason skipstjóri á Geirfugli GK sagðist vera óhress að fá ekki að landa afla á físk- mörkuðunum til að kaupið fengi eðliléga viðmiðun. „Menn eru reið- ir fyrir að vera metnir sem þriðja flokks sjómenn og hversu mikil mismunun milli báta á sér stað innan fyrirtækja þar sem einn bátur er með meðalverð í janúar 120 krónur meðan annar fær 31 krónu. Við ætlum ekki að fara út í neinar ólöglegar aðgerðir, en fjöldauppsagnir koma til greina," sagði Ölver. Kr.Ben. „Við höfum verið á fundum með fískkaupendum, enda ákváðu sjó- mennimir að róa ekki fyrr en nið- urstöður lægju fyrir frá fundi físk- kaupenda vegna tillagna sem þeim vom sendar fyrir 16 dögum um fast fiskverð," sagði Sævar Gunn- arsson formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur í sam- tali við Morgunblaðið. „Þeir buðu okkur núna 56 krónur fyrir lifandi blóðgaðan þorsk, hækkun um 6 krónur frá áramótum, 37 krónur fyrir dauðblóðgaðan þorsk, hækk- un um 2 krónur og sama verð fyrir ufsa, 30 krónur. Eftir að ljóst varð í fyrradag að ekki náðist samkomulag lýstu kaupendur því yfír að hver áhöfn yrði að semja fyrir sig. Sjómenn ítrekuðu ósk sína að fiskurinn yrði settur á markað til verðlagningar Selfoss: Urslit í prófkjöri framsóknarmanna Selfossi. ÚRSLIT í prófkjöri framsóknar- manna á Selfossi sem fram fór 3. mars urðu þau að Guðmundur Kr. Jónsson bæjarfiilltrúi lenti í fyrsta sæti, Kristján Einarsson trésmiður í öðru sæti, Grétar Jónsson bæjarfiilltrúi í þriðja sæti, Ása Líney Sigurðardóttir húsmóðir í því Qórða, Guðmund- ur Búason Qármálastjóri í fimmta og Kristín R.B. Fjól- mundsdóttir í því sjötta. Alls tóku 402 þátt í prófkjörinu, sem var opið. Kristján Einarsson komst upp á milli þeirra Guðmundar og Grét- ars, sem skipuðu efstu sæti listans við síðustu bæjarstjórnarkosning- ar. Einn bæjarfulltrúa flokksins, Ingibjörg Guðmundsdóttir, gaf ekki kost á sér í prófkjörinu. — Sig. Jóns. Nyjasta metsölubók TOM CLANCY er komin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.