Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990 17 PfflLCOWlS KTNNIU ÞÉR KOSHNA Renndu augunum yfir atriöin sem myndirnar hér fyrir neöan minna á. Þau segja ekki allt, en gefa þó nokkra hugmynd um hvað er að gerast í heimi þvottavéla og tala sínu máli um fjölhæfni, sparneytni og traustleika sem einkennir Philco W 135. Raðtengd straumrás gerir mótorinn þýðgengan, sparneytinn og endingargóðan. Aðaiþvottakerfin eru 16 og vélin tekur 5 kg. PHILCO - FULL VÉL AF NÝJUNGUM ROR SEM METUR TÍMAÞÖRF | RAÐTENGD STRAUMRÁSf I MÓTOR RAFEINDA- STÝRING I VINDIHRAÐI, ALLT 3,5 AÐ1300 SNÚNINGAR I RAFEINDASTÝRÐ HLEÐSLUJÖFNUN SÉRSTAKT ULLAR- ÞVOTTAKERFI | FJÖLWETT HITASTILUNG SÉRSTÖK SPARNAÐAR- STILUNG PJTJJI STILUNG FYRIR HÁLFA HLEÐSLU KjSSi STÖÐVAST MEÐVATN|| m ISSS( ÞRJÚ GRUNNKERFI ÁN VINDINGAR VALÁ VINDUHRAÐA I HEITTOGKALT 1 VATN VÖKVA HÖGGDEYRR SWMBf RYÐFRÍTT STÁL | TROMLU OG YTRI í BELG I GAUMLJÓS ÖRYGGISHITASTILL- IR FYRIR ULLAR- ÞVOTT IgaSJ YRRHÍTUNAR- (S3§' ... #* ÖRYGGI ÖRYGGISROR ^ | FUEÐIVARI SJ HLEÐSLUÖRYGGI ■ Verð á Philco W135: KR. 68.970 STGR. Heimilistæki hf Sætúni 8 SÍMI 69 15 15 . Kringlunm SÍMI69 15 20 (/cð €/um'SveájsjaH0e£Íb í sattouttgjujH, Útþensla á ríkisvaldi eftir Birgir ísleif Gunnarsson Ég hef skrifað í Mbl. tvær grein- ar í tilefni af frumvarpi félagsmála- ráðherra til nýrra skipulags- og byggingarlaga. Hér kemur þriðja og síðasta greinin um málið og tek- ið verður til meðferðar deiliskipulag og hugmyndir frumvarpsins um Skipulags- og byggingarstofnun ríkisins. Deiliskipulag Þegar þetta nýja frumvarp er skoðað vekja mesta athygli hug- myndirnar um meðferð deiliskipu- lags. Það orð merkir skipulagsáætl- un sem nær yfir einstaka bæjar- hluta, hverfi eða reiti innan ramma aðalskipulags, þar sem nánari grein er gerð fyrir landnotkun, nýtingu lands, gatnaskipulagi, fyrirkomu- lagi byggingar og annarri mann- virkjagerð. I núgildandi skipulags- lögum er hugtakið deiliskipulag ekki til, en þar er hinsvegar rætt um séruppdrátt að skipulagi ein- stakra bæjarhverfa. Samkvæmt núgildandi lögum er ekki gerð krafa um að stofnanir ríkisins samþykki deiliskipulag, enda hefur það ekki tíðkast hér í Reykjavík, svo að dæmi sé tekið. Algjört tangarhald Nú á að breyta um og ríkisstofn- anir eiga að fá algjört tangarhald á sveitarfélögum í þessum efnum. í 21. gr. hins nýja frumvarps félags- málaráðherra segir að deiliskipulag taki ekki gildi fyrr en það hafí ver- ið samþykkt af sveitarstjórn við síðari umræðu og jafnframt verið samþykkt af Skipulags- og bygg- ingarstofnun ríkisins. Og ekki nóg með það. Ef Skipulags- og bygging- arstofnun ríkisins vill breyta skipu- laginu eða neitar að samþykkja það, þá getur sveitarstjórn áfrýjað til Skipulagsstjórnar ríkisins sem kveður upp endanlegan úrskurð í málinu. M.ö.o. það er stjórnarnefnd þessarar ríkisstofnunar sem á að kveða upp endanlegan úrskurð í deilum hennar við sveitarstjómir. Já, það á ekkert að fara á milli mála hvar valdið liggur. Ríkið ráði á áberandi stöðum Þá er enn eitt athyglisvert ný- mæli í þessu frumvarpi um meðferð deiliskipulags. í 17. gr. segir að auðkenna megi sérstaklega svæði á áberandi stöðum, svo sem við torg og aðalgötur, og ákveða að leyfi til bygginga þar sé háð sam- þykki Skipulagsstjórnar. Eins og fyrr er rakið getur Skipulags- og byggingarstofnun ríkisins óskað eftir breytingu á deiliskipulagi í þessa átt og ef sveitarstjórnin fellst ekki á það, hefur Skipulagsstjórn ríkisins endanlegt úrskurðarvald í málinu. Með þessu frumvarpi ætla ríkisstofnanir að taka sér vald til að segja t.d. ísafirðingum hvað þeir megi byggja við Ráðhústorg eða meðfram sjónum eða Reyk- víkingum hvað þeir megi byggja í miðbænum, við Tjörnina eða við Skúlagötu. Valdið er alveg tekið frá sveitarfélögunum í þessum tilvik- um. Eldri hverfi Þá er enn hert að sveitarfélögun- um frá því sem verið hefur varð- andi deiliskipulag fyrir eldri hverfí í þéttbýli. Samkvæmt þessu frum- varpi er nú skylt að óska eftir stað- festingu ráðherra á slíku skipulagi fyrir eldri hverfi í þéttbýli sem fyrir- hugað er að endurbyggja að ein- hverju eða öllu leyti. Slík skylda hefur ekki hvílt á sveitarfélögunum áður og hefur þeim verið það í sjálfsvald sett hvort þau óska stað- festingar á slíku skipulagi og reynd- ar er það ekki einu sinni forsenda útgáfu byggingarleyfis í eldri hverf- um að deiliskipulag hafi áður verið gert. Umfangsmikil ríkisstofiiun í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Skipulag ríkisins breyti um nafn og heiti hér eftir: Skipulags- og byggingarstofnun ríkisins. Það leið- ir m.a. af því að nú á að steypa saman í einn lagabálk skipulags- og byggingarlögum. Það kann að vera skynsamlegt en mér líst hins vegar ekki á þá útþenslu sem á að verða hjá þessari ríkisstofnun. Sem dæmi um ný verkefni má nefna: Gerð landsskipulags, rannsókna- starfsemi á sviði skipulags- og byggingarmála og útgáfustarfsemi. Hér er greiniega verið að stefna að miklu bákni á sama tíma og rætt er um niðurskurð ríkisútgjalda. Ég hef í þremur greinum hér í Mbl. fært rök að því að í mjög mörgum atriðum er aukin miðstýr- ing fólgin í þessu nýja frumvarpi „Ég hef í þremur grein- um hér í Mbl. fært rök að því að í mjög mörg- um atriðum er aukin miðstýring fólgin í þessu nýja frumvarpi og verið er að færa vald frá sveitarfélögum til ríkisstofnana.“ og verið er að færa vald frá sveitar- félögum til ríkisstofnana. Þetta er í andstöðu við þá þróun sem er annars staðar og í andstöðu við þær almennu hugmyndir sem hér eru uppi um aukið vald til sveitarfélag- anna og þar með til fólksins sem í þeim býr. Frumvarp þetta þarfnast því rækilegrar endurskoðunar og nauðsynlegt að sveitarfélögin komi beint inn í undirbúning að nýju frumvarpi og þess vegna tel ég útilokað að hægt verði að afgreiða þetta frumvarp á því þingi sem nú stendur yfír. E.s. Eftir að þessar greinar voru ritaðar las ég grein eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráð- herra, hér í Mbl. 6. mars, þar sem hún ræðst nokkuð á málflutning Birgir ísleifur Gunnarsson minn í þessu máli. Ég neyðist því til að skrifa fjórðu greinina og senda henni nokkrar kveðjur. Höfundur er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmi. Fagiiaður eldri dvalar- gesta á öskudaginn Stykkishólmi. SYSTURNAR á sjúkrahúsinu í Hólminum tóku sig til ásamt starfs- liði á öskudag og gengust fyrir fagnaði með þeim sjúklingum sem höfðu fótavist, klæddu þá í búninga og settu fallegar liúfur á höfúð þeirra og svo var brosað og rabbað saman. Ættjarðarlögin voru kyijuð hvert af öðru „Ég vil elska mitt land“, „Ó, fögur er vor fósturjörð" og fleiri og það var gaman að sjá svipinn á þeim gömlu, þar sem þau tóku undir af hjartans lyst, þessa góðu og gömlu söngva, settu sig í stellingar og þótt minnið væri farið að dofna hjá sumum endurvöktust söngvarnir og bros frá liðnum árum ljómuðu um stofuna. Fréttaritari Morgunblaðsins hafði mikla ánægju af því að fylgjast með og taka undir. Þessi gleði stóð í heila klukkustund en þá var kallað í mat. Það er ekki langt síðan þröngt var um eldri borgara, en nú hjálp- ast menn og bær að við að gera þeim elliárin sem best. Þetta eru gleðilegar framfarir. - Árni Sjúkrahúsið í Stykkishólmi: Morgunblaðið/Árni Helgason Eldri dvalargestir á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi skemmtu sér vel við söng og leik á öskudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.