Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ VroSKPTlfflVINNUIÍF ÞRIÐJUDA'GUR 13-iMARZ 1990 33 Verslun Allar aðstæður eru hér fyrir vörudreiBngarmiðstöð — segir Pétur Guðmundsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli Honda 90 Civic Shuttle 4WD 116 hestöfl MÖGULEIKAR íslendinga á að byggja hér á landi upp alþjóðlega vörudreifingarmiðstöð bæði á Keflavíkurflugvelli og í tengslum við starfsemi Tollvörugeymslunnar í Reykjavík voru til umræðu á aðal- fundi Verslunarráðs fyrir skömmu. í nefndaráliti er fullyrt að Keflavík- urflugvöllur sé nánast tilbúin stórlega vannýtt auðlind. Pétur Guð- mundsson, flugvallarstjóri. telur allar aðstæður fyrir hendi til að reisa vörudreifingarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll. „Það má segja að við séum í stakk búnir til þess að úthluta lóðum ef einhver hefúr fjár- magn og hefiir áhuga á að byggja í þessa veru,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið. Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar og nágrannabyggðanna er frá árinu 1967 en það var síðan endurskoðað árið 1983. Þar er tekið frá lands- svæði undir fríverslun en því til við- bótar hefur verið gert deiliskipulag inn á flugvellinum á svokölluðu flug- stöðvarsvæði sem er í næsta ná- grenni Flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar. Skipulagið nær yfir á annað Á MARKAÐI Bjami Sigtryggson Falleinkunn á gæðaprófi Fyrir fáum árum héldu íslensk- ir brautryðjendur námstefnu um verkefnaútflutning. Til allrar guðs lukku voru engir líklegir erlendir verkefnakaupendur staddir á þeirri ráðstefnu, því svo illa var að henni staðið að það hefði fælt þá frá frekari viðskiptum. Ræðu- menn voru illa eða óundirbúnir og tímamörk hvergi virt. Magn- arakerfi virkaði ekki, aðstaða fyr- ir þá blaðamenn sem boðið hafði verið var engin og veitingar gleymdust. Þetta fyrsta verkefni áhugamanna um verkefnaútflutn- ing endaði líkast því er sprett- hlaupari hrasar í startholunum. Vöruvöndun orðin sérgrein Því miður er þetta aðeins eitt dæmi af mörgum um falleinkunn í atvinnulífinu. „The Proof is in the Pudding" segja Bretar og eiga við að gæði afurðarinnar mælist fyrst við notkun hennar eða neyslu, og því sé ekki rétt að lofa söluvöruna í hástert í auglýsing- um. Reynslan verður að ríma við loforðin. Það á við í enn ríkari mæli þegar samkeppni ríkir á markaði. Til að tryggja stöðu sína á markaði og til að ábyrgjast gæði vöru sinnar og þjónustu þróa stjórnendur nú víða öflugt gæða- eftirlit, og gæðastjórnun er fyrir nokkru orðin sérgrein. Það fór hins vegar illa fyrir Gæðastjórnunarfélagi íslands, þegar það ákvað að fá hingað til lands þekktan fræðimann um vöruvöndun og gæðaeftirlit, Blan- ton Godfrey, prófessor við Kól- umbíuháskóla, til að flytja erindi á námstefnu um „Tilurð gæða“. Auglýsingastofa var ráðin til að kynna námstefnuna, en gæðaeft- irlitið þar á bæ var hins vegar ekki meira en svo, að í litprent- aðri og sérhannaðri auglýsingu láðist að geta þess hvar ráðstefn- an verður haldin og hvaða dag (Föstudaginn 16. mars á Hótel Sögu kl. 8.15). Þarna skorti allt í senn: Skýra hugsun, prófarka- léstur og gæðaeftirlit. Semsé: Falleinkunn strax í startholunum. (Sama auglýsingastofa hafði í vikunni áður — ef til vill í tilefni Norðurlandaráðsþings — reynt að feta í fótspor ýmissa norrænna auglýsingamanna, sem aðhyllast ensku umfram móðurmál sitt — og birt auglýsingu í Morgunblað- inu á enskri tungu. En það er önnur hryggðarsaga.) „Eflaust munu erlendar aug- lýsingastofur rata hingað til lands á næstu árum, árum til- hugalífs evr- ópskra fyrir- tækja.“ Skreytt með stolnum fjöðrum Annað auglýsingagerðarfyrir- tæki féll í þá freistingu á dögunum að stela hugmynd úr erlendri bíla- auglýsingu (Volkswagen) og gera íslenska eftirlíkingu (fyrir Toy- ota). Eflaust hefur Toyota- umboðið hér greitt að fullu fyrir hugverkið og líkað vel. En það vissu hins vegar hinir mörgu, sem árlega þiggja boð GBB Auglýs- ingastofunnar (nú Hvíta hússins) að skoða evrópskar verðlaunaaug- lýsingar, að hér voru stolnar fjaðr- ir á flugi. Þeir sem eru kunnugir verðlist- um auglýsingastofa telja að við- skiptavinir þeirra eigi rétt á þjón- ustu fagfólks sem leggur metnað sinn í fagþekkingu og vöruvöndun og býr við fijóa og skapandi hugs- un. Það er hins vegar það sem á skortir, sem Gæðastjórnunarfélag íslands var stofnað til að ráða bót á. Evrópskt tilhugalíf framundan Sennilega munu erlendar aug- lýsingastofur teygja anga sína hingað til lands á næstu árum, árum samdráttar og ástarlífs evr- ópskra fyrirtækja. Trúlega helst með samstarfi við innlendar stof- ur. Þeim gefst aftur á móti í slíkri samvinnu kostur á að spreyta sig á erlendum mörkuðum. Og þegar þar að kemur er unginn floginn úr hreiðrinu og verður að spjara sig og fljúga sjálfur, þegar hann er kominn úr vernduðu íslensku heimaumhverfi inn í hinn harða heim alþjóðlegrar samkeppni. Þann dag skipta gæðin máli og sú hugsun stjórnenda að láta gegnsýra allt sitt starf. hundrað hektara svæði þar sem gert er ráð fyrir vörugeymslum og að- stöðu fyrir flugvélaviðgerðir. Á þessu svæði eru öll veitukerfi þegar til staðar þ.e. heitt vatn frá Hita- veitu Suðurnesja, neysluvatnslögn, raforka og 6 kílómetra skólpveita. Ennfremur hefur verið byggt flug- hlað sem rúmar tvær breiðþotur af stærstu gerð hlið við hlið en akbraut tengir stæðið við flugvöllinn. Vegir hafa auk þess verið malbikaðir að þessum byggingum sem koma til með að rísa. Pétur Guðmundsson segir ennfremur land frátekið í aðal- skipulaginu milli flugvallarins og nágrannabyggðalaganna undir fríiðnað eða tollfrjálst svæði. Þar séu nánast endalausir möguleikar vegna landrýmis. Dreifikerfi milli stærstu viðskiptakjarna heimsins í nefndaráliti Verslunarráðs segir að mjög ríkar ástæður séu til þess að íslensk verslunarfyrirtæki geti átt miklu hlutverki að gegna í al- þjóðaversluninni í þeirri gersamlega nýju ímynd sem skapast með mótun þessara risastóru viðskiptakjarna, og sem í aðalatriðum skiptast milii heimsálfa þar sem ísland sé eins og kjörsvæði á meiriháttar vegamótum. Þá segir orðrétt: „Þetta er tækifæri sem gæti lagt okkur upp í hendurn- ar möguleika til þess meðal annars að byggja Keflavíkurflugvöll upp sem dreifistöð fyrir vörur á leið milli Austurlanda og Evrópu og milli Norður- Ameríku og Evrópu. Mögu- leikarnir felast í hnattstöðu okkar, því að plássið er nóg og umsvifin þurfa ekki að takmarkast allan sól- arhringinn. Þetta gefur færi á að byggja upp birgðastöðvar og stjórna dreifikerfum fram og til baka milli stærstu viðskiptakjarna heimsins. Þessi staða er ekki að öllu Ieyti ein- stök, en í veigamiklum atriðum get- um við boðið betur en flestir aðrir, ef rétt er á haldið." Guðmundur Þór Þormóðsson, framkvæmdastjóri Flugfax, um- boðsaðila Federal Express flugfé- lagsins, segir að hugsanlega væri hægt að sannfæra félög á borð við Federal Express til að hafa hér umskipunarhöfn. „Það hefur einnig komið fram í máli aðila frá Carcolux að Keflavíkurflugvöllur er ákjósan- legur staður fyrir umskipunarhöfn. Við höfum alla burði til slíks og um leið og við sköpum aðstæður þá hleðst utan á þetta. Það tekur ákveð- inn tíma en í fyrsta lagi verðum við að marka ákveðna stefnu í gjaldtöku og það á við lendingargjöld líka,“ sagði Guðmundur. Verð f ró 1180 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIRALLA. (0 VATNACÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 IþTþorgrímsson &C0 ffARMA PLAST ÁRMÚLA 1 6 OG 29, S. 38640 i’ OG SAMSKIPTABONABUR SEMHÆGTER AÐTREYSTA HYBREXAX er eitt fullkomnasta símkerfi sem völ er á á íslandi í dag HYBREXAX er meö sveigjanlegan fjölda innanhússnúmera lil B fíi I ■ I ■ ■ Nýjung álslandi • ísienskur texti á skjá- tækjum Hybrex. Allur texti sem birtist á skjám tækjanna er á islensku. • Vandaður íslenskur leiðarvísir fylgir öllum Hybrex simtækjum. Láttu sjá þig Sértu að hugsa um sím- kerfi þá er rétti tíminn núna. Komdu við á Tæknideild Heimilistækja hf. og rabbaðu við okkur. - Við erum sérfræðingar í símamálum. Okkar stolt eru ánægðir viðskiptavinir Samband ísl. sveitarfélaga. Kapaltækni hf. Hátækni hf. Borgarleikhúsið. Rafiðnaðarskólinn. ofl. ofl. <8> Heimilistæki hf Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI69 15 00 í santtungm,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.