Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990
15
Fjármálavanþekk-
ing krata í Kópavogi
eftir dr. Gunnar
Birgisson
í DV 16. febrúar síðastliðinn og
í Alþýðublaði Kópavogs 1. tbl. ’90
fara tveir af bæjarfulltrúum Al-
þýðuflokksins í Kópavogi hamför-
um og saka undirritaðan um róg-
burð gagnvart okkar ágæta bæjar-
félagi, Kópavogi.
Tilefni þessa upphlaups mun það,
að undirritaður vakti athygli á fá-
einum staðreyndum varðandi fjár-
mál Kópavogs. Þetta hefur sýnilega
sært sjálfsímynd þeirra, sem ábyrg-
ir eru fyrir fjármálum Kópavogs-
bæjar. Tilfinningaþrungin viðbrögð
þeirra skýra þó það eitt, að það er
engin tilviljun hvernig komið er
fjárhag bæjarins. Vanþekking
þessa fólks nær ekki aðeins til fjár-
mála bæjarins, heldur einnig til fru-
matriða á borð við vexti og verð-
bólgu.
Vanþekking
Þeir munu til, sem ekki kunna
skil á nafnvöxtum og raunvöxtum
eða ávöxtun. Það er slæmt þegar
í hlut eiga einstaklingar, sem í
krafti stöðu sinnar, sem kjörnir
bæjarfulltrúar, geta skuldsett okk-
ur bæjarbúa svo hundruðum millj-
óna skiptir. Sigríður Einarsdóttir,
fulltrúi Alþýðuflokksins í Kópavogi,
fullyrðir réttilega að það sé gífur-
legur munur á 10% ávöxtunarkröfu
og 42% og segist efast um að nokk-
urt fyrirtæki sé svo illa stætt að
það þurfi að lúta 42% ávöxtunar-
kröfu.
Þeir munu fáir, sem í alvöru
halda að raunávöxtun geti hlaupið
á þessum tölum. Það eru hins veg-
ar aðeins tveir mánuðir frá því að
skammtímaskuldabréf Kópavogs-
bæjar voru opinberlega boðin til
sölu með 40% ávöxtun, eins og
meðfylgjandi auglýsing frá Fjár-
festingarfélagi íslands ber með sér.
Þessi bréf fengust keypt miðað við
42% ávöxtun og það var mat. fjár-
málamanna þá, að raunávöxtun
þeirra yrði í reynd milli 15 og 20%.
Þetta eru dýr skammtímalán, sann-
kallaðir kosningavíxlar, því þeir
falla allir á næstu mánuðum og á
nýjan meirihluta bæjarstjórnar
Kópavogs.
Það er annað tveggja, dæmafár
kjarkur eða kunnáttuleysi, sem fær
bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins til að
halda því fram, að Kópavogskaup-
staður þurfi ekki að sæta lakari
kjörum á fijálsum markaði en önn-
ur bæjarfélög. Flest bæjarfélög
forðast það eins og heitan eldinn
að festast í skuldadíki með útgáfu
og sölu skuldabréfa til skemmri og
lengri tíma. Hafnarfjörður og Kópa-
vogur hafa hins vegar algjöra sér-
stöðu og geta kratar á hvorum stað
því óhikað samjafnað stöðunni sín
í milli. Hún á það sammerkt að
vera lakari en hjá öllum öðrum
sveitarfélögum á svæðinu.
Skuldastaða
Tilgangurinn með grein minni í
Morgunblaðinu 2.2. var að vekja
Kópavogsbúa til umhugsunar um
skuldastöðu og fjármagnskostnað
bæjarfélagsins, sem hvort tveggja
er komið yfir hættumörk. Mjög erf-
itt hefur verið að fá yfirlit yfir
skuldastöðu Kópavogs, en nú loks
upplýsa fulltrúar vinstri meirihlut-
ans hveijar langtímaskuldir bæjar-
ins eru, eða yfir 900 milljónir króna.
Það lætur því nærri að heildar-
skuldastaða í árslok 1989 hafi verið
yfir 1.300 milljónir króna þegar
skammtímaskuldir eru táldar með.
Slík staða hlýtur að vera hverju
bæjarfélagi stórhættuleg þegar
haft er í huga, að áætlaðar sameig-
inlegar tekjur 1989 voru rúmlega
1.100 milljónir. Það breytir ekki
þessari hrikalegu stöðu, þótt
kratarnir tali sig upp í það, að allt
sé í besta lagi.
Upplýsingar um raunverulega
fjárhagsstöðu bæjarins eru af
skornum skammti. Þó liggur það
fyrir samkvæmt skýrslu Sambands
íslenskra sveitarfélaga, að á árabil-
inu frá 1985 til 1988 var árleg raun-
aukning tekna á íbúa 6%, en raun-
aukning útgjalda var á sama tíma
9,4%. Skattheimtan jókst þannig,
en skuldimar líka. Með þennan fer-
il á bakinu er engin furða, að bæjar-
fulltrúar Alþýðuflokksins beri sig
illa undan umræðu um fjármál
bæjarins.
Það er í góðu samræmi við þá
óþægindakennd, sem umræða um
fiármál og lántökur bæjarsjóðs hef-
ur vakið með fulltrúum vinstri
meirihlutans, að lántökur eða kjör
á lánum munu hvorki hafa verið
borin undir bæjarráð né bæjarstjóm
til samþykktar. Hvemig það sam-
ræmist lögum er í besta falli tor-
skilið og spyija má hver raunveru-
lega sé ábyrgur þegar þannig er
staðið að verki. Spyr sá sem ekki
veit.
Fjármagnskostnaður
Allt síðastliðið kjörtímabil hefur
bæjarsjóður verið rekinn með halla
og safnað skuldum og til að mæta
og afborgana og raunverulegt
framkvæmdafé verður vart meira
en 200 til 250 milljónir, ef ekki á
enn að slá lán.
Framtíðin
Stöðva verður óheillaþróun
skulda og aukningu fiármagns-
kostnaðar. Þetta verður að gera
með aðhaldi í rekstri og sparnaði.
Fyrirhyggju verður að hafa á fram-
kvæmdum og ljúka þeim á sem
skemmstum tíma til að þær geti
sem fyrst skilað arði.
Það virðist vera stefna núverandi
meirihluta að göslast áfram í fram-
kvæmdum, en ljúka þeim ekki eins
og til dæmis sundlaugin, listasafnið
og fleiri dæmi sýna. Út úr þessu
fari verður að hverfa og takmarka
nýframkvæmdir við það sem unnt
er að ljúka á skynsamlegum tíma.
Við verðum að rífa okkur upp
úr skuldafeninu og snúa þessari
þróun við. Kópavogur hefur alla
burði til að vera fjárhagslega sterkt
sveitarfélag. íbúar Kópavogs geta
hins vegar ekki sætt sig við það,
að greiða hæstu gjöld til bæjarins,
en þekkja tæpast gangstéttir nema
af afspurn og þurfa svo að sitja
Gunnar Birgisson
„Það lætur því nærri
að heildarskuldastaða í
árslok 1989 hafi verið
yfír 1.300 milljónir
króna þegar
skammtímaskuldir eru
taldar með. Slík staða
hlýtur að vera hverju
bæjarfélagi stórhættu-
leg þegar haft er í huga,
að áætlaðar sameigin-
legar tekjur 1989 voru
rúmlega 1.100 milljón-
ir.“
FJARFESTINGARFELAGtÐ
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
FJARFESTINGARFÉLAGIÐ
FRAMBOÐ SKULDABREFA
18. Des. 1989
Nánari upplýsingar og Pálmi Sigmarsson
söluannast:" síma 25518 og 28566
Útgefandi/Skuldari Veð/Trygging BB-Mat f bús. Veðs. % Lánstími Fjöldi afborqana Samtals [ búsundum. Einingar í búsundum. Ávöxtunar krafa
Soariskírteini Ríkissióös 2.-20. ár 6 - 6.6%
Landsbanki 12.-16. ár 6,5-7%
Landsbanki 2.-4. ár 7,0-7.25%
Búnaðarbanki 2. ár -1- 7.000 500 7.5%
Iðnaðarbanki 8. ár -1- 8.2%
Samvinnubanki 3.-4. ár -1- 7,5%
Verslunarlánasi. Ábvraö Verslb. 15. ár -15- 15.000 5.000 7.1%
Kópavoqs kaupst. Einf. Ríkisáb. 3. ár -6- 25.000 1.000-3.000 10,1%
Keflavíkur kaupst. Einf. Ríkisáb. 4. ár -6- 10.000 3.300 10,2%
Sparisióöir 4.-7. ár -1- 40.000 8,35%
Landsb. víxlar 30-45 D -1- 27,5-30,3%
Hafnarfiaöar kaupst. 60-90 D -1- 37-40%
Kópavoas kaupst. 60-90 D -1- 37-40%
Sólninq hf. Áb.kópav.kst. 5. ár -10- 6.000 10.25%
Atvinnutrvqqinqasióður Einf. Ríkisáb. 6. ár -8- 40.000 vmisl 8,1%
því hefur þurft auknar lántökur.
Þetta hefur haft í för með sér auk-
inn fjármagnskostnað með hveiju
árinu sem líður. Á liðnu ári nálgað-
ist fjármagnskostnaður Kópavogs-
bæjar 300 milljónir króna og er
orðinn þriðji stærsti útgjaldaliður
bæjarsjóðs.
Nú er því haldið fram, að bærinn
hafi nær 550 milljónir til ráðstöfun-
ar á þessu ári. Meiri hluti þessa
fjár mun þó fara til greiðslu vaxta
undir því, að það sé sagt rógur og
illmælgi þegar staðreyndir um fjár-
mál bæjarfélagsins eru gerðar opin-
berar.
Þessu verður ekki breytt nema
skipt verði um meirihluta í næstu
bæjarstjórnarkosningum og Sjálf-
stæðisflokknum veitt nauðsynlegt
brautargengi til að það geti orðið.
Orðflúr og illmælgi krata og komma
í Kópavogi er ekki sá grundvöllur,
sem traustur fjárhagur bæjarfé-
lagsins verður byggður á. Þar verða
verkin að tala.
Gerum Kópavog að betri bæ, þar
sem hinu byggða umhverfi verði
meiri gaumur gefinn. Við höfum
verk að vinna Kópavogsbúar. Ger-
um góðan bæ betri.
Höfundur er formaður
Verktakasambands íslands,
varaformaður Vinnuveitenda-
sambands íslands ogfyrsti maður
á D-lista íKópavogi.
Umferðartruflanir á
Bláfjallavegi á sunnudag
„SNJÓBLÁSARINN sem við höf-
um vanalega til umráða hafði
verið fluttur til verkefha i
Reykjavík, og því var hann ekki
tiltækur þegar snjóruðningur
liófst á sunnudagsmorgun. Þá
gáfu upplýsingar veðurstofu á
laugardagskvöld ekki tilefni til
að hefja snjómokstur um blánðtt-
ina,“ sagði Þorsteinn Hjaltason
umsjónarmaður fólksvangsins í
Bláfjöllum í samtali við Morgun-
blaðið. Til umferðartruflana kom
á Bláfjallavegi á sunnudag, og
voru dæmi þess að það tæki um
2 klukkustundir að komast hinn
12 kílómetra afleggjara frá Suð-
urlandsvegi að skíðasvæðinu.
„Hérna uppfrá er ein jarðýta
staðsett áuk snjótroðaranna. Það
tekur hana langan tíma að ryðja
tvöfalda braut á veginn, og til þess
var einfaldlega ekki tími á sunnu-
dag. Því ákváðum við að opna veg-
inn að hluta til einfaldan heldur en
að auglýsa svæðið lokað, og við
slíkar aðstæður má alltaf búast við
truflunum á umferð,“ sagði Þor-
steinn. Snjóblásari sem Bláfjalla-
svæðið hefur venjulega til umráða
hafði verið tekinn til annarra verk-
efna í Reykjavík vegna áhlaupsins
á laugardag. Hann sagði að slíkt
tæki hefði lokið ruðningi svo vel
væri á tveimur tímum. „Við þyrft-
um að hafa forgangsaðgang að
snjóblásara til að tryggja að hægt
væri að opna veginn hratt og vel á
slíkum dögum sem á sunnudaginn,
þegar mikill fjöldi fólks sækir skíða-
svæðið,“ sagði Þorsteinn.
BILAGALLERI
Opið virka daga frá kl. 9-18.
Laugardaga f rá kl. 10-16.
Range Rovor '82. Suartur. 4.
gira, 4 dyra. Vökvast.,
útv/sagulb. Ek. 120.000 km.
V. 950.000.
Oalhatsu Roeky '87. 2.0
bensin. Hvftur. 5 gíra. Vökv-
ast., útv/segulb. Ek. 58.000
km. Verö 1.020.000.
Daihatsu Rocky '87. 2.0
bensln, sllfurgrér. 5 gfra.
Vökvast., útv/segulb. Álfelg-
ur. Ek. 25.000. V. 1.100.000.
Dalhatsu Rocky '88. 2.0
bensfn, Vfnrauður/slifur. 5
gfra. Vövkast. útv/segulb.
Bralö dekk og felgur. Ek.
27.000 km. Verö 1.140.000.
Dalhatsu Rocky Wagon ’85,
2.8L dlesel. Sllfurgr. 5 gfra.
Vökvast., útv./segulb. Upp-
haakkaöur, br. dekk. Ek. aö-
elns 48.000. V. 1.120.000.
Dalhatsu Feroza EI-2-Sport
'89. Blér/sllfurgr. 5 gfra.
Vökvast., útv/segulb. Fram-
grlnd og dráttarkúla. Ek. aö-
elns 9.000 km. Sem nýr. Verö
1.270.000. Sklptl é ödýrarl.
Toyota Tercel 4wd ’87. SBf-
urgr. 5 gira, útv/segulb. Sum-
ar/vetrardekk. Ek. 48.000
km. Verö 730.000.
Toyota Tercel 4wd '87. Rauö-
ur. 5 gfra, útv/segulb. Vetrar-
dekk. Ek. 36.000. V. 740.000.
Volvo 440 6LT turbo, '89.
Rauöur. Framdrlf. 5 gfra,
vökvast., útv/segul. Rafdr.
rúöur og speglar. Tölva, litað
gler. Álfelgur og ABS bromsu-
kerfi. Ek. 5.000 km, sem nýr.
Verö 1.470.000.
Fjöldi annarra notaðra úrvals
bíla á staðnum og á skrá.
Brimborg hf.
Faxafeni 8, s. (91) 685870.