Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 54
54
MORGUNBI.AÐIÐ l’KIÐ.JUDAGUR 13. MARZ 1990
VERTU EKKIOF SEINN
UPPPANTAÐ1. OG 8. APRÍL
Myndatökur frá kr. 7.500.-
Ljósmyndastofumar:
Bama og Fjölskylduljósmyndir
Reykjavík
sími: 12644
Mynd Hafnarfirði,
sími: 54207
Ljósmyndastofa Kópavogs,
sími: 43020
Öllum okkar tökum fylgja tvær
prufustækkanir 20x25 cm.
Hvað er
Armaflex
Það er heimsviðurkennd
pípueinangrun í hólkum,
_ plötum og límrúllum frá
(ík)"mstrong
& Ávallt til á lager.
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29 - Múlatorgi
- Sími38640
Þátttakendur á vinnuvélanámskeiði.
Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson
Fjölmennt vinnuvélanám-
skeið haldið fyrir austan
Egilsstöðum.
FRÆÐSLUDEILD Iðntæknistofnunar gekkst fyrir 4. námskeiði sínu
í stjórn og meðferð farandvinnuvéla á Egilsstöðum fyrir skömmu.
Þetta var jafnframt fjölmennasta námskeiðið sem stofnunin hefur
haldið. Að því loknu fengu 37 menn réttindi til að stjórna vinnuvél-
um. Alls hefur stofnunin haldið 87 námskeið víðsvegar um Iand og
hafa nú um 7.000 manns rétt til að stjórna vinnuvélum á íslandi. Þar
af eru um 1.500 á Austurlandi.
Svavar Svavarsson frá fræðslu-
deild Iðntæknistofnunar stjórnar
námskeiðahaldinu af hálfu stofnun-
arinnar. Svavar sagði að höfuðtil-
gangurinn með þessu námskeiða-
haldi væri að kenna mönnum
grundvallaratriði í meðferð og hirð-
ingu vinnuvéla með tilliti til örygg-
is. Einnig væri lögð áhersla á vinnu-
tæknileg atriði og að efla ábyrgðar-
tilfínningu manna við þessi störf.
Við kennsluna væri auk hefðbund-
inna kennslugagna notast við
myndbönd og litskyggnur. Að auki
væri veitt verkleg þjálfun í stjórn
nokkurra gerða vinnuvéla.
- Björn
Bæjarstjórnarkosningarnar í Njarðvík:
Listi Alþýðuflokksins ákveðinn
Keílavík.
FRAMBOÐSLISTI Alþýðuflokks-
ins fyrir bæjarsljórnarkosning-
arnar í Njarðvík í vor hefur ver-
ið ákveðinn og verður hann þann-
ig skipaður:
1. Ragnar Halldórsson, 2. Þor-
björg Garðarsdóttir, 3. Skúli Ás-
geirsson, 4. Hilmar Hafsteinsson,
5. Bergþóra Jóhannsdóttir, 6.
Haukur Guðmundsson, 7. Ólafur
Thordersen, 8. Borgar Jónsson, 9.
Júlíus ValgeirsSon, 10. Örn Einars-
son, 11. Guðbjartur Daníelsson, 12.
Jenný Magnúsdóttir, 13. Guðjón
Sigurbjörnsson og 14. Eðvald Bóas-
son.
BB
Bæjarstjórnarkosningarnar í Njarðvík:
Listi Framsóknarflokks ákveðinn
Keflavík.
FRAMBOÐSLISTI Framsóknar-
flokksins fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar í Njarðvík í vor
hefúr verið ákveðin og verður
hann skipaður eftirtöldum mönn-
um:
1. Steindór Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri, 2. Sveindís Árna-
dóttir húsmóðir, 3. Jónas Pétursson
fiskeldisfræðingur, 4. Jónas Jó-
hannesson húsasmiður, 5. Kristjana
Gísladóttir framkvæmdastjóri, 6.
Ólafur Guðbergsson bifreiðastjóri,
7. Gunnar Guðmundsson atvinnu-
rekandi, 8. Valur Guðmundsson
húsasmiður, 9. Óskar Óskarsson
slökkviliðsmaður, 10. Þórður
Ólafsson lögreglumaður, 11. Karl
Arason verktaki, 12. Björn Bjarna-
son lögregluvarðstjóri, 13. Gunn-
laugur Óskarsson verkstjóri og 14.
Óskar Þórmundsson yfírlögreglu-
þjónn.
BB
Norræn samtök
í hótel og
veitingar ekstr i:
Skattbyrð-
um harðlega
mótmælt
SAMTÖK í hótel- og veitinga-
rekstri á Norðurlöndunum, bæði
frá atvinnurekendum og launþeg-
um, héldu ráðstefru 1.—2. febrúar
1990 í Stokkhólmi. Þetta er annað
árið í röð sem samtök í greininni
halda slíka sameiginlega ráð-
stefru. Frá Islandi voru fulltrúar
frá Sambandi veitinga- og gisti-
húsa, Félagi starfsfólks í veitinga-
húsum og Félagi matreiðslu-
manna.
Mörg sameiginleg hagsmunamál
voru á dagskrá ráðstefnunnar. Hæst
bar umræður um ferðaþjónustu og
skattamál og kom fram mikil gagn-
rýni á þungar skattbyrðar.
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt samhljóða í lok ráðstefnunnar:
„Rekstur hótela og veitingahúsa
á Norðurlöndunum er afar þýðingar-
mikill fyrir efnahag þjóðanna.
I sambanburði við sams konar
fyrirtæki annars staðar í veröldinni
er kostnaður hótela og veitingahúsa
á Norðurlöndunum mjög hár.
Skilyrði atvinnugreinarinnar til
að keppa á sívaxandi alþjóðamark-
aði er þar af leiðandi mjög erfið.
Þrátt fyrir þetta vitum við að
ríkisstjórnir á Norðurlöndunum leita
sífellt leiða til að leggja á frekari
skatta og gjöld sem dregur enn
meir úr samkeppnisgetu greinarinn-
ar á alþjóðamarkaði.
Undirrituð samtök leggja áherslu
á að við skattlagningu hótela og
veitingahúsa verði tekið tillit til sér-
stöðu atvinnugreinarinnar. Bent er
á hversu vinnuaflsfrek þessi fyrir-
tæki eru og því þýðingarmikil á
vinnumarkaði.
Nánari upplýsingar veitir Erna
Hauksdóttir, framkvæmdastjóri
Sambands veitinga- og gistihúsa.
Menningarsjóður:
Kjöt á bók
BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs
hefúr gefið út leikritið Kjöt eftir
Ólaf Hauk Símonarson. Þetta er
fjórða leikritið í ritröðinni íslensk
leikrit. Kjöt var frumsýnt í Borg-
arleikhúsinu 26. janúar síðastlið-
inn.
Bókin er 84 blaðsíður, unnin í
Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Fyrri
leikrit í ritröðinni eru Dansleikur
Odds Björnssonar, Týnda teskeiðin
eftir Kjartan Ragnarsson og Haust-
brúður eftir Þórunni Sigurðardóttur.
"'■'“-•v.íi. u,„k-*f
á morgunverðarboröið
TWOBCIN*!.
iiUNOr
Blönduós:
Júgóslavnesk myndlist sýnd
Blönduósi.
JÚGÓSLAVNESKI málarinn
Niko Ribic hélt á dögunum mál-
verkasýningu á Hótel Blönduós.
Það voru vinir hans á Blönduósi
Júgóslavinn Danilo Markovic og
Sveinn Sveinsson sem komu þess-
ari sýningu upp. Megin tilgangur
hennar var að kynna júgóslav-
neska list og afla fjár fyrir málar-
ann Niko svo hann gæti komið
til íslands og skoðað landið.
Myndir þær sem Niko Ribic sýndi
voru fyrst og fremst landslags-
vatnslitamyndir frá Júgóslavíu.
Niko Ribic er listhönnuður í iðnaði
í heimalandi sínu og hefur hann
haldið þar sextán sýningar. Auk
sýninga í Júgóslavíu hefur hann
sýnt verk sín í Austurríki, V-Þýska-
iandi, Ástralíu og Kanada.
Jón Sig.
Morgunblaðið/J6n Sigurðsson
Aðstandendur málverkasýningarinnar, Sveinn Sveinson og Danilo
Markovic.