Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 54
54 MORGUNBI.AÐIÐ l’KIÐ.JUDAGUR 13. MARZ 1990 VERTU EKKIOF SEINN UPPPANTAÐ1. OG 8. APRÍL Myndatökur frá kr. 7.500.- Ljósmyndastofumar: Bama og Fjölskylduljósmyndir Reykjavík sími: 12644 Mynd Hafnarfirði, sími: 54207 Ljósmyndastofa Kópavogs, sími: 43020 Öllum okkar tökum fylgja tvær prufustækkanir 20x25 cm. Hvað er Armaflex Það er heimsviðurkennd pípueinangrun í hólkum, _ plötum og límrúllum frá (ík)"mstrong & Ávallt til á lager. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími38640 Þátttakendur á vinnuvélanámskeiði. Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Fjölmennt vinnuvélanám- skeið haldið fyrir austan Egilsstöðum. FRÆÐSLUDEILD Iðntæknistofnunar gekkst fyrir 4. námskeiði sínu í stjórn og meðferð farandvinnuvéla á Egilsstöðum fyrir skömmu. Þetta var jafnframt fjölmennasta námskeiðið sem stofnunin hefur haldið. Að því loknu fengu 37 menn réttindi til að stjórna vinnuvél- um. Alls hefur stofnunin haldið 87 námskeið víðsvegar um Iand og hafa nú um 7.000 manns rétt til að stjórna vinnuvélum á íslandi. Þar af eru um 1.500 á Austurlandi. Svavar Svavarsson frá fræðslu- deild Iðntæknistofnunar stjórnar námskeiðahaldinu af hálfu stofnun- arinnar. Svavar sagði að höfuðtil- gangurinn með þessu námskeiða- haldi væri að kenna mönnum grundvallaratriði í meðferð og hirð- ingu vinnuvéla með tilliti til örygg- is. Einnig væri lögð áhersla á vinnu- tæknileg atriði og að efla ábyrgðar- tilfínningu manna við þessi störf. Við kennsluna væri auk hefðbund- inna kennslugagna notast við myndbönd og litskyggnur. Að auki væri veitt verkleg þjálfun í stjórn nokkurra gerða vinnuvéla. - Björn Bæjarstjórnarkosningarnar í Njarðvík: Listi Alþýðuflokksins ákveðinn Keílavík. FRAMBOÐSLISTI Alþýðuflokks- ins fyrir bæjarsljórnarkosning- arnar í Njarðvík í vor hefur ver- ið ákveðinn og verður hann þann- ig skipaður: 1. Ragnar Halldórsson, 2. Þor- björg Garðarsdóttir, 3. Skúli Ás- geirsson, 4. Hilmar Hafsteinsson, 5. Bergþóra Jóhannsdóttir, 6. Haukur Guðmundsson, 7. Ólafur Thordersen, 8. Borgar Jónsson, 9. Júlíus ValgeirsSon, 10. Örn Einars- son, 11. Guðbjartur Daníelsson, 12. Jenný Magnúsdóttir, 13. Guðjón Sigurbjörnsson og 14. Eðvald Bóas- son. BB Bæjarstjórnarkosningarnar í Njarðvík: Listi Framsóknarflokks ákveðinn Keflavík. FRAMBOÐSLISTI Framsóknar- flokksins fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar í Njarðvík í vor hefúr verið ákveðin og verður hann skipaður eftirtöldum mönn- um: 1. Steindór Sigurðsson fram- kvæmdastjóri, 2. Sveindís Árna- dóttir húsmóðir, 3. Jónas Pétursson fiskeldisfræðingur, 4. Jónas Jó- hannesson húsasmiður, 5. Kristjana Gísladóttir framkvæmdastjóri, 6. Ólafur Guðbergsson bifreiðastjóri, 7. Gunnar Guðmundsson atvinnu- rekandi, 8. Valur Guðmundsson húsasmiður, 9. Óskar Óskarsson slökkviliðsmaður, 10. Þórður Ólafsson lögreglumaður, 11. Karl Arason verktaki, 12. Björn Bjarna- son lögregluvarðstjóri, 13. Gunn- laugur Óskarsson verkstjóri og 14. Óskar Þórmundsson yfírlögreglu- þjónn. BB Norræn samtök í hótel og veitingar ekstr i: Skattbyrð- um harðlega mótmælt SAMTÖK í hótel- og veitinga- rekstri á Norðurlöndunum, bæði frá atvinnurekendum og launþeg- um, héldu ráðstefru 1.—2. febrúar 1990 í Stokkhólmi. Þetta er annað árið í röð sem samtök í greininni halda slíka sameiginlega ráð- stefru. Frá Islandi voru fulltrúar frá Sambandi veitinga- og gisti- húsa, Félagi starfsfólks í veitinga- húsum og Félagi matreiðslu- manna. Mörg sameiginleg hagsmunamál voru á dagskrá ráðstefnunnar. Hæst bar umræður um ferðaþjónustu og skattamál og kom fram mikil gagn- rýni á þungar skattbyrðar. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt samhljóða í lok ráðstefnunnar: „Rekstur hótela og veitingahúsa á Norðurlöndunum er afar þýðingar- mikill fyrir efnahag þjóðanna. I sambanburði við sams konar fyrirtæki annars staðar í veröldinni er kostnaður hótela og veitingahúsa á Norðurlöndunum mjög hár. Skilyrði atvinnugreinarinnar til að keppa á sívaxandi alþjóðamark- aði er þar af leiðandi mjög erfið. Þrátt fyrir þetta vitum við að ríkisstjórnir á Norðurlöndunum leita sífellt leiða til að leggja á frekari skatta og gjöld sem dregur enn meir úr samkeppnisgetu greinarinn- ar á alþjóðamarkaði. Undirrituð samtök leggja áherslu á að við skattlagningu hótela og veitingahúsa verði tekið tillit til sér- stöðu atvinnugreinarinnar. Bent er á hversu vinnuaflsfrek þessi fyrir- tæki eru og því þýðingarmikil á vinnumarkaði. Nánari upplýsingar veitir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa. Menningarsjóður: Kjöt á bók BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefúr gefið út leikritið Kjöt eftir Ólaf Hauk Símonarson. Þetta er fjórða leikritið í ritröðinni íslensk leikrit. Kjöt var frumsýnt í Borg- arleikhúsinu 26. janúar síðastlið- inn. Bókin er 84 blaðsíður, unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Fyrri leikrit í ritröðinni eru Dansleikur Odds Björnssonar, Týnda teskeiðin eftir Kjartan Ragnarsson og Haust- brúður eftir Þórunni Sigurðardóttur. "'■'“-•v.íi. u,„k-*f á morgunverðarboröið TWOBCIN*!. iiUNOr Blönduós: Júgóslavnesk myndlist sýnd Blönduósi. JÚGÓSLAVNESKI málarinn Niko Ribic hélt á dögunum mál- verkasýningu á Hótel Blönduós. Það voru vinir hans á Blönduósi Júgóslavinn Danilo Markovic og Sveinn Sveinsson sem komu þess- ari sýningu upp. Megin tilgangur hennar var að kynna júgóslav- neska list og afla fjár fyrir málar- ann Niko svo hann gæti komið til íslands og skoðað landið. Myndir þær sem Niko Ribic sýndi voru fyrst og fremst landslags- vatnslitamyndir frá Júgóslavíu. Niko Ribic er listhönnuður í iðnaði í heimalandi sínu og hefur hann haldið þar sextán sýningar. Auk sýninga í Júgóslavíu hefur hann sýnt verk sín í Austurríki, V-Þýska- iandi, Ástralíu og Kanada. Jón Sig. Morgunblaðið/J6n Sigurðsson Aðstandendur málverkasýningarinnar, Sveinn Sveinson og Danilo Markovic.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.