Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990 21 Verslunarráð og stórkaupmenn: Einkasala ríkisins á tóbaki og áfengi verði afhumin VERSLUNARRÁÐ íslands og Félag íslenskra stórkaupmanna hafa far- ið þess á leit við Olaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra að hann hlut- ist til um endurskoðun laga um verslun ríkisins með áfengi og tóbak. Vilja samtökin að endurskoðunin hali það að markmiði að a&iema einka- sölu og alla sölu ríkisins á tóbaki og undirbúa afnám einkasölu og allr- ar sölu ríkisins á vínanda og áfengi, sem og afnám einkaleyfis til fram- leiðslu áfengra drykkja. Umrædd samtök vilja að farið verði með tóbak eins og annan inn- flutning eða framleiðslu. í greinar- gerð þeirra til fjármálaráðherra segir að einkasala ríkisins á tóbaki hafi við nútímaaðstæður engan annan raunhæfan tilgang en þann að afla ríkissjóði tekna sem einsýnt sé að gera megi með sama hætti og varð- andi önnur viðskipti. Segir að sölu- fyrirkomulagið btjóti í bága við verð- lagslögin. Þá er komið fram með gagnrýni á viðskiptahætti einkasöl- unnar (ÁTVR) og segir að þeir hafi tæplega þekkst í nokkurri annarri heildverslun um áratuga skeið. „Fyr- irkomulagið krefst sérstakrar fyrir- hafnar og útgjalda, sem koma með einum eða öðrum hætti niður á smá- sölunni og neytendum," segir í grein- argerðinni. Verslunarráðið og Félag íslenskra stórkaupamanna leggja til að mótuð verði ný stefna í innflutningi á áfengi og gjaldtöku af slíkum innflutningi, sem tryggi m.a. eðlilega samkeppni um vöruval og verðmyndun. Að öðru leyti gildi rammareglur á hverjum tíma um sölufyrirkomulag vegna takmarkana t.d. á aldri kaupenda, en sem bindi jafnframt enda á það forneskjulega og rándýra sölukerfi sem nú er notast við. í greinargerð samtakanna segir m.a.: „Einkasalan hefur nánast hundsað umboðsmenn erlendra Framsóknarflokkur- inn í Hafiiarfírði: Níels Arni í fyrsta sæti NÍELS Árni Lund deildarsljóri og varaþingmaður verður i 1. sæti á lista Framsóknarílokksins I bæjar- stjórnarkosningunum' í Hafhar- firði í vor. Ekki er búið að ganga frá framboðslistanum að öðru leyti. Framsóknarflokkurinn náði ekki inn manni í síðustu bæjarstjórna- kosningum í Hafnarfirði, en hafði áður' 1 fulltrúa. Að sögn Níelsar Árna Lund er stefnt að því að nýtt fólk skipi efstu sæti framboðslistans að þessu sinni. V E R Ð D Æ M I 2 vikur fy ri r 4! MEDITERRANEO (íbúöir) Kr 42.200 pr mann Miöað við 2 fullorðna, 2 börn, 2 -11 ára og að pöntun sé staðfest fyrir 1 apríl. Ekki innifaliö: Flugvallaskattar og forfallatryggingar. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR A&alstræti 16. sími 62 14 90. áfengisframleiðenda og hvorki pant- ar fyrir þeirra milligöngu né veitir þeim greiðlega upplýsingar um pant- anir sínar. Þá hafnar hún afnotum af tollvörugeymslum á vegum um- boðsmannanna, enda þótt erlendu framleiðendumir bjóðist til þess að taka á sig kostnaðinn. Þetta eru m.a. ástæður þess að oft eru göt í því framboði sem einkasalan annars býður.“ Þá segir að ekki sé sjáanlegt að áfengiseinkasalan hafi annað raun- verulegt hlutverk en að innheimta einkaleyfisgjald af áfengissölu. Það megi auðveldlega gera með öðrum eðlilegri og hagkvæmari hætti fyrir ríkið. Starfshættir áfengiseinkasöl- unnar séu jafnframt gersamlega óviðunandi. Franska jazz-tríóið Trio Lockwood. ■ FRANSKA jazz-tríóið, Trio Lockwood, er væntanlegt hingað til lands fyrir milligöngu AHiance Francaise í Reykjavík. Tríóið mun halda tónleika á Hótel Borg 15. og 16. mars kl. 21. Auk þess mun það spila í Skuggasalnum á Hótel Borg, laugardaginn 17. mars frá kl. 22. Tríóið skipa; Francis Lockwood á píanó, Gilles Naturel á bassa og Peter Gritz á trommur. Þessir þrír meðlimir tríósins hafa allir komið við sögu á hljómplötum og saman leika þeir á hljómplötunni „Nostalgía" sem tríóið gaf út árið 1987. Eins hafa þeir tekið þátt í mörgum þekkt- um jazzhátíðum s.s.í Nice og Antib- es. I tilefni þessa mun Hótel Borg bjóða uppá hádegishlaðborð dag- ana 15.—18. mars þar sem hefð- bundnir franskir réttir verða á boðstólum. Þá verður einnig boðið uppá franskan kvöldverð fyrir þá er vilja. f ^SAMBANDSFÓÐUR Wvlfmt&nrTzi Telemecanique •smn Nýr Jötunn Um áramótin voru Búnaðardeild Sambandsins, Jötunn hf og Bílvangur sf sameinuð í eitt fyrirtæki, sem heitir JÖTUNN, og tekur yfir allan rekstur fyrirtækjanna þriggja. Skrifstofur hins nýja JÖTUNS, sem er deild í Sambandinu, eru að Höfðabakka 9. Síminn er n afii / : •! i .11 líj-P P-p n h '■’■ ‘f ■ ■ ■rí>'í tiS' t - r . » A 3' M !/L>' • Starfsemi Búnaðardeildar, nema varahlutaverslunin, flyst úr Ármúla 3 að Höfðabakka 9. • Varahlutaverslunin verður enn um sinn að Ármúla 3, Hallarmúlamegin, sími 38900. • Símanúmer bila- og rafvélaverkstæða og varahlutaverslana að Höfðabakka 9 verða óbreytt fyrst um sinn. Verið velkomin að Höfðabakka 9. SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNl IFFIAGA HÖFÐABAKKA 9, SÍMI 670000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.