Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990
21
Verslunarráð og stórkaupmenn:
Einkasala ríkisins á tóbaki
og áfengi verði afhumin
VERSLUNARRÁÐ íslands og Félag íslenskra stórkaupmanna hafa far-
ið þess á leit við Olaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra að hann hlut-
ist til um endurskoðun laga um verslun ríkisins með áfengi og tóbak.
Vilja samtökin að endurskoðunin hali það að markmiði að a&iema einka-
sölu og alla sölu ríkisins á tóbaki og undirbúa afnám einkasölu og allr-
ar sölu ríkisins á vínanda og áfengi, sem og afnám einkaleyfis til fram-
leiðslu áfengra drykkja.
Umrædd samtök vilja að farið
verði með tóbak eins og annan inn-
flutning eða framleiðslu. í greinar-
gerð þeirra til fjármálaráðherra segir
að einkasala ríkisins á tóbaki hafi
við nútímaaðstæður engan annan
raunhæfan tilgang en þann að afla
ríkissjóði tekna sem einsýnt sé að
gera megi með sama hætti og varð-
andi önnur viðskipti. Segir að sölu-
fyrirkomulagið btjóti í bága við verð-
lagslögin. Þá er komið fram með
gagnrýni á viðskiptahætti einkasöl-
unnar (ÁTVR) og segir að þeir hafi
tæplega þekkst í nokkurri annarri
heildverslun um áratuga skeið. „Fyr-
irkomulagið krefst sérstakrar fyrir-
hafnar og útgjalda, sem koma með
einum eða öðrum hætti niður á smá-
sölunni og neytendum," segir í grein-
argerðinni.
Verslunarráðið og Félag íslenskra
stórkaupamanna leggja til að mótuð
verði ný stefna í innflutningi á áfengi
og gjaldtöku af slíkum innflutningi,
sem tryggi m.a. eðlilega samkeppni
um vöruval og verðmyndun. Að öðru
leyti gildi rammareglur á hverjum
tíma um sölufyrirkomulag vegna
takmarkana t.d. á aldri kaupenda,
en sem bindi jafnframt enda á það
forneskjulega og rándýra sölukerfi
sem nú er notast við.
í greinargerð samtakanna segir
m.a.: „Einkasalan hefur nánast
hundsað umboðsmenn erlendra
Framsóknarflokkur-
inn í Hafiiarfírði:
Níels Arni
í fyrsta sæti
NÍELS Árni Lund deildarsljóri og
varaþingmaður verður i 1. sæti á
lista Framsóknarílokksins I bæjar-
stjórnarkosningunum' í Hafhar-
firði í vor. Ekki er búið að ganga
frá framboðslistanum að öðru
leyti.
Framsóknarflokkurinn náði ekki
inn manni í síðustu bæjarstjórna-
kosningum í Hafnarfirði, en hafði
áður' 1 fulltrúa. Að sögn Níelsar
Árna Lund er stefnt að því að nýtt
fólk skipi efstu sæti framboðslistans
að þessu sinni.
V E R Ð D Æ M I
2 vikur
fy ri r 4!
MEDITERRANEO
(íbúöir)
Kr 42.200
pr mann
Miöað við 2 fullorðna, 2 börn, 2 -11 ára
og að pöntun sé staðfest fyrir 1 apríl.
Ekki innifaliö:
Flugvallaskattar og forfallatryggingar.
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
A&alstræti 16. sími 62 14 90.
áfengisframleiðenda og hvorki pant-
ar fyrir þeirra milligöngu né veitir
þeim greiðlega upplýsingar um pant-
anir sínar. Þá hafnar hún afnotum
af tollvörugeymslum á vegum um-
boðsmannanna, enda þótt erlendu
framleiðendumir bjóðist til þess að
taka á sig kostnaðinn. Þetta eru
m.a. ástæður þess að oft eru göt í
því framboði sem einkasalan annars
býður.“
Þá segir að ekki sé sjáanlegt að
áfengiseinkasalan hafi annað raun-
verulegt hlutverk en að innheimta
einkaleyfisgjald af áfengissölu. Það
megi auðveldlega gera með öðrum
eðlilegri og hagkvæmari hætti fyrir
ríkið. Starfshættir áfengiseinkasöl-
unnar séu jafnframt gersamlega
óviðunandi.
Franska jazz-tríóið Trio Lockwood.
■ FRANSKA jazz-tríóið, Trio
Lockwood, er væntanlegt hingað til
lands fyrir milligöngu AHiance
Francaise í Reykjavík. Tríóið mun
halda tónleika á Hótel Borg 15. og
16. mars kl. 21. Auk þess mun það
spila í Skuggasalnum á Hótel Borg,
laugardaginn 17. mars frá kl. 22.
Tríóið skipa; Francis Lockwood á
píanó, Gilles Naturel á bassa og
Peter Gritz á trommur. Þessir þrír
meðlimir tríósins hafa allir komið við
sögu á hljómplötum og saman leika
þeir á hljómplötunni „Nostalgía"
sem tríóið gaf út árið 1987. Eins
hafa þeir tekið þátt í mörgum þekkt-
um jazzhátíðum s.s.í Nice og Antib-
es. I tilefni þessa mun Hótel Borg
bjóða uppá hádegishlaðborð dag-
ana 15.—18. mars þar sem hefð-
bundnir franskir réttir verða á
boðstólum. Þá verður einnig boðið
uppá franskan kvöldverð fyrir þá
er vilja.
f ^SAMBANDSFÓÐUR
Wvlfmt&nrTzi
Telemecanique
•smn
Nýr Jötunn
Um áramótin voru Búnaðardeild Sambandsins, Jötunn hf og Bílvangur sf
sameinuð í eitt fyrirtæki, sem heitir JÖTUNN, og tekur yfir
allan rekstur fyrirtækjanna þriggja.
Skrifstofur hins nýja JÖTUNS, sem er deild í Sambandinu, eru að Höfðabakka 9.
Síminn er
n
afii
/ : •! i .11
líj-P P-p
n h
'■’■ ‘f ■ ■ ■rí>'í tiS' t - r . » A
3'
M
!/L>'
• Starfsemi Búnaðardeildar, nema varahlutaverslunin, flyst úr
Ármúla 3 að Höfðabakka 9.
• Varahlutaverslunin verður enn um sinn að Ármúla 3,
Hallarmúlamegin, sími 38900.
• Símanúmer bila- og rafvélaverkstæða og varahlutaverslana
að Höfðabakka 9 verða óbreytt fyrst um sinn.
Verið velkomin að Höfðabakka 9.
SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNl IFFIAGA
HÖFÐABAKKA 9, SÍMI 670000