Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 42
42--------- —---------------------------- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) !!* Þróunin í viðskiptum er þér í hag um þessar mundir. Skiln- ingur þinn er glöggur og traust- ur, einkum að því er varðar fjár- mál. Naut (20. apríl - 20. maí) í viðskiptum gildir það lögmál að ekki er allt sem sýnist. Var- aðu þig á dagdraumum og skoð- aðu allar tillögur vendilega. Samband þitt við þína nánustu er með ágætum um þessar mundir. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 1» Það sem virtist vonlaust fær nú skyndilega nýtt gildi. Þó að þér áskotnist peningar geta óvænt útgjöld alltaf skotið upp kollin- um. Ætlaðu borð fyrir báru. Krabbi (21. júní - 22. júlO H88 Ætlirðu að ráðast í endurbætur heima fyrir skaltu skoða málið frá öllum hliðum. Ykkur hjónun- um semur ágætlega um þessar mundir, en ættingjar geta ruglað þig í ríminu. Ljón (23. júl! - 22. ágúst) Þú getur verið viss um stuðning sumra samferðamanna þinna. Sýndu fólki meira trúnaðar- traust. Sumir taka á sig aukna ábyrgð þessa dagana. Meyja (23. ágúst - 22. september) Vinur þinn lofar upp í ermina sína. Taktu ekki óþarfa áhættu. Einhleypingar treysta ástar- samband sitt í dag. Farðu út á meðal fólks í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Þú getur snúið aðstæðum þínum þér í hag. Vandamál sem þú átt við að stríða heima fyrir gerir þér óhægt um vik í dag, en þú finnur lausn sem dugir. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú stendur einhvem að því að segja ósatt. Láttu rómantíkina og sköpunargáfuna hafa for- gang. Þér gengur allt að óskum, hvort sem þú ert að byija á ein- hveiju verkefni eða Ijúka því. Bogmaður (22. nóv. -21. desember) m Nú er hagstætt að hefjast handa við endurbætur heima fyrir. Vinir og peningar eiga ekki samleið nú um stundir. Taktu heimilislífið fram yfir skemmt- analífið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Þú verður að endavenda áætlun- um þínum í dag. Sinntu andleg- um málefnum. Þér gengur vel að átta þig á hvötum samferða- manna þinna núna. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Haltu vel utan um budduna þína. Þú færð samt ágætar tekj- ur og íjárhagshorfur þínar eru góðar. Þú ert ekkert alltof hrif- inn af því að fá lítt grundaðar ráðleggingar. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Sk Þú hcyrir í gömlum vini. Sumir taka á sig aukna ábyrgð í sam- bandi við hópstarf. I dag er ekki ráðlegt að lána peninga. AFMÆLISBARNIÐ er bæði skapandi og hagsýnn einstakl- ingur, en á stundum erfitt með að samþætta þessa eiginleika sína. Því verður að geðjast að starfi sínu ef vel á að fara. Það hefur til að bera innsæi sem getur laðað það að ráðgjafar- störfum. Það hefur giöggan mannskiining, en hættir til að halda um of aftur af tilfmning- um sfnum. Stjörnuspána á aö lesa scm dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS GRETTIR í VATNSMÝRINNI FERDINAND BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sigurvegararnir í Reykjanes- mótinu í tvímenningi, Ármann J. Lárusson og Ragnar Björns- son, sigldu ekki lygnan sjó að meistaratitlinum. Þeir urðu fyrir nokkrum skakkaföllum, eins og spil dagsins ber með sér. Þar urðu þeir fyrir barðinu á gamal- reyndum keppnisref úr Garðin- um, sem neitaði að gefast upp í hreint ótrúlega vonlausri slemmu. Suður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ Á4 ♦ 105 ♦ D10974 ♦ KD52 Norður ♦ 1093 ♦ KD9 ♦ ÁG5 ♦ ÁG107 111 Austur ♦ K865 ♦ 873 ♦ 63 ♦ 9863 Suður ♦ DG72 ♦ ÁG642 ♦ K82 Vestur ♦ 4 Norður Austur Suður - - - 1 hjarta 2 tíglar 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 3 grönd Pass 4 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: laufkóngur. í NS voru Gisli Torfason og Arnór Ragnarsson. Sú staðreynd að þeir eru ekki reglulegir spila- félagar varpar nokkru ljósi á sagnir. Arnór drap laufkóng Ármanns með ás og spilaði strax spaðaþristinum á drottninguna heima. Ármann drap á ásinn og lagði niður laufdrottningu. Þar með fríuðust tveir slagir á lauf. Amór tók næst tromp þrívegis og henti svo spaðasjö og gosa niður í G10 í laufi. Spil- aði síðan spaðatíunni úr blind- um. Ragnar lét blekkjast, setti lítið og þá dró Amór fram spaða- tvistinn. Og stráði svo salti í sárin með því að svína tígulgos- anum. Umsjón Margeir Pétursson í stórveldaslag VISA og IBM, sem nú er hálfnaður, kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Vladimir Tukmakov (2.570), Sovétríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og David Norwood (2.530), Englandi. Hg H H H IKI é A Ai 'Wf 28. Hd7+! og svartur gafst upp, því 28. - Dxd7 er auðvitað svarað með 29. Rxe5+ og svarta drottn- ingin fellur. 28. Dxh7 var ekki eins öflugt vegna 28. - Be4! Staðan að slagnum hálfnuðum er þannig: 1. Sovétríkin 17 'Av. 2. Bandaríkin 16 'Av. 3. England 14'Av. 4. Norðurlöndin ll'Av. í kvöld, þriðjudagskvöld, verður fjórða umfcrðin tefld í Faxafeni 12 og mætast þá Norðurlöndin og Sovétríkin annars vegar og England og Bandaríkin hins veg- ar. Keppnin er mun meira spenn- andi en búist hafði verið við, Sov- étmenn mega þakka naumt for- skot sitt heppnissigri á Banda- ríkjamönnum. Rétt er að vekja athygli þeirra sem vilja fylgjast með mótinu á tímamörkunum. Fyrst eru tefldir 40 leikir á 4 klst., en síðan hafa keppendur eina klukkustund hvor til að ljúka skákinni. Tímahrakið verður því mjög æsilegt rétt fyrir klukkan ellefu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.