Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 42
42--------- —---------------------------- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) !!*
Þróunin í viðskiptum er þér í
hag um þessar mundir. Skiln-
ingur þinn er glöggur og traust-
ur, einkum að því er varðar fjár-
mál.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
í viðskiptum gildir það lögmál
að ekki er allt sem sýnist. Var-
aðu þig á dagdraumum og skoð-
aðu allar tillögur vendilega.
Samband þitt við þína nánustu
er með ágætum um þessar
mundir.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 1»
Það sem virtist vonlaust fær nú
skyndilega nýtt gildi. Þó að þér
áskotnist peningar geta óvænt
útgjöld alltaf skotið upp kollin-
um. Ætlaðu borð fyrir báru.
Krabbi
(21. júní - 22. júlO H88
Ætlirðu að ráðast í endurbætur
heima fyrir skaltu skoða málið
frá öllum hliðum. Ykkur hjónun-
um semur ágætlega um þessar
mundir, en ættingjar geta
ruglað þig í ríminu.
Ljón
(23. júl! - 22. ágúst)
Þú getur verið viss um stuðning
sumra samferðamanna þinna.
Sýndu fólki meira trúnaðar-
traust. Sumir taka á sig aukna
ábyrgð þessa dagana.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Vinur þinn lofar upp í ermina
sína. Taktu ekki óþarfa áhættu.
Einhleypingar treysta ástar-
samband sitt í dag. Farðu út á
meðal fólks í kvöld.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú getur snúið aðstæðum þínum
þér í hag. Vandamál sem þú átt
við að stríða heima fyrir gerir
þér óhægt um vik í dag, en þú
finnur lausn sem dugir.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú stendur einhvem að því að
segja ósatt. Láttu rómantíkina
og sköpunargáfuna hafa for-
gang. Þér gengur allt að óskum,
hvort sem þú ert að byija á ein-
hveiju verkefni eða Ijúka því.
Bogmaður
(22. nóv. -21. desember) m
Nú er hagstætt að hefjast handa
við endurbætur heima fyrir.
Vinir og peningar eiga ekki
samleið nú um stundir. Taktu
heimilislífið fram yfir skemmt-
analífið.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) m
Þú verður að endavenda áætlun-
um þínum í dag. Sinntu andleg-
um málefnum. Þér gengur vel
að átta þig á hvötum samferða-
manna þinna núna.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Haltu vel utan um budduna
þína. Þú færð samt ágætar tekj-
ur og íjárhagshorfur þínar eru
góðar. Þú ert ekkert alltof hrif-
inn af því að fá lítt grundaðar
ráðleggingar.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) Sk
Þú hcyrir í gömlum vini. Sumir
taka á sig aukna ábyrgð í sam-
bandi við hópstarf. I dag er
ekki ráðlegt að lána peninga.
AFMÆLISBARNIÐ er bæði
skapandi og hagsýnn einstakl-
ingur, en á stundum erfitt með
að samþætta þessa eiginleika
sína. Því verður að geðjast að
starfi sínu ef vel á að fara. Það
hefur til að bera innsæi sem
getur laðað það að ráðgjafar-
störfum. Það hefur giöggan
mannskiining, en hættir til að
halda um of aftur af tilfmning-
um sfnum.
Stjörnuspána á aö lesa scm
dœgradvöl. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staðreynda.
DÝRAGLENS
GRETTIR
í VATNSMÝRINNI
FERDINAND
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Sigurvegararnir í Reykjanes-
mótinu í tvímenningi, Ármann
J. Lárusson og Ragnar Björns-
son, sigldu ekki lygnan sjó að
meistaratitlinum. Þeir urðu fyrir
nokkrum skakkaföllum, eins og
spil dagsins ber með sér. Þar
urðu þeir fyrir barðinu á gamal-
reyndum keppnisref úr Garðin-
um, sem neitaði að gefast upp
í hreint ótrúlega vonlausri
slemmu.
Suður gefur; allir á hættu.
Vestur
♦ Á4
♦ 105
♦ D10974
♦ KD52
Norður
♦ 1093
♦ KD9
♦ ÁG5
♦ ÁG107
111
Austur
♦ K865
♦ 873
♦ 63
♦ 9863
Suður
♦ DG72
♦ ÁG642
♦ K82
Vestur ♦ 4 Norður Austur Suður
- - - 1 hjarta
2 tíglar 3 tíglar Pass 3 spaðar
Pass 3 grönd Pass 4 hjörtu
Pass 6 hjörtu Pass Pass
Pass
Útspil: laufkóngur.
í NS voru Gisli Torfason og
Arnór Ragnarsson. Sú staðreynd
að þeir eru ekki reglulegir spila-
félagar varpar nokkru ljósi á
sagnir. Arnór drap laufkóng
Ármanns með ás og spilaði strax
spaðaþristinum á drottninguna
heima. Ármann drap á ásinn og
lagði niður laufdrottningu.
Þar með fríuðust tveir slagir
á lauf. Amór tók næst tromp
þrívegis og henti svo spaðasjö
og gosa niður í G10 í laufi. Spil-
aði síðan spaðatíunni úr blind-
um. Ragnar lét blekkjast, setti
lítið og þá dró Amór fram spaða-
tvistinn. Og stráði svo salti í
sárin með því að svína tígulgos-
anum.
Umsjón Margeir
Pétursson
í stórveldaslag VISA og IBM,
sem nú er hálfnaður, kom þessi
staða upp í skák stórmeistaranna
Vladimir Tukmakov (2.570),
Sovétríkjunum, sem hafði hvítt og
átti leik, og David Norwood
(2.530), Englandi.
Hg H H H
IKI é A
Ai 'Wf
28. Hd7+! og svartur gafst upp,
því 28. - Dxd7 er auðvitað svarað
með 29. Rxe5+ og svarta drottn-
ingin fellur. 28. Dxh7 var ekki
eins öflugt vegna 28. - Be4!
Staðan að slagnum hálfnuðum
er þannig: 1. Sovétríkin 17 'Av.
2. Bandaríkin 16 'Av. 3. England
14'Av. 4. Norðurlöndin ll'Av. í
kvöld, þriðjudagskvöld, verður
fjórða umfcrðin tefld í Faxafeni
12 og mætast þá Norðurlöndin
og Sovétríkin annars vegar og
England og Bandaríkin hins veg-
ar. Keppnin er mun meira spenn-
andi en búist hafði verið við, Sov-
étmenn mega þakka naumt for-
skot sitt heppnissigri á Banda-
ríkjamönnum.
Rétt er að vekja athygli þeirra
sem vilja fylgjast með mótinu á
tímamörkunum. Fyrst eru tefldir
40 leikir á 4 klst., en síðan hafa
keppendur eina klukkustund hvor
til að ljúka skákinni. Tímahrakið
verður því mjög æsilegt rétt fyrir
klukkan ellefu.