Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞKIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990
25
Litháen lýst sjálfstætt og fnllvalda ríki:
„Megi Guð og allir góðviljaðir
menn koma okkur til hjálpar“
Nafni landsins breytt o g leiðtogi þjóðernissinna kjörinn forseti
Vilnius, Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph, dpa.
ÞING Litháens samþykkti í atkvæðagreiðslu á sunnudag að lýsa
landið sjálfstætt og fullvalda ríki. Er þetta í fyrsta skipti í sögu
Sovétríkjanna sem eitt lýðveldanna ákveður að segja skilið við
ríkjasambandiö. Nafni landsins var einnig breytt og forseti kjör-
inn, sem ekki er félagi í kommúnistaflokknum. Aldrei áður í sögu
Sovétríkjanna hefur þetta embætti verið í höndum manns sem
ekki er félagi í flokki kommúnista.
Sjálfstæðisyfirlýsingin var sam-
þykkt með 124 atkvæðum. Enginn
þingmaður greiddi atkvæði gegn
henni en sex fulltrúar sátu hjá.
Með samþykkt þessari hefur sjálf-
stæðisyfirlýsing Litháa frá 16.
febrúar árið 1918 í raun verið
endurvakin en landið naut sjálf-
stæðis, líkt og hin Eystrasaltsrík-
in, Lettland og Eistland, fram til
ársins 1940 er öll ríkin þrjú voru
innlimuð í Sovétríkin. Af þessum
sökum líta þjóðernissinnar í Lithá-
en svo á að ekki sé um úrsögn
úr sovéska ríkjasambandinu að
ræða þar eð landsmenn hafi aldrei
sótt um inngöngu.
I yfirlýsingu þingsins segir að
fullveldi Litháens, sem ríkis, hafi
verið endurreist og minnt á að
erlent ríki þ.e.a.s. Sovétríkin hafí
fótum troðið réttindi íbúanna árið
1940. „Frá þessari stundu er Lit-
háen á ný orðið sjálfstætt ríki.
Landsvæði það sem Litháum til-
heyrir er eitt og óskiptanlegt.
Engin önnur stjórnarskrá en sú
litháíska hefur lagagildi í landinu,“
segir þar. í yfirlýsingunni er jafn-
hugtök eins og hentistefna eigi hér
við. Margir stjómmálaskýrendur
telja ljóst að Sovétleiðtoginn hafi
ekki séð fyrir afleiðingamar af um-
bótastefnu sinni. Hann hafí alls ekki
gert langtímaáætlun sem hann fram-
fylgi nú markvisst enda hefði það
verið hveijum manni ofraun. Einnig
hafi hann alls ekki gert sér grein
fyrir því hve óvinsæll kommúnista-
flokkurinn var orðinn. Atburðarásin
hafi fremur stjórnað leiðtoganum en
að Gorbatsjov hafi náð sínu fram.
Raunsætt mat
Gorbatsjov er allra manna snjall-
astur að bjarga sér út úr vandræð-
um, nýta sér aðstæður og meta að-
stæður á raunsæjan hátt. Gott dæmi
'er sú ætlun hans að vera búinn að
tryggja sér trausta, sjálfstæða valda-
stöðu fyrirfram með nýja forseta-
embættinu ef kommúnistaflokkurinn
hrynur gjörsamlega í fijálsum kosn-
ingum. Lítið er um traustar skoðana-
kannanir í Sovétríkjunum en flest
bendir til að Gorbatsjov njóti enn
verulegs trausts almennings þrátt
fyrir hrakfarir í efnahagsmálum. Það
sem hefur orðið honum mest til fram-
dráttar í valdabaráttunni er stuðn-
ingur meginhluta umbótasinna í
landinu. Margir þeirra eru þó orðnir
hvassyrtir í gagnrýni sinni á
seinagang í breytingum til markaðs:
kerfis auk þess sem þeir óttast val-
dagræðgi leiðtogans. Umbótasjnninn
Borís Jeltsín telur að Gorbatsjov sé
orðinn þröskuldur í vegi umbóta en
ekki driffjöður og efast um heilindi
Gorbatsjovs. En það hefur orðið til
að styrkja Gorbatsjov að harðlínu-
menn, andstæðingarnir á hinum
væng stjómmálanna, eru fyrir löngu
komnir í rökþrot og í röðum þeirra
er enginn augljós arftaki Gor-
batsjovs.
Takist honum að bæta lífskjörin í
tæka tíð og sefa þannig vaxandi reiði
almennings getur Gorbatsjov haldið
völdum í mörg ár — að því tilskildu
að yfirmenn hersins ákveði ekki að
hefja stjórnmálaafskipti með sama
hætti og kollegar þeirra í Rómönsku
Ameríku.
framt að fínna ákall um stuðning
erlendis frá: „Megi Guð og allir
góðviljaðir menn koma okkur til
hjálpar.“ Er samþykkt þingsins lá
fyrir risu fulltrúarnir úr sætum
sínum, tókust í hendur og hrópuðu
í kór: „Litháen, Litháen“. Því
næst sungu þeir þjóðsöng landsins.
Nokkru áður en sjálfstæðisyfir-
lýsingin var samþykkt höfðu þing-
fulltrúamir kjörið Vytautas
Landsbergis forseta landsins.
Hann er leiðtogi hreyfingar þjóð-
ernissinna, Sajudis, er vann yfir-
burðasigur í þingkosningunum í
síðasta mánuði, fyrstu fíjálsu
kosningunum í Sovétríkjunum frá
árinu 1917. Landsbergis, sem er
58 ára og kennari við tónlistar-
háskólann í Vilnius, hlaut 91 at-
kvæði. Algirdas Brazauskas,
frambjóðandi umbótasinnaðra
Reuter
Vytautas Landsbergis, forseti
Litháens og leiðtogi Sajudis,
hreyfingar þjóðernissinna, greið-
ir atkvæði á þingi landsins.
Landsbergis hóf afskipti af
stjórnmálum vorið 1988 er hann
tók þátt í stofnun Sajudis.
kommúnista, sem kveðast hlynntir
sjálfstæði Litháens, fékk 38 at-
kvæði. Fastlega er búist við því
að væntanlegur forsætisráðherra
landsins komi úr röðum kommún-
ista og að hann komi til með að
verða helsti sendimaður Litháa er
formlegar viðræður hefjast við
ráðamenn í Moskvu um úrsögn
úr sovéska ríkjasambandinu.
Raunar hefur fyrrum aðstoðarfor-
sætisráðherra landsins, Kasimira-
Danute Prunskene, verið kjörin
forsætisráðherra til bráðabirgða.
Skjaldarmerki landsins var
einnig breytt á sunnudag og er
litháískur riddari frá 16. öld kom-
inn í stað hamarsins og sigðarinn-
ar. Þá hafa orðin „sovéska“ og
„sósíalíska" verið felld úr nafni
landsins og heitir það nú Lýðveld-
ið Litháen.
Stjómarskrá landsins sem sov-
étlýðveldis var felld úr gildi og
samþykkt drög að nýrri stjórnar-
skrá. Þá liggur enn fyrir þinginu
tillaga þess efnis að öli hernaðar-
mannvirki í landinu verði færð
undir stjóm Litháa.
Land og þjóð
Moskvu. Reuter.
HÉR fara á eftir ýmsar upplýsing-
ar um Litháen, landið og þjóðina:
MANNFJÖLDI: Síðustu mannfjölda-
tölur eru frá árinu 1979 en þá voru
íbúarnir 3,64 milljónir, 80% Litháar,
8,6% Rússar og 7,7% Pólvetjar. Rúss-
neskum innflytjendum fjölgaði hins
vegar verulega á síðasta áratug og
því hafa hlutföllin nokkuð breyst.
STÆRÐ: Litháen er 65.000 ferkm.
Liggur að Lettlandi í norðri, að
Hvíta-Rússlandi í austri og suðri og
að Póllandi, Rússlandi og Eystrasalti
í vestri.
HÖFUÐBORG: Vilnius er höfuð-
borgin og íbúar 579.000.
TUNGA: Litháíska er náskyld lett-
nesku og eru málin sérstök grein á
hinum indóevrópska tungumála-
meiði. Er tungan mjög fornleg að
allri byggingu og stendur einna næst
sanskrít núlifandi Evrópumála.
TRÚARBRÖGÐ: í Litháen játa um
2,5 milljónir manna rómversk-
kaþólska trú og hefur sjálf-
stæðiskrafan haldist í hendur við
kröfuna um aukið trúfrelsi. í október
1988 var aftur messað í dómkirkj-
unni í Vilnius og var það fyrsta trúar-
athöfnin, sem leyfð var í landinu frá
árinu 1950.
EFNAHAGSLÍF: Ýmiss konar iðnað-
ur er í Litháen, skipasmíðar, efna-,
pappírs-, rafeinda- og veljariðnaður,
en iðnverkamennirnir eru flestir
rússneskir. Landbúnaður er einnig
mikill og eru helstu afurðirnar korn,
kartöflur og sykur úr sykurrófum,
kjöt og mjólk. Landið er fátækt af
verðmætum jarðefnum en frægt frá
fornu fari fyrir rafið, sem hvergi er
meira.
SAGA: Þjóðveijar lögðu Litháen
undir sig í fyrri heimsstyijöld en í
febrúar 1918 lýsti þingið eða þjóðar-
ráðið yfír sjálfstæði og í nóvember
yfir lýðveldisstofnun. í júlí árið 1920
var gerður friðarsamningur milli Lit-
háa og Sovétmanna þar sem þeir
síðarnefndu lýstu yfir, að þeir gerðu
ekki og myndu aldrei gera tilkall til
yfirráða í Litháen. Með griðasátt-
mála nasista og Sovétmanna 1939
féllu Eystrasaltsríkin undir áhrifa-
svæði Sovétmanna og í ágúst 1940
var Litháen innlimað í Sovétríkin.
Ibúar Eystrasaltsríkjanna minnt-
ust þess í ágúst í fyrra, að 50 ár
voru liðin frá undirritun griðasátt-
málans, með því að mynda óslitna
mannkeðju milli höfuðborga ríkjanna
og Sajudis-hreyfíngin, sem berst fyr-
ir sjálfstæði Litháens, er orðin lang-
stærsti flokkur á þingi.
*
Breskur blaðamaður dæmdur til dauða í Irak:
Dómurmn ekki réttlætanlegur
- segir aðstoðarutanríkisráðherra Breta
Baghdad. Reuter.
ÁLIT íraka á alþjóðavettvangi mun lækka stórum og þeir geta átt
von á miklum viðbrögðum taki þeir breska blaðamanninn Farzad
Bazoft af lífi, að sögn Williams Waldergrave, aðstoðarutanríkisráð-
herra Breta. Bazofl var dæmdur til dauða sl. laugardag fyrir njósn-
ir en Waldergrave sagði í gær að dóminn væri útilokað að réttlæta.
Við réttarhöld hefðu engin gögn verið lögð fram er sönnuðu njósnir
og dómurinn væri því alltof strangur.
írösk stjórnvöld sögðu í gær, að
mótmælin út af dauðadóminum yfir
Bazoft væru svívirðileg íhlutun og
mál mannsins hefði fengið réttláta
dómsmeðferð.
Það var Latif Nassif Jassem,
upplýsingamálaráðherra íraks, sem
sagði þetta og svaraði þar með for-
dæmingu breskra stjórnvalda á
dóminum og viðleitni þeirra eftir
diplómatískum leiðum til að bjarga
Bazoft úr gálganum: „Við lítum á
þessi mótmæli sem svívirðilega
íhlutun í innanríkismál okkar af því
að málsmaðferðin var í fullu sam-
ræmi við írösk lög sem mæla fyrir
um dauðarefsingu fyrir njósnir,"
sagði ráðherrann.
Bazoft, sem er 31 árs að aldri
og fæddur í íran, vann fyrir breska
blaðið Observer. Hann var hand-
tekinn í septembermánuði síðast-
liðnum þegar hann fór inn á bann-
svæði við leynilega herstöð suðvest-
ur af Baghdad til að kanna sann-
leiksgildi frétta um sprengingar
þar.
Bazoft var dæmdur til dauða á
laugardaginn var og olli dómurinn
yfír honum miklu uppistandi í Bret-
landi. Bresk hjúkrunarkona, Dap-
hne Parish, sem ók honum til her-
stöðvarinnar, var dæmd í 15 ára
fangelsi.
Breska utanríkisráðuneytið hefur
harmað dóminn og Margaret Thatc-
her forsætisráðherra hefur farið
' þess á leit að hann verði mildaður.
Alþjóða blaðamannasambandið hef-
ur fordæmt dóminn og sagt hann
„villimannlegan og óskiljanlegan“.
SIEMENS
Þvottavélar
Uppþvottavélar
Örbylgjuofnar
Gœðatœki fyrir
þig og þína!
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
Þ. ÞOBGBÍIWISSON&C0
BB RUTLAND
jWB ÞÉTTIEFNI
Á ÞÖK - VEGGI - GÓLF
ÁRMÚLA29, SÍMI 38640