Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 20
20
MORGONBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 'í'3. MARZ 1990
Guðni Níels Aðalsteinsson, Vöku:
Mimum halda áfram öfl-
ugri hagsmunabaráttu
„ÉG hef fylgst með gangi mála í Stúdentaráði undir stjórn Vöku
og verið ánægður með þá þróun sem átt hefur sér stað. Það
hefur verið unnið ötullega að hagsmunamálunum og félagslíf stúd-
enta eflt, en pólitísku þrasi hins vegar haldið fyrir utan,“ segir
Guðni Níels Aðalsteinsson, efsti maður á lista Vöku, félags lýðræð-
issinnaðra stúdenta, við kosningar til stúdentaráðs í dag, 13.
mars. Guðni lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Kópavogi
1987 og leggur nú stund á nám í hagfræði. Hann er formaður
félags hagfr'æðinema.
„Á undanförnum tveimur árum
hefur Stúdentaráð breyst til batn-
aðar,“ segir Guðni. „Það hefur
náðst áþreifanlegur árangur í
ýmsum hagsmunamálum, til
dæmis hafa einkunnaskil bátnað,
gæðakönnun á kennslu komið á
og styrkir til deildarfélaga verið
stórauknir. Á sama tíma hefur
tekist að halda pólitísku þrasi utan
Stúdentaráðs".
Guðni leggur áherslu á, að
Vökumenn muni halda öflugri
hagsmunabaráttu sinni áfram og
hyggist á næsta starfsári vinna
áfram að bættum einkunnaskilum
og laga gæðakönnunina að að-
stæðum í hverri deild Háskólans.
„Við viljum einnig efla starf at-
vinnumiðlunar og húsnæðismiðl-
unar og í málefnum Félagsstofn-
unar stúdenta er helsta baráttu-
mál okkar að 30 námsmannaíbúð-
ir verði að meðaltali byggðar á
ári fram til ársins 2000.“
Hann segir að í lánamálunum
muni Vaka beijast fyrir lækkuðu
tekjutilliti, þannig að stúdentar
geti haft allt að 300.000 kr. í
árslaun án þess að iánsréttur
þeirra skerðist. Tekjutillit megi
ekki vera svo hátt, að það letji
menn til vinnu.
Að sögn Guðna eru hugmyndir
Röskvu um breytt fyrirkomulag
Stúdentaráðs þokukenndar og
óraunsæjar. „Stúdetaráð er skip-
að þrjátíu fulltrúum. Það er úti-
lokað að þessir þijátíu fulltrúar
geti í smáatriðum fýlgst með í
öllum þeim málum sem tekin eru
fyrir. Þess vegna starfa í ráðinu
undirnefndir, sem sinna sérstak-
lega ákveðnum málaflokkum og
því fýlgir gífurleg vinnuhagræð-
ing. Ef Stúdentaráð ætti að fjalla
í smáatriðum um öll mál yrðu
fundir þess að sjálfsögðu óendan-
lega langir.
Morgunblaðið/RAX
Guðni Níels Aðalsteinsson.
Jafnframt er rétt að hafa í
huga, að fundir Stúdentaráðs og
nefndanna eru opnir öllum stúd-
entum, en það virðist alveg hafa
farið fram hjá Röskvumönnum.
Annað sem þeir tala mikið um er
að auka samstarf við deildarfélög-
in. Þarna eru þeir að reyna að
eigna sér okkar mál því Vaka
hefur haft frumkvæði að sam-
starfi við deildarfélögin, til dæmis
með því að halda reglulega sam-
ráðsfundi með formönnum
þeirra."
Guðni segir að Vökumenn skil-
greini hagsmunamál stúdenta
þannig, að það séu þau mál sem
snúi beint að stúdentum. Tal
Röskvu um að skoða málin í
víðara samhengi sé tilraun til að
lauma pólitískri umræðu inn bak-
dyramegin. „Ef við færum að
hleypa pólitískri umræðu í ein-
hverri mynd inn í ráðið myndi það
kalla á stöðugar deilur. Það ber
líka að hafa í huga, að í raun
höfum við ekki umboð stúdenta
til að álykta holt og bolt um lands-
mál eða utanríkismál, því það er
ljóst, að þeir hafa mjög ólíkar
skoðanir í þeim efnum. Stúdentar
era skyldaðir til aðildar' að Stúd-
entaráði og það fyrirkomulag
væri í raun brot á mannréttindum
ef ráðið tæki afstöðu í pólitík."
„Guðni leggur að lokum áherslu
á, að Stúdentaráð skipti alla há-
skólastúdenta miklu máli. „43%
innritunargjalda stúdenta renna
þangað og miklu máli skiptir
hvernig þeim ijármunum er varið.
Þess vegna hvet ég stúdenta til
að nýta sér kosningarréttinn og
tryggja Vöku áframhaldandi
meirihluta."
Steinunn V. Óskarsdóttir, Röskvu:
Viljum opnara og lýð-
ræðislegra Stúdentaráð
STEINUNN V. Óskarsdóttir, efsti maður á lista Röskvu, samtaka
félagshyggjufólks, við kosningarnar til Stúdentaráðs segist hafa
fylgst vel með störfiim ráðsins í vetur og að sér hafi ofboðið
hvernig afgreiðslu mála þar hafi verið háttað. Segist hún hafa
gefið kost á sér þar sem hún vilji verulegar breytingar á starfs-
háttum ráðsins með það fyrir augum að gera það opnara og lýð-
ræðislegra. Steinunn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við
Sund 1986 og stundar nú nám i sagnfræði. Hún er formaður
Félags sagnfræðinema.
„Stúdentaráð er fyrst og fremst
afgreiðslustofnun fyrir undir-
nefndirnar," segir Steinunn. „Á
fundum ráðsins era fundargerðir
nefndanna oft afgreiddar án
nokkurar umræðu, og fjölda mála
er vísað til stjómar ráðsins, án
þess að tækifæri gefist til að
ræða þau. Stjórnin hefur farið illa
með vald sitt í vetur. Hún styðst
auðvitað við meirihluta í Stúd-
entaráði en minnihlutinn verður
líka að fá tækifæri til að koma
sínum sjónarmiðum á framfæri."
Hún segir að Röskva vilji breyta
starfsháttum Stúdentaráðs og
gera vinnubrögð þess lýðræðis-
legri. „Okkar skoðun er sú, að
stjórn Stúdentaráðs eigi aðeins
að fara með framkvæmdarvald
milli funda ráðsins, en ekki
ákvarðanavald eins og verið hefur
í vetur. Við viljum líka skoða hug-
myndir um að fækka fulltrúum í
ráðinu, enda er það þungt í vöfum
í núverandi mynd. Jafnframt vilj-
um við opna fyrir þátttöku stúd-
enta í nefndum ráðsins og auka
vald þeirra funda, sem haldnir eru
með formönnum deildar- og skor-
arfélaga."
Steinunn segir að hagsmuna-
barátta stúdenta hljóti einkum að
snúast um þrennt; námslánin,
dagvistarmál og húsnæðismál,
sem öll tengist því velferðarkerfi,
sem Islendingar búi við. „Allt
þetta snýst um pólitík. Okkur í
Röskvu finnst fin’a að slíta bar-
áttu stúdenta í þessum málum úr
Morgunblaðið/Emilfa
Steinunn V. Óskarsdóttir.
samhengi við raunveraleikann og
jafnframt rangt að halda því fram,
að stúdentar eigi ekki samleið
með öðrum hagsmunahópum hvað
þau varðar. Við viljum eiga sam-
starf við aðrar hagsmunahreyf-
ingar og stuðla þannig að auknum
skilningi á okkar baráttu."
Varðandi lánamálin segir hún
að Röskva leggi áherslu á stig-
lækkandi tekjutillit, sem hafi í för
með sér, að því hærri sem tekjur
námsmanna era, því lægri lán fái
þeir. „Við verðum að hafa í huga,
hvert er hlutverk Lánasjóðs
íslenskra námsmanna. Hann er
félagslegur jöfnunarsjóður og
þegar takmarkað fjármagn er fyr-
ir hendi, er eðlilegt að þeir njóti
þess, sem mest þurfa á því að
halda.“
Steinunn segir Vöku hafa viljað
skilgreina hagsmuni stúdenta of
þröngt. „Ég held að sá málflutn-
ingur Vökumanna sé hættulegur,
að Stúdentaráð sé í rauninni bara
nemendafélag, sem ekki eigi að
skipta sér af öðru en því, sem
aðeins varðar stúdenta. Við meg-
um ekki gleyma því, að við höfum
ákveðnu hlutverki að gegna sem
stúdentar við Háskóla Islands. Ég
er ekki að segja að fulltrúar í
Stúdentaráði eigi að grafa upp
einhver mál utan úr heimi til að
álykta um, en hins vegar eiga
þeir tvímælalaust að taka afstöðu
til þeirra mála, sem beinlínis koma
inn á borð ráðsins."
Réttarholt byggir 40
íbúðir fyrir aldraða
Sjálfseignarstoftiunin Réttarholt í Bústaðasókn og Ármannsfell hf.
hafa fengið úthlutað í sameiningu, lóð á Víkingssvæðinu við Réttar-
holtsveg og Hæðargarð. Að sögn Eyglóar Stefansdóttur formanns
Réttarholts, er fyrirhugað að reisa þar sex fimm hæða hús með um
40 íbúðum fyrir eldri íbúa I Smáíbúðahverfi. Félagsmenn í Réttar-
holti ganga fyrir um íbúð og hafa þegar borist 80 umsóknir en um
200 manns eru í félaginu.
Eygló sagði, að nokkum tíma
hefði tekið að finna heppilega lóð
innan hverflsins og hefði félagið
fengið úthlutun við Sogaveg, sem
síðan var dregin til baka. „Þegar
ákvörðun var tekin um að íþróttafé-
lagið Víkingur flytti sig um set nið-
ur í Fossvogsdal, þá bauðst okkur
þessi lóð á Víkingsvæðinu og erum
við mjög ánægð með staðsetninguna
í miðju hverfinu," sagði Eygló. „Hús-
in verða tengd gamla Víkingsheimil-
inu, sem reyndar stendur til að
stækka og þar mun borgin reka fé-
lags og þjónustumiðstöð fyrir aldr-
aða í hverfínu. Ég hef orðið vör við
að eldra fólkið í hverfinu hefur mik-
inn áhuga á að minnka við sig hús-
næði en vill ekki fara úr sínu gamla
umhverfí. Þá er það tilfinningamál
fyrir marga að halda sig innan
sinnar sóknar og þegar þeim er bent
á aðra kosti í öðrum hverfum þá er
svarið iðulega, „nei ég vil ekki fara
héðan, hér hef ég verið alla ævi.“
Félagar í Réttarholti eru til dæmis
flestir í Bústaðasókn og það var inn-
an hennar, sem það var stofnað fyr-
ir þremur árum.“
Með úthlutuninni var félaginu
valinn byggingaraðili, sem er Ár-
mannsfell hf. Hefur fyrirtækið séð
um hönnun húsanna í samvinnu við
Rétlarholt og mun skila íbúðunum
full frá gengnum til kaupenda haust-
ið 1991. „Okkur hefur verið gefin
upp gróf áætlun um kostnað og við
munum ekki sætta okkur við mark-
aðsverð á íbúðunum heldur verð, er
byggir á kostnaðaráætlun," sagði
Eygló.
Það eru arkitektamir Rúnar
Gunnarsson og Gunnar Guðnason
sem hafa hannað byggingamar.
Húsin sex eru tengd með göngum
og er sameiginlegt rými á jarðhæð
fyrir alla íbúana. Gangur úr gleri
Bekkir
Sleðabrekka
Útivistarsvæði
Útivistarsvæði
Bílgeymsla
Bílgeymsla
og stæði
Á Víkingssvæðinu við Hæðargarð og Réttarholtsveg er fyrirhugað að reisa sex hús á fimm hæðum,
fyrir eldri íbúa hverfísins. Reylyavíkurborg hefiir keypt Víkingsheimilið og er ætlunin að þar verði
félags- og þjónustumiðstöð aldraðra í hverfinu.
Réttarholtsskóli
RETTARHOLT
íbúðir aldraðra - útivistarsvæði
tengir húsin við þjónustumiðstöðina
í gamla Víkingsheimilinu. Lóðina
hannaði Kjartan Mogesen landslags-
arkitekt og sagði Eygló að hún von-
aðist til að íbúar hverfisins kæmu
til með að líta á hana sem sameigin-
legt útivistarsvæði. Gert er ráð fyrir
sleðabrekku og skjólreitum, sem all-
ir eiga að hafa aðgang að.