Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990 FYRRI LÍF Hallveigastöðum, Túngötu 14 Sunnud. 18.mars kl. 10 til 18. Nýtt námskeið sem gerir þér kleift að rannsaka og upplifa fyrri æfiskeið. Stuðst er við Kristos tæknina sem er ásaml dáleiðslu talin ein öruggasta og viðurkenndasta aðferðin í dag . Leiðb.: Garðar Garðarsson. Nánari upplýsingar í síma 17230. Loftpressur margar gerðir Hagstætt verð Olíufélagið hf 681100 EINN PEKKTASTI MARKAÐSMAÐUR HEIMS JACK TROUT Á ÍSLANDI NÁMSTEFNA STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS FIMMTUD. 22. MARS Á HÓTEL SÖGU KL. 10-17 AÐEINS ÖRFÁ . SÆTI LAUS ■» O- SKRÁNING OG NÁNARI o . UPPLÝSINGAR i ÍSÍMA 62 10 66 5tjórnunarfélag íslands Þ.ÞORGRfMSSON&CO [30130000. gólfflísar- kverklistar ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 Verður Kópasker fyrst í röðinni? * eftir Askel Einarsson Ég rakst á í skjalaskáp skrifstofu minnar mosagræna bók gefna út af áætlanadeild Framkvæmda- stofnunar ríkisins. Þetta var Byggðaþróunaráætlun fyrir Norð- ur-Þingeyjarsýslu — Skýrsla og til- lögudrög, eins og bókin er nefnd. í sama mund datt mér í hug að lesa betur frétt, sem birtist í helgar- blaði „Dags“, þ.e. frásögn af neyð- arfundi á Kópaskeri. Hvað er að gerast? Nú er hrein- lega talað um það fullum hálsi að nauðsynlegt sé að fækka byggðum í landinu. í sparnaðarskyni og til að koma í veg fyrir að haldið sé uppi vonlausri búsetu, upp á náð Byggðastofnunar og þjóðarbúsins í heild. A frumbýlingsárum Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, í árroða dagsbrúnarinnar, voru hugmynda- glaðir menn við stýrið í þeirri ágætu stofnun. Nú skyldi hugað að jaðar- byggðum líkt og gert var víða í nágrannalöndum. Akveðið var að gera byggðaáætl- un fyrir Norður-Þingéyjarsýslu, sem skyldi vera upphaf að stórri byggðaáætlun, er ná skyldi að Smjörvatnsheiði í suðri. Endumýja skyldi hina fomu þinghá í Sunnu- dal sem eitt byggðaþróunarsvæði. Þessi dr^umar gufuðu upp, þar sem ekki vá'r við það komandi að mgla reitum yfir kjördæmamörk. Eftir stóð byggðaáætlun fyrir Norð- ur-Þingeyjarsýslu. Til verksins var fenginn Guðmundur Óskarsson, verkfræðingur, í apríl 1973. Hann vann þessa áætlun í samráði við heimamenn. Hann skilaði verki sínu á árinu 1974, en skýrslan var gefín út í mars 1975. í niðurlagi Byggðaþróunaráætl- unar fyrir Norður-Þingeyjarsýslu, segir skýrsluhöfundurinn: „Áætlunin gerir ráð fyrir að flest- ir Norður-Þingeyingar fái vinnu heima fyrir við sitt hæfi og nýt- ing mannafla verði því ekki minni en meðaltal landsheildar. Með hliðsjón af breyttri atvinnuvega- skiptingu til hins betra ætti tekjubilið, miðað við landsheild, að hafa minnkað á tímabilinu. Takist vemlega vel til í þessum efnum getur hæglega farið svo að tekjumismunur verði enginn I lok tímabilsins (1975-1985) og jafnvel svo að Norður-Þingeying- ar geti státað af almennt hærri meðaltekjum en gerist í landinu." Forstöðumaður áætlanadeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins segir svo í formála „skýrslunnar", en svo nefnir hann byggðaþróun- aráætlun fyrir Norður-Þingeyjar- sýslu. „Að svo komnu er þessi skýrsla aðeins gefin út til umræðu meðal lögmætra samráðs- og umsagn- araðila og til athugunar að hálfu Framkvæmdastofnunar ríkisins. Til að undirstrika það er útgáfa þessi auðkennd sem skýrsla og tillögudrög. Að loknum umræð- um, á vegum þessara aðila, mun skýrslan lögð fyrir stjórn stofn- unarinnar til formlegrar af- greiðslu." Ekki var vitað til þess að stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins hafi nokkurn tíma gert sérstakar ráðstafanir til að koma í fram- kvæmd markmiðum áætlunarinnar. Það var ljóst í upphafi að nauðsyn- legt var að veita Norður-Þingeying- um leiðsögn, til að nálgast mark- mið áætlunarinnar, m.a. vegna þess að ekki var sumstaðar til staðar nægileg tæknileg og rekstrarieg reynsla, til að virkja ný svið. Ekki skal dregin fjöður yfir það að veitt hefur verið fjármagn til nytsamra hluta til þessa svæðis, sem annarra svæða, úr Byggða- sjóði. Guðmundur Óskarsson, höfundur skýrslunnar, bauð fram aðstoð sína við Framkvæmdastofnunina, en því boði var hafnað. Ekki hefur verið fyrir hendi slík „fyrsta stigs aðstoð" í þeim stofnunum, sem fengist hafa við byggðaþróun hingað til. í þess- um stofnunum hafa ekki verið tæknimenntaðir menn, sem gátu skoðað viðfangsefnin í réttri vídd, áður en kom til framkvæmda- áforma. Hafi hins vegar hallast á fjárhagslega m.a. vegna rangra úrræða og þekkingarleysis hafa þessar stofnanir haft á að skipa her vandamálasérfræðinga, sem aldrei hafa fengist við rekstur, með eigin hendi. Hér eru við komnir að grundvall- arvanda opinberra aðgerða í byggðamálum. Það hefur ekki stað- ið á að básúna út vandann, án þess að benda á leiðir. Þetta er miður drepgilegt kaffibollaspjall. Á tímabilinu frá 1973-1989 hefur íbúum Norður-Þingeyjarsýslu fækkað um 633 íbúa eða 30,1%. Það þarf að leita víða í landinu til að finna slíka fólksfækkun. Það þarf því ekki að undra þótt ein- hverjum detti í hug að ekki sé „púkkandi" upp á slíkar byggðir. Menn spyrja og jafnvel þeir, sem lifa á byggðavandanum, að nú sé komið að því að létta byrðinni af þjóðarbúinu, með því að hætta að halda óarðbærum svæðum í byggð. Slík sjónarmið komu greinilega fram nýárshugvekju háskólarektors í Bústaðakirkju á síðasta nýársdag. Hann taldi byggðaaðgerðir svo frekar á þjóðarjötunni, að það héldi menntageiranum í svelti. Hann átti þau úrræði að hætta búsetu í jaðar- byggðum. íbúar þeirra gætu lifað á sölu veiðileyfa, eftir að fiskveiðum hefðu verið kvótaskipt á milli lands- hluta. Þetta taldi hann hagkvæm- ara fýrir þjóðarbúið, en að láta þetta fólk stunda atvinnu sína á kostnað skattþegnanna. Ekki þarf að efa að þetta eru hugsuð orð hjá þessum ágæta háskólarektor. Hætt er við að þetta sé hugur margra og jafn- vel almenn skoðun vissra hópa manna, sem sækja sitt í ríkisjötuna á þurru. Eitt sinn á ferðum mínum um Norðurland, í samstarfí við starfs- menn Framkvæmdastofnunar ríkis- ins,. var komið á Kópasker m.a. til að ræða hafnarmál. Einum hinna „sérfróðu" datt það ráð í hug að flytja fólkið á Kópaskeri í íbúðar- blokk, sem þá var auglýst til sölu í nágrannasveitarfélagi Reykjavík- ur. Þessi ágæti maður fékk þá „und- irvísingu" á Kópaskersfundinum, svo að hann var margs fróðari um að 200 íbúar Kópaskers legðu meira í þjóðarbúið, en ef þeir væru dag- launamenn og skrifstofuþjónar á höfuðborgarsvæðinu. Á síðsta Kópaskersfundi voru enn færðar sönnur á að byggðin við Öxarfjörð hefði hlutverki að gegna. Hitt er jafnljóst að biðlund Byggðastofnunar er að bresta, því að „kvoðan“ er takmörkuð og víða brenna eldar byggðareyðingar, sem þarf að hefta. Pólitískar skottu- lækningar eiga sér takmörk. Handabakavinnubrögðin duga ekki lengur. Ráðamenn, Framkvæmda- stofnun og síðar Byggðastofnun hafa brugðist fyrirheitum. Þau hafa reynst mýrarljós í byggðamálum Norður-Þingeyinga, og þótt víðar sé leitað. í áðurnefndum formála forstöðu- manns áætlunardeildar með byggðaþróunarskýrslunni segir ennfremur: „Þarf að fullvinna áætlanir um rekstur, framkvæmdir og fjárhag einstakra áformaðra eininga, ásamt tilheyrandi hönnun mann- virkja. Að mestu þarf það starf að fara fram á vegum hlutaðeig- andi eignar- og rekstraraðila en unnt er að veita þeim uppörvun og aðstoð á grundvelli þess undir- búnings, sem áætlunarstarfið hefur faiið í sér.“ BILLIARD ERÆÐI Ókeypis kennsla fyrir dömur Borgartúni 32, sími 624533. Rauði krossinn: Alheimsátak fyrir fómarlömb styijalda ALÞJÓÐA Rauði krossinn hefur hafið „Alheimsátak fyrir fórnarlömb styijalda“. Tilgangurinn með átakinu er að vekja stjórnvöld og al- menning til meðvitundar um slæmar aðstæður fórnarlamba styrjalda og efla virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum, að því er segir í frétt frá Rauða krossi Islands. Á ráðstefnu í Genf í lok febrúar hóf Kristín Svíaprinsessa átakið formlega. A fjórða tug þekktra manna og kvenna úr röðum stjóm- málamanna, listamanna og fjöl- miðlafólks, sem tók þátt í ráðstefn- unni, samþykkti yfirlýsingu, þar sem segir m.a: að heimurinn hafi aldrei verið nær friði, efi eyðilegg- ingarmáttur styrjalda aldrei verið meiri. Níutíu prósent fómarlamba styrjalda séu óbreyttir borgarar og þjáningar saklauss fólks sé óvirðing við mannkyn, sem ekki verði við unað. Það sé á valdi mannsins og skylda þjóða heims að binda enda á styrjaidir og þjáningar sem þær ■valdi. Fundurinn skoraði á stjórnvöld, hjálparstofnanir, stjórnendur stríðandi aðila og allar þjóðir heims að virða alls staðar og ætíð grund- vallarmannréttindi einstaklingsins, að gegna þeim skyldum sem fylgi aðild að alþjóðlegum mannúðarlög- um með því að heimila allt nauðsyn- legt mannúðarstarf í þágu fórnar- lamba styijalda og tryggja að kost- ur sé á slíkri aðstoð og að viður- kenna að líf sérhvers einstaklings varði okkur öll. „Útgerð frá Kópaskeri verður að vera við hæfi vegna erfíðra hafiiar- skilyrða og heimamiða. Hér verður að hjálpa fólki til sjálfsbjargar og sjálfsvirðingar varð- andi endurhæfíngu fyr- irtækja, sem miðist við skynsamleg skilyrði. Þetta er kjörið hlutverk iðnráðgjafa og Byggða- stoftiunar á Akureyri.“ Þetta em góð orð sögð á þroska- árum byggðaþróunaraðgerða á Is- landi, en eru nú grafin og gleymd. Umrædd áætlun var hugsjóna- mál Gísla Guðmundssonar, alþing- ismanns, frá Hóli á Langanesi, sem treysti á opinberar byggðaaðgerðir og hlutverk Framkvæmdastofnunar ríkisins. En hver er raunin? Á Kópaskeri var eitt traustasta kaupfélag landsins. Það var lífsstarf þeirra feðga Björns Krist- jánssonar frá Víkingavatni og Þór- halls, sonar hans. Nú heyrast frétt- ir um gjaldþrot þessa forystu kaup- félags. Eitt sinn átti ég, ásamt oddvitum sveitanna við Öxarfjörð, viðtal við forstjóra Framkvæmdastofnunar ríkisins, varðandi jarðhitaleit í Öx- arfirði. Ég hafði orð fyrir þeim og sagði að þar færu menn, sem sætu á gullkistu. Eftir á að hyggja er þetta ekki ofmælt. Það furðulega er að ekki fæst fé til nauðsynlegra rannsókna, fyrr en eftir dúk og disk og það með herkjum. Vitað er um lífrænt gas, sem gæti verið fyrir- boði olíu í dýpri jarðlögum. Ekki er fé til þessa verkefnis, fyrr en einhvern tíma um síðir, ef til vill. Fari svo að þarna sé um auð að ræða getur Öxarfjörðurinn orðið ein auðugasta byggð landsins. Á öllu svæðinu frá Auðbjamarstaðar- brekku og út í Núpasveit eru frábær skilyrði til fiskiræktar og annarra nytja jarðhitans. Við Öxarfjörð og austur í Þistil- fjörð eru ein bestu sauðfjárræktar- svæði landsins, þar er nægilegt beitiland. Með skynsamlegri land- búnaðarpólitík, þar sem landkostir til beitar verði látin ráða um skipt- ingu framleiðsluréttar í sauðfjár- rækt, má skapa þama skilyrði til sauðfjárbúskapar á fyrri vísu. Útgerð frá Kópaskeri verður að vera við hæfi vegna erfiðra hafnar- skilyrða og heimamiða. Hér verður að hjálpa fólki til sjálfsbjargar og sjálfsvirðingar varðandi endurhæf- ingu fyrirtækja, sem miðist við skynsamleg skilyrði. Þetta er kjörið hlutverk iðnráðgjafá og Byggða- stofnunar á Akureyri. Við skulum varast að búa til byggðaeyður í landinu af manna- völdum. Vitað er um mikinn jarð- hita í Öxarfirði og ókannaðir eru aðrir möguleikar. Fari þessi byggð í órækt af mannavöldum myndast eyða í byggð. Á tímum fijálslyndra eignarskipta milli landa geta byggðir lent með ódýrum hætti í klóm útlendinga. Þannig getur þjóðin misst góða landkosti í hendur útlendinga, fyrir einskæran aula- hátt og skammsýni. Kassasjónarmið skammsýnna manna er ekki byggðastefna. Fjár- hagsleg slys vegna ónógs eigin fjár eru ekki einsdæmi á Kópaskeri eða óvænt óhöpp, vegna mannlegra mistaka. Þetta gerist víða í landinu og þykir ekki athugavert. Þeir tímar eru nær en margan grunar, að fiskiræktin biómstri á ný. Það væri þjóðhættuleg skamm- sýni að deyða framtak í þeim byggðum, sem búa yfir miklum guðsgjöfum á sviði landkosta. Það koma tímar, þegar enginn vill kannast við að hafa kveðið ragnarök yfir byggðum Norður- Þingeyjarsýslu. Hver byggð á tvenna- tíma. Höfimdur er framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.