Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990
35
Guðni Ágústsson um stöðu loðdýraræktar:
„Sleppa kvikindunum
út eða slátra þeim“
STEFÁN Valgeirsson (SJF) lét að því liggja í fyrirspurn til forsætis-
ráðherra og landbúnaðarráðherra í sameinuði þingi í gær að fóður-
stöðvar loðdýrabúa væru að því komnar að hætta störfum og krafði
ráðherra svara um, hvort ríkisstjórnin ætlaði að horfa upp á hrun
þessarar búgreinar án frekari aðgerða. í svörum ráðherra komu
ekki fram upplýsingar um ákveðnar aðgerðir, til stuðnings fóður-
stöðvunum, umfram það sem felst í lögum frá í desembermánuði
síðastliðnum um skuldbreytingar loðdýrabúa.
Blárefsyrðlingar
Stefán Valgeirsson (SJF) rakti
efnisatriði laga og reglugerðar um
skuldbreytingar loðdýrabúa, sem
háðar eru margs konar fyrirvörum,
m.a. um mat á rekstrargrundvelli.
Hann staðhæfði að fóðurstöðvar
væru, að óbreyttu, á barmi rekstr-
arstöðvunar, sem gæti þessvegna
skollið á á morgun. Ef það gerðizt
væri framleiðslugreinin gjörsam-
lega búin að vera. Hann krafði ráð-
herra svara um, hvort og þá á hvern
veg ríkisstjórnin hygðizt bregðast
við til að tryggja áframhaldandi
rekstur fóðurstöðva. Þingmaðurinn
kvaðst beina spurningunni til for-
sætisráðherra vegna þess að sami
maður gegndi því embætti nú og
þegar bændur vóru hvattir til þess
af stjórnvöldum að hverfa frá hefð-
bundnum búgreinum að ioðdýra-
rækt.
Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra, sagði m.a., að
Alþingi hafi fyrir áramótin sam-
þykkt lög um sjálfskuldarábyrgð
ríkisins á allt að 60% af skuldum
loðdýrabænda, að tilteknum skil-
yrðum uppfylltum, til að greiða fyr-
ir skuldbreytingum og áframhald-
andi rekstri þeirra. Fækkun loð-
dýrabúa og skuldir loðdýrabænda
hafi á hinn bóginn valdið fóður-
stöðvunum ærnum vanda. Svo hafi
verið ráð fyrir gert að Byggðastofn-
un leysti vanda fóðurstöðvanna.
Þær skorti hinsvegar veð til lán-
töku. Ef til vill væri skynsamlegast
fyrir fóðurstöðvarnar að biðja um
greiðslustöðvun meðan mál væru
að þróast að því marki að séð verði
hve mörg loðdýrabúa hafi rekstrar-
grundvöll áfram.
Margrét Frímannsdóttir (Abl-
Sl) vék m.a. að því að innheimtuað-
ilar ríkisins hafi klippt númer af
flutningabílum fóðurstöðvanna.
Hún gagnrýndi harðlega aðgerðar-
leysi ríkisvaldsins í vanda þessarar
búgreinar, en þetta sama ríkisvald
hafi á sínum tíma hvatt bændur
eindregið til að hefja þessa starf-
semi. Hún kallaði það „ljót vinnu-
brögð", hvern veg stjórnvöld stæðu
að þessu máli.
Álexander Stefánsson (F-Vl)
sagði að fóðurstöðvarnar skulduðu
340—360 m.kr. Loðdýrabændur
skulduðu hins vegar fóðurstöðvum
verulegar fjárhæðir. Hann sagði
útilokað að Alþingi stæði frammi
fyrir þessum vanda, mánuð eftir
mánuð, án þess að fundinn væri á
honum lausn.
Steingrímur J. Sigfússon, land-
búnaðarráðherra, sagði að Fram-
leiðnisjóður hafi farið með skuld-
breytingamál loðdýrabænda. Það
mál hafi_ f'ramgang miðað við að-
stæður. Á næstliðnu ári Kafi verið
veittar um 160 m.kr. sem framlag
til loðdýrabúa. Vandi fóðurstöðv-
anna væri hins vegar gríðarlegur,
m.a. vegna fækkunar loðdýrabúa.
Ólafur Þ. Þórðarsson (F-VF)
sagði m.a. að fóðurstöðvar gætu
ekki afgreitt framleiðslu sína án
þess að fá hana borgaða. Fóður-
stöðvar væru nú of margar miðað
við fækkun búanna.
Stefán Valgeirsson (SJF-Ne)
sagði að skinn dýranna væru
verðlítil eða verðlaus, ef þeim væri
slátrað nú. Nær hafi verið fyrir
stjórnvöld að taka af skarið fyrr í
vetur, ef ekki hafi verið meiningin
að fleyta framleiðslugreininni yfir
vandann, það er á meðan skinnin
hafi verið í einhveiju verði. Ráð-
herrar yrðu nú að láta hendur
standa fram úr ermum og tryggja
áframhaldandi fóðurframleiðslu og
afgreiðslu. Ekki dygði að þeir bentu
hver á annan.
Eggert Haukdal (S-Sl) tók und-
ir orð Margrétar Frímannsdóttur,
sem hann sagði að verið hefðu
þungur áfellisdómur yfír ríkis-
stjórninni.
Stefán Guðmundsson (F-Nv)
sagði skuldir loðdýrabúa við fóður-
stöðvar vera um 90 m.kr. Þingmenn
gætu ekki krafið Byggðastofnun
um fyrirgreiðslu við fóðurstöðvar
nema þá með því að tryggja stofn-
uninni fjármagn til slíkrar fyrir-
greiðslu.
Guðni Ágústsson (F-SI) sagði
að sá vándi gæti blasað við í fyrra-
málið, eins og hann komst að orði,
að bændur yrðu annað tveggja að
sleppa kvikindunum út — eða slátra
þeim. Fóðurstöðvarnar gætu verið
lokaðar á morgun. Málið getur þá
' orðið umhverfisverndarmál og kom-
ið til kasta nýs umhverfismálaráð-
herra.
Skúli Alexandersson (Abl-Vl)
sagði að þáttur fóðurstöðvanna
hafi verið skilinn eftir þegar vandi
loðdýrabúanna var tekinn fyrir á
þingi.
Pálmi Jónsson (S-Nv) sagði
m.a. að landbúnaðarráðherra hafi
marglý^t yfir í fjölmiðlum að vandi
þessarar greinar væri leystur. Ann-
að blasti nú við. Þessi umræða öll
sýndi aðgerða- og stefnuleysi ríkis-
stjórnarinnar í málinu. Umræðan
snérist of mikið um það að þing-
menn þvægju hendur sínar af mál-
inu.
Pálmi Jónsson um frumvarp til fjáraukalaga:
STUTTAR ÞINGFRETTIR
Samnings- og lögbund-
in framlög skorin niður
Ekki hreyft við gæluverkefiium ríkis-
stjórnarinnar
PALMI Jónsson (S-Nv) gagnrýndi harðlega vinnulag Qármálaráð-
herra við framlagningu frumvarps til fjáraukalaga fyrir árið 1990.
Full þörf væri á því að stuðla að niðurskurði og samdrætti í út-
gjöldum ríkisins. Hinsvegar væri ekki hreyft við gæluverkefhum
ríkisstjórnarinnar: nýju umhverfisráðuneyti, gríðarlegum styrkj-
um til dagblaða, stórauknum framlögum vegna kaupa á dagblöðum
fyrir ríkisstofnanir og ekkert væri hreyft við eyðslu og sóun í
aðalskrifstofun ráðuneytanna, þar sem ráðherrar röðuðu pólitísk-
um gæðingum sínum á jötuna umfram það sem lög heimiluðu.
Pálmi tíundaði nokkur dæmi um
vinnulag við frumvarpssmíðina:
1) Skorín væru niður útgjöld
sem væru samningsbundin og lög-
bundin. Svo væri t.d. um niður-
skurð á framlögum til Atvinnu-
tryggingasjóðs, framlög vegna
jarðræktar- og búfjárræktarlaga
og framlag til Framleiðnisjóðs
landbúnaðarins.
2) Niðurskurði væri beitt gagn-
vart stofnunum sem þegar höfðu
of lítið fjármagn til starfsemi
sinnar, samkvæmt fjárlögum, svo
sem flugmálastjórn.
3) Skorið væri niður hjá stofn-
unum, sem hafi gætt aðhalds og
samvizkusemi í rekstri, og haldið
sig innan heimilda fjárlaga.
4) Þá gagnrýndi þingmaðurinn
að skattar af umferð, sem ganga
eigi til vegagerðar, séu hirtir í al-
menna eyðslu ríkissjóðs. Niður-
skurður á framkvæmdafé til vega-
og hafnarmála bitni á atvinnustigi
í strjálbýli, sem ekki sé of burðugt
fyrir.
Pálmi Jónsson
fUMflfil
Tvíhliða viðræður við EB;
Forsætisráðherra hittir for-
mann framkvæmdastjómar EB
Framkvæmdastjóri sjávarútvegs-
sviðs EB væntanlegur til Islands
FORSÆTISRÁÐHERRA og utanríkisráðherra sögðu í þingræð-
um í gær, þegar þeir svöruðu kröfurn formanns Sjálfstæðis-
fiokks um tvíhliða viðræður við EB um tollfriðindi fyrir íslenzk-
ar sjávarvörur á EB-mörkuðum, að slíkar viðræður færu þegar
fram, þó óformlegar væru, samhliða viðræðum EFTA við EB.
Steingrímur Hermannsson, og EB. Þá sagði forsætisráð-
forsætisráðherra, upplýsti i þing-
ræðu, að hann héldi til fundar
við formann framkvæmdastjórn-
ar EB, Delors, 18. apríl nk. til
viðræðna um samskipti íslands
herra að framkvæmdastjóri sjáv-
arútvegssviðs EB, Marin, kæmi
hingað til lands í maímánuði nk.
í boði sjávarútvegsráðherya.
■ KÖNNUNAR VIÐRÆÐ UR
EFTA OG EB: Umræða um
skýrslu utanríkisráðherra um
könnunarviðræður EFTA-ríkja við
EB lauk í gær. Umræðan hófst í
nóvember sl. og hefur verið fram
haldið síðan, með löngum hléum.
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, lagði áherzlu á
það í umræðunni, að teknar yrðu
upp þegar í stað tvíhliða viðræður
við EB um tollfríðindi sjávarvöru
á EB-markaði. Ekki væri hægt
að bíða lykta EFTA-viðræðna um
það efni, enda gætu þær staðið
árum saman.
■ NÁTTÚRUVERND: Stjórnar-
liðar í allsheijarnefnd neðri deildar
hafa lagt fram breytingartillögur
við stjórnarfrumvarp um náttúru-
vemd (fylgifrumvarp með frum-
varpi um umhverfismálaráðu-
neyti). í fyrsta lagi leggja þeir til
að lokamálsgrein 1. greinar verði
breytt svo, að umhverfismálaráð-
herra beri að leita samráðs við
landbúnaðarráðherra um friðunar-
og uppgræðsluaðgerðir á sviði
gróður- og skógverndar. í annan
stað er lagt til að húsfriðunarmál-
efni og húsfriðunarnefnd heyri
áfram undir menntamálaráðu-
neyti. í þriðja lagi er lagt til að
við bætist bráðabirgðaákvæði um
endurskoðun laga um landgræðslu
og skógrækt.
■ INNFLUTNINGUR DÝRA:
Fram hefur verið lagt stjórnar:
frumvarp um innflutning dýra. í
frumvarpinu er meginreglan sú
að bannað er að flytja inn dýr svo
sem verið hefur. Landbúnaðarráð-
herra getur þó vikið frá banni
þessu, að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum, og leyft innflutning
eins og er í gildandi lögum, og
einnig á erfðaefni, en frá frá setn-
ingu gildandi laga hefur flutningur
þess komið til sögunnar með nýrri
tækni.
Húsverndarsjóður
Reykjavíkur
í lok apríl verður úthlutað lánum úr Húsverndarsjóði
Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til við-
gerða og endurgerðar á húsnæði í Reykjavík, sem
sérstakt varðveislugildi hefur af sögulegum eða bygg-
ingarsögulegum ástæðum.
Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja greinar-
góðar lýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum, verk-
lýsingar og teikningar eftir því sem þurfa þykir.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl 1990 og skal umsókn-
um, stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkur, komið
á skrifstofu garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105
Reykjavík.