Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 56
„Ófært að greiða virðisauka-
skatt af lífsmöguleika okkar“
Morgunblaðið/Emilía
Stýrimannaskólanemar afhenda Guðrúnu Helgadóttur forseta sameinaðs þings ósk um niðurfellingu
virðisaukaskatts af flotgöllum. Helgi Georgsson formaður Nemendafélags Stýrimannaskólans af-
hendir skjalið, Alexander Hafþórsson varaformaður stendur hjá og algallaðir félagar þeirra fylgj-
ast með.
Nemendur Stýrimannaskólans í flotgöllum á þingpalla:
NEMENDUR Stýrimannaskólans í Reykjavík fjölmenntu á áheyr-
endapalla Alþingis í gær til þess að vekja athygli á baráttu sinni til
að fá virðisaukaskatt felldan niður af flotgöllum, sem sjómenn nota
við vinnu sína um borð í skipum. Nokkrir nemanna voru í slíkum
göllum á þingpöllunum. Þeir afhentu ljármálaráðherra, Ólafi Ragn-
ari Grímssyni, og forseta sameinaðs þings, Guðrúnu Helgadóttur,
skjal með ósk um niðurfellingu skattsins. Einnig sendu þeir öllum
þingmönnum skjalið.
Þeir segja meðal annars: „Við
getum ekki sætt okkur við að
greiða virðisaukaskatt af mögu-
leika okkar til að lifa.“ Ennfremur:
„A sama tíma og laun okkar lækka
verulega, aukast þessi útgjöld okk-
ar. Við erum sex þúsund talsins
og ef það skiptir sköpum fyrir þjóð-
arbúið að ná þessum peningum inn
í ríkiskassann, þá erum við illa á
vegi stödd.“
Nemarnir benda á þijú nýliðin
atvik, þar sem flotgallar eru taldir
hafa átt þátt í, jafnvel haft úrslita-
áhrif á, að mannslíf björguðust.
„Við ætlum að vekja upp umræð-
una um flotgalla," sagði Alexander
Hafþórsson varaformaður Nem-
endafélags Stýrimannaskólans.
Alexander segir að flotgalli kosti
um 20 þúsund krónur með virðis-
aukaskatti, hver sjómaður noti um
þrjá gaila á ári og því sé kostnaður-
inn um 60 þúsund krónur á ári.
Virðisaukaskatturinn af því er um
12 þúsund krónur.
Mörður Ámason upplýsingafull-
trúi fjármálaráðherra var spurður
hvort ráðuneytið vildi verða við
óskum sjómannanna um niðurfell-
ingu virðisaukaskattsins, eða hvort
því yrði hafnað. „Eins og staðan
er teljum við að málssókn sjómann-
anna byggi á ákveðnum misskiln-
ingi á eðli málsins,“ sagði hann.
Væru flotgallar lögbundin öryggis-
tæki, þá væru þeir án virðisauka-
skatts. „I öðru lagi, ef útgerðirnar
kaupa þá, teljast þeir til rekstrar-
vöru útgerðarinnar og er ekki borg-
aður af þeim virðisaukaskattur.
Þetta er okkar svar. Erindið beinist
ekki í rétta átt.“
Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar:
Getum iryggt nýju
Fjórir 18 ára piltar handteknir:
Grunur um dreifíngn
fíkniefíia til unglinga
FIKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík handtók fjóra pilta í
íbúð í Breiðholti á tiunda timanum í gærkvöldi og fundust fíkniefhi
í fórum þeirra. Piltarnir eru grunaðir um að hafa selt unglingum
fíkniefni.
Piltarnir Ijórir eru fæddir árið
1972 og eru því á átjánda ári. Sam-
kvæmt upplýsingum, sem Morgun-
blaðið fékk hjá fíkniefnadeildinni í
gærkvöldi, hafa þeir verið orðaðir
við mikla dreifíngu á kannabisefn-
um til unglinga í Breiðholti. í fórum
þeirra fannst lítið magn af efni, sem
ekki hafði verið fullrannsakað í
gærkvöldi. Fíkniefnalögreglan áleit
þó líklegast að um kannabisefni
væri að ræða.
Piltarnir fjórir voru í vörslu lög-
reglunnar í nótt, en í dag verða
þeir yfirheyrðir. í framhaldi af yfir-
heyrslunum verður ákveðið hvort
þess verður krafist að þeim verði
gert að sæta gæsluvarðhaldi á með-
an frekari rannsókn málsins stend-
ur.
Sjálfstæðisyfírlýsing Litháa:
I athugun hvort viður-
kenning Dana gildir
einnig um Islendinga
í ATHUGUN er hvort íslensk stjórnvöld viðurkenni formlega sjálf-
stætt ríki Litháa, að sögn Steingríms Hermannssonar forsætisráð-
herra. Þing landsins lýsti yfir því á sunnudag að framvegis teldist Lithá-
en sjálfstætt, fijálst og fiillvalda ríki en Eystrasaltslöndin þrjú voru
innlimuð í Sovétríkin árið 1940.
Litháen naut sjálfstæðis frá árinu
1918 og fram til 1940. Með sam-
þykkt þingsins á sunnudag hefur
sjálfstæðisyfirlýsingin frá 16. febrú-
ar 1918 formlega verið endui-vakin.
Forsætisráðherra sagði Dani hafa
viðurkennt landið er íslendingar
heyrðu undir Danaveldi. „Norður-
löndin munu hafa litið svo á að
óþarft hafí verið að endurtaka þetta
því viðurkenning þessi hafí aldrei
verið afturkölluð, hún hafi ætíð verið
í gildi,“ sagði forsætisráðherra. Hann
bætti við að verið væri að athuga
hvort yfírlýsing þessi gilti einnig um
íslendinga í ljósi þess að Danir hefðu
farið með utanríkismál landsmanna
er sjálfstæði Litháens var viður-
kennt. Því má bæta við að þjóðemis-
sinnar í Litháen líta svo á að lands-
menn hafí aldrei afsalað sér sjálf-
stæði. Aðildinni að sovéska ríkjasam-
bandinu hafí verið þröngvað upp á
þjóðina.
Steingrímur Hermannsson kvaðst
fagna samþykkt þingsins í Litháen.
„Mér þykir þetta afar ánægjulegt og
tel sérstakt að Sovétstjórnin skuli
þó þola það að meirihlutaákvörðun
skuli fá að ráða í þessu ríki.“
álveri
Margir skrá
sig í afmælis
ritið Yrkju
næga raforku árið 1994
Forráðamenn erlendu fyrirtælganna skoðuðu aðstæður í Eyjafírði ogEeyðarfírði í gær
ÞESS er vænst að forsvarsmenn erlendu álfyrirtækjanna þriggja, Alum-
ax, Hoogovens og Granges, sem staddir eru hér á landi til viðræðna
og vettvangskönnunar, muni í dag undirrita samstarfsyfirlýsingu, sem
feli það I sér að fyrirtækin þrjú stefhi að samvinnu um að byggja hér
og reka álverksmiðju. Paul Drack, forstjóri Alumax, sagðist vonast til
þess að slík yfirlýsing myndi nægja til þess að ákvörðun yrði tekin hér
á landi um nauðsynlegar virkjanaframkvæmdir í framhaldi af Blöndu-
virkjun. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að Landsvirkjun teldi mikilvægt að fá yfirlýs-
ingu fyrirtækjanna um að þau væru að semja um þessa hluti af fullri
alvöru. „Slík yfírlýsing gerir okkur kleift að ákveða að flýta undirbún-
ingsstarfi á þessu ári þannig að hægt verði að tryggja gaugsetningu
nýrrar álverksmiðju árið 1994,“ sagði Halldór.
„Drack á við það, að hann geri
sér vonir um að yfirlýsing fyrirtækj-
anna þriggja verði nógu traustvekj-
andi til þess að haldið verði áfram
þeim undirbúningi sem þegar er haf-
inn, og hefur verið í gangi undanfar-
ið, að því að stækka Búrfellsvirkjun
og byggja Fljótsdglsvirkjun," sagði
Halldór.
Halldór sagði að erlend álfram-
leiðslufyrirtæki færu venjulega ekki
út í byggingarframkvæmdir, fyrr en
búið væri að reisa orkuver, og þau
vissu þar með að orkan væri fyrir
hendi. Á hinn bóginn benti Halldór
á að Blönduvirkjun væri nú þegar í
byggingu hér og stór hluti orkunnar
frá henni yrði í þágu þessarar nýju
stóriðju. „Ef við færum út í það,
þess utan, að flýta framkvæmdum
og vera komin með stækkun Búr-
fellsvirkjunar og Fljótsdalsvirkjun í
gagnið, löngu áður en nýtt álver
væri tilbúið, þýddi það aukinn fjár-
magnskostnað fyrir Landsvirkjun.
Það þýddi aftur meiri kostnað fyrir
þessi fyrirtæki, sem myndu þurfa að
greiða hærra orkuverð," sagði Hall-
dór.
„Við erum því að tímasetja þessar
framkvæmdir á sem hagkvæmastan
máta fyrir báða aðila, þannig að það
valdi sem minnstum aukakostnaði,"
sagði Halldór. Hann sagði að erlendu
fulltrúamir hefðu sýnt fullan skilning
á þessari afstöðu og þeir gætu ekki
vænst þess að ráðist yrði í frekari
virkjunarframkvæmdir, án þess að
fyrir lægi að orkan seldist.
Forráðamenn tveggja álfyrir-
tækja, Alumax og Hoogovens, fóru
í gær með flugvél Landhelgisgæsl-
unnar til Akureyrar og Egilsstaða.
Þeir skoðuðu aðstæður fyrir stóriðju
í Eyjafirði og Reyðarfírði. í dag er
áformað að þeir ræði við forráða-
menn Iiafnarfj arðarbæj ar. Engar
ákvarðanir hafa verið teknar um
staðsetningu nýs álvers.
Sjá nánar frétt á bls. 2 og Akur-
eyrarsíðu bls.34
AFMÆLISRIT I tilefhi af sex-
tugsafmæli Vigdísar Finn-
bogadóttur forseta íslands
þann 15. apríl næstkomandi
helur hlotið góðar undirtektir
meðal þjóðarinnar. Fólki gefst
kostur á að árna forsetanum
heilla með því að fá nafn sitt
ritað í bókina og gerast um
leið áskrifendur að henni. Að
ósk forsetans verður allur
ágóði af útgáfunni lagður í
sjóð handa islenskri æsku til
ræktunar landsins.
Að sögn Heimis Pálssonar,
sem hefur umsjón með fram-
kvæmdinni, hófst um helgina
símaátak þar sem landsmönnum
er boðin þátttaka í afmælisgjöf-
inni, og lýkur því um næstu
helgi. „Þátttakan hefur verið
mjög góð. í nokkrum sveitarfé-
lögum, t.d. á Flúðum og Reyðar-
fírði, vitum við til að nánast öll
heimili taka þátt í afmælisgjöf-
inni. Þá hafa togaraáhafnir
skráð sig í heilu lagi,“ sagði
Heimir.