Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBJAiJIft l’UHjJliDAGUB ,13. MARZ 19,90 Skrifstofutækni Þú stendur betur að vígi að loknu hagnýtu námi Með námi í skrifstofutækni nærð þú góðum tökum á tölvum og notkun þeirra. Þú kynnist bókfærslu, stjórnun og fleiri viðskiptagreinum, rifjar upp ýmislegt í íslensku og færð góða innsýn í viðskiptaensku. Námið tekur 3 mánuði og að því loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Þú getur valið um morgun-, eftirmiðdags- eða kvöldtíma. Við bjóðum upp á afar nagstæð greiðslukjör. Innritun er þegar hafin. Hringdu strax í síma 687590 og við sendum þér bækling um fcæl. Tölvuskóu Reykjavíkur LJi tölvufræðsla Boroartúni 28. s'. 687590 SIEMENS-dæd/ ÓDÝRAR OG GÓÐAR ELDAVÉLAR FRÁ SIEMENS Þessar sívinsælu eldavélar frá SIEMENS eru einfaldar í notkun, traustar, endingargóðar og á mjög góðu verði. HS 24020 i Breidd 60 sm ■ Grill I 4 hellur B Geymsluskúffa ■ Verd kr. 36.800,- HN 26020 ■ Breidd 50 sm B Grill ■ 4 hellur B Geymsluskúffa ■ Verð kr. 32.850,- Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið. ★ Rafþj. Sigurdórs, Akranesi. ★ Glitnir, Borgarnesi. ★ Rafstofan Hvítárskála, Borgarfirði. ★ Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. ★ Verslunin Blómsturvellir, Hellissandi. ★ Versl. Eínars Stefánssonar, Búðardal. ★ Póllinn hf., ísafirði. ★ Rafsjá hf., Sauðárkróki. ★ Rafbær sf., Siglufirði. ★ Sír hf., Akureyri. ★ Öryggi sf., Húsavík. ★ Rafalda hf., Neskaupstað. ★ Raftækjav. Sveins Guðmundss., Egilsstöðum. ★ Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Breiðdalsvík. ★ Kristall, Höfn í Hornafriði. ★ Tréverk hf., Vestmannaeyjum. ★ Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelii. ★ Árvirkinn hf., Selfossi. ★ Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Garði. ★ Ljósboginn, Keflavík. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 MEDIC ALERT — ódýr líftrygging eftir Davíð Gíslason Fimm ár eru nú liðin síðan Medic Alert hóf starfsemi sína á íslandi. A þessum tíma hafa 400 íslendingar notfært sér þjónustu þess og gerst aðilar að öryggiskerfi Medic Alert. Medic Alert er fyrst og fremst ætlað til þeess að flýta fyrir því að réttar upplýsingar berist læknum, sjúkraflutningamönnum, lögreglu og öðrum sem hlut eiga að máli, þegar slys eða skyndileg veikindi ber að höndum. Öryggiskerfi Medic Alert er þrenns konar: í fyrsta lagi er málm- plata úr stáli eða gulli sém borin er sem hálsmen eða armband. A framhlið plötunnar er merki Medic Alert en á bakhliðinni er símanúm- er vaktstöðvar á Slysavarðstofunni í Reykjavík, númer merkishafans og sjúkdómsgreining, eða annað hættuástand sem mikilvægt er að fá skjóta vitneskju um. I öðru lagi er sérstakt kort sem geyma á í seðlaveski. Á þessu korti eru nokkru fyllri upplýsingar en á málmplötunni, t.d. um Iyfja- notkun, nöfn ættingja og símanúm- er, svo og nafn og símanúmer þess læknis, sem annast sjúklinginn. Á kortið má einnig skrá upplýsingar um blóðflokk og bólusetningar. í þriðja lagi er lítil sjúkraskrá geymd á sérstakri vaktstöð á Slysa- varðstofunni í Reykjavík. Á vakt- stöðinni er svarað í símann allan sólarhringinn og veittar upplýsing- ar um merkishafann, ef þess er óskað. Hægt er að hringja ókeypis (collect) hvaðan sem er í heiminum til þess að afla þessara upplýsinga. Þó er aðeins hægt að fá aðgang að spjaldskránum gegnum númer merkishafans. Því er mjög mikil- vægt að tilkynna þegar í stað ef merki glatast, til þess að óviðkom- andi aðilar geti fengið upplýsingar úr spjaldskránni. Medic Alert er alþjóðleg stofnun. Medic Alert var stofnað í Banda- ríkjunum árið 1956. Það var læknir að nafni Marion C. Collins sem stofnaði það. Ástæðan var sú að dóttir hans hafði ofnæmi fyrir efn- um í stífkrampasprautum og hafði nærri dáið úr bráðalosti eftir slíka sprautu. í nokkur ár leitaði hann leiða til að koma í veg fyrir að þetta læknisfræðilega óhapp gæti hent dótturina aftur. Medic Alert varð árangurinn. Öryggiskerfíð breiddist fljótt út um Bandaríkin og síðar til annarra landa. Nú er það starfandi í nítján löndum. ísland varð fyrst Norðurlandanna til að taka upp Medic Alert, en Svíþjóð hefur síðan fylgt á eftir. í flestum löndum, þar sem Medic Alert er starfandi, hefur Lions- hreyfingin veitt því öflugan stuðn- ing. Hér á landi beitti Lionshreyf- ingin sér fyrir stofnun Medic Alert. Auk Lions eiga átta sjúklingasam- tök aðild að Medic Alert. Davíð Gíslason „Þeir sem mest gagn hafa af þessu öryggis- kerfi eru auðvitað þeir sem ganga með alvar- lega sjúkdóma. Sér- staklega er þar um að ræða sjúkdóma sem geta valdið meðvitund- arleysi.“ Medic Alert á íslandi er aðili að Medic Alert Intemational og starfar í umboði þess. Það hefur stundum verið gagnrýnt að notað sé erlent nafn á íslensku félagi. Eðli málsins vegna er ekki hægt að þýða Medic Alert á íslensku. Það er mikilvægt öryggisatriði að nafnið hljómi kunn- uglega sem víðast í heiminum, og að þeir sem sjái merkið geri sér grein fyrir því hvaða merkingu það hefur. Hveijir geta haft gagn af Medic Alert? I stuttu máli sagt geta allir haft gagn af Medic Alert. Sjálfur geng ég alltaf með þetta merki, og það gefur vissa öryggistilfinningu á ferðalögum erlendis, þótt ekkert standi á því annað en spjaldskrár- númerið og símanúmer vaktstöðv- arinnar á Slysavarðstofunni í Reykjavík. Ef ég verð fýrir slysi tryggir merkið að hægt sé að ná sambandi við mína nánustu á ör- fáum mínútum. Þeir sem mest gagn hafa af þessu öryggiskerfí 'eru auðvitað þeir sem ganga með alvarlega sjúk- dóma. Sérstaklega er þar um að ræða sjúkdóma sem geta valdið meðvitundarleysi. Þar má t.d. nefna sykursýki. Hjá þeim sem nota insul- in getur meðvitundarleysi borið að með skjótum hætti. Allur dráttur á réttri meðferð getur valdið óbætan- legum skaða. Þess eru dæmi að sjúklingur á leið i insúlindá hafi verið álitinn drukkinn. Slík mistök geta sannarlega verið afdrifarík. Annar sjúklingahópur, sem gjaman má nefna, eru flogaveikir. Krampaköst gera ekki boð á undan sér, og þau valda ómældri skelfingu þeirra sem verða vitni að þeim, án þess að þekkja þau. I afturbata eftir köstin fylgja stundum einkenni sem ókunnugir rugla saman við vímuáhrif. Medic Alert-merkin geta stuðlað að réttum viðbrögðum þeirra sem em nærstaddir köstin og jafnvel komið í veg fyrir leiðinda- misskilning. Sumir einstaklingar eru í meiri hættu en aðrir verði þeir fyrir slysi og missi meðvitund. I því sambandi má nefna blæðara, sjúklinga á blóð- þynningu og þá sem haldnir eru alvarlegu ofnæmi fyrir lyíjum. Það þarf skjót viðbrögð til að stöðva blæðingar hjá blæðurum og þeim sem eru á blóðþynningu. Þessir sjúklingar ættu skilyrðislaust að bera Medic Alert merki. Sama gild- ir um þann sem hefur alvarlegt penicillinofnæmi. Ekkert er líklegra en að honum sé gefið penicillin verði hann fyrir alvarlegu slysi. Nefna mætti tvö hundruð sjúk- dóma, sem em þess eðlis að ástæða sé til að bera Medic' Alert merki. Ég vil aðeins nefna sjúkdómaflokka eins og hjartasjúkdóma, hormóna- sjúkdóma, ofnæmi, elliglöp, teppu- sjúkdóma í lungum, nýrnabilun og ýmiss konar lyfjameðferð. Hefur Medic Alert kosti umfram önnur öryggiskerfi? Medic Alert hefur þann kost umfram önnur örvggiskerfi að læknir fyllir ætíð út spjaldskrá sjúklingsins og vottar að hún sé rétt. Málmplatan er þannig úr garði gerð að upplýsing- amar á henni geta ekki eyðilagst. Á vaktstöðinni er hægt að afla upplýsinga allan sólarhringinn, og greiðir Medic Álert á íslandi fyrir símtalið. Annað hvert ár era merk- ishöfunum sendar fyrirspurnir um breytingar sem orðið hafa á högum þeirra. Á þann hátt er séð til þess að upplýsingarnar í spjaldskránni séu ætíð sem réttastar. Hvernig gerist maður félagi í Medic Alert? Á flestum læknabið- stofum liggja frammi eyðublöð, þar sem sækja má um aðild að Medic Alert. Læknir þarf að fylla út eyðublaðið og undirrita það ásamt umsækjanda. Umsókninni er síðan komið á skrifstofu Medic Alert á íslandi, Sigtúni 9, 105 Reykjavík. Merkin kosta 1500 kr. og er það ævigjald. Medic Alert á íslandi er sjálfseignarstofnun, og líkt og hliðstæðar stofnanir í öðmm löndum, starfar hún algerlega án allra hagnaðarsjónarmiða. Lionshreyfingin á Islandi hefur ákveðið að gera marzmánuð sér- stakan baráttumánuð fyrir aukinni notkun Medic Alert-merkja. Þótt ég vilji hvetja alla landsmenn til að bera þessi merki, beini ég þó sér- staklega þeirri hvatningu til sjúkl- inga með alvarlega sjúkdóma. Medic Alert starfar fyrir þá. Höfundur er læknir. Háskólabíó: Sinfóníuhljómsveit æskunnar með tónleika Sinfóníuhljómsveit æskunnar heldur lónleika í Háskólabíó, laugardaginn 17. mars kl. 14 og er Paul Zukofsky aðalstjórnandi hljómsveitarinnar. Tónleikamir em haldnir í tengsl- um við námskeið hljómsveitarinn- ar, sem stendur í tíu daga í Haga- skóla. Þar koma saman um 80 tón- listarnemendur víðsvegar að af landinu og æfa sama í fullskipaðri hljómsveit. Verkin sem æfð eru, eru Pláneturnar eftir G. Holst og Gosbmnnar Rómar eftir Respighi. Forsala aðgöngumiða er í Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar. Zukofsky á einum af fyrri tónleikum Sinfóníuhljómsveitar æskunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.