Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 34
34 MPHGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13,. MARZ 1990 Byggðastofiiun: Utflutningnr fersks lax í flugi kannaður Á VEGUM Byggðastofnunar er nú verið að kanna hagkvæmni þess að flytja út afurðir frá fiskeldisstöðvunum Miklalaxi í Fljótum og Siifúrstjörnunnar í Oxarfirði í beinu flugi frá Akureyri. Arngrímur Jóhannsson forstjóri flugfélagsins Atlanta kom á fúnd Byggðastofiiun- armanna á Akureyri nýlega þar sem þessi mál voru rædd. veruleika, ef til þess er grundvöll- ur,“ sagði Valtýr. Valtýr sagði að málið væri á frumstigi og einungis verið haldinn einn fundur þar sem rætt hefði verið um möguleika þessa, en það yrði skoðað betur á næstu vikum og þá kæmi væntanlega í ljós hvort af slíkum fiutningi geti orðið. „Við viljum skoða þetta ofan í kjölinn og niðurstað fundarins með Am- grími var sú að afskrifa ekki þenn- an möguleika strax,“ sagði Valtýr. Ástæðu þess að Byggðastofnun værí að skoða þetta mál, sagði Valtýr vera að stofnunin ætti stjórnarmenn í báðum umræddum fiskeldisstöðvum. Valtýr Sigurbjarnarson forstöðu- maður Byggðastofnunar á Akureyri sagði mönnum hefði þótt ástæða til að láta skoða hvort mögulegt væri að flytja afurðir þessara stöðva út beint með flugi frá Akureyri. „Það er mikils um vert að menn sameini krafta sín og geri þetta að Utanríkisráð- herra fundar í Alþýðuhúsinu JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra heldur almenn- Morgunblaðið/Rúnar Þór Fulltrúar Alumax og Hoogovens könnuðu í gær aðstæður fyrir hugsanlegt álver á Dysnesi skammt norðan Akureyrar. Á myndinni eru frá vinstri Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdastjóri Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar, Ingimar Brynjólfsson oddviti í Arnarneshreppi, Andrés Svanbjörnssop frá markaðs- skrifstofú Landsvirkjunar og iðnaðarráðuneytis, Paul Dracke aðalforsljóri Alumax, Jón Ingimarsson frá iðnaðarráðuneyti, Max Rocker forstjóri Hoogovens, Bond Evans aðstoðarforstjóri Alumax, Halldór Kristjánsson frá iðnaðarráðuneyti, Garðar Ingvarsson forstöðumaður markaðaskrifstofu Landsvirkjunar og iðnaðarráðuneytis og Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri. Forsljórar álfyrirtækja skoðuðu aðstæður íyrir nýtt álver: Uppbygging atvinnu verði ekki öll á höfúðborgarsvæðinu - segir Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar an fund í Alþýðuhúsinu á Akur- eyri kl. 21 í kvöld, þriðjudags- kvöld. Jón Baldvin mun í heim- sókn sinni heimsækja fyrirtæki og halda fúndi í skólum bæjarins. Heimsókn Jóns Baldvins er þátt- ur í upplýsingastarfi ráðuneytisins varðandi viðræður EB og EFTA og er tilgangurinn að koma á fram- færi upplýsingum um gang við- ræðnanna. Ráðherrann heimsækir í dag Útgerðarfélag Akureyringa, Slippstöðina og Álafoss. Þá situr hann fund með bæjarstjórn Akur- eyrar og fulltrúum Iðnþróunarfé- lags Eyjafjarðar. Almennur upplýs- ingafundur ráðherrans hefst kl. 21 í Alþýðuhúsinu við Skipagötu. Fyrir hádegi á morgun heldur ráðherrann tvo fundi; með nemum í MA og VMA. Síðdegis fundar hann með stúdentum í Háskólanum á Akureyri. Heimsókn ráðherrans til Akureyrar lýkur annað kvöld. PAUL Dracke, aðalforstjóri bandaríska álfyrirtækisins Alum- ax, Bond Evans, aðstoðarforstjóri Hoogovens, og Max Krocker, for- stjóri Hoogovens í Hollandi, komu til Akureyrar í gær ásamt fúlltrú- um iðnaðarráðuneytis og mark- aðsskrifstofu Landsvirkjunar og iðnaðarráðuneytis og skoðuðu aðstæður fyrir hugsanlegt álver á svæðinu. Hópurinn fór m.a. að Dysnesi, skammt norðan Akur- eyrar, en á þann stað hefúr verið bent sem liklegan stað undir álver i Eyjafirði. Á viðræðufúndi sem haldinn var að lokinni skoðunar- ferð kom fram í máli Paul Dracke aðalforstjóra Alumax að fyrirtæk- ið setti ekki fyrir sig þó staðir væru fremur litlir og hefði það góða reynslu af slíkum stöðum. Sigurður P. Sigmundsson fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar sagði að gestirnir hefðu verið ánægðir með heimsóknina og fengið gott yfirlit yfir svæðið. Að lokinni skoðunarferð að Dysnesi var haldinn fundur á Hótel KEA þar sem kom fram í máli Paul Dracke að reynsla fyrirtækisins af smærri stöð- um væri góð, m.a. vegna þess að þar væri vinnuafl stöðugt. Sigurður sagði að áhersla hefði verið iögð á að kynna þá þjónustu sem svæðið byði upp á, hér væri stærsta sjúkra- hús landsins utan höfuðborgarsvæð- isins, mörg stór fyrirtæki og skólar. Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, sagði eftir fundinn, að nýja stóriðju yrði að staðsetja utan höfuðborgarsvæðis- ins, staðsetning nýs álvers á því svæði hefði víðtæk áhrif á búsetu í landinu og afleiðingin yrði margfalt kostnaðarsamari en menn óraði fyr- ir. Hann sagði að menn gerðu sér nú betri grein fyrir því að vafasamt væri með tilliti til búsetuþróunar að setja álver niður á höfuðborgarsvæð- inu. „Það hlýtur að vera hlutverk stjórnvalda að ákveða þá stefnu sem fylgt verður í þessu máli. Það hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa lands- manna að nýtt álver verði staðsett með tilliti til þjóðhagslegrar hag- kvæmni, þar sem tekið er mið af þeirri byggðaröskun sem hlýst af staðsetningu þess á höfuðborgar- svæðinu," sagði Sigurður. „Að mínum dómi er það hrein uppgjöf ef öll atvinnuuppbygging á að vera á höfuðborgarsvæðinu. Með slíku er verið að viðurkenna að. ekki verði spornað við þeirri þróun að þetta samfélag sé að breytast í borgríki á suðvesturhorninu. Þá hafa menn ekki lengur búsetuval og ný tækifæri í atvinnulífi munu aðeins þróast á því svæði og þar munu fjár- munirnir velta.“ Sigurður sagði bar- áttu manna á Eyjafjarðarsvæðinu snúast um það að gera þjóðinni Ijósa þá staðreynd að ekki verði við það unað, að nýta ekki þetta tækifæri til að efla byggð í landinu. „Við gerum okkur vonir um að þessi efni geti valdið byltingu hvað varðar hreinlæti og öiyggi í fiskiðn- aði og áhætta hvað varðar afföll á afurðum minnki," sagði Þorsteinn Ólafsson efnafræðingur hjá Sjöfn. Hann sagði að eiginleikar litvísis væru þeir að óhreinindi sem ekki sæjust berum augum kæmu í ljós „Við erum því miður að reka óraunhæfa byggðastefnu í þessu landi, sem leitt hefur til síaukinna ríkisafskipta í einu eða öðru formi, sem kostað hefur gífurlega fjár- muni. Það má því nokkuð á sig leggja til að ná fram aðgerðum sem hefðu raunhæf áhrif á byggðaþróun. Þetta snýst ekki bara um Eyjafjarð- arsvæðið, heldur um allt landið," sagði Sigurður J. Sigurðsson. þegar efnið væri notað. Ákveðnu lit- arefni, sem leyfilegt er að nota í matvælaiðnaði, væri blandað saman við hreingerningaefnið og þegar þvottalausninn væri skoluð burt sæjust þau óhreinindi sem eftir sætu rauð að lit. Með því að fjarlægja rauðu óhreinindin væri hámarks hreinlæti náð. EVROPA AKUREYRINGAR Upplýsingar um Evrópska efnahagssvæðið, ESS Jón Baldvin Hannibalsson Utanríkisráðuneytið heldur upplýsingafund um viðræður Fríversíunarsamtaka Evrópu(EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) um myndun Evrópska efnahagssvæðisins (ESS) í Alþýðuhúsinu á Akur- eyri í dag, þriðjudag 13. mars, kl. 21.00. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, hefur framsögu og svarar fyrirspurnum. Upplýsingadeild. Morgunblaðið/Rúnar Þór Þorsteinn Ólafsson, efnafræðingur hjá Sjöfti, kynnti starfsfólki í fisk- iðnaði nýju efnin á laugardaginn. Efiiaverksmiðjan Sjöfii: Efiii sem greinir ann- ars ósýnileg óhreinindi EFNAVERKSMIÐJAN Sjöfn hefúr sett á markað þrjú ný efni til að auðvelda þrif. Þá hefúr verið þróuð sérstök aðferö við þrifin, en nýju efnin sem og aðferðin var kynnt hópi fólks allt frá Vestfiörðum til Austurlands, sem starfar við fiskiðnað. Efnin, sem bera heitin vísir, fantur með litvísi og afvísir, eru einkum ætluð til þrifa i fiskiðnaði og hefúr Sjöfti fengið einkaleyfi á sölu og dreifingu þeirra á Islandi, Færeyjum og Grænlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.