Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990
Hver var fómarkostnaðiirinn?
eftir Sigurð Grétar
Guðmundsson
Opið bréf til Valþórs Hlöðvers-
sonar, 1. manns á lista Alþýðu-
bandalagsins við bæjarstjórnar-
kosningarnar í Kópavogi.
Miðvikudaginn 14. febrúar var
haldinn fundur í Alþýðubandalags-
félaginu í Kópavogi. Þar lagði
uppstillinganefnd fram tillögu að
framboðslista flokksins við komandi
bæj arstjórnarkosningar.
Eftir að tillagan hafði verið
kynnt bað ég um orðið, þar sem
ég hafði ýmsar athugasemdir fram
að færa. Þá gerðist sá fáheyrði
atburður að fundarstjóri tilkynnti
að ákveðið hefði verið að engin
umræða yrði leyfð um tillöguna.
Aðeins einn fundarmaður, fyrir
utan mig, mótmælti þessu gerræði.
Aðrir samþykktu með þögn sinni og
afskiptaleysi.
Listinn var síðan samþykktur.
Ég tók ekki þátt í þeirri atkvæða-
greiðslu og gekk af fundi í mót-
mælaskyni.
Svo ólýðræðisleg vinnubrögð
væru ekki liðin í Búkarest í dag.
Fyrst var mér meinað að segja
mitt álit á þessum vettvangi geri
ég það hér með opinberlega.
Veigamesta gagnrýni mín á
þennan framboðslista er sú að ég
get ekki sætt mig við þig, Valþór
Hlöðversson, sem merkisbera list-
ans og foringja Alþýðubandalagsins
í bæjarmálum Kópavogs.
Persónulega hef ég ekkert á
móti þér en tel að þú, og raunar
fleiri af fráfarandi bæjarfulltrúum,
hafir sýnt slíkt dómgreindarleysi á
því kjörtímabili sem senn er á enda
að þú eigir ekki að leita eftir endur-
kjöri.
Þetta eru stór orð en þau skal ég
rökstyðja.
Allt orkar tvímælis þá gert er
eða næstum því
Það er vandasamt að vera bæjar-
fulltrúi og því fylgir mikil ábyrgð.
Af því þykist ég hafa nokkra
reynslu. Oft þarf að takast á við
óvænt vandamál og ákvarðanir þarf
að taka skyndilega og auðvelt er
að vera vitur eftirá. Stundum tekst
vel til í slíkum tilfellum. Nýlegt
dæmi um það er Vatnsendamálið,
sem flestum ætti að vera í fersku
minni. Þar stóðu bæjarfulltrúar
meirihluta bæjarstjómar vel í ístað-
inu þegar að bæjarfélaginu var sótt
á ósvífinn hátt. Sama verður ekki
sagt um bæjarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins, en það er önnur saga.
Þess vegna er það furðulegt að
þeir sem bera ábyrgð á stjóm í
stóru sveitarfélagi eins og Kópa-
vogi, skuli af stráksskap og full-
komnu ábyrgðarleysi ana út í ófæm
og skaða sveitarfélagið stórlega.
Slíkt er ekki að fyrirgefast né
gleymast.
Þar á ég að sjálfsögðu við Foss-
vogsbrautarmálið alræmda frá sl.
sumri eða öllu heldur eftirmála þess
og afleiðingum sem tóku drjúgan
toll af skattpeningum Kópavogs-
búa.
Og fyrir þeirri sóun var engin
heimild.
Spumingin er: Hver var fómar-
kostnaðurinn?
Hver er forsagan?
Fyrir um átján árum var gerður
samningur milli Kópavogs og
Reykjavíkur um Fossvogsdal og
hugsanlega vegagerð þar sem þá
þegar var orðin umdeild.
Eg bjóst við því að þetta yrði
upphaf af víðtæku samstarfi þess-
ara granna um viðkvæmt vandamál
sem leiddi til allsheijar úttektar á
umferðarmálum höfuðborgarsvæð-
isins. Úttektar sem ætti að hafa
sýnt ótvírætt að vandamálið er ekki
aðeins bundið við Fossvogsdal held-
ur er hvarvetna. Hver heilvita
maður ætti að sjá að hvemig ástatt
er við Nýbýlaveginn svo nærtækt
sem það er.
En þannig varð framvindan
ekki. Eftirmenn mínir í bæjarstjóm
Kópavogs og fyrirrennarar þínir
gerðu þetta mál að einhverskonar
trúarbrögðum. Öllum viðræðum við
Reykvíkinga var hafnað. Bæjarfull-
trúar og bæjarstjóri létu íjölmiðla
birta myndir af sér við gróðursetn-
ingu tijáplantna í dalnum og sumir
létu taka af sér myndir á skurð-
bökkum í fuglahræðustellingum.
Allt átti þetta að sýna Kópavogs-
búum að bæjarfulltrúar þeirra væru
tilbúnir að veija dalinn fyrir öllu
illu. Einkanlega þó vegagerð.
Mín afstaða til Fossvogsbrautar
hefur frá upphafi verið sú að tveim-
ur spumingum yrði að svara:
A. Hver verða áhrif og afleiðing-
ar þess ef Fossvogsbraut verður
lögð?
B. Hver verða áhrif þess og af-
leiðingar ef Fossvogsbraut verður
ekki lögð?
En svaranna var aldrei leitað.
Sérstök bannhelgi var á því að
ræða seinni spuminguna. Er svarið
ekki augljóst við Nýbýlaveginn?
Hafa verið gerðar mengunarmæl-
ingar þar nýlega?
Nei, fulltrúar allra flokka í bæjar-
stjórn Kópavogs hafa verið sam-
mála um að þetta megi ekki ræða,
ekki leita raunhæfra lausna heldur
verið í loddaraleik með tilheyrandi
atkvæðasmölun og sýndarmennsku.
Þetta tókst þú, Valþór, í arf og
að því er virðist, fagnandi.
Sigurður Grétar Guðmundsson
„í stað þess að setjast
niður raeð Reykvíking-
um og ná sáttum ákváð-
uð þið, meirihluti bæj-
arstjórnar Kópavogs,
með dyggum stuðningi
fulltrúa Framsóknar-
flokksins, að láta allar
viðvaranir sem vind um
eyru þjóta.“
Svo fór yfirum á merinni
Sl. sumar keyrði þó um þverbak.
Þá samþykktuð þið bæjarfulltrúar
meirihlutans (fulltr. A-flokkanna)
með dyggum stuðningi Skúla Sig-
urgrímssonar, fulltr. Framsóknar-
flokksins, að segja fyrrnefndum
samningi við Reykjavíkurborg ein-
hliða upp.
Vissulega var þörf á að koma
hreyfmgu á þetta mál en af öllum
leiðum var þetta sú vitlausasta.
Það hefur sannast áþreifanlega. En
þessi leið hafði í för með sér ýmis-
legt sem bæði þú og Guðmundur
Oddsson, foringi krata, virtust
ekkert hafa á móti. Ófrið og illindi
við grannann fyrir norðan læk.
Hvað þig varðar þarf ekki annað
en benda á eintak af „Kópavogi“,
blaði Alþýðubandalagsins, sem þú
skrifaðir og gafst út í kjölfarið á
þessari samþykkt. Það var verið að
fara í stríð stríðsins vegna.
Mér blöskraði svo þessi málsmeð-
ferð að ég reis upp úr minni
pólitísku kör og skoraði opinberlega
á ykkur að taka upp önnur vinnu-
brögð. Við tókum okkur saman þrír
fyrrverandi bæjarfulltrúar, auk mín
Asgeir Jóhannesson og Guttormur
Sigurbjörnsson, og birtum áskorun
í Morgunblaðinu; að þið slíðruðuð
sverðin og tækjuð upp viðræður við
Reykvíkinga.
Við fengum kaldar kveðjur á
móti. Ungir og þróttmiklir bæjar-
fulltrúar þyrftu ekki ráðleggingar
frá „öldungaráði".
En fyrir Kópavog var þetta orðið
alvarlegt mál. Davíð borgarstjóri
hafði lokað fyrir sorpmóttöku frá
okkur hér syðra. En bæjarfulltrúar
Kópavogs brutu ekki odd af oflæti
sínu. Þú sagðist ætla að sýna
Reykvíkingum hvar Davíð keypti
ölið. Komstu þeim í skilning um
það?
„Borgarafiindur" í
Snælandsskóla
Þið boðuðuð til borgarfundar í
Snælandsskóla um þessi tilbúnu
átök. í stuttu samtali við mig í
Morgunblaðinu, þar sem ég skoraði
á ykkur að slíðra sverðin og haga
ykkur ekki sem smáböm í sand-
kassa, skoraði ég einnig á Kópa-
vogsbúa að mæta á fundinn. Ég
hélt að þetta ætti að vera borgara-
fundur þar sem bæjarbúum gæfist
kostur á að segja álit sitt. Annað
er ekki borgarafundur. En ekki
aldeilis. Aðeins fyrirfram valdir
ræðumenn fengu að tala. Einn
bæjarfulltrúi, Heimir Pálsson, hélt
ræðu. En vissulega einstaka ræðu
■ því fulltrúar allra flokka sömdu
hana!
Aðeins ein skoðun fékk að
hljóma. Allir bæjarfulltrúar sam-
mála. Sjálfstæðismennimir lufsuð-
ust með, dauðhræddir við að verða
stimplaðir stuttbuxnadrengir
Davíðs ef þeir gerðu það ekki.
Ég nefni aftur Búkarest. Svona
fundur yrði ekki liðinn þar í dag.
Þið genguð yfir siðferðismörkin
með þessum fundi. Þið létuð dug-
legasta kosningasmala íhaldsins til
margra ára sitja við símann á skrif-
stofum bæjarins og hringja í for-
ráðamenn allra félaga í bænum.
Hann flutti þeim þann boðskap frá
Bæjarstjórn Kópavogs að „það væri
vel séð ef viðkomandi félag aug-
lýsti á sinn kostnað í fjölmiðlum
áskorun til bæjarbúa að mæta á
fundinn“.
Er furða þó ég nefni siðferðis-
mörkin? Er furða þó það hvarflaði
að ýmsum forráðamönnum félaga
í Kópavogi hvort það hefði afleið-
ingar í styrkveitingum ef ekki væri
gert sem bæjarstjórn bað?
Og hver greiddi allan kostnaðinn
við þennan múgsefjunarfund? Voru
það stjórnmálaflokkarnir sem að
honum stóðu? Eða var það Bæjar-
sjóður Kópavogs? Ég krefst svars.
Nokkur orð um rökleysur
Það væri að bera í bakkafullan
lækinn að elta ólar við allar ykkar
rökleysur. Réttilega var bent á að
mengun fylgdi umferðaræð í Foss-
vogsdal.
En hversvegna er það í lagi að
leggja slíka braut í Kópavogsdal,
Fífuhvammsveginn nýja?
Hversvegna er í lagi að sú braut
skeri í sundur nýja íbúðarhverfið
sem þar á að rísa?
Hversvegna má hún liggja með-
fram aðalíþróttavelli bæjarins og
þétt upp að íþróttasvæði og félags-
miðstöð Breiðabliks? Hversvegna
er í lagi að endurbyggja Nýbýlaveg-
inn og gera hann að þeirri hrikalegu
umferðaræð, sem nú er staðreynd?
Kjarni málsins er sá sem ég
sagði við Júlíus Sólnes, umhverfis-
ráðherra, á fundi í Félagsheimili
Kópavogs á fundi um atvinnu-
stefnu:
„Umferðin á höfuðborgarsvæð-
inu er eitt mesta umhverfisvanda-
mál hérlendis."
Hvað er til bjargar?
Lagning Fossvogsbrautar mun
þar engu bjarga. Það hefur mér
verið ljóst í mörg ár. Það þarf
miklu róttækari aðgerðir og það
mál þolir enga bið. Við erum að
falla á tíma og höfum engan tíma
fyrir loddaraleik misviturra bæjar-
fulltrúa.
Spaugarinn Davíð Oddsson kom
með þá miðlunartillögu að leggja
„Fossvogsbrautina" „undir“ Digra-
neshálsinn. Enginn tók þá tillögu
alvarlega nema bæjarfulltrúar í
Kópavogi.
Jarðgöng verða vissulega grafin
undir Kópavog í framtíðinni og
víðar á höfuðborgarsvæðinu.
En ekki fyrir bílaumferð.
Fyrir almenningsvagnakerfi sem
byggist að mestu á rafknúnum
lestum sem eru ýmist ofanjarðar
eða neðan.
Það er risaverkefni en eina raun-
hæfa leiðin til að draga úr því gífur-
Iega vandamáli og mengun sem
bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu
skapar. Við þurfum menn til for-
ystu í þessum málum sem öðrum í
Kópavogi sem sjá fram fyrir nafl-
ann á sjálfum sér.
Alvarlegasti þáttur
þessa máls
í stað þess að setjast niður með
Reykvíkingum og ná sáttum ákváð-
uð þið, meirihluti bæjarstjórnar
Kópavogs, með dyggum stuðningi
fulltrúa Framsóknarflokksins, að
láta allar viðvaranir sem vind um
eyru þjóta og ráðast í það verkefni
að Kópavogskaupstaður skyldi
sjálfur taka böggun og urðun síns
sorps í eigin hendur.
Fyrir því var engin heimild né
fjárveiting.
Til þess var engin nauðsyn.
Samningar stóðu til boða af hálfu
Gjaldþrot - ábyrgðir
eftir Jón Á.
Gissurarson
Vart líður sá mánuður að ekki
berist fregnir af gjaldþroti eða
greiðslustöðvun stórra fyrirtækja.
Tíðum hleypur hið opinbera undir
bagga, veitir fé úr sameiginlegum
sjóðum landsmanna hinu lífvana
félagi til bjargar, lánardrottnar eru
knúðir að falla frá réttmætum
kröfum sínum, enda fé þeirra tröll-
um gefíð allt að einu. Sjaldan eru
forráðamenn fyrirtækja þessara
dregnir til ábyrgðar skuldbinding-
um þeirra. Afskipti hins opinbera
er tíðast ill nauðsyn, enda búseta
heilla byggðarlaga stundum í veði.
Ekki ætla ég að fjalla um þessi
stóru gjaldþrot - það væri að bera
í bakkafullan læk - heldur um hina
fjölmörgu einstaklinga sem gjald-
þrota verða og tapa eigum sínum
öllum. Þeirra er lítt getið í iands-
fréttum. Hver og einn verður að
bera harm sinn í hljóði án afskipta
hins miskunnsama samveija -
ríkisvalds. Væri nokkurs um vert
ef þeim mætti fækka. Þess vegna
sting ég niður penna.
Þessum hópi manna má skipta í
tvo fiokka; annars vegar þá sem
oft af lítilli fyrirhyggju hafa reist
sér hurðarás um öxl og fá ekki
risið undir þeim skuldbindingum
sem þeir hafa axlað - hins vegar
þá sem gengið hafa í ábyrgð fyrir
þá.
Margir eru næsta fáfróðir um
gildi ábyrgðar og hirðulausir í þeim
efnum. Hefur svo lengi verið og
komið mörgum á kaldan klaka.
Á fjórða tug þessarar aldar voru
íslenskir bændur svo skuldum vafð-
ir að fjöldi þeirra fékk ekki undir
risið. Lög voru sett á Alþingi þeim
til bjargar og skuldaskilasjóður
þeirra, kreppulánasjóður, stofnað-
ur. Þegar allar kröfur í bú bænda
höfðu borist, var gjaldþol hvers og
eins metið. Kröfuhöfum lausaskuld-
um var svo goldið samkvæmt því
mati í næsta verðlitlum bréfum.
Ég var í hópi þeirra er þessar reikni-
kúnstir framdi.
Þótt ýmsir bændur væru svo illa
staddir að prósenta þeirra færðist
niður í eins stafs tölu og hana ekki
langt frá núlli, þá voru í hópi
umsækjenda vel bjargálna bændur
sem eingöngu vegna ábyrgða, sem
þeir höfðu flækst í, sóttu um skulda-
skil. Einkum var þetta áberandi
kringum bankaútibú sem þá höfðu
risið úti á landsbyggðinni. Varð
þetta holl lexía ungum manni.
Síðar kenndi ég unglingum að
fylla út víxla og önnur verðbréf.
Minnugur reynslu minnar úr
kreppulánasjóði, lagði ég ríka
áherslu á þá áhættu sem fylgdi
því að gerast ábyrgðarmaður á
slíkum plöggum. Hann kynni sjálfur
að verða að inna þá fjárhæð af
höndum sem á plagginu stæði, þótt
annað hefði verið ætlað. Óútfyllta
víxla skyldu menn aldrei rita nafn
sitt á, fjárhæðina bæri að rita bæði
með tölustöfum og bókstöfum
þannig, að ekki væri unnt að
breyta. Á framlengingarvíxli -
ætlaðan til greiðslu eldri víxils -
Jón Á. Gissurarson
„Enn eru menn næsta
hirðulausir í þessum
eínum, skrifa hiklaust
upp á víxla og önnur
skuldabréf svo sem þeir
væru að rita nöfn sín í
gestabók.“
bæri að rita efst á framhlið fram-
lenging. Væri þess ekki gætt gætu
menn orðið ábyrgir fyrir tveimur
víxlum í stað eins.
Enn eru menn næsta hirðulausir
í þessum efnum, skrifa hiklaust
upp á víxla og önnur skuldabréf
svo sem þeir væru að rita nöfn sín
í gestabók, gæta þess ekki hvort
fjárhæðin sé innfærð svo ekki verði
breytt og lenda síðan í hremming-
um. Hér þyrfti að verða breyting
á. Kemur þá til kasta skóla landsins.
Að vísu hljóta kennarar að benda
nemendum á skyldur þeirra í þess-
um efnum, en trauðla af fullri
festu, enda skortir kennara reynslu
þá sem fæst í kreppulánasjóðum.
Eignarréttur einstaklinga er tal-
inn svo viðurhlutámikill að tryggður
er hann í stjórnarskrá Islands.
Enginn hefur siðferðilegan rétt að
glutra honum úr hendi sér af gá-
leysi einu, hvorki vegna sjálfs sín
og sinna né samborgara sinna.
Gjaldþrota maður verður síðan
byrði þjóðfélagi sínu í stað stoð og
stytta áður.
Höfundur er fyrrverandi
skólastjóri.