Morgunblaðið - 13.03.1990, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990
55
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Ungir og efnilegir sundmenn úr Sundfélagi Suðurnesja voru þeir fyrstu sem þreyttu sund í lauginni efir
að hún hafði verið formlega tekin í notkun.
Sundmiðstöðin í Keflavík:
Ollum bæjarbúum boðið
að vera viðstaddir vísluna
Keflavík.
UM fyrri helgi tóku Keflvíkingar
nýja og glæsilega sundmiðstöð
í notkun og af því tilefiii var
öllum bæjarbúum boðið að vera
viðstaddir. Á eftir var öllum
boðið upp á veitingar og um
helgina fengu allir sem vildu að
fara í sund endurgjaldslaust.
Guðfinnur Sigurvinsson bæjar-
stjóri talaði fyrstur og síðan lýsti
Hafsteinn Guðmundsson formaður
byggingarnefndar byggingu Sund-
miðstöðvarinnar sem er hið glæsi-
legasta mannvirki. Sóknarprestur-
inn, séra Ólafur Oddur Jónsson,
-flutti hugvekju og síðan rakti Anna
Margrét Guðmundsdóttir forseti
bæjarstjórnar sögu sundmann-
virkja í Keflavík áður en hún lýsti
Sundmiðstöðina formlega tekna í
notkun. Einnig talaði Halldór
Ragnarsson fulltrúi Húsaness sf.
sem var aðalverktaki byggingar-
innar. Þá þreyttu ungir og efnileg-
ir sundmenn úr Sundfélagi Suður-
nesja sund og síðan var öllum við-
stöddum boðið uppá veitingar og
öl.
Nýja laugin er útlaug, 12,5x25
m, með 5 keppnisbrautum. Við
hana er tengd þamalaug sem er
Fulltrúar Húsaness sf.; Halldór Ragnarsson til vinstri og Margeir
Þorgeirsson, afhenda Önnu Margréti Guðmundsdóttur lykil úr harð-
við sem tákn um afliendingu og byggingu Sundmiðstöðvarinnar.
7x9 m og 60—70 sm djúp. Heitir
pottar eru á laugarbarmi og síðar
er fyrirhugað að koma upp vatns-
rennibraut. í barnalauginni er ská-
braut fyrir hjólastóla og er það
nýung hér á landi í almennings-
laug. Allt er mannvirkið um 3.000
fermetrar, en nú voru teknir í notk-
un um 2.000 fermetar. Síðar er
fyrirhugað að byggja við Sundmið-
stöðina innilaug af sömu stærð og
útlaugin. Kostnaður á núvirði við
bygginguna er um 150 milljónir
kr. og hafa framkvæmdir staðið í
um 10 ár. Arkitektar Sundmið-
stöðvarinnar eru Gísli Halldórsson
og Leifur Gíslason.
BB
Isaflörður:
Fjölmennt hóf fyrir aldraða
Kirkjubæ.
HLÍFARKONUR á ísafirði héldu hið árlega Hlífarsamsæti sitt fyr-
ir gamla fólkið á ísafirði í félagsheimilinu í Hnífsdal sunnudaginn
25. febrúar. Var þar mikið hóf og fjölmennt, allt upp í þrjú hundr-
uð manns, svo hver bekkur var í þessu stóra húsi þéttsetinn. Var
þar á borðin borið súkkulaði, kaffi og allrahanda meðlæti svo sem
hver gat í sig látið.
í upphafi flutti Kristjana Sigurð-
ardóttir formaður Hlífar ávarp, en
þar á eftir söng Hlífarkórinn undir
stjóm Ágústu Þórólfsdóttur með
undirleik Ebbu Kristjánsdóttur, þá
var upplestur Ingibjargar Sig-
mundsdóttur, og flautuleikur Erl-
ings Sörensen með undirleik mess-
íönu Marsellíusdóttur. Síðan ver
leikinn söngleikurinn Neiið eftir J.
L. Heiberg, leikendur Elísabet
Pálsdóttir, Reynir Ingason, Gústaf
Óskarsson og Gunnlaugur Einars-
son, undir leikstjóm Elísabetar
Agnarsdóttur og Sigurborgar
Benediktsdóttur. Siðan sungu
nokkrir félagar úr Sunnukómum
endir stjórn Skarphéðins Hjalta-
sonar við undirleik Beata Joo, en
að endingu fluttur þáttur Ásu Ket-
ilsdóttur Laugalandi: ég lít í anda
liðna tíð, um hinar fornu gyðjur
ísafjarðardjúps á fyrstu öldum
byggðar þar. Komu fram í þætti
þessum átta konur búnar í þeim
stíl sem frekast mátti líkjast þeim
klæðum sem þá skörtuðu í hinu
daglega umhverfi.
Síðan dunaði dansinn við undir-
leik Harmóníkuklúbbs ísaijarðar
og trommuleikara til klukkan að
verða ellefu um kvöldið. Þá var
kominn norðan bylur, en bílar, rúta
og snjóbíll hjálparsveitar skáta
biðu á hlaðinu til að skila hveijum
og einum heim á rúmstokkinn sinn
svo að sæl máttu sofna í minningu
gleðidagsins.
Allt þetta var svo snilldarlega
fram sett að unun var á að horfa
og hlusta, og sannaðist þá sem
oftar að víða leynist dulinn kraftur
út um byggðir í hæfíleikum til
þess á svið að setja til skemmtun-
ar í tilbreytingarleysi tilverunnar
á stundum.
Sunnukórinn á ísafirði verður
80 ára á þessu ári. Hann hefur á
ferli sínum lagt margt gott til
handa byggð sinni og bæ, styrkt
fátæka einstaklinga og heimili í
gegnum árin og gefíð sjúkrahúsi
verðmæt og nauðsynleg tæki til
líknar- og læknismála. Samkomu-
gestir allir óska kvenfélaginu Hlíf
til hamingju með áttræðisafmælið
og þakka þetta rausnarlega sam-
sæti þeim til handa.
Mjög góðar sálir í konum búa
þær vemda börnin - að gömlum hlúa
þær ylja upp garðinn á köldu Fróni
og þakkimar þiggja frá Kaldalóni.
Jens í Kaldalóni.
Grindavík:
Deilur um fisk-
verð magnast
Grindavík.
„HER ER tóm óánægja og þref um fiskverð og verða sjómenn að
semja hver við sína útgerð, ef lausn á að fást, annars fer fiskurinn
á markaðina og þaðan út úr byggðarlaginu með þeim afleiðingum
að öll fískvinnsla leggst af í Grindavík,“ sagði Dagbjartur Einars-
son útgerðarmaður og fiskverkandi, en sjómenn og fískverkendur
voru á fúndum allan miðvikudaginn og reru stærri netabátamir
ekki fyrr en undir kvöld af þeim sökum.
og var því alfarið hafnað sem lausn
málanna. Meðalverð á Fiskmark-
aði Suðumesja á öllum óaðgerðum
netafíski hefur verið frá áramótum
yfir 80 krónur,“ sagði Sævar.
Ölver Skúlason skipstjóri á
Geirfugli GK sagðist vera óhress
að fá ekki að landa afla á físk-
mörkuðunum til að kaupið fengi
eðliléga viðmiðun. „Menn eru reið-
ir fyrir að vera metnir sem þriðja
flokks sjómenn og hversu mikil
mismunun milli báta á sér stað
innan fyrirtækja þar sem einn
bátur er með meðalverð í janúar
120 krónur meðan annar fær 31
krónu. Við ætlum ekki að fara út
í neinar ólöglegar aðgerðir, en
fjöldauppsagnir koma til greina,"
sagði Ölver.
Kr.Ben.
„Við höfum verið á fundum með
fískkaupendum, enda ákváðu sjó-
mennimir að róa ekki fyrr en nið-
urstöður lægju fyrir frá fundi físk-
kaupenda vegna tillagna sem þeim
vom sendar fyrir 16 dögum um
fast fiskverð," sagði Sævar Gunn-
arsson formaður Sjómanna- og
vélstjórafélags Grindavíkur í sam-
tali við Morgunblaðið. „Þeir buðu
okkur núna 56 krónur fyrir lifandi
blóðgaðan þorsk, hækkun um 6
krónur frá áramótum, 37 krónur
fyrir dauðblóðgaðan þorsk, hækk-
un um 2 krónur og sama verð
fyrir ufsa, 30 krónur.
Eftir að ljóst varð í fyrradag
að ekki náðist samkomulag lýstu
kaupendur því yfír að hver áhöfn
yrði að semja fyrir sig. Sjómenn
ítrekuðu ósk sína að fiskurinn yrði
settur á markað til verðlagningar
Selfoss:
Urslit í prófkjöri
framsóknarmanna
Selfossi.
ÚRSLIT í prófkjöri framsóknar-
manna á Selfossi sem fram fór
3. mars urðu þau að Guðmundur
Kr. Jónsson bæjarfiilltrúi lenti
í fyrsta sæti, Kristján Einarsson
trésmiður í öðru sæti, Grétar
Jónsson bæjarfiilltrúi í þriðja
sæti, Ása Líney Sigurðardóttir
húsmóðir í því Qórða, Guðmund-
ur Búason Qármálastjóri í
fimmta og Kristín R.B. Fjól-
mundsdóttir í því sjötta. Alls
tóku 402 þátt í prófkjörinu, sem
var opið.
Kristján Einarsson komst upp á
milli þeirra Guðmundar og Grét-
ars, sem skipuðu efstu sæti listans
við síðustu bæjarstjórnarkosning-
ar. Einn bæjarfulltrúa flokksins,
Ingibjörg Guðmundsdóttir, gaf
ekki kost á sér í prófkjörinu.
— Sig. Jóns.
Nyjasta metsölubók
TOM CLANCY
er komin