Morgunblaðið - 30.03.1990, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 30.03.1990, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1990 5 Snjóalög hindra sam- göngur um Kísilveg: Ekkert verið gert við veg- inn í 23 ár Vantar öflugan snjó- blásara til að halda veginum opnum, seg- ir framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar LÉLEGUR tækjakostur Vega- gerðarinnar á Húsavík veldur því að Kísilvegurinn svokallaði, frá Mývatnssveit til Húsavíkur, hefur tíðum verið lokaður vegna snjóa, að sögn Róberts Agnarssonar framkvæmdasljóra Kísiliðjunnar. Þá hefir ástandi vegarins hrakað, þar sem honum hefur ekkert ver- ið haldið við þau 23 ár sem liðin eru frá því hann var lagður, að sögn Róberts, þar hafa alla tíð verið staðir sem safiia á sig snjó og vegna viðhaldsleysis hefur vegurinn lækkað og snjóakistum á honum fjölgað. Róbert segir að hinar tíðu lokanir Kísilvegarins valdi bæði erfiðleikum og tjóni. Vegurinn var síðast opnað- ur í gær og hafði þá verið lokaður í rúma viku. Um Kísllveginn eru afurðir Kísiliðjunnar fluttar og fara vörubílar að jafnaði fimm ferðir á dag með kísilgúr til Húsavíkur. Að auki segir Róbert að íbúar í Mý- vatnssveit þurfi á veginum að halda, þar sem mikil þjónusta er sótt til Húsavíkur. Hann segir ekki vera raunhæft að benda á veginn um Mývatnsheiði sem valkost, þar sem hann sé um 50% lengri og alls ekki gerður fyrir umferð þungra vörubíla. „Það er með endemum hve tækja- kostur Vegagerðarinnar á Húsavík er lítill og lélegur,“ segir Róbert. „Þeir hafa það stórt og víðfeðmt svæði að sjá úm, að þessi tækjakost- ur dugir engan veginn.“ Hann segir að tilfinnanlega vanti öflugan snjó- blásara, sem enginn er til, svo að hægt sé að halda vegunum opnum. Nú sé til dæmis Kísilvegurinn rudd- ur með jarðýtu, sem hafi í för með sér að háir ruðningar eru við veginn og safni umsvifalaust snjó inn á hann hvenær sem hreyfir vind. Að auki sé ekki mokað nema einu sinni í viku. „Við höfum greitt tugi millj- óna króna í þungaskatt af flutning- um okkar síðan verksmiðjan tók til starfa og okkur finnst mál til komið að við fáum einhveija þjónustu fyrir þá peninga," segir Róbert. Það er alltaf öruggara Sorpböggunarstöð: Byggðaverk með lægsta tilboðið SEX tilboð bárust í byggingu móttöku- og flokkunarstöðvar á sorpi í Gufúnesi að undangengnu forvali. Lægsta tilboðið barst frá Byggðaverki og hljóðaði það upp á 319 milljónir kr. Munurinn á tveimur lægstu tilboðunum, frá Byggðaverki og Ármannsfelli var hálf milljón króna. Kostnaðará- ætlun hönnuða hljóðaði upp á 353 milljónir kr. Hæsta tilboðið barst frá Istak hf. og hljóðaði upp rúmar 348 miljjónir kr. en tilboð Loftorku hf. og Álfta- róss námu rúmum 339 milljónum kr. Tilboð Hagvirkis hljóðaði upp 328 milljónir kr. Ogmundur Einarsson hjá Sor- peyðingu höfuðborgarsvæðisins sagði að eftir væri að meta fráviks- tilboð, það er að segja tillögur um breytt efnisval og fleira sem víkur út af útboðsgögnum. Útboðið miðaðist við byggingu sorpböggunarstöðvar, niðursetningu á tækjum, frágang á lóð og gróður- setningu. Verkinu á að vera lokið 1. apríl 1991. í næstu viku verða opnuð tilboð í tölvubúnað og skráningar- og vigt- unarkerfi. að líta á málið frá öllum hliðum Lítum til dæmis á húsbréf. Húsbréf eru ríkistryggð skuldabréf, gefin út af Byggingarsjóði rfkisins til seljanda fasteignar ( skiptum fyrir skuldabréf sem er gefið út af kaupanda fasteignarinnar. (fljótu bragði má ætla að Iftill munur sé á verðbréfafyrirtækjum þegar viðskipti með húsbréf eru annars vegar. En það er öðru nær. Landsbréf eru nýtt, framsækið og traust verðbréfafyrirtæki sem gegnir forystuhlutverki f viðskiptum með húsbréf. í sérstökum samningi Landsbréfa og Húsnæðisstofnunar er kveðið á um i að Landsbréf greiði fyrir og tryggi örugg viðskipti með húsbréf. Þetta greinir Landsbréf frá | öllum öðrum verðbréfafyrirtækjum. o \ Það er sama frá hvaða hlið er litið á málið. Hvort sem þú vilt kaupa eða selja húsbréf, § þá gengur það hvergi hraðar og betur en hjá Landsbréfum. Vertu - með Landsbréfum - f forystuhlutverki. LANDSBRÉF Landsbankinn stendur með okkur Suóurlandsbraut 24 • Sími 91-606080 og öll útibú Landsbanka íslands Upplýsingasfmi um verð húsbréfa er 91-606081

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.