Morgunblaðið - 30.03.1990, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 80. MARZ 1990
NYKOMNIR
TE6. 1104.
Litur: Svart leður.
Stærðir: 40-47.
Verð kr. 5.460,-
Ecco-skór
gæðana vegna.
Laugavegi 41,
sími 13570.
Góö ritvinnslukerfi eiga þaö sameiginlegt aö byrjendur ná strax
árangri en jafnframt geta þau leyst ótrúlega flókin verkefni sem
langan tfma tekur aö læra og ekki allir hafa not fyrir. Þannig er
STÓLPI. Hann leysir jafnt þarfir smærri fyrirtækja sem og fjölþættar
þarfir stærstu fyrirtækja landsins.
STÓLPI FJÖLNOTENDAKERFI FYRIR UNIX EÐA NETKERFI
1. Öflug 386 aðalvél með litaskjá, 100Mb diski, 4Mb innra minni,
fjórum skjám, tveimur prenturum, Unix stýrikerfi ásamt
STÖLPA-fjárhags-, skuldunauta-, sölu- og birgöakerfi. Verö án
uppsetningar frá kr. 873.000,- •
2. Sama, en meö HP-9000 RICH vél meö gulbrúnum aðalskjá,
152Mb diski, 8Mb innra minni og 67Mb segulbandsstöð. Verö frá
kr. 2.218.000,-
Viö gerum tilboð í uppsetningu, kennslu og flutning á gögnum úr
eldri kerfum.
STÚLPI - fjárhags,- skuldunauta-, sölu- og birgöakerfi. Verö frá kr.
125.000,- án vsk. fyrir einmenningstölvur.
IITU-STÓLPI fyrir smærri fyrirtæki. Fjögur kerfi („pakka“. Verö frá
hp. 35.000,- Launakerfi frá kr. 25.000,- Verkbókhald frá kr. 25.000,-
SÉRTILBOÐ
BÚSTÓLPI fyrir þá sem eru að byrja tölvuvinnslu. - Fjárhagsbókhald
m.a. meö vsk. skýrslugerð. kr. 20.000,- Launakerfi frákr. 20.000,-
Haflð samband við salumenn okkan.
öll verö eru án vsk.
SKERFISÞRÓUN HF.
SKEIFUNNI 17, 108 REYKJAVÍK
Sölu- og þjónustuaðilar um land alft. Símar 91 -688055 / 687466
SÖLU- OG ÞJÖNUSTUAÐILAR ÚTI A LAIMDI:
Borgames: Leó Kolbeinsson ...................................... 93-71720
Ólafsvík: Viðskiptaþjónustan sf., Páll Ingólfsson............... 93-61490
ísafjörður: Reiknistofa Vestfjarða, Elías Oddsson................ 94-3854
Sauðárkrókur: Stuðull sf., Stefán Evertsson .................... 95-36676
Aukureyri: Tölvuvinnslan, Jóhann Jóhannsson..................... 96-22794
Húsavík: Radíóstofa SBG, Steingrfmur Gunnarsson ................ 96-41453
Egilsstaðir: Viðskiptaþjónustan Traust, Óskar Steingrfmsson..... 97-11095
Byggðaþróun næstu 20 ár:
Fækkun um 10 þúsund á lands-
byggðinni á meðan flölgar um
50 þús. á höfuðborgarsvæðinu
- sagði Þorsteinn Pálsson á fiindi um atvinnumál
„TALIÐ er að á næstu 20 árum muni íbúum á landsbyggðinni fækka
um nálega 10 þúsund, en á sama tíma muni íbúum á höfúðborgarsvæð-
inu flölga um 50 þúsund. Að tveimur áratugum liðnum verði milli
65 og 70% íbúa landsins á höfuðborgarsvæðinu, en þar eru nú um
55% íbúa landsins," sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis-
flokksins á fúndi um atvinnumál á Holiday Inn fyrir skömmu.
Þorsteinn sagði • í samtali við
Morgunblaðið að þessum búferla-
flutningum fylgdi síðan það, að um
14 þúsund fleiri bílar yrðu í morg-
unumferðinni í Reykjavík. Það eitt
sýndi, að til nokkurs væri að vinna
að hamla gegn þessari þróun, þar
sem því fylgdi mikill kostnaður að
taka við svo mikilli umferð í höfuð-
borginni. Tölurnar um búferlaflutn-
inginn eru byggðar á fra.mreikningi
þróunarinnar undanfarin þrjú ár.
Þorsteinn ræddi á fundinum um
þróun atvinnuhátta undanfarin ár
og áhrif á byggðaþróunina og
stefnumótun um þá þróun.
„Stóra spurningin er auðvitað
þessi: Ætla menn að gera tilraun
til þess að frysta byggðina í landinu
eins og hún er?“ sagði hann. „Þau
reglugerðakerfi og millifærslukerfi
sem við búum nú við, að því er
varðar hagkerfi landsbyggðarinnar,
miða í stórum dráttum að því að
frysta byggðina í landinu eins og
hún er. Það þýðir að það verður
lítil sem engin framþróun, það verð-
ur stöðnun í landinu og þegar til
lengri tíma er litið er það trú mín,
að atvinnu og byggðastefna sem
byggir á því markmiði muni leiða
af sér meiri byggðaröskun heldur
en ef menn horfast í augu við nauð-
syn þróunar og breytinga í atvinnu-
háttum og byggð í landinu. Þetta
hvort tveggja hlýtur að tengjast
saman.
Eg er þess vegna sannfærður um
að menn verði að viðurkenna það
að byggðin í landinu hlýtur að
breytast. Ef menn ætla að koma í
veg fyrir að þessar svartsýnu spár
verði að veruleika um fólksflutninga
til höfuðborgarsvæðisins, þá verða
menn að átta sig á því, að úti á
landsbyggðinni verða að myndast
vaxtarsvæði af miklu meiri stærð
en við búum við í dag, sem aftur
þýðir að önnur svæði á landsbyggð-
inni, aðrar byggðir, verða að hopa
og láta undan. Þetta hygg ég að
sé óhjákvæmiieg þróun og nauðsyn-
leg, bæði til þess að atvinnulíf geti
dafnað í landinu öllu, og til þess
að koma í veg fyrir þessa þróun,“
sagði Þorsteinn Pálsson.
SIGURFÖR SCHOLTÉS
Sérstakt og nýstárlegt útlit frönsku Scholtés heimilistækjanna
ásamt vöruvöndun er forsenda frábærs árangurs Scholtés.
Meö tækninýjungum “ög næmu fegurðarskyni hönnuða hefur
þetta franska fyrirtæki m.a. hlotið „Oskarinn“ fyrir heimilistæki
sín á síðasta ári auk annarra viðurkenninga.
Scholtés heimilistækin skila þér árangri og ánægju við
matargerðina.
Scholtés fyrir þá sem gera kröfur.
Funahöfða 19, Reykjavík, sími 685680