Morgunblaðið - 30.03.1990, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1990
List um landið:
Hringiir í Borgamesi
og- Siguijón á Siglufirði
SÝNING á verkum Sigurjóns Jóhannssonar, leikmyndateiknara og
málara, verður opnuð á morgun, laugardaginn 31. mars, í bæjar-
stjórnarsalnum á Siglufirði. Ennfiremur opnar Hringur Jóhannesson
málverkasýningu í Borgarnesi sunnudaginn 1. apríl kl. 16.
Sýning Siguijóns nefnist „Síldar-
ævintýrið" og er sviðið sem lýst er
í þessum myndum lífið sjálft eins
og það kom ungum dreng fyrir sjón-
ir í athafnasömu síldarplássi. Sýn-
ingin er opin daglega kl. 16-21. Á
sýningunni verður seld bókin Svart-
ur sjór af síld (síldarævintýrin miklu
á sjó og landi) eftir Birgi Sigurðs-
son; útgefandi Forlagið. Listasafn
ASI, Siglufjarðarkaupstaður og
Verkalýðsfélagið Vaka á Siglufirði
bjóða til þessarar sýningar.
Þá verður málverkasýning
Hrings Jóhannessonar opnuð
sunnudaginn 1. apríl kl. 16 í húsi
Verkalýðsfélags Borgarness í Borg-
arnesi. Hringur hefur haldið tugi
einkasýninga og tekið þátt í fjöl-
mörgum samsýningum heima og
erlendis. Með „List um landið" gefst
fólki vítt um land gott tækifæri til
að njóta hinna litríku og einstöku
málverka Hrings Jóhannessonar.
Aðgangur að sýninguni er ókeypis.
Álafosskórinn heldur tónleika á morgun, laugardag.
■ ÁLAFOSSKÓRINN heldur
sína árlegu tónleika í safnaðarheim-
ilinu í Mosfellsbæ, Þverholti 3,
3. hæð, laugardaginn 31. mars kl.
17 og í Selfosskirkju sunnudaginn
1. apríl kl. 16. Á efnisskránni eru
lög úr ýmsum áttum bæði innlend
og erlend, og þrír kórfélagar fara
með einsöngshlutverk. í Álafos-
skórnum syngja nú 27 félagar,
söngstjóri er Helgi R. Einarsson
og undirleikari Hrönn Helgadótt-
ir.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
29. mars.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meftal- Magn Heildar-
verft verft verft (lestir) verft (kr.)
Þorskur '87,00 65,00 74,92 3,750 280.972
Þorskur(ósL) 86,00 66,00 76,79 1,068 82.014
Ýsa 140,00 92,00 129,58 4,236 548.920
Ýsa(ósl.) 117,00 69,00 81,20 0,096 7.795
Karfi 60,00 26,00 31,67 0,510 16.150
Ufsi 32,00 32,00 32,00 0,081 2.592
Steinbítur 61,00 49,00 49,66 0,381 18.921
Langa 49,00 49,00 49,00 0,189 9.261
Lúða 455,00 290,00 329,10 0,434 142.831
Koli 97,00 90,00 95,93 0,059 5.660
Samtals 102,18 11,008 1.124.839
[ dag verður selt óákveöiö magn úr bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 108,00 60,00 81,44 9,784 796.837
Þorskur(ósl.) 71,00 30,00 48,81 10,790 526.632
Ýsa 133,00 93,00 127,68 22,275 2.844.089
Ýsa(ósl.) 129,00 107,00 120,87 0,119 14.383
Karfi 43,00 20,00 39,16 2,351 92.054
Ufsi 33,00 27,00 29,97 11,611 347.961
Steinbitur 60,00 49,00 59,30 4,892 290.101
Langa 56,00 42,00 55,01 7,207 396.454
Lúða 340,00 240,00 291,09 0,469 136.520
Rauðmagi 120,00 41,00 86,26 0,690 59.522
Hrogn 150,00 150,00 150,00 0,415 62.250
Samtals 78,79 70,724 5.572.666
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 96,00 40,00 76,29 44,095 3.363.858
Ýsa 164,00 73,00 126,50 10,558 . 1.335.563
Karfi 395,00 36,00 46,53 0,520 24.194
Ufsi 36,00 30,00 35,36 12,266 433.696
Steinbítur 48,00 28,00 44,67 8,538 381.358
Langa 60,00 47,00 55,49 0,314 17.423
Lúða 395,00 30,00 ■ 175,76 0,033 5.800
Skarkoli 49,00 25,00 37,17 0,434 16.130
Keila 26,00 20,00 25,79 0,585 15.090
Skata 80,00 80,00 80,00 0,105 8.400
Hrogn 212,00 212,00 212,00 0,254 53.848
Samtals 72,46 78,319 5.674.767
í dag verður selt úr dagróðrabátum.
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - YTRA
I VESTUR-ÞÝSKALAIMD 29. mars.
Hæstaverð Lægstaverð Meðalverð
(kr.) (kr.) (kr.)
Þorskur 85,51 58,92 72,22
Ýsa 143,71 98,44 121,08
Karfi 137,25 71,86 104,55
Ufsi 81,92 64,67 73,30
GÁMASÖLUR I BRETLANDI 29. mars.
Þorskur 172,65 126,29 149,47
Ýsa 195,04 159,87 177,46
Karfi 73,54 54,35 63,95
Nemendur Qölbrautaskóla Vesturlands fruinsýna ímyndunarveikina
eftir Moliére.
■ LISTAKL ÚBBUR nemenda-
félags fjölbrautaskóla Vestur-
lands á Akranesi frumsýnir annað
kvöld, laugardagskvöld, gamanleik-
ritið Imyndunarveikina eftir
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi athugasemd
frá Þorgeiri Þorgeirssyni rit-
höfundi:
„í fréttum Ríkisútvarpsins
klukkan 19.00 þann 14. mars
síðastliðinn birtist svohljóðandi
frétt:
Fréttamaður: Þorgrímur Gests-
son.
Fréttatími: 19.
Heimild: Þorsteinn Geirsson.
Titill:
Mál Þorgeirs Þorgeirssonar rit-
höfundar var flutt fyrir Mannrétt-
indanefnd Evrópu í Strassborg í
morgun. Þorgrímur Gestsson:
Mannréttindanefndin telur
ástæðu til að fjalla nánar um tvö'
af þeim fjórum atriðum sem Þor-
geir vill að fari fyrir Mannréttinda-
dómstól Evrópu. Annað þeirra
varðar tjáningarfrelsi í samræmi
við tíundu grein mannréttindasátt-
mála Evrópu, en hitt snýst um
fjarveru saksóknara við sum rétt-
arhöld í opinberum málum eða
sakamálum. Það sem ekki var tal-
in ástæða til að fjalla nánar um
er, að dómarinn sem dæmdi málið
í Sakadómi Reykjavíkur hafí verið
starfsmaður ríkissaksóknara þeg-
ar málið var til meðferðar þar, og
kvörtun Þorgeirs um að hafa ekki
fengið að veija sig sjálfur fyrir
Hæstarétti. Þorsteinn Geirson
ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðu-
neytinu og Gunnlaugur Classen
ríkislögmaður voru viðstaddir mál-
flutninginn í Strassborg, auk Þor-
geirs Þorgeirssonar sjálfs og Tóm-
asar Gunnarssonar lögmanns
hans. Mál þetta spratt út af harðri
gagnrýni sem Þorgeir beindi að
lögreglunni fyrir fáeinum árum,
meðal annars í tilefni af handtöku
Skafta Jónssonar blaðamanns, og
var dæmdur í sektir fyrir á báðum
dómstigum á grundvelli 108.
greinar hegningarlaganna þar sem
segir að ekki megi hafa í frammi
skammaryrði eða aðrar móðganir
í garð opinberra starfsmanna, þó
sannar séu. Það var ríkið sem
saksótti Þorgeir, fyrir hönd lög-
reglunnar. Þorsteinn Geirsson
ráðuneytisstjóri sagði í samtali við
fréttastofuna fyrir stundu, að bú-
ast mætti við, að nokkrir mánuðir
liðu áður en ljóst yrði hvort málið
færi fyrir sjálfan mannréttinda-
dómstól Evrópu.
Rétt er með það farið í þessari
frétt að munnlegur flutningur
málsins fyrir Mannréttindanefnd
Evrópu fór fram morguninn 14.
mars. Hitt er nokkuð brenglað.
Það voru tilaðmynda ekki fjögur
atriði heldur tíu atriði sem ég hafði
talið athugaverð í gangi þessa
sakamáls gegn mér. Og ég kærði
þessi atriði undir þijár greinar
Mannréttindasáttmálans: undir 6.
grein sem tryggir sökuðum manni
óhlutdræga dómsmeðferð, undir
8. grein sem tryggir öllum þegnum
helgi einkalífsins og undir 10.
franska leikritaskáldið Moliére.
Verkinu er Ieikstýrt af Helgu
Brögu Jónsdóttur. Um búninga
og leikmynd sér Helena Guttorms-
dóttir.
grein sem tiyggir öllum frelsi orða
sinna. Af atriðunum tíu sem ég
hafði beðið nefndina að skoða voru
tvö meginatriði se'm ég frá upp-
hafi málsins hafði verið að mót-
mæla. í fyrsta lagi tel ég að 108.
grein hegningarlaganna íslensku,
þarsem sektum er látið varða að
segja sannleikann um opinbera
starfsmenn sé óhafandi í löggjöf
lands sem hefur undirritað Mann-
réttindasáttmála Evrópu. í öðru
lagi tel ég að réttarfari í Sakadómi
Reykjavíkur sé áfátt því dómarar
fara þar með saksóknarvald til
viðbótar við dómsvald og ransókn-
ai-vald. Hin átta atriðin tengjast
öll þessum tveim meginatriðum.
í niðurstöðu Mannréttinda-
nefndarinnar sem aðilum málsins
var kynt símleiðis þá samdægurs
um nónbil eru þessi tvö meginat-
riði talin gild ástæða fyrir nefndina
tilað taka málið upp og flytja það
fyrir Mannréttindadómstólnum.
Það er því nú þegar ljóst að málið
verður flutt fyrir dómstólnum
vegna þess að nefndin telur að
fyrir liggi sannanir um brot á 6.
og 10. greinum sáttmálans. Þetta
er vitaskuld aðalatriði málsins og
lítill vegur að skrökva sig frá því.
Drátturinn sem orðið hefur á þess-
ari leiðréttingu minni stafar af því
að nú fyrst er ég með þessa niður-
stöðu Mannréttindanefndarinnar
skriflega í höndunum. Þótti ráð-
legra að treysta ekki minni mínu
um símtalið, enda blasti við mér
hvernig ráðuneytisstjóranum hafði
mistekist að muna þetta rétt og
hafði hann þó tilhjálp ríkislög-
manns og prófessors við Háskóla
íslands sem með honum voru
þarna í Strasborg. Þó hins síðar-
nefnda sé að vísu ekki getið í út-
varpsfréttinni.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna.“
Slysavarnaskóli sjómanna, Sæ-
björg, stendur að flotgallasundinu
ásamt nemendum Stýrimannaskól-
ans. Alls taka fjörutíu nemar úr
Stýrimannaskólanum og Vélskólan-
um þátt í sundinu og skipta þeir sér
í tíu fjögurra manna sveitir sam-
kvæmt alþjóðlegum staðli. Keppnin
fer þannig fram að liðsmenn hverr-
ar sveitar hlaupa liðlega 47 metra,
Kærir hler-
anir á heiinili
MAGNÚS Guðmundsson kvik-
myndagerðarmaður hefur kæiT’
ólöglegar hleranir á heimili sínu
til Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Jón Snorrason, deildarlögfræð-
ingur hjá RLR, sagði að kæran
væri til meðferðar hjá embætt-
inu og að Magnús hefði sjálfur
ftindið hlerunarbúnaðinn.
Magnús fékk ábendingu frá
nágranna um að heimili hans
kynni að vera hlerað. Nágranninn
kvaðst hafa þekkt rödd Magnúsar
í útvarpsviðtæki sínu þegar hann
leitaði milli útvarpsstöðva.
Magnús kærði málið fyrir
tveimur mánuðum en í samtali við
Morgunblaðið kvaðst hann ekki
vita hve lengi hlerunin hefði stað-
ið yfir. Hann sagði að hler-
unarbúnaðurinn hefði gengið fyrir
rafhlöðum svo að varla gæti verið
um langan tíma að ræða.
Hvorki Magnús né Jón Snorra-
son vildu veita upplýsingar um
hvernig búnaður þessi er.
Tónleikar
í Lang-
holtskirkju
LÚÐRASVEIT Verkalýðsins
heldur tónleika í Langholts-
kirkju á morgun, laugardaginn
31. mars, kl. 17. Stjórnandi er
Jóhann Ingólfsson.
Á efnisskrá eru lög eftir Jónatan
Ólafsson, Jón Múla Árnason, Sigfús
Einarsson, Árna Björnsson, Gunnar
Þórðarson, Magnús Eiríksson,
Sveinbjörn Sveinbjömsson, Karl O.
Runólfsson, Sousa, W. Rimmer,
Rimsky-Korsakoff og A. Matt.
■ / TILEFNI af því að Ferðafé-
lagið Útivist er nýorðið 15 ára
stendur félagið fyrir sérstakri
ferðakynningu næstu tvær helgar
á Umferðamiðstöðinni. Sett verður
upp sýning til að kynna hina miklu
fjölbreytni semVr hjá félaginu í ár.
Einnig verður ftynning á útbúnaði
í gönguferðir, skíðaferðir og hjól-
reiðaferðir. Fararstjórar félagsins
verða til viðræðna um hinar ýmsu
ferðir á ferðaáætlun Útivistar fyrir
1990. Myndasýningar verða og
verður fólki boðið að taka þátt í
ferðagetraun með góðum verðlaun-
um. Ferðakynningin verður opnuð
á laugardaginn 31. mars kl. 14 og
stendur til sunnudags, 8. apríl. Hún
verður opin á laugardögum frá kl.
14-18, á sunnudögum frá kl. 10—18
og virka daga frá kl. 17—19.
klæða sig síðan í flotgalla á
bryggjusporðinum, stþkkva fram
af bryggjunni og synda síðan
fimmtíu metra út í gúmmíbjörgun-
arbát.
Sjávarútvegsráðherra mun veita
sigurvegurum verðlaun, en þau eru
gefin af fyrirtækinu Kristján Ó.
Skagfjörð, sem einnig lánar flot-
galla til keppninnar.
Athugasemd
Stýrimannaskólanemar:
Keppa í flotgallasundi
við Grandabryggju
NEMENDUR í Stýrimannaskólanum í Reykjavík keppa í flotgalla-
sundi við Grandabryggju í Reykjavík í dag kl 13 í tilefni af kynning-
ardegi Stýrimannaskólans sem verður á morgun laugardag. Að sund-
inu loknu munu sjómannskonur alls staðar að af landinu afhenda
Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráðherra, sem verður viðstaddur
sundkeppnina, undirskriftalista með hvatningu til Alþingis og ríkis-
stjórnar um að fella niður virðisaukaskatt af vinnufiotgöllum.