Morgunblaðið - 30.03.1990, Page 31

Morgunblaðið - 30.03.1990, Page 31
höfðum við eiginlega ekki haft í nokkur ár. Ég fann að hún var veikari og hafði það verr en ég hafði ætlað. Nú átti strax við heim- komuna verða breyting þar á. Fyrst átti að leita sér lækninga við þeim sjúkdómi sem lengi hafði hijáð hana. Síðan að hefja nýtt líf, líf með gleði, trausti og góðri framtíð. Hver dagur átti að vera góður dagur. En það varð aldrei. Nóttina fyr- ir heimkomuna lést hún. Mér finnst núna að ég hafi aldrei syrgt eins mikið, hef ég þó ekki farið var- hluta af sorginni fremur en aðrir. Mig langar í lokin að vitna í bók, er við báðar höfðum út með okkur, úr Spámanninum um dauð- ann: Og hvað er að hætta að draga andann ann- að en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns. Hafi hún þökk fyrir allt og hvíli hún í friði. Anna K. Ragnarsdóttir iðngrein sinni, hinn virtasti og traustasti maður. Bjuggu þau lengst af í Garðastræti 47, þar sem Sighvatur rak í fyrstu starfsemi sína. Sigurbjörg útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1946. Hún var einkabarn foreldra sinna og vann alla tíð við fyrir- tæki föður síns, með honum og fyrir hann, fór í viðskiptaferðir til útlanda og aðstoðaði hann á allan hátt. Var fyrirtækið í umfangsm- iklum rekstri í um 40 ára skeið. Eftir heimkomuna frá Banda- ríkjunum hóf Óskar störf við fyrir- tæki tengdaföður síns ásamt Sig- urbjörgu. Aflaði hann fyrirtækinu nýrra erlendra viðskiptasambanda og fyrirtækið óx og dafnaði. Sig- hvatur lést árið 1964 og héldu þau áfram rekstrinum í um 20 ár eftir það, eða þar til heilsan leyfði ekki lengra starf. MORGUN.BLAÐIÐ FjÖSTUDAGUR 30. iMARZ 1,09(0', Kveðja frá systkinum 19. mars sl. lést systir okkar Bjarnveig Sigbjörnsdóttir á ferða- lagi erlendis. Fékk hún aðsvif á götu og var flutt á spítala. í fyrstu var álitið að ekki væri um alvar- legt áfall að ræða því hún komst til meðvitundar og sagði vinkonu sinni að hún byggist við að fara heim daginn eftir. Það varð ekki því hún lést af hjartaáfalli þá sömu nótt. Bjarnveig fæddist á Vattarnesi við Reyðarfjörð 20. apríl 1942, næstelst fjögurra systkina, dóttir Kristínar Jónsdóttur frá Eyjólfs- stöðum í Fossárdal og Sigbjörns Guðjónssonar frá Búðum við Fá- skrúðsfjörð f. 1918 d. 1947. Elst barna þeirra er Margrét f. 1936, Magnús Jón f. 1944 og Guðleif f. 1947. Veiga ólst upp ásamt systkinum sínum að Vattarnesi til 15 ára aldurs en fór þá að heiman til að vinna fyrir sér. Stundaði hún ýmsa vinnu en var mest við framreiðslu- störf. Hóf hún sambúð með og varð seinni eiginkona Einars Brynjólfssonar frá Hjörleifshöfða, sem lengst af hefur unnið sem rennismiður í Héðni. Þau eignuð- ust þrjá syni, Kristin Þór, f. 1962, sem býr með Margréti Daníels- dóttur og eiga þau einn son. Einn- ig áttu þau tvíburana f. 1965, Asgeir, sem á einn son Þorstein Rúnar og Brynjar, sem býr með Sigrúnu Pálsdóttur. Veiga og Ein- ar bjuggu um nokkurra ára skeið hjá móður Veigu, Kristínu og seinni manni hennar, Þorsteini Stefánssyni, að Stóra-Ási á Selt- jarnarnesi áður en þau fluttu í eigið húsnæði í Rjúpufelli í Breið- holti. Þau bjuggu þar saman þar til synirnir voru uppkomnir en slitu þá samvistum. Bjarnveig bjó að síðustu með Guðmundi Jónassyni frá Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir aldur hafði Veiga ekki farið varhluta af ýmsum erf- iðum sjúkdómum, svo sem æða- og slitsjúkdómum. Það kom okkur samt mjög á óvart að hún skyldi Óhætt er að fullyrða, að maður- inn er lítils megnugur þegar heils- una þrýtur. Þrátt fyrir skýra hugs- un og vilja til að framkvæma breytir heilsuleysi tilverunni. Óskar, vinur minn, átti við mikið heilsuleysi að stríða um áratuga skeið. Ekki skorti hann viljann til að reyna að yfirstíga þann sjúk- dóm með þjálfun og á ýmsan hátt. Því miður ágerðist sjúkdómurinn með árunum og síðastliðin 20 ár hefur hann barist við Parkinsons- veiki, og sárt hefur verið að horfa upp á þennan mann, sem á sínum yngri árum skaraði fram úr í íþróttum og hlaut viðurkenningar fyrir fimleika. Allt var gert sem í mannlegu valdi stóð til að leita lækninga. Allan tímann stóð hans trausti klettur, Sigurbjörg, eigin- konan, við hlið hans, Vakandi yfir velferð hans hvort heldur var á nóttu eða degi. Sigurbjörg og Óskar áttu fallegt heimili, sem þau byggðu sér á Flókagötu 47. Þar snerust hlutirn- ir um það að Óskari gæti liðið sem best. Hann kvartaði aldrei og eig- inkonan Iagði fram alla krafta sína. Ekki er nema eitt ár síðan að Óskar var spurður um það, hvað hefði orðið honum til mestrar gleði í lífínu. Þessi gamli vinur gat nú ekki lengur tjáð sig með orðum en skildi hvað um var spurt og benti á konu sína. Það er margs að minnast frá æskudögum. Allt hlýjar og góðar minningar um vandaðan félaga og vin, sem ekkert illt átti til. Hann er nú horfinn. Efst er þakklæti í huga fyrir að hafa átt samleið með honum. Við Sigga vottum Sigurbjörgu og ástvinum hans öll- um innilega samúð okkar. Blessuð sé minning hans. Hjalti Geir Kristjánsson falla svo snögglega frá því hún hafði verið svo hress er hún kvaddi áður en hún fór út. Margs að minnast og þakka en hlýjastar eru minningarnar um samverustundirnar í æsku á Vatt- arnesi og einnig er íjölskyldurnar okkar komu saman á stórhátíðum. Innilegustu samúðarkveðjur eru færðar móður, stjúpföður, sonum, tengdabörnum, ættingjum og vin- um á kveðjustund. Margrét, Magnús Jón og Guðleif. --------Y---------------- ■<+ ---W. Wk WKBSSky fll WL _ tPiUfpl frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur W SfMI: 62 84 50 Þá er komið að því að velja fermingargjöfina í ár. Heimilistæki bjóða upp á fjölmargar, skemmtilegar og spennandi lausnir. ► PHILIPS ferftageislaspilari, svo lítill og handhægur aö hann nýtist nánast alls staöar. Vegur aðeins 1 kg. með raf- hlöðum. Geislaspilaranum fylgir straumbreytir svo hægt er aö tengja hann rafmagni og nýtist þá sem fullkominn geislaspilari við hljómtækin heima fyrir. ikvél. Rakvél fyrir ungu mennina. Með tveimur fjaðrandi hn ífum. Bæði fyrir 110 og 220 V. (Einnig fáanleg með rafhlöðu.) gas-feröakrullujárn. Þú getur tekiö það meö þér hvert sem er, hvenær sem er og það er fljótt að hitna. Áfylling er venjulegt kveikjaragas. Góður ferðafélagi. ► PHILIPS hárþurrkari. Tvær hitastillingar. Blásturinn er víðfemur og gefur hárlokkunum mjúka, hæfilega sveigju; jafnt permanent-lokkum og þeim eiginlegu. ► PHILIPS hárþurrkara. Tvær hitastillingar. Lágvær og fer vel í hendi. \ • I n 3 t iv '"S • IU L J . 1'."- —— Heimilistæki hf Sætúni 8 SÍMI69 1515 . Kringlunni SÍMI6915 20 ► PHILIPS útvarpsklukkan. Þessi býr yfir mörgum kostum; Næmt útvarp, ný einföld stilling fram og aftur. Vekur tvisvar með útvarpi og/eða suðandi tóni. Öðruvísi stillihnappar, nýjung frá Philips. ► PHILIPS vasadiskó. Steríóskil í fisléttum heyrnartólum. Hraðspólun. Stoppar sjálft. Beltisklemma. (/cd ehutoStfeóyatéegA í Scuhhíh^um>

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.