Morgunblaðið - 30.03.1990, Side 44

Morgunblaðið - 30.03.1990, Side 44
Vaxtalækkun um mánaðamót: Forvextir lækka í 13,75% BANKAVEXTIR munu lækka verulega um mánaðamótin, eða um allt að 5% í samræmi við fyrir- heit bankanna í tengslum við kjarasamningana í febrúar. Þannig lækka vextir á yfirdrattar- lánum Landsbanka úr 22,5% í 17,5% en úr 20,5% í 17,5% hjá íslands- banka. Skuldabréfavextir lækka úr (^8,75% í 14% hjá Landsbanka en úr 18,5% í 14 hjá íslandsbanka. Forvextir víxla lækka úr 18,5% í 13,75% hjá Landsbanka en úr 18,25% í 13,75% hjá íslandsbanka. Vextir afurðalána íslandsbanka fara í 14%. Grunnvextir kjörbókar Lands- bankans lækka úr 13% í 9% og vext- ir á almennum sparisjóðsbókum lækka þar úr 7% í 5%. Vextir á spari- sjóðsbókum breytast ekki hjá ís- landsbanka en þeir eru nú 5%. Búnaðarbankamótið: Tíu urðu ja&iir í fyrsta sæti LOKAÚRSLIT Búnaðarbanka- mótsins, sem lauk í gærkvöldi, urðu þau að efstir og jafiiir urðu Dolmatov, Polugajevski, Vaganj- an, Seirawan, Helgi Ólafsson, deFirmian, Razuvajev, Jón L. Árnason, Ernst og Mortensen með 7 l/2 vinning af 11 möguleg- ■fc Helstu úrslit í gær urðu þau að jafntefli gerðu Vaganjan og Dolm- atov, Ernst og Polugajevski, Razuvajev og Seirawan og Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason, en þessum skákum lauk öllum á innan við klukkustund. Jafntefii varð einnig hjá deFirmian og Sókólov, Makaritsjev og Benjamin og Mar- geir og Geller. Mortensen vann Feingold, Azmajparasvílí vann Bronstein og Túkmakov vann Tóm- as Björnsson. Mæst í ísnum við Horn Morgunblaðið/Kristján Þ. Jónsson Hafís er nú landfastur frá Straumnesi að Horni og siglingaleiðin illfær. í gærmorgun brutu nokkur skip rennu í gegnum ísinn. Þegar myndin var tekin við Hombjarg fór Björgvin EA fyrir skipalest á vesturleið og Skafti SK næstur á eftir honum en Hrímbakur EA var einn á austurleið. Sjá viðtal við skipstjórann á Skafta á bls. 4. Sjálfstæðisbarátta Litháens: Ríkisstjóm Islands býðst til þess að hafa milligöngu JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefiir sent Landsbergis, forseta Litháens skeyti þar sem hann býður fram milligöngu íslenskra stjómvalda í deilu Litháens og Sovétríkjanna. Býður utanríkisráð- herra Reykjavík sem fundarstað fyrir samningaviðræður fúlltrúa Lithá- ens og Sovétríkjanna. Þetta kom fram í ræðu utanríkisráðherra sem hann hélt í umræðum um skýrslu sína um utanríkismál á Sameinuðu þingi í gær. í ræðu sinni tók utanríkisráðherra til umfjöllunar þingsályktunartillögu frá Þorsteini Pálssyni og fleiri þing- mönnum þess efnis að sjálfstæði og ríkisstjórn Litháens yrðu viður- kennd. Sagði Jón það hafa verið stefnu Vesturlanda, að forðast það að Iýsa nokkru því yfir sem valdið gæti óróa í Sovétríkjunum og leitt gæti til harkalegra viðbragða. Vakti hann athygli á þeim sjónarmiðum Bandaríkjanna að formleg viður- kenning á litháískum stjórnvöldum gæti litið svo út sem forseti Sov- étríkjanna hefði látið undan þrýst- ingi frá Bandaríkjunum og NÁTO en slíkt gæti orðið vatn á myllu harðlínumanna og hemaðarsinna í Sovétríkjunum. Stefnir í að verkfall heijist í álverinu á miðnætti: PA txangsetning á nýjan leik tekur þná mánuði VERKFALL um 500 starfsmanna álversins í Straumsvík skellur á, á miðnætti í kvöld, takist ekki samningar fyrir þann tíma. Deiluaðil- ar áttu með sér stuttan fúnd í gær og er annar boðaður í dag. Komi igftii verkfalls verða næstu tvær vikur notaðar til þess að undirbúa lokun álbræðslunnar. Christian Roth, forstjóri ÍSAL segir að komi til lokunar á annað borð, taki að minnsta kosti þrjá mánuði að gang- setja verksmiðjuna á nýjan Ieik. Hann segir starfsmenn álversins alfarið ábyrga, komi til lokunar, jafnframt því sem hann segir að deilan snúist ekki um fjárupphæðir, heldur gi’undvallarreglu. Roth bendir í viðtali við Morgun- blaðið á að vinnubrögð í álverinu hafi lítið sem ekkert breyst í 20 ár, þannig séu ákveðnir starfshópar ' sem einungis skili tveggja til þriggja klukkustunda dagvinnu á átta stunda vöktum, þar sem þeir miði við að skila sömu afköstum og samið var um fyrir 20 árum. ÍSAL vilji semja um breytingar á þessu fyrirkomulagi, fækka starfs- mönnum, þannig að ekki verði ráð- ið i stöður sem losna og auka hag- kvæmni. Til þess að svo megi verða, sé ÍSAL reiðubúið til þess að greiða svipaða upphæð í ár og fólst í ein- greiðslunum í fyrra, sem voru að sögn Roth framleiðnitengdar. Roth segir að gróflega áætlað hefði lokun álversins í Straumsvík í för með sér tap fyrir ÍSAL sem nemi um 7 milljónum svissneskra franka á mánuði, en það jafngildir liðlega 280 milljónum íslenskra króna. Verði um lágmarkslokun að ræða, sem varir í þijá mánuði, jafn- gildir það því að fyrirtækið tapi að upphæð 840 milljónir króna. Christian Roth segir að starfs- menn álversins séu mjög vel launað- ir, miðað við aðra launamenn á ís- landi. Meðaldagvinnulaun starfs- manna ÍSAL sem tilheyra verka- lýðsfélögum, segir Roth vera um 120 þúsund krónur. Sjá viðtal við Christian Roth í miðopnu: „Deilan snýst ekki um peninga." Jón greindi frá samræðum litháí- skrar sendinefndar við sendiherra íslands í Ósló, þar sem íslendingum hefði verið þakkaður stuðningurinn. Heillaóskir Alþingis hefðu verið fyrstu viðbrögðin frá þjóðþingi ann- ars lands og íslenska ríkisstjórnin hefði verið einna fyrst til þess að hvetja sovésk stjórnvöld til samn- ingaviðræðna við litháísk stjórnvöld. Nefnd þessi hefði komið þeim skila- boðum áleiðis frá Landsbergis for- seta Litháen hvort ísland væri reiðu- búið að hafa milligöngu í málinu og hvort íslensk stjórnvöld gætu boðið Reykjavík sem fundarstað. Við þessu hefði verið orðið. Þorsteinn Pálsson sagði við þessa sömu umræðu að íslendingum bæri skylda til þess að taka af skarið og viðurkenna sjálfstæði og ríkisstjórn Lit.háen; Litháar þyrftu á öllum stuðningi að halda. Þorsteinn taldi það ekki nógu ljóst hvort viðurkenn- ing Dana 1921 á sjálfstæði Litháens hefði einnig náð til íslendinga. Það væri auk þess formsatriði. Hann taldi og að sjónarmið bandarískra stjórnvalda ættu hér ekki við; þau hefðu allt annarra hagsmuna að gæta, auk þess sem þau væru of varkár í málinu. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra kvaðst hafa fengið fullvissu um það að viðurkenning Dana 1921 hefði einnig náð til ís- lands; viðurkenning á sjálfstæði Lit- háens væri því óþörf. Steingrímur taldi rétt í þessu máli að hafa sem mest samráð við önnur ríki NATÓ. Sjá frásögn á þingsíðu bls. 27. og frétt á bls. 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.