Morgunblaðið - 08.05.1990, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI 1990
Verslanir Grundarkjörs
seldar eða þeim lokað
Ástæðan sögð of mikil umsvif og slæm greiðslustaða
GRUNDARKJÖR hf., sem rekið hefur sex matvöruverslanir á höf-
uðborgarsvæðinu, hefur nú hætt rekstri fjögurra þeirra. Þær tvær
sem eftir eru voru lokaðar í gær og einnig er verið að reyna að
selja þær.
Grundarkjör, sem er í eigu Jens
Ólafssonar kaupmanns og fjöl-
skyldu hans, rak um tíma eina
verslun, að Furugrund 3 í Kópa-
vogi, en á síðasta ári og þessu ári
hefur félagið keypt rekstur fimm
verslana til viðbótar. Ekki náðist
í Jens Ólafsson í gær, en Ólafur
Thoroddsen, lögmaður fyrirtækis-
ins, sagði við Morgunblaðið að
fyrirtækið hefði verið komið með
of mikil umsvif og slæma greiðslu-
stöðu og nú hefði verið talið hag-
kvæmt að hætta rekstri verslan-
anna.
Samkomulag varð um helgina
á milli eigenda Grundarkjörs og
fjárfestingafélagsins Vallaráss hf.,
sem leigði Grundarkjöri verslunar-
plássið í Eddufelli 8, um að rifta
samningum. Vallarás hf. seldi
Brekkuvali hf. verslunina strax og
opnuðu nýir eigendur í gærmorg-
un. Brekkuval rekur fyrir verslun
við Hjallabraut í Kópavogi. Grund-
arkjörsverslunin á Bræðraborg-
Steingrímur hittir
Mubarak o g Arafat
STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra og frú Edda Guð-
mundsdóttir eru nú stödd í opinberri heimsókn í Egyptalandi. Frá
Egyptalandi fer forsætisráðherra til Túnis, þar sem áformaður er fúnd-
ur hans og Yasser Arafat, leiðtoga frelsissamtaka Palestínumanna.
Samkvæmt fréttaskeyti Reuter
fréttastofunnar ræddi Steingrímur í
gær við Hosni Mubarak, forseta
Egyptalands. Síðar hitti hann for-
sætisráðherrann Atef Sedki, sem
gerði grein fyrir sáttatilraunum
Egypta í deilum ísraelsmanna og
Araba. Haft var eftir egypska for-
sætisráðherranum, að Steingrímur
hefði lýst því yfir við forsetann að
íslendingar styddu stefnu Egypta í
málefnum Mið-Austurlanda.
Á laugardag hittir Steingrímur
Arafat. Jón Sveinsson, aðstoðarmað-
ur forsætisráðherra, sagði að fundur
þeirra hefði verið ræddur i ríkis-
stjórninni á föstudag og ekki komið
fram ágreiningur um réttmæti hans.
14.-16. maí verður forsætisráð-
herra á ráðstefnu um umhverfismál
í Bergen. Þá heldur hann, ásamt
konu sinni, í opinbera heimsókn til
Téklcóslóvakíu. Þar mun Steingrím-
ur ræða við Václac Havel, forseta
landsins og Alexander Dubcek, for-
seta þjóðþingsins.
arstíg 43 var seld einstaklingi og
opnaði í gærmorgun undir nafninu
Kjötverslun Jónasar. Halldór Jens-
son, einn af eigendum Grundar-
kjörs, vill reka verslunina að Furu-
grund 3 áfram og hafði hana opna
í gær. KRON sem á aðstöðuna þar
og í Stakkahlíð 17 hefur þó ekki
fengið upplýsingar um nýja
rekstraraðila þessara verslana, að
sögn Þrastar Ólafssonar fram-
kvæmdastjóra. Verslanirnar í
Stakkahlíð 17, Reykjavíkurvegi
72 í Hafnarfirði (áður Kostakaup)
og Garðatorgi 1 í Garðabæ (áður
Kjötmiðstöðin) voru lokaðar í gær.
Lögmaður Grundarkjörs sagði, að
gerður hefði verið skilyrtur kaup-
samningur milli Grundarkjara og
Vallaráss um verslunina á Garða-
torgi og var hann bundinn þeim
forsendum, að framsal fengist á
leigusamningi frá Sanitas hf. og
ennfremur að kaupandi gæti sam-
ið um lækkun skulda við Sanitas.
Sanitas hf., sem seldi Grundar-
kjörum hf. verzlunina, féllst ekki
á framsal leigusamningsins né
lækkun skulda Grundarkjara og
því hafí Grundarkjör hf. gengið
út úr samningnum við Vallarás
hf.. Eftir það sömdu Grundarkjör
við Sanitas hf. um að kaupin á
versluninni gengju til baka og er
því Sanitas hf. eigandi verslunar-
innar nú. Þá standa yfir viðræður
um sölu búðanna við Reykjavíkur-
veg og Stakkahlíð.
Varnarliðið:
Magnús Arnar Garðarsson
Hjálmar Rögnvaldsson
Tveir menn létust
í umferðarslysi
Selfossi.
TVEIR ungir menn létust í umferðarslysi á Suðurlandsvegi í
Ölfusi síðdegis á sunnudag, 6. maí. Þeir voru á mótorhjóli sem
ekið var aftan á rútubíl. Mennirnir voru fluttir á slysadeild Borg-
arspítalans en voru látnir er þangað kom.
Rútubifreiðin og mótorhjólið
voru á leið úr Reykjavík. Bílstjóri
rútunnar var í þann mund að
beygja til vinstri inn á afleggjar-
ann að Ölfusborgum þegar hann
varð var við mótorhjólið með
mönnunum tveimur. Hann hætti
þá við að beygja til að forðast
áreksturinn og sveigði rútunni til
hægri. Litlu munaði að það tæk-
ist að forða árekstri en mótorhjól-
ið skall tæpt á vinstra afturhorni
rútunnar með fyrrgreindum af-
leiðingum.
Mennirnir sem létust hétu
Magnús Arnar Garðarsson, 20
ára, Tunguvegi 3, Selfossi, sem
lætur eftir sig unnustu, og Hjálm-
ar Rögnvaldsson, 21 árs, til heim-
ilis í Tunguseli 8, Reykjavík.
Sigurður Jónsson
Engar ákvarðanir teknar um
frestun framkvæmda í Keflavík
Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, tekur á móti Steingrími Her-
mannssyni, forsætisráðherra, í forsetahöllinni í Kairó í gær.
ENGAR ákvarðanir hafa verið
teknar um frestun framkvæmda
á vegum varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli vegna sparnaðarað-
gerða bandaríska varnarmála-
ráðuneytisins. Friðþór Eydal,
blaðafúlltrúi varnarliðsins, segir
að í gildi sé bann Bandaríkja-
stjórnar við undirritun nýrra
verksamninga sem kunni að hafa
áhlif hér verði það framlengt.
Dick Cheney, varnannálaráðherra
Bandaríkjanna, gaf um áramótin út
fyrirmæli um að fram til 1. maí
skyldu ekki undirritaðir samningar
um nýjar framkvæmdir í herstöðum
Bandaríkjanna. Þennan tíma skyldi
nýta til að kanna gildi framkvæmd-
anna í ljósi breyttra aðstæðna og
hugmynda um framtíð stöðvanna.
Fresturinn var framlengdur til 15.
júní, svo að unnt væri að kanna
betur einstaka þætti málsins. Frest-
unin hefur ekki haft nein áhrif hér.
Friðþór Eydal sagði, að fyrir dyr-
um stæði að undirrita samning um
smíði 112 íbúða á varnarsvæðinu á
Keflavíkurflugvelli en reiknað væri
með að viðræðum um samninginn
lyki um miðjan júní. Yrðu fyrirmæli
ráðherrans um frestun þá í gildi
kynnu þau að teíja fyrir undirritun
samningsins. Sama ætti við um
tvenn minniháttar verkefni. Eins og
mál lægju nú fyrir yrði ekki um
annað en frestun að ræða. Sam-
kvæmt bandarískum fjárlögum væri
fé fvrir hendi til að vinna þessi verk.
I haust yrði efnt til fundar um verk-
efni ársins 1991.
Friðþór sagði, að Bandaríkjastjórn
segði aðeins fyrir um fjárveitingar
á sínum vegum en helstu varnar-
framkvæmdirnir hér væru kostaðar
af mannvirkjasjóði Atlantshafs-
bandalagsins, svo sem í Helguvík
og við nýja ratsjárkerfið og hið sama
gilti um lagningu nýrrar aksturs-
brautar á Keflavíkurflugvelli.
Jarðgöng á Vestfjörðum:
V egamálastjóra falið
að hefla undirbúning
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, samgönguráðherra, hefúr falið vega-
málastjóra að hefja þegar undirbúning að framkvæmdum við jarð-
göng á Vestfjörðum. Er það gert í kjölfar þess að Alþingi sam-
þykkti á laugardag tillögu til þingsályktunar um að flýta fram-
kvæmdum við göngin.
í þingsályktuninni er gert ráð
fyrir því að framkvæmdir við jarð-
göngin hefjist í ár en ekki á næsta
ári eins og miðað var við í vegaá-
ætlun og að framkvæmdum ijúki
á 4 til 5 árum en ekki 7 árum eins
og áður hafði verið stefnt að.
Jafnframt segir í ályktun Al-
þingis, að ríkissjóði skuli heimilt
að taka lán tii framkvæmdanna,
allt að 1.300 milljónum króna á
árunum 1990 til 1994. Lán ásamt
verðbótum skuli endurgreiðast af
fé til stórframkvæmda samkvæmt
vegaáætlun og útgjöld vegna
vaxta og lántökukostnaðar um-
fram það sem sparist í viðhalds-
kostnaði á fjármögnunarskeiði
framkvæmdanna skuli greiðast úr
ríkissjóði sem sérstakt byggða-
framlag.
í lok þingsályktunarinnar er
ríkisstjórninni falið að láta fara
fram könnun á möguleikum til að
standa straum af kostnaði vegna
ákvörðunar um að flýta fram-
kvæmdum með sérstakri lánsíjár-
og/eða tekjuöflun.
Gunnar Flóvenz
Einar Benediktsson
Síidarútvegsnefiid;
Gunnar Flóv-
enz stjórn-
arformaður
ÞÆR breytingar hafa verið gerð-
ar á starfsskipan hjá Síldarút-
vegsnefnd að Gunnar Flóvenz
firamkvæmdastjóri hefúr verið
skipaður formaður nefiidarinnar
frá fyrsta þessa mánaðar. Jafti-
framt hefúr Einar Benediktsson
aðstoðarframkvæmdastjóri verið
ráðinn framkvæmdastjóri.
Gunnar Flóvenz hefur starfað sem
framkvæmdastjóri hjá Síldarútvegs-
nefnd í rúmlega þtjá áratugi, eða
frá 1959. Þar áður var hann tæplega
áratug forstöðumaður skrifstofu
Síldarútvegsnefndar í Reykjavík,
eða frá stofnun skrifstofunnar
haustið 1950.