Morgunblaðið - 08.05.1990, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990
Samruni fjölmiðlaíyrirtækja:
Besti vitnisburðurinn um
yfirburði ríkisútvarpsins
segir formaður útvarpsráðs
FORMAÐUR útvarpsráðs segir
samruna þriggja fjölmiðlafyrir-
tækja fyrir helgina besta vitnis-
burðinn um hvað ríkisútvarpið
hafi staðið sig vel í fjölmiðlasam-
keppninni frá því hún hófst.
íslenska sjónvarpsfélagið, Sýn
og íslenska útvarpsfélagið samein-
uðust sl. föstudag, og hafa for-
svarsmenn fyrirtækjanna sagt að
sameinaða fyrirtækið muni ein-
beita sér að samkeppni við ríkisút-
varpið. Inga Jóna Þórðardóttir for-
maður útvarpsráðs sagði við Morg-
unblaðið að sér sýndist meginá-
stæðan fyrir samruna fyrirtækj-
anna væri mjög sterk staða ríkisút-
varpsins á markanum. „Samruninn
er því besti vitnisburðurinn um
hvað ríkisútvarpið hefur í raun
staðið sig vel í samkeppninni og
styrkt sig verulega frá því hún
hófst,“ sagði hún.
Þegar Inga Jóna var spurð h'ort
hún teldi koma til greina að ríkis-
sjónvarpið fari í beina samkeppni
við aðra sjónvarpsstöð með því að
rugla útsendingar sjónvarpsins,
svaraði hún neitandi. „Ekki á með-
an gerðar eru mjög miklar kröfur
til ríkisútvarpsins um mjög dýra
framleiðslu á menningarefni. Það
er útilokað miðað við þau markmið
sem ríkisútvarpinu eru sett, að
reka þá stofnun á viðskiptagrunni
einum. Það verður þá að endur-
skoða alla starfsemina. Hins vegar
er það spurning að hvað miklu leyti
ríkisútvarpið á að keppa við aðra
á auglýsingamarkaðnum,“ sagði
Inga Jóna.
Hún sagði $ð ríkisútvarpið hefði
ekki sérstaklega búið sig undir
væntanlega samkeppni frá Sýn hf.
sem hafði boðað nýja sjónvarpsstöð
í haust. Hún sagði það þó hafa
verið rætt hvort hefja ætti helgar-
útsendingar á annari rás, en fjár-
hagurinn leufði slíkt ekki. „Við
teljum brýnna að auka innlendu
framleiðsluna og gæði hennar, en
að lengja útsendingartímann,"
sagði Inga Jóna Þórðardóttir.
Markús Örn Antonsson útvarps-
stjóri sagði við Morgunblaðið, að
hann ætlaði að bíða í Vh til 2
mánuði með að segja álit sitt á
nýja fjölmiðlafyrirtækinu, eða þar
til raunverulega væri komið fram
hvað þeir sem að því stæðu ætluð-
ust fyrir. „Ég tek þessum fyrstu
yfirlýsingum um þeirra ráðagerðir
með mjög miklum fyrii-vara,“ sagði
útvarpsstjóri.
VEÐUR
12.00:
Heimild: Veðurstofa Islands
á veðurspá kl. 16.15 i gærl
/ DAG kl.
VEÐURHORFUR í DAG, 8. MAÍ
YFIRLIT í GÆR: Skammt suðvestur af landinu er víöáttumikil 1.029
mb hæð en 1.013 mb lægð milli Jan Mayen og Grænlands hreyf-
ist austur.
SPÁ: Hæg vestlæg eða breytileg átt. Vfðast verður heiðríkja inn
til landsins en yfir sjónum allt í kringum landið verður þokuloft.
Líklega leitar þokan helst inn á landið við Faxaflóa og Breiðafjörð
en einnig verður stutt í hana meðfram suðurströndinni og út af
Austfjörðum. Vindur þarf þó lítið að breytast til að þoku leggi að
norðurströndinni. í þokuloftinu verður hiti á bilinu 4-9 stig en allt
að 16 stig annars staðar að deginum, mun svalara að næturlagi.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR MIÐVIKUDAG: Suðlæg eða suðvestlæg átt. Skýjað og
liklega þokuloft eða súld sunnanlands og vestan og 6-9 stiga hiti
en bjart veður og víða 10-15 stiga hiti á Norður- og Austurlandi.
HORFUR FIMMTUDAG: Suðlæg átt og áfram fremur hlýtt. Rigning
eða súld um sunnan- og vestanvert landið en þurrt að mestu norð-
austanlands.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
r * r * Slydda
/ * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
-|0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V E'
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
[T Þrumuveður
m. VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 9 heiðskírt Reykjavík 2 þoka
Bergen 18 léttskýjað
Helsinki 16 skýjað
Kaupmannahöfn 21 léttskýjað
Narssarssuaq 12 skýjað
Nuuk 0 rigning
Osló 23 hálfskýjað
Stokkhólmur 19 skýjað
Þórshöfn 6 alskýjað
Algarve 21 léttskýjað
Amsterdam 14 mistur
Barcelona 20 mistur
Berlfn 26 léttskýjað
Chicago 13 skýjað
Feneyjar 21 heiðskírt
Frankfurt 24 léttskýjað
Glasgow 10 skúr
Hamborg 27 léttskýjað
Las Palmas 21 léttskýjað
London 17 skýjað
Los Angeles 16 heiðskírt
Lúxemborg vantar
Madríd 22 léttskýjað
Malaga 19 mistur
Mallorca 21 skýjað
Montreal 8 skýjað
New York vantar
Orlando 18 skýjað
París 23 hálfskýjað
Róm 19 léttskýjað
Vfn 23 hálfskýjað
Washlngton 13 léttskýjað
Winnipeg 12 úrkoma
Morgunblaöiö/bvernr
5.000 skoðuðu Perluna
UM 5.000 manns skoðuðu Perluna, útsýnishús Hitaveitu Reykjavíkur
í Öskjuhlíð um helgina. Að söng Gunnars Kristinssonar hitaveitu-
stjóra, myndaðist biðröð við húsið hálfri klukkustund fyrir auglýstan
sýningartíma og var þá farið að hleypa fólki inn. Sagði hann að fram-
kvæmdum miðaði vel áfram og samkvæmt áætlun á húsið að vera
tilbúið að ári. Viðræður standa yfir um veitingareksturinn en væntan-
legur veitingamaður verður hafður með í ráðum við hönnun innrétt-
inga. Ákveðið hefur verið að húsið verði til sýnis næstu helgar.
Stóragerðismálið;
F élaginn neitar enn
allri aðild að morðinu
MAÐURINN, sem fyrir helgi ját-
aði að hafa verið í bensínstöðinni
við Stóragerði þegar starfsmaður
þar var myrtur, heldur við fram-
burð sinn. Hann segir félaga sinn
hafa verið með sér, en sá hefur
neitað allri aðild að málinu.
Maðurinn sem játaði er 34 ára
gamall. Hann hefur starfað hjá Olíu-
félaginu hf., meðal annars á bensín-
stöðinni við Stóragerði. Hann heldur
því fram að 28 ára félagi hans hafi.
verið með honum, en sá neitar því.
Sá síðarnefndi hefur ekki starfað á
bensínstöð. Mennirnir voru báðir úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald til 23.
maí, en yngri maðurinn kærði úr-
skurðinn til Hæstaréttar. Búist er
við að Hæstiréttur taki afstöðu í
málinu í dag.
Sambýliskona 28 ára mannsins,
sem er tvítug, er í gæsluvarðhaldi,
sem rennur út á morgun, grunuð um
aðild að málinu eftir ódæðisverkið.
Þá er þrítugur maður einnig í haldi
til morguns, en hann er talinn tengj-
ast málinu lítt eða ekkert. Hann er
hins vegar grunaður um aðild að
auðgunarbrotum hinna.
Tom Jones á íslandi:
Aðdáendur mínir eru ekki
eingöngu miðaldra konur
SÖNGVARINN Tom Jones kom
til íslands í gær til að halda fimm
tónleika á Hótel íslandi. Á blaða-
mannafundi sagðist Jones nú búa
í Kaliforníu ásamt ciginkonu
sinni og vera á tónleikaferðalög-
um níu mánuði ársins. Hann
kvaðst leika blöndu af nýjum og
gömlum lögum og mættu áheyr-
endur meðal annars eiga von á
því að heyra Delilah, What’s up
Pussycat og The Green Green
grass of Home.
Tom Jones er velskur að uppr-
una. „Þegar Verkamannaflokkur-
inn komst í ríkisstjórn í Bretlandi
1974 var mér ekki lengur vært
þar. Sú er ástæðan fyrir því að ég
bý í Kaliforníu," sagði Jones. Hann
sagði það útbreiddan misskilning
að eingöngu miðaldra konur sæktu
tónleika sína. Það gerði fólk á öllum
aldri og báðum kynjum.
Tom Jones
Með Tom Jones í för eru 26
manns, þar af 12 manna hljóm-
sveit. Fyrstu tónleikarnir hefjast á
Hótel íslandi í kvöld kl. 21 en þeir
síðustu verða næstkomandi sunnu-
dagskvöld.