Morgunblaðið - 08.05.1990, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI 1990
15
Öryggi á ævikvöldi
eftir Pétur
Hannesson
Á undanförnum árum hafa tekið
til starfa félög og samtök, stór og
smá, sem hafa á sinni stefnuskrá
að vinna að hagsmunamálum aldr-
aðra. Fjöldi aldraðra í Reykjavík
er hlutfallslega meiri en í öðrum
sveitarfélögum.
Þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk
Reykjavíkurborg hefur unnið
gott starf fyrir aldraða, reist vernd-
aðar þjónustuíbúðir og þjónustu-
kjarna, sinnt félagsmálum, tóm-
stundastarfi og heimaþjónustu til
sjálfshjálpar þeim sem kjósa að búa
áfram í eigin húsnæði.
Eins og áður sagði hafa ýmis
félög og hagsmunasamtök komið
inn á þessa starfsemi á undanförn-
um árum. Nú er horfið frá því að
byggja elliheimili eða vistheimili
fyrir aldraða. Þess í stað hafa verið
byggðar sérhannaðar þjónustuíbúð-
ir í samstarfi byggingaraðila og
viðkomandi hagsmunafélags eldra
fólks og öldruðum þannig gert
kleift að búa sem lengst að sínu.
„Sveitarfélög, ekki síst
Reykjavíkurborg, hafa
staðið fyrir byggingu
þjónustuíbúða og sum-
staðar í tengslum við
þær lagt til þjónustu-
miðstöðvar í samstarfi
við ýmis félagasamtök.“
Uppbygging á þjónustuíbúðum
fyrir aldraða hefur að mestu verið
sjálfseignarhúsnæði, en blanda þarf
saman byggingu eigin húsnæðis og
leiguíbúða til þess að uppfylla þarf-
ir sem flestra.
Borgin veitir stuðning
Sveitarfélög, ekki síst Reykjavík-
urborg, hafa staðið fyrir byggingu
þjónustuíbúða og sumstaðar í
tengslum við þær lagt til þjónustu-
miðstöðvar í samstarfi við ýmis fé-
lagasamtök.
Miklar framfarir hafa orðið í
húsnæðismálum aldraðra, hvers-
konar þjónusta aukin og öryggi
bætt. í þjónustuíbúðum er völ á að
fá keyptan mat, kostur er á heilsu-
rækt og heilsugæslu, fótsnyrtingu
og hárgreiðslu svo eitthvað sé
nefnt. Húsvörður býr í húsunum
og aðstoðar íbúana eftir föngum.
Við kaup á íbúðum í þjónustuhús-.
næði eiga félagar forkaupsrétt eða
þeir kaupa af byggingarsamvinnu-
félagi því sem hefur með viðkom-
andi húsbýggingu að gera.
Einnig er sölumeðferð með sama
hætti. Félagsmenn hafa forkaups-
rétt á íbúðum sem koma til endur-
sölu og annast ráðgjafarþjónusta
samtakanna sem hlut eiga að máli
þá starfsemi samkvæmt ákveðnum
reglum sem þar um gilda.
Þjónustuíbúðir í gróin hverfí
Þessar íbúðir eru byggðar í sam-
ræmi við kröfu félagsmálaráðu-
neytis um þjónustuíbúðir og verða
teikningar að samþykkjast af hús-
næðismálastofnun svo fram-
kvæmdalán fáist til byggingarinn-
ar.
Skoða þarf hagkvæmni þess að
þjónustuíbúðir fyrir aldraða verði
byggðar í grónum hverfum borgar-
innar. Eldra fólk vill helst ekki flytj-
ast úr sínum heimahögum og reikna
má með því að þegar það fer úr
Pétur Hannesson
stórum íbúðum í minna húsnæði
aukist möguleikar ungs fólks til að
búa í gömlu hverfunum: Þannig
opnast leið til að nýta betur til
dæmis skóla og aðrar stofnanir sem
fyrir eru í hverfinu svo og alla þjón-
ustu sem komið hefur verið á fót.
Höfundur er deildarstjóri, fyrrum
formaður Málfundafélagsins Óðins
og situr í stjórn Félags eldri
borgara. Hann skipar 25. sæti á
borgarstjórnarlista
Sjálfstæðisflokksins.
BÍLAGALLERÍ
Opið virka daga frá kl. 9-18.
Laugardaga frá kl. 10-16.
Daihatsu Cuore '86. Blár, S
gfra, útv/seguib., sum-
ar/vetrard. Ek. 26.000 km.
Verð 330.000.
Toyota Corolla QTi '88. Svart-
ur, 6 gfra, útv., vetrard. Ek.
39.000 km. Verð 950.000.
Opel Corsa '84. Rauður, 4ra
gíra, framdrif, útv/segulb.,
Ek. 66.000. Verð 290.000.
Daihatsu Charade CS '87.
Dökkgrár met., sjálfsk., Ek.
33.000 km. Verð 470.000.
Volvo 740 QU '89. Hvftur, 5
gfra, vökvast., útv/segulb.
Ek. 10.000 km. Verð
1.650.000.
Volvo 240 QL '87. Rauður, 5
gíra, vökvast., útv/segulb.
Ek. 37.000 km. Verð 940.000.
Volvo 440 QLT '89. Blár, 5
gfra, vökvast., álfelgur,
út/segulb. Ek. 8.000 km, sem
nýr blll. Verð 1.200.000.
Daihatsu Feroza EL-2 króm
'89. Grár met., 5 gfra, vökva-
st., útv/segulb., sóllúga. Ek.
3.000 km, sem nýr bfll. Verð
1.270.000, skiptl.
VW Transporter '87. Hvftur,
4ra gfra, burðargeta 1000 kg.
Ek. 77.000 km. Verð 780.000,
sklpti.
Fjöldi annarra notaðra úrvals
bila á staðnum og á skrá.
Brimborg hf.
Faxafeni 8, s. (91) 685870.
IBM PS/2
Par sem (jölhæfni
skiptir máli
Flest fólk getur aðeins unnið eitt verk í einu og hugsað um eitt mál í einu. Þegar PC-
einkatölvurnar komu fyrst á markað (IBM, að sjálfsögðu) gátu þær líka aðeins unnið eitt verk í
einu og „hugsað“ um eitt í einu. Þær hugsuðu bara svo hratt miðað við fólkið sem notaði þær
að það gerði ekkert til.
Nú gerir það til. Nú er 1990 og kröfurnar eru meiri. Nú vilja menn vinna eitt verk sjálfir á tölvuna
meðan tölvan hugsar um annað, t.d. skrifa bréf eða vinna á reiknivang meðan tölvan reiknar
birgðir, gerir upp virðisaukaskattinn og reiknar út launakostnað.
Þetta er allt hægt með PS/2
tölvu frá IBM og OS/2
stýrikerfi*. Þú getur líka stokkið úr
einu forriti í annað og fylgst með
hvað tölvan er að gera án þess að
þurfa að keyra alltaf upp á milli.
Festu þig ekki í einfaldleika
fortíðarinnar. Tryggðu þér
fjölhœfni framtíðarinnar.
Veldu IBM PS/2.
FYRST OG FREMST
SKAFTAHLlÐ 24 REYKJAVlK SlMI 697700
*0S/2 er handhafi verðlauna PC Magazine fyrir tæknilega yfirburði (PC Magazine, 16.
janúcir 1990, bls. 110). Umsögn dómnefndar: „Þetta er framtíðin“.
lOjViaUUii'JltfiMB UliaUWOAJiíUH 1 iiUUVWlW/'il-------------------------------
ShAtM-ma k'&TZnmZ'faiX'JK