Morgunblaðið - 08.05.1990, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990
Níðsterkarog
hentugar stálhillur.
Auðveld
uppsetning.
Margarog
stillanlegar stærðir.
Hentarnánast
allsstaðar.
Ávallt fyrirliggjandi.
Leitið upplýsinga
UMBOÐS- OG HEtLDVERSLUN
BÍLDSHÖFÐA 16 SIMI 6724 44
Dýravernd á íslandi
eftir ÓlafJónsson
í helgarútgáfu breska blaðsins
Observer (Observer Magazine) 21.
janúar sl. var þess minnst með við-
tali við Ruth Harrison að liðlega
25 ár eru liðin frá því að bók henn-
ar; Animal Machines, kom út. Bók-
in er hörð gagnrýni á aðbúnað og
meðferð dýra í nútíma búskap og
olli hún á sínum tíma straumhvörf-
um í allri umræðu um dýravemd
ekki einungis í Bretlandi heldur
einnig um alla Vestur-Evrópu.
í kjölfar bókarinnar var sett á
laggirnar opinber nefnd í Bret-
landi, sem kennd hefur verið við
formann hennar, Brambell prófess-
or. Nefndin fékk það hlutverk að
fjalla um nút.íma búskaparhætti
með hliðsjón af atferli dýra og dýra-
vemd.
Niðurstöður og álit þessarar
nefndar hafa síðan haft víðtæk
áhrif á umræðuna um dýravernd
um heim allan. Þó hefur ef til vill
ekki verið nægilegt tillit tekið til
efasemda nefndarinnar um að
framleiðni ein og sér, s.s. vaxtar-
hraði, fjöldi eggja og mjólkurmagn,
gæfi rétta mynd af þeim áætlaða
ávinningi sem síaukin tæknivæðing
í landbúnaði gæfi af sér.
Flest nágrannalönd okkar hafa á
undanförnum árum verið að endur-
skoða dýravemdarlög sín og sam-
Hverfisteinar
Sambyggöur hverfisteinn meö hjóii til blautslípunar
og hjóli úr gúmmíbundnum ál-ögnum til brýningar.
Hljóölátur iönaöarmót-
or 200W, 220v, 50 HZ,
einfasa, snýst 70 snún-
inga á mín.
Laust vatnsílát.
Sérstök stýring fyrir
sporjárn o.þ.h.
Verðkr. 16.700.
Laugavegi 29
Símar 24320 — 24321 — 24322.
unttn
Ananaustum
Sími 28855
þykkja ný, í mörgum tilvikum stór-
lega breytt lög. Hefur þar í flestum
tilvikum verið höfð til hiðsjónar
samþykkt Evrópurá^sins frá árinu
1976 um húsdýr, þar sem einungis
er tekið mið af atferli og lífeðlis-
fræðilegum þáttum, en hvergi getið
heilbrigðis sem mikilvægs þáttar í
dýravernd. Er það miður þar sem
margar faraldsfræðilegar kannanir
hin síðari ára hafa stutt álit nefnd-
arinnar. Dýraiæknar verða líka
áþreifanlega varir við þetta í sínum
daglegu störfum þar sem dýrin eru
krafin um sífellt meiri afurðir, sem
síðan hefur í för með sér aukið álag
á gripina og þar af leiðandi lakari
heilsu.
Sem fyrr segir hafa flest ná-
grannalönd okkar verið að endur-
skoða dýraverndariöggjöf sína og í
framhaldi af því samþykkt ný dýra-
verndarlög. Kunnust eru án efa
nýju sænsku dýravemdarlögin frá
árinu 1988. Þar má fínna mörg
nýmæli, sem án efa eiga eftir að
hafa mótandi áhrif á gerð slíkra
laga í öðrum löndum, t.d. bann við
því að halda hænsnum í búmm
(gengur í gildi 1. janúar 1999), eins
ýmis ákvæði er kveða á um rétt
og möguleika húsdýranna til að
hreyfa sig. Samfara þessu hefur
farið fram lífleg umræða um dýra-
vernd í þessum löndum og hefur
víða mátt sjá þess að bæði í fjölmiðl-
um og eins í sérritum ýmiss konar,
s.s. fagritum dýralækna.
Fjölmargir hafa verið áberandi í
þessari umræðu og má þar t.d.
nefna sænska rithöfundinn Astrid
Lindgren.
Hérlendis hefur dýravemd ekki
verið mikið á döfinni og þessi
öfluga umræða í Evrópu hefur ekki
náð eyrum fjölmiðla eða almennings
hér. Helst er það að fjölmiðlar geti
upphlaupa þekktra leikara eða
poppara eins og Brigitte Bardot og
Paul McCartneys, en sjaldnast
þeirra er með skynsemi og rökum
hafa náð að breyta afstöðu stjórn-
valda þannig að til mikilla bóta
horfir fyrir húsdýr viðkomandi
landa. Þá fer einnig lítið fyrir þess-
um málum hjá samtökum bænda,
en hefur verið lítillega hreyft meðal
hestamanna og gæludýraeiganda.
Þá þarf vart að taka það fram að
ekkert. frumkvæði er af hálfu
stjómmálamanna um þessi mál.
Gildandi dýraverndarlög hér á
landi eru nr. 21, frá árinu 1957.
Endurskoðun þeirra hófst árið 1974
og árið 1981 skilaði þáverandi dýra-
vemdamefnd drögum að nýjum lög-
um til menntamálaráðherra. Lið-
lega tveimur árum síðar óskaði ráð-
herra eftir því við þá nýskipaða
dýravemdarnefnd að hún semdi ný
drög að frumvarpi.
Seljum af lager flestar gerðir
af þessum þekktu austur-þýsku
gírmótorum og rafmótorum.
Hagstætt verð!
Sérpantanir afgreiddar
með stuttum fyrirvara.
Saía og þjónusta á sama stað.
— « SAMBANO ISLFNSkffA SAMVINNUfFLACA
RAFTÆKNI
HÖTOABAKKA9 112 REYKJAVIK SlMI 91-670000
Ólafur Jónsson
„Þá sjaldan að dýra-
læknar hafa haft bein
afskipti af dýravernd-
armálum hefiir oftast
verið um gróf brot að
ræða og hafa kærur
vegna þeirra verið að
velkjast í kerfinu áður
en þær hafa hlotið af-
greiðslu dómsvalda.
Mörgum dýralæknum
svíður þetta.“
Því verki skilaði nefndin hinn 14.
maí árið 1986. Síðan ekki söguna
meir. Frumvarp þetta hefur legið í
skúffu menntamálaráðherra í hart-
nær fjögur ár án þess að koma
fyrir Alþingi. Tómlæti stjórnmála-
manna í þessum málum er óþolandi.
Dýravemdarmál brenna mjög á
okkur dýralæknum. Allir íslenskir
dýralæknar hafa hlotið menntun
sína erlendis og þá í löndum þar
sem dýralæknum er ætlað stórt
hlutverk í dýravemdarmálum.
Margt er óljóst í íslenskum lögum
um hlutvert dýralækna í þessum
efnum. Af þeim sökum veigra
margir dýralæknar sér við að taka
á málum sem að þeirra áliti varða
dýravemd. Þá sjaldan að dýralækn-
ar hafa haft bein afskipti af dýra-
vemdarmálum hefur oftast verið
um gróf brot að ræða og hafa
kærur vegna þeirra verið að velkj-
ast í kerfínu áður en þær hafa hlot-
ið afgreiðslu dómsvalda. Mörgum
dýralæknum svíður þetta.
Afskipti af dýraverndarmálum
em oft erfið og viðkvæm, því er
mikilvægt að á þeim sé tekið af
kunnáttu. Ég ieyfí mér að vitna í
grein eftir Sigurð Sigurðarson dýra-
lækni, formann dýraverndarnefnd-
ar, er hann skrifaði í Fréttabréf
Dýralæknafélags íslands (2. tbl.
1988), en þar segir á einum stað
„Dýraverndarmál eru ósjaldan við-
kvæm mál, sem flestum þykir betra
að þurfa ekki að koma nærri. Við
dýralæknar megum hvorki né get-
um látið þau afskiptalaus. Við verð-
um að vera virkir málsvarar dýra.
Sökum menntunar okkar og
ábyrgðar höfum við betri aðstöðu
en flestir aðrir til að láta gott af
okkur Ieiða á þessu sviði.“
Orð að sönnu. En með úrelt dýra-
verndarlög að bakhjarli verður oft
lítið að gert.
Búskaparhættir hafa breyst mik-
ið hérlendis undanfarin ár. Búin
hafa stækkað og farið'er að halda
dýmm föngnum í búram i stómm
stíl. Þá hefur dýrahald í þéttbýli
aukist og haldnar eru dýrasýning-
ar. Eins er keppni með dýr orðin
algengari og farið að gæta atvinnu-
mennsku í hestamennsku og hunda-
.rgskt. Samfara þessu hefur yprslun,
með dýr aukist. Allt bendir því til
þess að þróunin hér stefni í sömu
átt og orðið hefur erlendis.
Engu að síður heyrir maður oft-
lega staðhæft að aðstæður hér á
landi séu allt aðrar og betri en er-
lendis.
Hitt er ef til vill alvarlegra, en
það er viðhorf íslendinga til dýra-
verndar. Hvað gekk læknunum
norður á Akureyri til um árið þegar
þeir gerðu tilraun til að græða fót-
brotið á Snældu-Blesa? Hvað rétt-
lætti það að flytja hestinn fram og
til baka í myndatökur og halda
honum bundnum á bás svo vikum
og mánuðum skipti? Hvers vegna
var hann ekki lagður inn á Fjórð-
ungssjúkrahúsið og negldur? Þjóðin
gat vart orðið bundist af hrifningu
yfir þessu og Þorkell Bjarnason
hrossaræktarráðunautur BÍ virðist
hafa tapað sjónum á aðalatriði
þessa máls er hann segir svo í
Fi-ey, desember 1985: „Samvisku-
semi eigandans og fórnfýsi við hest-
inn er einstök saga og fögur, sem
á sér varla hliðstæðu.“
Ósjaldan þurfa dýralæknar að
aflífa sjúk dýr. Oft em um nytjadýr
að ræða þar sem ekki svarar kostn-
aði fyrir eigandann að leggja út í
dýrar læknisaðgerðir. En oft er
einnig um að ræða hesta og gælu-
dýr þar sem börn eða unglingar
eiga hlut að máli og í engu skortir
á samviskusemi og fómfýsi eigand-
ans.
Fjölmargar ástæður geta legið
að baki ákvörðunum dýralækna um
aflífun sjúkra og slasaðra dýra og
þó svo að oft sé grátið sáran fæst
oftast að lokum skilningur á því
að líknardauði hafí verið hið eina
rétta. En hvað gekk Gunnari Bjarn-
asyni fyrrv. hrossaræktarráðunauti
BI til í viðtali við fréttastofu Stöðv-
ar 2 í fyrravetur þegar leitað var
eftir áliti hans á því að tveir hestar
höfðu drepist sömu nóttina í flutn-
ingi og hann svaraði að slíkt væri
ekkert tiltökumál?
Alltof mörg slys verða á hestum
í flutningi hérlendis, það vita dýra-
læknar manna best. Þá má geta
þess að ársþing LH 1987 sendi frá
sér erindi til yfirdýralæknis um úr-
bætur í þessum málum án þess að
hafa erindi sem erfiði. Félag hrossa-
bænda hefur sent hross svo skiptir
hundruðum með skipum til slátrun-
ar erlendis og engum þykir athuga-
vert. Á liðnu hausti ítrekaði breska
dýralæknafélagið áralanga and-
stöðu sína við að flytja dýr langa
vegu til slátrunar og krafðist þess
að dýrum væri lógað sem næst sín-
um heimahögum. Þessum flutning-
um hefur að vísu verið hætt í bili
hérlendis, en ekki sökum dýra-
verndarsjónarmiða heldur hins, að
þeir þóttu ekki svara kostnaði!
Nýlega var samin reglugerð um
búrhænsni sem hænsnabændur
hafa hingað til helst ekkert viljað
vita af og draga í efa að lagastoð
sé fyrir henni. Oft má heyra fjöl-
miðlafólk spyija þegar rætt er um
hagræðingu í landbúnaði hvort lyk-
ilorðið sé ekki að stækka búin.
Mýmörg fleiri dæmi má nefna því
til sannindamerkis hversu algert
tómlæti ríkir hérlendis um dýra-
vemd.
Fyrir nokkm las ég viðtal við
nýskipaðan yfírdýralækni í Noregi
í þarlendu bændablaði. Þar segir
hann m,a. að hann telji það eitt af
sínum brýnustu verkefnum að sinna
dýravemd, þannig að tillit sé jafnt
tekið til velferðar dýranna og af-
komu bænda. Á sumri komanda
hittast norrænir dýralæknar í Osló
þar sem þeir ræða dýravemd í rúma
viku. Þar mun Páll Agnar Pálsson
fyrrv. yfirdýralæknir flytja erindi
og verður fróðiegt að fylgjast með
því þegar hann kynnir starfsbræðr-
um okkar á hinum Norðurlöndun-
um, sem margir hveijir em for-
göngumenn um dýravernd, hversu
myndarlega við íslendingar höfum
staðið að þessum málum.
Höfnndur er dýralæknir.