Morgunblaðið - 08.05.1990, Side 19

Morgunblaðið - 08.05.1990, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990 19 ÉG Á FISKINN eftir Grím Karlsson Sú skoðun er orðin almenn að enginn atvinnurekstur þrífist orðið á Suðurnesjum, nema þá kannski í höndum útlendinga. Allt virðist hægt að rífa af þessu pólitíska einskismanns svæði, nema það varði beinlínis milliríkjamál. Það hefur haft hin verstu áhrif í seinni tíð, að Suðurnesjamenn eru hafðir í kjördæmi með úthverfum Reykjavíkur, hringinn í kring um borgina. En svo er Reykjavík, eins og allir vita, sérkjördæmi í miðju. Þingmenn Reykjaneskjördæmis virðast eiga nokkuð örugg sæti, þótt með afskiptaleysi leggist at- vinnulífið á Suðurnesjum í rúst. Kjörfylgi þeirra er þá í úthverfi Reykjavíkur að miklu leyti, og at- kvæðin stunda vinnu í öðru kjör- dæmi, þ.e. að segja í Reykjavík. Þetta hefur haft þau áhrif að í reynd erum við Suðurnesjamenn þingmannslausir og höfum verið allt of lengi. Menn ættu ekki að láta illa gerð- ar tölur um atvinnuleysi á Suður- nesjum blekkja sig. Sannleikurinn er sá að fjöldi Suðurnesjamanna er á fiskiskipum og í atvinnu út um allt land. Þetta er ástand sem getur ekki varað til langframa, það hljóta allir að sjá. Þið stjórnmálamenn sem horfið yfir verksummerkin í stærstu bæj- um Suðurnesja hljótið að sjá að sjávarútvegurinn er í rúst. Ef að þetta á að vera viðvarandi verður eitthvað að koma í staðinn fyrir það sem tekið hefur verið í burtu. Suðurnesin eru sýnishorn af því sem gerist hvar sem er á landinu þegar ríkið fer að ráðskast með kvótann, ég tala nú ekki um ef þeir fengju að selja hann óveiddan til hæstbjóðanda. Margir leita leiða til tekjuöflunar fyrir ríkið og þá um leið til skatta- lækkunar til sín og annarra. Virðist þeim efst í huga kvótasala á óveidd- um fiski til hæstbjóðanda. Til þess að lækka skatta þarf að lækka tekjur eða draga saman hjá því opinbera. Það eru engar aðrar leiðir til. Fyrri leiðina vill enginn fara. Seinni leiðina er af skiljanleg- um ástæðum ágreiningur um. Eða hvernig getui' sá sem nýtur bt'áð- nauðsynlegrat- þjónustu, óskað eftir því að hún sé af honum tekin eða getur opinber starfsmaður óskað eftir því að verða rekinn? Það er fullkomlega eðlilegt að menn leiti leiða og ræði þessi mál fram og aftur, en sala veiðileyfa á vegum ríkisins er ekki lausnin og raunar stórháskaleg tillaga, nema þjóðin sé að undirbúa flutning af landi brott. Þótt hver íslendingur fengi til að bytja með ávísun frá EB, því þegar menn tala um hæst- bjóðanda þá er það EB sem rætt er um, því enginn býður betur í fyrstu, en þegar þessar þjóðir í EB sem eru þekktar hér fyrir rányrkju og veiðiþjófnað, hafa eyðilagt fiski- rniðin, hvað þá? Þá hirða þeir af okkur fallvötnin og landið og er þessu þá ekki lokið? í allri þeirri umræðu sem verið hefur um sjávarafla og kvótamál vii'ðist enginn hafa skoðun á því hver réttur sjómanna er. Þessir sex þúsund menn sem hafa það að ævistarfi að vera úti á hafi við veið- ar, hafa aflað sér reynslu, þekking- ar, og lögboðinna réttinda. Af hvaða ástæðum láta þeir sem fjalla um kvótamál eins og sjómannastétt íslendinga sé ekki til og hafi þá lík- lega aldrei verið til, og ég trúi því Grímur Karlsson „Það væri áfangi í rétta átt ef menn kæmust að samkomulagi um að banna alla kvótasölu á óveiddum fiski og ómerkja ráðstafanir sem gera einstaka byggðarlög bjargar- laus vegna kvótaleys- is.“ ekki, að sjómenn láti bjóða sét- til lengdar upp á aðra eins niðurlæg- ingu. Eða eru sjómenn sáttir við að vera teknir fastir sem sakamenn er þeir stunda tómstundaveiðar á smábátum að afloknu ævistarfi, eða veiða sér í soðið. Slíkum málum vet'ða sjómannasamtökin að vísa til mannréttindadómstóla, ef af verður (sbr. kvótafrumvarp). Kvótamálið er ekki mál sem hægt er að afgreiða í eitt skipti fyrir öll. Það er mál sem þarf stöð- uga athugun. Það væri áfangi í rétta átt ef menn kæmust að samkomulagi um að banna alla kvótasölu á óveiddum fiski og ómerkja ráðstafanir sem gera einstaka byggðarlög bjargar- laus vegna kvótaleysis. Tilfærsla á kvóta getur verið nauðsynleg og hagkvæm, en kvóta- sala er tilbúinn aukakostnaður sem skilar engu öðru. Leiðrétta þarf smábátamörkin í u.þ.b. 30 til 50 rúmlestir í stað þess að elta ólar við bókstaflega allt sem flýtur. Fiskistofnunum stafar ekki hætta af smábátum. Ef mörkin væru hækkuð í 30 til 50 rúmlestir myndu þeir sem vilja geta slegið sér saman um öruggari fleytu í stað þess að róa einir á smáskeljum, sem þá myndu fækka. Kvótamálið er og verður alltaf vandræðamál sem þarf að leysa hægt eftir hendinni og að fenginni reynslu og aðstæðum hvetju sinni. Höfutidur er skipstjóri í Njarðvík. Chevro/et Monza 1988og 1989 3ARA ABYRGÐ og greiðslutíminn jafnvelenn /engri. 3 BÍIAR 1988 módel, sjálfskiptir, 2000 vél, kr. 840.000- 1989 módel, beinskiptir, 1800 vél, kr. 895.000,— BIIAR 3 BÍLAR 1989 módel, sjáltskiptir, 2000 vél, kr. 986.000,- 1989módel, Classic. Sjálfskiptir, 2000 vél, útvarp og segulband, rafstýrðar rúður og speglar, rafmagnslœsingar, veltistýri, kr. 1. 135.000,- BÍLAR 4 ALLIR BÍLARNIR ERU FRAMDRIFNIR OG MEÐ AFLSTÝRI. Komdu í bílasalinn okkar að Höfðabakka 9 í Reykjavík og taktu fjölskylduna með svo hún geti prófað bílinn með þér. — —r SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFELAGA Öll verð eru siaögreiðsluverð. Bílarnir eru ryðvarðir og skráðir. HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVIK SIMI 91 -670000 og 674300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.