Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990
Rætt við sjómenn í Eyjafirði:
„Það er örugglega allt
of miklu hent af fiski“
Það er sérstætt í brúnni hjá Gunnþóri á Sænesi að hann er með
þrekhjól sem hann notar daglega og hjólar 5-10 kílómetra í
brúnni daglega í hveijum róðri.
Það eru ærið deildar mein-
ingar um það hvort afla sé
hent í einhverjum mæli frá
íslenska skipaflotanum, en í
vetur birti Kristinn Pétursson
alþingismaður niðurstöður úr
skoðanakönnun sem hann lét
gera meðal sjómanna og þar
kom í ljós að verulegu magni
er hent af veiddum fiski á flot-
anum. Morgunblaðið ræddi við
sjómenn við Eyjafjörð fyrir
skömmu um þessi mál og kom
í Ijós í þeim viðræðum að víða
virðist pottur vera brotinn í
þessum efnum.
Fyrstu upplýsingarnar komu
reyndar í spjalli við nemendur í
Háskólanum á Akureyri. Þessir
nemendur voru að vinna við að
innrétta húsnæði fyrir sjavarút-
vegsbraut Háskólans á Akureyri
og einn þeirra kvað fast að orði
þegar hann sagði að það væri
hreint ótrúlegt hvernig sumir
togaraskipstjóramir móðuðust
við í smáfiskadrápinu. „Ég hef
verið á tveimur togumm á
skömmum tíma,“ sagði háskóla-
stúdentinn, „og trekk í trekk
fengu þeir allt upp í 35 tonna
höl án þess að það væri hægt
að koma hníf í fiskinn vegna
smæðar og öllu var hent. Samt
móuðust þeir við.“ Ánnar hafði
á orði að afi sinn hefði farið út
á Pollinn á Akureyri eitt kvöldið
á trilluhorninu. Hann hefði komið
með 3 fiska að landi, en hent 20
vegna smæðar. Þegar hér var
komið sögu var Halldóri Blöndal
alþingismanni ekki farið að lítast
á málin, en hann var þarna stadd-
ur að kynna sér gang mála í
Háskólanum. Það varð úr að
Halldór slóst í för með blaða-
manni út á Dalvík og Árskógs-
sand til þess að hitta menn að
máli.
Smæsta hlutanum af fiski
er yfirleitt hent
„Þessi niðurstaða í könnun
Kristins Péturssonar alþingis-
manns, að hent sé um 15% af
afla fiskiskipaflotans kemur mér
jafn mikið á óvart og mörgum
öðrum,“ sagði Snorri Snorrason
skipstjóri á togaranum Dalborgu
frá Dalvík. „Eg þekki þetta ekki
á öðrum skipum, en svona er
ekki unnið á mínu skipi og ég
held að þetta sé alveg fáránlegt.
Ég veit satt að segja ekki hvaða
framsóknarmennska það er í
Kristni að fara út í þetta,“ sagði
Snorri. „En auðvitað er margt í
þessu,“ hélt hann áfram, „það
þekkja allir að smæsta hlutanum
af fiski er yfírleitt fleygt og ég
held að mönnum sé afskaplega
illa við að veiða þar sem henda
þarf miklu af fiski. Við hirðum
þann fisk sem eðlilegt er að hirða
og ég held að það sé búið að
blása þetta upp af mörgum aðil-
um, því það er af og frá að mínu
mati að um 15% af þorskaflanum
sé fleygt. Það kemur fyrir í ein-
staka hali að þriðjungur fer fyrir
borð, en það eru undantekning-
arnar. Talaðu við skipstjórann á
Guðbjörgu, hann fær aldrei smá-
fisk og enginn þorir að nefna
þetta mál við frystitogarana
vegna ótta við það hvernig þeir
myndu bregðast við, en ef þessi
fiskur væri eðlilega verðlagður
þá kæmu menn með hann að
landi. Á Gylli var það tekið upp
að sjómennirnir máttu eiga smá-
fiskinn óskiptan og þá komu þeir
með 70 tonn yfir árið, en höfðu
Snorri Snorrason á Dalborgu.
Gylfí Baldvinsson á Heiðrúnu.
aldrei fengið bröndu áður af
smáu. Vandamálið er hins vegar
það að kerfíð í fiskveiðistjórnun-
inni er ónýtt og skyndilokanirnar
þjóna engum tilgangi. Kvótakerf-
ið er reyndar eitt alsheijar rugl
frá upphafi til enda og verst er
verslunin með kvótann. Það er
mín skoðun að frystitogararnir á
íslandi séu eitt allsheijar slys,
en það þarf svo sem ekki frysti-
togara tii. Einu sinni lenti ég í
því að 30% af mínum afla var
algjör smáfískur og þá var mér
nóg boðið og keyrði burt, en ég
get ekki neitað því að allur flot-
inn varð eftir.“
Kerfið kallar á að fiski
sé hent
Gunnþór Sveinbjörnsson á
Sænesi var að ljúka við að landa
á Dalvík þegar Morgunblaðið
mætti um borð. „Það er örugg-
lega allt of miklu hent af fiski,“
svaraði hann umbúðalaust, „bæði
af þorski og fleiri tegundum, en
ég held að það sé alveg Ijóst að
það er mest hent af smáfíski frá
togurunum og trollbátum. Ég
veit satt að segja ekki hvað er
til ráða, en ef til vill væri það
hvetjandi fyrir sjómenn að hirða
þennan físk ef meira fengist fyr-
ir hann. Ég hef oft verið með í
því að standa við lensopið á tog-
urum og trollbátum og hirða einn
og einn ætan fisk, en það viður-
kenna fáir skipstjórar að það sé
hent físki frá sér. Ég held að það
hljóti að vera erfítt að fá að vita
hve miklu er hent, en ég er sann-
færður um að það er hent allt
of miklu. Að sumu leíti er það
vel skiljanlegt, því kerfí eins og
það sem við búum við kallar á
þetta. Menn eru ekkert að koma
með það að landi sem þeir fá lítið
fyrir og er tekið með í kvóta jafn-
Sigurður Konráðsson á Sær-
únu.
vel þótt smáfískurinn vegi aðeins
einn þriðja í kvóta. Það þarf að
finna þessu farveg þannig að það
sé ekki lífsspursmál fyrir menn
að henda fiski. Það segir líka
sína sögu hve það gengur illa að
fá menn til þess að hirða lifur,
þeir segjast fá of lítið fyrir hráef-
nið fyrir of mikla vinnu, en samt
eru þetta ómæld verðmæti sem
menn slugsa við. Það er klárt að
það mætti taka á ansi mörgum
þáttum í þessu máli, ef menn
hefðu þrek og þor til þess að
taka af skarið. Þetta er ekki ein-
leikið. Á skuttogaranum Björgvin
hafa menn viðurkennt að hafa
hent helling af ýsu fyrir borð,
en svo dæmi sé nefnt þá fer ekki
einn einasti fiskur út fyrir hjá
Herði á Guðbjarti, að þeirra eigin
sögn.“
Ingvar Guðmundsson á Arn-
þóri.
í ákveðnum
byggðarlögum og á
smærri bátum
„Það er erfitt að dæma um
þetta, en þó held ég að menn á
smærri bátum og í vissum byggð-
arlögum hendi dauðum fiski fyrir
borð vegna þess að þetta kerfi
býður upp á það,“ sagði Gylfi
Balvinsson á Heiðrúnu frá Ár-
skógssandi. „Ég veit ekki hvað
miklu er hent af smáfíski hjá
togurunum sérstaklega, en óhjá-
kvæmilega veiðist alltaf eitthvað
með. Ég þori þó lítið að segja
um þetta í heildina, það er erfitt
að dæma aðra, en þó held ég að
þeir geri þetta talsvert á Snæ-
fellsnesinu og einnig til dæmis
Grímseyingarnir á litlu bátun-
um.“
Það er mannlegur breisk-
ieiki í þessu öllu
„Ég held að þetta sé töluvert
vandamál hjá mörgum,“ sagði
Sigurður Konráðsson á Særúnu
frá Árskógssandi um það hvort
afla sé hent frá fiskiskipum.
„Þetta er ekki vandamál hjá okk-
ur því við höfum ekki einu sinni
náð kvótanum. Ég hirði ufsa af
því að ég á nóg eftir af ufsa, en
maður sér slóð af ufsa frá mörg-
um öðrum bátum. Þeir fá ef til
vill eitt og hálft tonn af verðiaus-
um smáufsa, eða 14 kr kílóið og
tapa tonni af þorski ef þeir koma
með ufsann í land. Þetta gengur
auðvitað ekki. Ég held að kerfið
bjóði upp á það að þetta sé veru-
legt vandamál. Ég veit að vísu
aðeins það sem aðrir sjómenn
segja mér og ég trúi þeim þegar
þeir segja mér að verulegu magni
af fiski sé hent fyrir borð þótt
öllum beri saman um það mestu
sé hent hjá frystitogurunum þeg-
ar ekki er verið að vinna þá línu
sem hentar í vinnslunni. Maður
á frystitogara sagði mér að þeir
hefðu til dæmis hent öllum
steinbít, keilu og fleiri tegundum,
sem ekki væri vani að hirða.
Þetta sýnir að það er mikil óstjórn
á þessu, það er ekkert vafamál.
Menn spyija hvað sé til ráða og
því miður get ég ekki gert mér
grein fyrir því, en þetta er vanda-
mál sem er fyrir hendi og þótt
það sé feimnismál hjá mörgum
að tala um það þá verður skyn-
semin að ráða til lengdar. Marg-
ir eru þó í vanda sem þeir ráða
ekki við, til dæmis ef þeir hafa
leyfi til þess að veiða mjög tak-
markað magn af fiski, hvað eiga
þeir að gera við þá tegund þegar
hún veiðist áfram þótt kvótinn
sé uppurinn? Ég hef heyrt rosa-
legar sögur af því hve miklum
fiski sé hent t.d. á Akureyrinni
og Margréti hjá frændum mínum,
enda hef ég látið þá heyra það.
Það er mannlegur breiskleiki í
þessu öliu og veiðieftirlitið er vita
gagnslaust, verðmismununin í
kerfinu býður upp á misnotkun
og það er margt og margt. Það
er til dæmis alltaf verið að tala
um þorskígildi, en af hveiju er
ekki talað um verðgildi, það
myndi breyta mörgu.“
Maður verður að trúa
þótt ótrúlegt sé
Við Halldór Blöndal stukkum
um borð í Arnþór á Árskógsandi
þegar hann lagðist að bryggju
þar síðla kvölds, bryggju sem
borðleggjandi er að verður að
stækka hið fyrsta svo að hinn
glæsilegi skipakostur heima-
manna hafi viðundandi aðstöðu
og þurfi ekki að fljýja höfnina
þegar sá gállinn ar á veðurguð-
unum. Halldór hafði miklar
áhyggjur af því hve sjómennirnir
töluðu opinskátt um þetta við-
kvæma mál, en að sjálfsögðu
kom það alþingismanninum ekki
á óvart hve sjómenn eru hispurs-
lausir þótt viðkvæmt kunni að
vera gagnvart þeim sjálfum. Þó
hafði ég gaman af því þegar
Halldór var farinn að hlaupa um
borð í bátana á undan mér og
gauka því góðlátlega að skip-
stjórunum að það væri nú engin
ástæða. til þess að segja blaða-
manninum nein ósköp og auk
þess bætti hann því við í síðustu
bátunum að hann hefði fyrir al-
gjöra tilviljun slegist í för með
mér fyrr um daginn og baðst
þannig án orða undan allir
ábyrgð á blaðamanninum.
„Eg þekki lítjð þetta vanda-
mál,“ sagði Ingvar Guðmundsson
á Arnþóri, „því við erum á trolli,
en maður heyrir ljótar sögur frá
mönnum sem maður verður að
trúa þótt það sé oft ótrúlegt.
Flestar eru þær í sambandi við
togarana og því miður verð ég
að trúa að það sé eitthvað til í því.
Grein og myndir:
Árni Johnsen