Morgunblaðið - 08.05.1990, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990
stjómiiuii að falli?
Ósló. Frá Helge Sorensen, fréttarítara Morgunblaðsins.
NORSKA ríkisstjórnin getur fallið þá og þegar. Samþykkt sem gerð
var á landsfundi Hægriflokksins um Evrópubandalagið (EB) hefur vak-
ið óróa og áhyggjur í samstarfsflokki hans, Miðflokknum, og sett ríkis-
stjórnarsamstarfið í hættu. Leiðtogi Miðflokksins, Johan J. Jacobsen,
segir að samþykktin bijóti í bága við „Lysebu-yfírlýsinguna“ sem ríkis-
stjórnin grundvallar stefnu sína á. Hann krefst þess að Hægriflokkurinn
geri hreint fyrir sinum dyrum.
I samþykktinni segir meðal ann-
ars: „Landsfundur Hægriflokksins
telur að heildarhagsmunir norski}
þjóðarinnar krefjist þess að Noregur
gangi sem sem allra fyrst í Evrópu-
Vestur-Þýskaland:
Greitt fyrir
upplýsingar
um stríðs-
glæpamann
Vestur-Berlín. Reuter.
YFIRVÖLD í Vestur-Þýskalandi
greiddu rúmar 18 milljónir króna
fyrir upplýsingar um verustað
þýsks stríðsglæpamanns sem í
fyrri viku var fluttur frá Arg-
entínu til Vestur-Þýskalands.
Josef Schwammberger, sem var
yfirmaður í SS-sveitum nasista, var
handtekinn í Argentínu þar sem hann
hafði verið í felum í þijá áratugi.
Schwammberger, sem er 78 ára,
verður dreginn fyrir rétt í Stuttgart
í Vestur-Þýskalandi en hann er m.a.
talinn hafa borið ábyrgð á því að
5.000 gyðingar voru teknir af lífi auk
þess sem sannað þykir að hann hafi
sjálfur myrt fanga í utrýmingarbúð-
um nasista í Póllandi.
Alfred Streim, ríkissaksóknari
Vestur-Þýskalands í málefnum
stnðsglæpamanna, sagði í viðtali við
Reuters-fréttastofuna í gær að
ónefndum Argentínumanni hefðu
verið greiddar um 18 milljónir ísl.
kr. fyrir upplýsingar um dvalarstað
Schwammbergers. Væri þetta tíu
sinnum hærri upphæð en áður hefði
verið greidd fyrir slíkar upplýsingar.
bandalagið." Þá sagði Kaci Kullmann
Five, viðskiptaráðherra Noregs, á
flokksþinginu að líta bæri á viðræður
Fríverslunarbandalags Evrópu
(EFTA) við EB sem „áfanga“ á leið
Norðmanna inn í Evrópubandalagið.
„Ég er forviða á þessu orðalagi,"
segir Jacobsen. „Það sem í þessu
felst er að landsfundur Hægriflokks-
ins óskar þess að samsetningu ríkis-
stjórnarinnar verði breytt sem allra
fyrst og ríkisstjórn Syse segi af sér.“
Jacobsen bjóst við að forysta
Hægriflokksins gerði grein fyrir því
í gær hvernig túlka bæri samþykkt-
ina. Hann tekur fram að Miðflokkur-
inn óski eftir að núverandi ríkis-
stjórnarsamstarf haldi áfram, en
geti ekki látið sem ekkert sé vilji
landsfundur Hægriflokksins eitthvað
annað.
Reuter
Hrapaði ofan í íbúðahverfí
Flutningaflugvél af gerðinni DC-6 hrapaði ofan í íbúðahverfi í Guatemalaborg á laugardag. Bilun kom upp
í flugvélinni rétt eftir flugtak en ekki var skýrt í hveiju hún var fólgin. Þriggja manna bandarísk áhöfn
flugvélarinnar beið bana og einnig a.m.k. 13 manns sem voru í húsinu sem hún hrapaði niður á. Um borð
var fatnaður sem flytja átti til Miami í Flórída.
Framkvæmdastj órn EB tekur
samningsumboð til afgreiðslu
Framkvæmdastjórn Evrópu-
bandalagsins (EB) Ijallar í dag
um tillögu að samningsumboði
-vegna fyrirhugaðra samninga
við aðildarriki Fríverslunar-
bandalags Evrópu (EFTA). Ut-
anríkisráðherrar EB hvöttu
framkvæmdastjórnina á fúndi
sínum í Brussel í gær til að hraða
afgreiðslu tillögunnar en ætlunin
er að hún verði tekin fyrir á fúndi
utanríkisráðherranna 18.júní
n.k. Talsmaður EB sagði í sam-
tali við Morguflblaðið í gær að
framkvæmdastjómin hygðist af-
greiða tillöguna í dag.
Samkvæmt heimildum í Brussel
er ágreiningur innan framkvæmda-
stjórnarinnar um áherslur í tillög-
unni. Talið er líklegt að ítarlega
verði farið ofan í þau atriði sem
varða mótun sameiginlegra ákvarð-
ana og stjórn hins evrópska efna-
Gísl lýsir illri meðferð af hálfii mannræningja:
„Guði að þakka að ég slapp
lifandi úr þessu helvíti“
Washington. Reuter.
FRANK Reed, Bandaríkjamað-
urinn sem var sleppt úr haldi
mannræningja í Líbanon í
síðustu viku, sagði á blaða-
mannafúndi á sunnudag, að sér
hefði verið misþyrmt illilega er
hann reyndi tvisvar að flýja úr
haldi.
„í fyrra skiptið var ég ijóra daga
í helvíti og á bara Guði að þakka
að ég slapp þaðan lifandi, “ sagði
Reed er hann lýsti meðferðinni.
Hann segist ekki muna mikið hvað
gerðist en tveir aðrir gíslar sem
verið hefðu í næstu herbergjum
hefðu talið höggin. „Brian [Kenn-
anj taldist til að höggin hafi verið
rúmlega 200,“ sagði Reed. Mann-
ræningjamir fót-, nef-, kjálka- og
rifbeinsbrutu Reed en hann var
ekki af baki dottinn og gerði aðra
flóttatilraun tveimur dögum
seinna. Þá segist hann hafa verið
barinn með sovéskum Kalas-
hníkov-rifflum og hlotið nýrnask-
aða. Eftir það var hann settur í
einangrun og fékk að dúsa þar í
tvö ár en honum var rænt í septem-
ber 1986.
„Ykkur mun ekki líka það sem
ég ætla að segja núna,“ sagði Reed
af miklum þunga, „en það er skylda
[bandarískra og annarraj stjórn-
Reuter
Frank Reed á blaðamannafundinum í Washington þar sem hann
lýsti illri meðferð í höndum múslimskra mannræningja í Líbanon.
valda að semja við mannræningja."
15 Vesturlandabúar eru nú í haldi
í Líbanon.
Reed skýrði frá því að hann hefði
komið leynilegum skilaboðum frá
ræningjum sínum til George Bush
Bandaríkjaforseta. Hann sagðist
ekki hafa lesið bréfið. Reed er veik-
burða og sagðist þjást af blóðleysi
og næringarskorti. Sagðist hann
nær allan tímann sem hann var í
haldi hafa verið hlekkjaður við rúm
sitt eða miðstöðvarofn. Hefði hann
verið með bundið fyrir augun allan
tímann.
Robert Polhill, annar Banda-
ríkjamaður sem látinn vr laus úr
haldi í Líbanon skömmu á undan
Reed, var á blaðamannafundinum
og sagðist hvorki hafa sætt mis-
þyrmingum af hálfu þeirra sem
rændu honum né verið sveltur.
Reed sagði að almennt séð hefðu
mannræningjar, sem væru úr röð-
um múslima, gefið gíslum sínum
nóg að borða.
hagssvæðis (EES). Þess sé krafist
að einn aðili koTni fram fyrir hönd
allra EÉTA-ríkjanna í samningavið-
ræðunum í stað þess að fulltrúar
allra aðildarríkjaiina sex sitji fundi
og einn hafi orð fyrir þeim svo sem
átt hefur sér stað til þessa. Jafn-
framt hafa einstakir framkvæmda-
stjórar s.s. Manuel Marin,sem fer
með sjávarútvegsmál, lagt fram til-
lögur um að kveða fastar að orði
um einstök efnisatriði væntanlegra
samningaviðræðna. Marin hefur
lagt til að tekinn verði af allur vafi
um að EB muni ekki semja um
fríverslun með sjávarafurðir án þess
að floti bandalagsins fái veiðiheim-
ildir í fiskveiðilögsögum EFTA-
ríkja.
Talsmaður framkvæmdastjórn-
arinnar sagði að hugsanlega yrði
tillagan að samningsumboðinu ekki
afgreidd endanlega á fundinum í
dag vegna þess að ganga þyrfti frá
tæknilegum atriðum. Hún yrði þá
birt seinna í vikunni.
Á fundi utanríkisráðherra EB í
Brussel í gær lögðu Spánveijar til
að skipuð yrði nefnd stjórnmála-
manna sem fylgdist með væntan-
legum samningaviðræðum fram-
kvæmdastjómarinnar. Embættis-
menn í Brussel segja að ljóst sé að
samningaviðræðurnar verði erfiðar,
sérstaklega vegna krafna EFTA-
ríkjanna um sameiginlegar ákvarð-
anir og þess fjölda fyrirvara sem
EFTA-ríkin hafa sett fram vegna
þeirra reglna EB sem gilda eiga
um EES.
Bretland:
Rushdie hindrar bætt
samskipti við Irana
St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frí mannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins.
TVEIR aðstandcndur brezkra gísla í Líbanon lýstu því yfir um helgina
að rithöfundurinn Salman Rushdie kæmi í veg fyrir að brezkir gíslar
losnuðu úr prísundinni.
Aðstandendurnir frá Bretlandi
héldu á fund bandarísku gíslanna,
sem látnir hafa verið lausir, um sl.
helgi til að fá fregnir af ástvinum
sínum. Bandarísku gíslarnir hafa
vakið vonir um, að fleiri losni úr
prísundinni.
Pat McCarthy, faðir Johns Mac-
Carthys sem er í haldi í Líbanon,
sagði í The Mail on Sundays]. sunnu-
dag, að stjórnmálasamband væri
komið á á milli Bretlands og írans
og brezku gíslarnir hugsanlega laus-
ir úr haldi, hefði bókin Söngvar Sat-
ans ekki verið gefin út. Hann hvatti
höfundinn til að láta af áformum um
að gefa bókina út í pappírskilju.
David Waite, bróðir Terrys Wait-
es, sérlegs sendifulltrúa ensku bisk-
upakirkjunnar, sem er í haldi í Líban-
on, sagði í sjónvarpi um helgina, að
•hann -teldi-eðlilegt,- að-Rushdie-bæði-•
múhameðstrúarmenn afsökunar i
þeim sárindum, sem hann hefði vald
ið þeim, og hætti við að gefa bók
sína út í pappírskilju. Það væri nauð-
synlegt til að eðlileg samskipti hæf-
ust á milli írans og Bretlands.
í frétt í The Sunday Telegraph sl.
sunnudag kemur fram, að Penguin-
bókaútgáfan er alvarlega að hugsa
um að hætta við útgáfu á Söngvum
Satans í pappírskilju, en fyrirtækið
keypti útgáfuréttinn að bókinni bæði
í harðkilju og pappírskilju. Kostnaður
við aukna öryggisgæzlu við aðal-
stöðvar Penguin í Lundúnum hefur
étið upp allan hagnaðinn af útgáfu
harðkiljunnar. Fregnir af því, að tveir
brezku gíslanna, John McCarthy og
Brian Keenan, séu á lífi hefur aukið
þrýstinginn á útgáfufyrirtækið að
-hætta -við-paiipírskiljuútgáfuna. -
Noregur:
Verður EB-málið