Morgunblaðið - 08.05.1990, Síða 27

Morgunblaðið - 08.05.1990, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990 27 ' Morgunblaðið/Sverrir Vasílíj Bosíkov og María Gavrílova frá sjálfstjórnarsvæðinu Jak- útíu í Síberíu. Jakútar vilja aukið sjálfetæði „MUNURINN á landslaginu hér og heima er að jöklarnir ykkar eru á yfirborðinu en hjá okkur neðanjarðar," sagði María Gavrílova, doktor í landafræði og forstöðumaður sifrerastofiiun- ar sjálfstjórnarhéraðsins Jakútíu í austurhluta Síberíu í samtali við Morgunblaðið. María og eiginmaður hennar, Vasílij Bosíkov, aðstoðarmenntamálaráðherra landsins, komu hingað til lands í boði Alexöndru Kjuregej leikkonu sem einnig er Jakúti en hef- ur verið búsett hér á landi í allmörg ár. Hjónin sögðu að sjálf- stæðishugmyndir ættu ekki upp á pallborðið meðal Jakúta, sem eru um 300 þúsund, en settar hefðu verið fram kröfúr um að 30% tekna af gífúrlegum náttúruauðæfúm, sem grafin eru úr jörðu, féllu í hluta landsmanna. Jakútía er um 30 sinnum stærri en ísland og íbúar alls rúm millj- ón. Þar af eru nær tveir þriðju frá Evrópuhluta Sovétríkjanna, aðallega Rússar og Úkraínumenn. Frost fer ekki úr jörðu á sumrin nema efsta hluta jarðvegarins, algengt er að kuldinn fari niður í 70 gráður á celsíus. Atvinnulíf fer þó ekki úr skorðum, að sögn Bosíkovs keppist fólk bara enn meira við til að halda á sér hita! Á sumrin fer hitinn upp í 40 gráð- ur og landbúnaður, einkum kvikfj- árrækt, er verulegur, auk þess sem nokkur hveitirækt er stund- uð. Bosíkov er spurður um sambúð þjóðabrotanna. „Við höfum búið með Rússum í hálfa fjórðu öld og sambúðin hefur verið vandræða- laus,“ segir hann. Þau hjón eru sammála um að byltingin 1917 hafi orðið til að hraða framförum í Jakútíu en Sovétstjórnin lagði frá upphafi mikla áherslu á að þróa atvinnulíf norðursvæðanna og nýta auðlindir þeirra. Bosíkov sagði að allir væru læsir í landinu, menningarlíf stæði með miklum blóma, m.a. störfuðu fimm at- vinnuleikhús auk Ijölda áhuga- mannafélaga. Jakútar hafa ekki týnt niður tungu sinni sem er af tyrkneska málaflokknum og sjón- varpsstöð í höfuðborginni, Jak- útsk, með um 200 þúsund íbúa, sendir út á máli frumbyggjanna. Þau hjón stunduðu háskólanám í Moskvu og Leníngrad. Er þau voru spurð um sjálfstæðishreyf- ingar Eystrasaltsþjóða og fleiri þjóða ríkjasambandsins sögðu þau að aðstæður einstakra þjóða væru mjög mismunandi. „Eystrasalts- þjóðirnar voru svo miklu þróaðri en við. Landið okkar er að vísu stórt og auðugt frá náttúrunnar hendi en það er umlukið Rúss- landi og Norður-íshafmu. Við verðum að eiga góða samvinnu við Rússa en við viljum að Jak- útía verði sérstakt Sovétlýðveldi," sagði María. „Núna er öllu efna- hagslífinu miðstýrt frá Moskvu, allar tekjur af vinnslu á gulli, demöntum, kolum og fleiri jarð- efnum renna í sameiginlegan sjóð ríkjasambandsins. Við viljum að 30% teknanna verði eftir í landinu og höfum sett fram kröfur um þetta, enginn þorði að nefna slíkt áður en perestrojka og glasnost komu til sögunnar." r ENN E R TÆKIFÆRI! Samvinnuferðir-Landsýn Reykjavfk: Auslurstræti 12, s. 91 -691010, Innanlandsferöir, s. 91 -691070, póstfax 91 -27796, telex 2241, Hótel Sögu viö Hagatorg, s. 91 -622277, póstfax 91 -623980. Akureyri: Skipagötu 14, s. 96-27200, póstfax 96-27588, telex 2195. BENIDORM17. MAÍ Á SÉRKIÖRIIM Þar sem mun færri komust í oriofsferðir aðildarfélaganna en vildu, hefur Samvinnuferðir-Landsýn í samráði við félögin skipulagt tveggja vikna ferð til Benidorm þann 17. maí n.k., á mjög hagstæðu verði! Félagsmönnum ASf, VR, BSRB, BHMR, KÍ, SÍB og Oriofsnefnd sjómanna býðst þetta einstaka tækifæri til að komast í sólina á Benidorm og kynnast töfrum Spánar, m.a. í skemmtilegum skoðunarferðum undir leiðsögn íslenskra fararstjóra. Ferðirnar verða seldar næstu daga á skrifstofum Samvinnuferða-Landsýnar og hjá umboðsmönnum. orrabraut 56, 2. hæð, bflastæði á bak við húsið. Meirihattar (í sam usi f ró kr. 300 r. 2.000 P.990 r. 9.990 ...írók r.5 ..... Peysur . 2.000 ENGIMARKAÐURINN, Snorrabraut 56. Opið daglega frá kl. 13.00 til Laugardaga frá kl. 10.00 til 16 HVÍTA HÚSID / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.