Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990 27 ' Morgunblaðið/Sverrir Vasílíj Bosíkov og María Gavrílova frá sjálfstjórnarsvæðinu Jak- útíu í Síberíu. Jakútar vilja aukið sjálfetæði „MUNURINN á landslaginu hér og heima er að jöklarnir ykkar eru á yfirborðinu en hjá okkur neðanjarðar," sagði María Gavrílova, doktor í landafræði og forstöðumaður sifrerastofiiun- ar sjálfstjórnarhéraðsins Jakútíu í austurhluta Síberíu í samtali við Morgunblaðið. María og eiginmaður hennar, Vasílij Bosíkov, aðstoðarmenntamálaráðherra landsins, komu hingað til lands í boði Alexöndru Kjuregej leikkonu sem einnig er Jakúti en hef- ur verið búsett hér á landi í allmörg ár. Hjónin sögðu að sjálf- stæðishugmyndir ættu ekki upp á pallborðið meðal Jakúta, sem eru um 300 þúsund, en settar hefðu verið fram kröfúr um að 30% tekna af gífúrlegum náttúruauðæfúm, sem grafin eru úr jörðu, féllu í hluta landsmanna. Jakútía er um 30 sinnum stærri en ísland og íbúar alls rúm millj- ón. Þar af eru nær tveir þriðju frá Evrópuhluta Sovétríkjanna, aðallega Rússar og Úkraínumenn. Frost fer ekki úr jörðu á sumrin nema efsta hluta jarðvegarins, algengt er að kuldinn fari niður í 70 gráður á celsíus. Atvinnulíf fer þó ekki úr skorðum, að sögn Bosíkovs keppist fólk bara enn meira við til að halda á sér hita! Á sumrin fer hitinn upp í 40 gráð- ur og landbúnaður, einkum kvikfj- árrækt, er verulegur, auk þess sem nokkur hveitirækt er stund- uð. Bosíkov er spurður um sambúð þjóðabrotanna. „Við höfum búið með Rússum í hálfa fjórðu öld og sambúðin hefur verið vandræða- laus,“ segir hann. Þau hjón eru sammála um að byltingin 1917 hafi orðið til að hraða framförum í Jakútíu en Sovétstjórnin lagði frá upphafi mikla áherslu á að þróa atvinnulíf norðursvæðanna og nýta auðlindir þeirra. Bosíkov sagði að allir væru læsir í landinu, menningarlíf stæði með miklum blóma, m.a. störfuðu fimm at- vinnuleikhús auk Ijölda áhuga- mannafélaga. Jakútar hafa ekki týnt niður tungu sinni sem er af tyrkneska málaflokknum og sjón- varpsstöð í höfuðborginni, Jak- útsk, með um 200 þúsund íbúa, sendir út á máli frumbyggjanna. Þau hjón stunduðu háskólanám í Moskvu og Leníngrad. Er þau voru spurð um sjálfstæðishreyf- ingar Eystrasaltsþjóða og fleiri þjóða ríkjasambandsins sögðu þau að aðstæður einstakra þjóða væru mjög mismunandi. „Eystrasalts- þjóðirnar voru svo miklu þróaðri en við. Landið okkar er að vísu stórt og auðugt frá náttúrunnar hendi en það er umlukið Rúss- landi og Norður-íshafmu. Við verðum að eiga góða samvinnu við Rússa en við viljum að Jak- útía verði sérstakt Sovétlýðveldi," sagði María. „Núna er öllu efna- hagslífinu miðstýrt frá Moskvu, allar tekjur af vinnslu á gulli, demöntum, kolum og fleiri jarð- efnum renna í sameiginlegan sjóð ríkjasambandsins. Við viljum að 30% teknanna verði eftir í landinu og höfum sett fram kröfur um þetta, enginn þorði að nefna slíkt áður en perestrojka og glasnost komu til sögunnar." r ENN E R TÆKIFÆRI! Samvinnuferðir-Landsýn Reykjavfk: Auslurstræti 12, s. 91 -691010, Innanlandsferöir, s. 91 -691070, póstfax 91 -27796, telex 2241, Hótel Sögu viö Hagatorg, s. 91 -622277, póstfax 91 -623980. Akureyri: Skipagötu 14, s. 96-27200, póstfax 96-27588, telex 2195. BENIDORM17. MAÍ Á SÉRKIÖRIIM Þar sem mun færri komust í oriofsferðir aðildarfélaganna en vildu, hefur Samvinnuferðir-Landsýn í samráði við félögin skipulagt tveggja vikna ferð til Benidorm þann 17. maí n.k., á mjög hagstæðu verði! Félagsmönnum ASf, VR, BSRB, BHMR, KÍ, SÍB og Oriofsnefnd sjómanna býðst þetta einstaka tækifæri til að komast í sólina á Benidorm og kynnast töfrum Spánar, m.a. í skemmtilegum skoðunarferðum undir leiðsögn íslenskra fararstjóra. Ferðirnar verða seldar næstu daga á skrifstofum Samvinnuferða-Landsýnar og hjá umboðsmönnum. orrabraut 56, 2. hæð, bflastæði á bak við húsið. Meirihattar (í sam usi f ró kr. 300 r. 2.000 P.990 r. 9.990 ...írók r.5 ..... Peysur . 2.000 ENGIMARKAÐURINN, Snorrabraut 56. Opið daglega frá kl. 13.00 til Laugardaga frá kl. 10.00 til 16 HVÍTA HÚSID / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.