Morgunblaðið - 08.05.1990, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI 1990
Brauðlengjur
Brauðlengjur með góðgæti. Frá vinstri skiriku-sveppa-, beikon-
osta- og kræklinga ofanálag.
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Brauðlengjur með ofanálagi
Það er hægt að kaupa tilbúna
botna, pbakaða t.d. „pitsu“ botna
en lítið mál er að búa þá til heima.
Uppskriftin sem hér fylgir með
gerir ráð fyrir þremur lengjum
en auðvitað getur brauðið haft
hvetja þá lögun sem hentar.
Á fyrrnefnda uppskrift er hægt
að setja mismunandi ofanálag og
bera fram með kaffi eða öli eftir
því hvað hentar hvetju sinni.
Deigið.
25 g þurrger
1 dl mjólk
2 egg
6 msk. olía
2 tsk. salt
300 g hveiti
Þurrgerið hrært út með volgri
mjólk, egg, olía, salt og hveiti
sett smám saman út í. Deigið
hnoðað saman og látið hefast í
um það bil 2 klst., þá hnoðað aft-
ur, skipt í þtjá hluta og flatt út.
Uppskriftin er ætluð fyrir 6-8
manns.
Ofanálag 1.
150 g skinka
150 g sveppir
smjör til að steikja úr
salt og pipar •
1 '/zdl tjómi
1 tsk. hveiti
2 msk. söxuð steinselja
Skinkan skorin smátt, rétt
brugðið í smjör á pönnu og sett
yfir deigið. Sveppirnir skornir í
sneiðar, settir á pönnuna, hveiti
stráð yfir, tjómanum hellt yfir og
rétt látið malla saman, bragðbætt
með salti og pipar. Steinselju stráð
yfir skinkubitana og sveppirnir
settir yfir lengjuna. Bakað í ofni
í 12-15 mín. við 225°C.
Ofanálag 2.
150 g beikon
1 meðalstór laukur
2 msk. kapers
1 paprika
1 dl rifinn ostur
Beikonið skorið í litla bita og
sett á þurra pönnu, laukur í sneið-
um settur út á og rétt látinn
mýkjast. Þetta er síðan sett jafnt
yfir lengjuna, kapers stráð yfir
og paprikusneiðar settar þar yfir.
Ostinum er svo stráð yfir þetta
allt og bakað í 12-15 mín. við
225°C.
Ofanálag 3.
1 dl ijómi
4 msk. tómatþykkni
200 g niðursoðnir kræklingar
1 dl fínt niðursneidd púrra
2 msk. saxaður graslaukur
nýmalaður pipar
1 dl rifinn ostur
Rjóminn er stífþeyttur, tómat-
þykkni hrært saman við og þessu
smurt á deigið þó ekki alveg út á
kantana. Vökvinn látinn síga vel
af kræklingunum og settir yfir
íjómann ásamt púrru og graslauk.
Nýmöluðum pipar stráð yfir og
að síðustu rifnum osti. Bakað við
225°C í 12-15 mín.
Breiðholtsbúar
Fundur í Bjórhöllinni,
Gerðubergi 1,
miðvikudagskvöldið 9. maí
kl. 20.30.
Ræðumenn:
Olína
Bjarni P.
Ólfna Þorvarðardóttirog Bjarni P. Magnússon.
Fundarstjórí:
Ragnheiður Davíðsdóttir.
Ríó tríó
skemmtirkl. 21.00.
Kosningaskrifstofan, Þingholtsstræti 1, s. 625525.
_________Brids______________
Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Breiðfirðinga
Annað kvöldið í hraðsveitakeppni
félagsins var fimmtudaginn 3. maí.
Þrettán sveitir taka þátt í þessari
keppni. Staða efstu sveita að loknum
tveimur kvöldum af þremur er þannig:
Óskar Þráinsson 957
Lárus Hermannsson 935
Dröfn Guðmundsdóttir 912
Þórir Sigursteinsson 910
Guðmundur Kr. Sigurðsson 883
Hæstu skor síðasta spilakvöld hlutu:
Óskar Þráinsson 517
Lárus Hermannsson 493
Ingibjörg Halldórsdóttir 462
Að lokinni hraðsveitakeppni félags-
ins verður iokakvöld félagsins Mitch-
ell-tvímenningur, þar sem spilað verður
til um kl. 22.00 og síðan verða veitt
verðlaun fyrir mót félagsins á þessu
spilaári.
Bridssamband Islands
Úrslit íslandsmótsins í tvímenningi
verða spiluð helgina 12.-13. maí. Spil-
aður verður barómeter, 4 spil milli para,
allir við alla. Tímasetning mótsins er
eftirfarandi: Spilamennska hefst laug-
ardaginn 12. maí kl. 12.00 og spilað
til um kl. 18.00. Aftur verður hafist
handa eftir matarhlé kl. 19.30 og spil-
að til um kl. 1.00 eftir miðnætti. Spila-
mennska hefst aftur sunnudaginn 13.
maí kl. 12.00 og spilað þar til mótinu
iýkur um kl. 18.30. Spilað verður á
Hótel Loftleiðum og góð aðstaða fyrir
áhorfendur.
Bikarkeppni BSÍ
Bikarkeppni Bridssambands íslands
1990 fer að hefjast og er skráning
hafin í síma BSI, 689360. Þátttöku-
gjald verður það sama og í fyrra eða
40 þús. krónur. Stefnt verður að því
að 80% af þátttökugjöldum verði greidd
aftur í ferðastyrki. Þátttökugjöldin
verða að greiðast í síðasta lagi 28.
maí. Fyrstu umferð á að vera lokið
fyrir 24. júní. Annarri umferð skal vera
lokið fyrir 29. júlí. Þriðju umferð skal
vera lokið fyrir 26. ágúst. Fjórðu um-
ferð skal vera lokið fyrir 23. septem-
ber. Undanúrslitin verða spiluð heigina
29.-30. september. Úrslit Bikarkeppn-
innar verða spiluð helgina 6.-7. október.
■ GENGIÐ hefur verið frá vali
frambjóðenda á framboðslista Fé-
lags áhugafólks um framtíðar-
uppbyggingu Reykhólahrepps og
er hann eftirfarandi: 1. Einar Haf-
liðason, bóndi. 2. Vilborg Guðna-
dóttir, þjóðfélagsfræðingur. 3. Jó-
hannes Geir Gíslason, bóndi. 4.
Karl Kristjánsson, bóndi. 5.
Málfríður Vilbergsdóttir, hús-
móðir. 6. Sólrún Ósk Gestsdóttir,
forstöðumaður. 7. Gunnbjörn Jó-
hannsson, verktaki. 8. Egill Sigur-
geirsson, nemi. 9. Halldóra Elín
Magnúsdóttir, verkamaður. 10.
Bergsveinn Reynisson, þang-
skurðarmaður. 11. Ingibjörg
Björgvinsdóttir, leiðbeinandi. 12.
Reinhard Reynisson, sveitarstjóri.
13. María Björk Reynisdóttir,
hjúkrunarfræðingur. 14. Áshildur
Vilhjálmsdóttir, húsmóðir.
■ SAMRÁDSHÓPUR fyrir
Grænt framboð hefur ákveðið lista
fyrir borgarstjórnarkosningarnar í
Reylyavík þann 27. maí 1990.
Efstu sæti listans skipa eftirfar-
andi: 1. Kjartan Jónsson, verslun-
armaður. 2. Óskar D. Ölafsson,
verkamaður. 3. Gunnar Vilhelms-
son, ljósmyndari. 4. Sigrún M.
Kristinsson, nemi. 5. Sigurður Þ.
Sveinsson, sölumaður. 6. Sigríður
E. Júlíusdóttir, nemi. 7. Metúsa-
lem Þórisson, markaðsstjóri. 8.
Guðmundur Þórarinsson, kvik-
myndagerðarmaður. 9. Árni Ing-
ólfsson, myndlistamaður. 10. Sig-
urður M. Grétarsson, endurskoð-
andi. 11. Anna M. Birgisdóttir,
afgreiðslustúlka. 12. Sigurður B.
Sigurðsson, forritari. 13. Þór Ö.
Víkingsson, verslunarmaður.
14. Guðrún Ólafsdóttir, nemi. 15.
Jón G. Davíðsson, nemi.
V^terkur og
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!