Morgunblaðið - 08.05.1990, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI 1990
45
borg: Sigríður fædd 1938, gift Guð-
mundi S. Jónssyni lækni. Margrét
fædd 1941, gift Ingólfi Árnasyni
viðskiptafræðingi. Matthildur fædd
1949. Hún var gift Jónasi Sveins-
syni hagfræðingi. Dæturnar starfa
allar við fyrirtæki föður síns.
Barnabörnin eru fímm og eitt
barnabarnabarn. Sigríður og Guð-
mundur eiga eina dóttur, Hrefnu,
sem er fædd 1964, og einn son,
Ingvar, sem er fæddur 1968. Þau
eru bæðj við háskólanám. Hrefna á
eina dóttur Sólbjörtu Ósk, fædda
árið 1987. Margrét og Ingólfur eiga
tvær dætur, Hrefnu, sem er fædd
1965 og stundar háskólanám, og
Ernu Vigdísi sem er fædd 1971 og
er við nám í fjöibrautaskóla. Hrefna
er gift Gísla Þór Gíslasyni rafiðn-
fræðingi fæddum 1961. Matthildur
á einn son, Svein, sem er fæddur
árið 1975.
Ingvar byrjaði fljótt að starfa í
fyrirtæki föður síns sem verslunar-
maður hjá versluninni Hemco í
Hafnarstræti, en faðir hans, Kjart-
an, var meðeigandi í því fyrirtæki.
Ingvar starfaði þar um langt skeið
eða á árunum 1928 til 1941. Á
stríðsárunum gerðist hann síðan
innflytjandi á byggingarefni og
sjálfstæður byggingarverktaki.
Hann var síðan sjálfstæður atvinnu-
rekandi með vöruinnflutning og
heildverslun á áranum 1942-1946
en á árinu 1946 keypti hann helm-
ingshiut í fyrirtækinu Vald. Poulsen
hf. en eigandi þess fyrirtækis,
Valdimar Poulsen, var þá nýlátinn.
Rak Ingvar síðan fyrirtækið ásamt
meðeigendum sínum og í góðri sam-
vinnu við þá sem forstjóri fyrirtæk-
isins allt fram til ársins 1963 en
þá keypti hann fyrirtækið og gerð-
ist einn eigandi þess. Hann rak
síðan fyrirtækið til dauðadags og
má segja að honum hafi tekist
rekstur þess ákaflega vel því fyrir-
tækið nýtur almenns trausts og
virðingar í sinni grein. Núverandi
framkvæmdastjóri fyrirtækisins er
tengdasonur Ingvars, Ingólfur
Árnason. Skömmu eftir að Ingvar
keypti fyrirtækið hóf hann bygg-
ingu stórhýsis á Suðurlandsbraut
10 sem hann lauk við á mjög
skömmum tíma. Flutti hann fyrir-
tækið síðan þangað með starfsemi
sína að nokkru til að byija með en
um tíma voru verslanirnar tvær,
bæði á Klapparstíg 29 og Suður-
landsbraut 10, en síðan fluttist öll
starfsemi fyrirtækisins á Suður-
landsbraut 10 og hefur verið þar
síðan. Vegna húsbyggingarinnar
stofnaði Ingvar fyrirtækið Ingvar
Kjartansson sf. sem á og rekur
þessa húseign. Eins og áður hefur
komið fram var Ingvar ákaflega
starfsamur maður og segja má með
sanni að þetta fyrirtæki sem var
að mestu leyti lífsstarf hans hafi
verið honum mjög kært. Fyrirtækið
er dæmigert fjölskyldufyrirtæki og
hefur verið rekið af alúð, eindrægni
og í góðri samvinnu fjölskyldunnar
frá upphafi.
Þótt Ingvar starfaði afar mikið
í fyrirtæki sínu allt fram á síðustu
ár meðan heilsan leyfði þá átti hann
sér þó sínar tómstundir ásamt konu
sinni og börnum og kom í þeim í
ijós hin mikla ást hans á náttúru
landsins. Hann stundaði á tímabili
hestamennsku en síðan laxveiðar
með vinum sínum á hveiju sumri á
meðan hann gat. Ingvar og Hrefna
ferðuðust mikið erlendis og þá yfir-
leitt í viðskiptaerindum. Þeim tókst
þá gjarnan að sameina starf og
hvíld. Slík ferðalög voru þeim yfir-
leitt mikilvæg hvíld frá miklum
önnum hér heima.
Ingvar var alla tíð hógvær og
fremur hlédrægur maður. Hann
tranaði sér aldrei fram. En vegna
þess trausts og virðingar sem hann
óhjákvæmilega ávann sér meðal
starfsbræðra sinna og annarra sam-
ferðamanna hlutu að falla í hans
hlut ýmis trúnaðarstörf. Hann var
formaður félags búsáhalda- og járn-
vörukaupmanna um árabil og einn-
ig var hann endurskoðandi í veiðifé-
lagi Elliðavatns í fjölda ára. Kaup-
mannasamtök íslands heiðruðu
Ingvar þ. 15. maí árið 1982 með
því að sæma hann gullmerki sam-
takanna. Það merki er veitt í þakk-
lætis- og virðingarskyni fyrir fórn-
fús og vel unnin störf í þágu stéttar-
innar eins og segir í skjali því sem
fylgir merkinu. Ingvar sinnti einnig
mörgum öðrum trúnaðarstörfum
sem ekki verða talin upp hér.
Eins og áður hefur komið fram
var Ingvar fyrst og fremst góður
fjölskyldufaðir sem hugsaði um
heill fjölskyldu sinnar framar öðru.
Hann var traustur atvinnurekandi
og vinnuveitandi og naut virðingar
þeirra sem hann skipti við. Hann
var annálaður fyrir heiðarleika.
Hann var ekki margmáll maður og
iðkaði ekki orðagjálfur en hann stóð
alltaf við orð sín. Orð hans voru
góð trygging hveijum þeim sem
hann þekkti. Ingvar var afar trúað-
ur maður og trúði á líf eftir dauð-
ann. Hann hræddist ekki dauðann
og ég hygg að dauðinn hafi verið
honum kærkominn nú í lok vegferð-
ar hans hér.
Nú þegar ég kveð kæran tengda-
föður með söknuði þá er mér mikið
þakklæti í huga. Þakklæti til þeirra
beggja hjóna fyrir einstaklega góða
sameiginlega vegferð um langt ára-
bil. Þau voru öllum sínum börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
sem bestu foreldrar og sköpuðu
heimili sem var ætíð eftirsótt skjól
þessarar fjölskyldu.
Ég bið nú þess að hinn hæsti
höfuðsmiður fylgi Ingvari á þeim
leiðum sem hann hefur nú lagt út
á og að hann fái nú að njóta þess
að hafa ætíð unnð verk sín hér í
jarðnesku lífi með kristilegu hugar-
fari.
Guðmundur S. Jónsson
meiri háttar
TMftÐ
stendur tri 12. mai
á kílóastykkjum af brauðostinum góða
Verð áður:
Kr.777.90 kflóið
Tflboðsverð:
kr. 661-
- kflóið
15% lækkun!
DREGIÐ í AUKALEIKNUM Á MORGUN
Takirðu þátt í Risahappdræfti Landssambands Hjálpar-
sveita skáta fyrir 1.000 kr. eða meira - tekurðu einnig
þátt í Aukaleiknum. Dreginn verður út vinningur, bifreið
af gerðinni Mitsubishi Colt 1300 GL, á hverjum miðviku-
degi uns dregið verður um
aðalvinningana þann 8.
júní. Mundu því að greiða
gíróseðilinn sem fyrst til
að eiga kost á aukavinn-
ingi i hverri viku!
ÍSk SPAKISJÓÐUR VÉLSTJÓRA
liefur ufstórhuf! stvrkt l>ctiu hup/Mlnvtti.
Björgum við þínu lífi nœst?
®| L ANDSSAMBAND
Ihjálparsveitaskáta
y