Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI 1990
55
I
I
I
I
I
I
I
I
I
3
f
1
É
f
I
4
Aðalfímdur Krabbameinsfélags Reykjavíkur:
Lýst stuðningi við reyk-
laust millilandaflug
Á aðalfundi Krabbameinsfélags Reykjavíkur sem haldinn var fyrir
nokkru var samþykkl ályktun þar sem m.a. er lýst eindregnum stuðn-
ingi við reyklaust millilandaQug og reyklausar sjúkrastofiianir og
hvatt til að öll hótel og veitingastaðir gefi gestum sínum kost á dvöl
í reyklausu umhverfi.
Fram kom í skýrslu stjórnar fyrir
liðið starfsár að félagið hefur unnið
að margvíslegum viðfangsefnum í
fræðslu- og forvarnarstarfi, bæði í
skólum og meðal almennings. Sér-
stök áhersla hefur sem fyrr verið
lögð á skipulagt tóbaksvarnastarf í
grunnskólum landsins. Samvinna er
við Krabbameinsfélag Akureyrar og
nágrennis um starfið í grunnskólum
á félagssvséði þess. í vetur stóðu
Krabbameinsfélag Reykjavíkur og
Tóbaksvarnanefnd sameiginlega að
verðlaunasamkeppnj meðal grunn-
skólanema um gerð myndefnis til
tóbaksvarna. Haldin var sýning á
hundrað úrvalsmyndum í Gerðubergi
og fleiri sýningar eru fyrirhugaðar.
Þá beitti félagið sér fyrir því með
héraðslæknum að könnun á reyking-
um grunnskólanema, sem gerð var
á vegum borgarlæknis í Reykjavík
í marslok, náði til alls landsins. Er
nú verið að vinna úr henni.
Félagið gaf út tvö ný fræðslurit
fyrir almenning á starfsárinu, um
leghálskrabbamein og krabbamein
hjá börnum. Að þeim meðtöldum eru
nú 17 fræðslurit félagsins í al-
mennri dreifingu og fjögur eru í
burðarliðnum. Ritin fást ókeypis á
heilsuverndarstöðvum um land allt
og í mörgum apótekum.
Félagið stóð fyrir eða tók þátt í
mörgum fræðslufundum, bæði fyrir
almenning og fagfólk, og beitti sér
fyrir fjölsóttri námstefnu um sorg
og aðstoð við dauðvona sjúklinga.
Það hélt mánaðarlega námskeið í
reykbindindi og veitti auk þess ein-
staklingum og hópum ráðgjöf í því
efni. Það tók þátt í að undirbúa þjðð-
arátak gegn krabbameini, m.a. með
því að gangast fyrir „opnu húsi“ í
Skógarhlíð 8.
I fyrra varð félagið fjörutíu ára
og minntist þess með ýmsum hætti,
m.a. með því að stofna sjóð í þeim
tilgangi að styrkja aðstandendur
krabbameinssjúklinga til að dveljast
með sjúklingum í Reykjavík meðan
þeir eru þar í rannsókn eða með-
ferð. I ljós hefur komið að veruleg
þörf er fyrir sh'kan stuðning. Hefur
félagið ákveðið að halda honum
áfram enn um sinn.
Nokkrir styrkir voru veittir ein-
staklingum og samtökum til að
sækja eða halda fundi og ráðstefnur
varðandi stefnumál félagsins. Meðal
þeirra sem hlutu slíka styrki voru
stuðningshópar krabbameinssjúkl-
inga.
Jón Þ. Hallgrímsson var endur-
kosinn formaður félagsins en aðrir
í stjórn eru Erla Einarsdóttir gjald-
keri, Ólafur Haraldsson aðstoðar-
sparisjóðsstjóri, Páll Gíslason yfir-
læknir, Sigríður Lister hjúkrunarfor-
stjóri, Sveinn Magnússon læknir og
Þórarinn Sveinsson yfirlæknir.
Framkvæmdastjóri Krabbameinsfé-
lags Reykjavíkur er Þorvarður Örn-
ólfsson. Félagsmenn eru um sautján
hundruð.
Eftirfarandi ályktanir voru sam-
þykktar á aðalfundinum:
1. Aðalfundur Krabbameinsfélags
Reykjavíkur, haldinn 9. apríl
1990, lýsir ánægju með þær við-
tökur sem „Þjóðarátak gegn
krabbameini 1990 — Til sigurs!"
fékk hjá þjóðinni. Sá ótvíræði
stuðningur sem málstaður
krabbameinssamtakanna hlaut
er mikilvægt veganesti í áfram-
haldandi baráttu með það fyrir
augum að sigrast á sjúkdómnum
þegar fram líða stundir.
2. Aðalfundur Krabbameinsfélags
Reykjavíkur, haldinn 9. apríl
1990, lýsir ánægju yfir að tóbaks-
sala og tóbaksneysla fer minnk-
andi í landinu og væntir þess að
hratt framhald verði á þeirri þró-
un. Fundurinn vísar til sjöunda
markmiðs í íslenskri heilbrigðisá-
ætlun og treystir því að Alþingi
og stjórnvöld stuðli einarðlega að
því með hertri löggjöf og öðrum
úrræðum að draga úr tóbaks-
neyslu og útrýma henni. Fundur-
inn lýsir eindregnum stuðningi
við ráðagerðir um reyklaust milli-
landaflug og reyklausar sjúkra-
stofnanir og hvetur til þess að
öll hótel og veitingastaðir fylgi
góðu fordæmi og gefi gestum
kost á dvöl í reyklausu umhverfi.
Samkór Mýramanna heldur vortónleika
brekku á föstudag.
félagsheimilinu Lyng-
■ SAMKÓK Mýramanna heldur
vortónleika í félagsheimilinu Lyng-
brekku, föstudaginn 11. maí nk.
Sérstakur gestur á tónleikunum
verður Þorrakórinn úr Dalasýslu.
Tónleikarnir hefjast kl. 21 og eru
allir velkomnir meðan húsrúm leyf-
ir. (Fréttatitkynning)
Þingmannanefiid um kjarnorkuvopnalaust svæði:
A
Oánægja með störf neftidar embættismanna
NORRÆNA þingmannaneftidin um kjarnorkuvopnalaust svæði á
Norðurlöndum hélt fund fimmtudaginn 19. apríl sl. í Kaupmanna-
höfti. Frá íslandi sóttu fúndinn Danfríður Skarphéðinsdóttir og Hjör-
leifur Guttormsson. I fréttatilkynningu um fundinn segir:
í tengslum við erindi tveggja
sérfræðinga, þeirra Erik Alfsen frá
Noregi og Jon Prawitz frá Svíþjóð,
var rætt um nýlega þróun öryggis-
mála varðandi Norðurlönd.
Formaður nefndarinnar, Anker
Jörgensen, gerði grein fyrir bréfa-
skiptum sem hann, fyrir hönd
nefndarinnar, hefur átt við danska
utanríkisráðherrann. í tveimur
bréfum til danska utanríkisráð-
herrans kemur fram að nefndin er
mjög óánægð með að embættis-
nefnd sú sem skipuð var af ríkis-
stjórnum innan Norðurlanda árið
1986 skuli enn ekki tilbúin með
niðurstöður rannsókna sinna og
mat á möguleikum þess að gera
samning um að Norðurlöndin verði
lýst kjarnorkuvopnalaust svæði.
Þar er það hafa hingað til verið
óskrifuð lög að Norðurlandaráð
fjalli ekki um öryggismál, telur
nefndin að mikilvægt skref hafi
verið stigið þegar Norðurlöndin
fimm ákváðu að athuga sameigin-
lega svo mikilvægt atriði á sviði
öryggismála. Þingmannanefndin
hefur í bréfum sínum tjáð danska
utanríkisráðherranum að það sé
með öllu óviðunandi að athugunum
embættismannanefndarinnar skuli
ekki lokið fyrir löngu þannig að
grundvöllur megi skapast fyrir
umræðu um málið í þjóðþingum
landanna. Það hefur varla verið
ætlunin að nota embættismanna-
nefnd, skipaða háttsettum embætt-
ismönnum, til að salta málið. Þing-
mannanefnclin ákvað á fundi sínum
19. apríl að ítreka þessa skoðun
sína með því að snúa sér nú til
utanríkisráðherra allra Norðurland-
anna.
Á fundi nefndarinnar í Kaup-
mannahöfn var einnig rætt um
áhuga Eystrasaltslandanna á kjarn-
orkuvopnalausu svæði á Norður-
löndum, spurninguna um öi’yggis-
mál og Norðurlandaráð, þíðuna
milli austurs og vesturs, hugmyndir
um brottflutning kjarnorkuvopna
frá hinu sameinaða Þýskalandi og
hernaðarumsvifin í höfunum, sem
enn virðast vaxandi þrátt fyrir hina
almennu slökun.
Nefndin mun halda áfram starfi
sínu með því að fylgjast með þróun
öryggismála á Norðurlöndunum.
Það er sameiginleg skoðun fulltrúa
í nefndinni að hugmyndin um kjarn-
orkuvopnalaust svæði á Norður-
löndum falli sérlega vel að þeirri
slökun sem nú á sér stað í Evrópu.
í ríkisstjórnum og á þjóðþingum
Noi-ðurlandanna hefur ofl komið
fram að kjarnorkuvopnalaust svæði
á Norðurlöndum beri að skoða í
evrópsku samhengi. Nefndin telur
að einmitt nú sé lag fyrir Norður-
löndin að leggja sitt af mörkum
með því að styðja og fylgja eftir
hugmyndinni um kjarnorkuvopna-
laust svæði á Norðurlöndum.
IMI
”TIME MANAGER STANDARD
Nú á tilboðsverði aðeins kr. 9.995 -
TILBOÐ 1.
Dagsyfirlit með dagsetningum (365 blöð fyrir
1990):
Fullt verð: 2.700 kr. TILBOÐSVERÐ 1.995 kr.
TILBOÐ 2.
Ársyfirlit, dagsyfirlit með dagsetningum (365
blöð fyrir 1990), vikuyfirlit með dagsetningum (52
blöð 1990). 18 mánaða dagbók (jan,—jún. '91)
Fullt verð 4.056 kr. TILBOÐSVERÐ: 2.995 kr.
Metsölublad á hverjum degi