Morgunblaðið - 09.05.1990, Side 1
48 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
103. tbl. 78.árg.____________________________________MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1990________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Gorbatsjov Sovétleiðtogi verst þrýstingi harðlínumanna og herforingja:
Tímabært að umbótastefiian
taki einnig til Rauða hersins
Vilnius, Moskvu. The Daily Telegraph, Reuter.
Sameining Þýskalands:
Tillögu Sovét-
manna hafiiað
Bonn. Reuter.
HELMUT Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands, hafnaði í gær þeirri
tillögu Sovétstjórnarinnar að
staða hins nýja Þýskalands í ör-
yggismálum Evrópu verði
ákvörðuð eftir að þýsku ríkin tvö
hafa sameinast.
Kanslarinn sagði að ríkisstjórn
V-Þýskalands væri á öndverðri skoð-
un. Áfram yrði stefnt að því að
ákvarðanir er vörðuðu sameiningu
ríkjanna, þ.á m. aðild Þýskalands að
Atlantshafsbandalaginu (NATO),
lægju fyrir í haust. Edúard Shev-
ardnadze, utanríkisráðherra Sov-
étríkjanna, sagði á laugardag að
Sovétmenn teldu ekki nauðsynlegt
að deila þessi yrði leidd til lykta
áður en þýsku ríkin sameinuðust.
Krafa Sovétstjórnarinnar er sú að
Þýskaland verði annaðhvort hlut-
laust ríki eða eigi aðild bæði að
NATO og Varsjárbandalaginu.
Einum kjarna-
oftii Dounreay-
versins lokað
Lundúnuni. The Daily Telegraph.
EINUM kjarnaofhinum í kjarn-
orkuverinu í Dounreay í Skot-
landi hefur verið lokað eftir að í
ljós kom að bráðinn natríum-
málmur hafði lekið úr kælikerfi
hans.
Talsmaður Dounreay sagði að lek-
ans í kælibúnaðinum hefði orðið
vart þann 26. fyrra mánaðar og
hefði þá verið slökkt á ofninum, sem
er frumgerð af kjarnaofni er nýtir
hraðfara nifteindir. Hann sagði lek-
ann hafa verið „smávægilegan" og
að geislavirk efni hefðu ekki sloppið
út. Lekinn hefði komið í ljós er reyk
lagði frá hitaskipti er leiðir hitann
yfir í þriðju 'rás kælibúnaðarins þar
sem vatn er notað en geislavirk efni
gætu aðeins sloppið út á fyrsta stigi
kælikerfisins.
MÍKHAIL S. Gorbatsjov, leiðtogi
sovéskra kommúnista, sagði í
ávarpi er hann flutti í gær að
tímabært væri að ráðamenn inn-
an hersins gerðu sér ljóst að
þeir gætu ekki hundsað umbóta-
stefiiu hans. Gorbatsjov lét þessi
orð falla er orðum skrýddir her-
foringjar og hetjur úr síðari
heimsstyrjöldinni komu saman
innan Kremlarmúra en þess
verður minnst í Sovétríkjunumn
í dag, iniðvikudag, að 45 ár eru
liðin fi-á uppgjöf Þjóðveija í
heimsstyrjöldinni síðari. Fyrr
um daginn hafði háttsettur sov-
éskur herforingi í Vilnius, höfuð-
borg Litháens, lýsti yfir því á
blaðamannafundi að svo kynni
að fara að herafli Sovétríkjanna
léti til sín taka færi spenna enn
vaxandi í landinu.
Líklegt þykir að Gorbatsjov sæti
nú vaxandi þiýstingi bæði af hálfu
herforingja og harðlínumanna um
að svara sjálfstæðiskröfum þjóð-
ernissinna í Sovétrikjunum af auk-
inni hörku. Sovétleiðtoginn vísaði
í ávarpi sínu á bug þeim kröfum
sem fram höfðu komið í máli ann-
arra ræðumanna að „and-sósíalísk
öfl“ yrðu barin niður í Sovétríkjun-
um. Þvert á móti væri óhjákvæmi-
legt að umbótastefnan tæki einnig
til herafla landsins. „Við erum óán-
ægðir með viðhorf stjórnenda hers-
ins, vitaskuld eru þeir ekki hafnir
yfir gagnrýni. Umbótastefnan
krefst þess að þetta verði tekið til
rækilegrar skoðunar."
Jazov, varnarmálaráðherra Sov-
étríkjanna, minnti í blaðaviðtali í
gær á „alþjóðlegt h.lutverk" Rauða
hersins en það orðalag var á árum
áður notað til að réttlæta hernaðar-
íhlutun Sovétríkjanna á erlendum
vettvangi. Þötti viðtalið til marks
um vaxandi ágreining milli forýstu-
sveitar kommúnistaflokksins og
yfirmanna Rauða hersins um
hvernig brugðist skuli við sjálf-
stæðiskröfum þjóðernissinna í Sov-
étríkjunum. Mikil hersýning fer
fram á Rauða torginu í miðborg
Moskvu í dag, miðvikudag, í tilefni
þess að 45 ár eru liðin frá uppgjöf
Þjóðverja í heimsstyijöldinni síðari
en þessara tímamóta var minnst á
Vesturlöndum í gær.
Næstæðsti yfirmaður Rauða
hersins í Vilnius, höfuðborg Lithá-
ens, sagði á fundi með blaðamönn-
um í gær að herinn myndi grípa í
taumana færi spenna enn vaxandi
í landinu. Kröfur í þá veru yrðu
sífellt háværari í röðum hermanna
sem orðið hefðu fyrir árásum þjóð-
ernissinna. Lét herforinginn að því
liggja að hermenn væru ósattir við
viðbrögð Gorbatsjovs við sjálfstæð-
isyfírlýsingu Litháa og hvatti til
þess að landið yrði hið fyrsta fært
beint undir stjórn Sovétleiðtogans,
á þann hátt yrði unnt að „afstýra
blóðbaði í Litháen". Samkvæmt
breytingum þeim sem nýverið voru
gerðar á stjórnarskrá Sovétríkj-
anna getur Gorbatsjov tekið sér
alræðisvald í einstökum lýðveldum
í krafti embættis forseta.
Sjá frétt á bls. 20.
Viðræður EFTA og Evrópubandalagsins:
Framkvæmdastj óm EBsam-
þykkir tillögu um umboð
FRAMKVÆMDASTJÖRN Evrópubandalagsins (EB) afgreiddi í
gær tillögu til ráðherrafundar EB um umboð til formlegra samn-
inga við Fríverslunarbandalag Evrópu (EFTA). Tillagan verður
lögð fyrir fund utanríkisráðherra EB 18. júní og náist samkomu-
lag um afgreiðslu hennar þá gætu formlegar samningaviðræður
hafist í lok júní eða byrjun júlí. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra sagði að í umboðinu væri haldið opnum þeim mögu-
leika að tekið yrði sérstakt tillit til hagsmuna íslendinga.
Erfiðlega hefur gengið að af-
greiða umboðið vegna ágreinings
um áherslur innan framkvæmda-
stjórnarinnar. Hluti fram-
kvæmdastjóranna vildi taka af
allan vafa um óskertan sjálfs-
ákvörðunarrétt EB jafnfram því
að þeir voru ósáttir við þann fjölda
fyrirvara sem EFTA-ríkin hafa
sett við lagagrunn EB. Sam-
kvæmt heimildum í Brussel af-
greiddi framkvæmdastjórnin til-
löguna þegar helstu ágreinings-
efnin höfðu verið jöfnuð. Frans
Andriessen.sem fer með utanrík-
ismál innan framkvæmdastjórn-
arinnar, var falið að ganga endan-
lega frá tillögunni sem síðan verð-
ur send ráðherraráðinu til af-
greiðslu. Sænska vikuritið Fin-
anstidningen sagði í gær að í til-
lögunni legðu framkvæmdastjór-
arnir til að stefnt yrði að sameig-
inlegu tollabandalagi EFTA og
EB með samningunum um evr-
ópska efnahagssvæðið jafnframt
því sem EB krefðist trygginga
fyrir því að eftirlit með sam-
keppni innan EFTA yrði virkt.
I fréttum Reuters-fréttastof-
unnar frá Brussel í gær-sagði að
því væri spáð að samningaviðræð-
ur bandalaganna tveggja ættu
eftir að reynast erfiðar og að sum-
ir stjórnarerindrekar þar í borg
teldu þær dæmdar til að mistak-
ast. Því kynna að fara svo að
fleiri EFTÁ-ríki færu að dæmi
Austurríkismanna og sæktu um
aðild að EB.
Jón Baldvin Hannibalsson sagði
í samtali við Morgunblaðið að
hann teldi umboðið viðunandi með
tilliti til hagsmuna Islendinga í
væntanlegum viðræðum banda-
laganna.
Hann sagði að orðalag samn-
ingsumboðsins yrði tekið til um-
ræðu í utanríkismálanefnd Evr-
ópuþingsins og næðist ekki sam-
staða þar yrði samkomulaginu
vísað til þingheims.
Sjá frétt á miðopnu.