Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAI 1990 31 f i I 3 I ■ Einsetinn skóli Fagurgali - innantóm orð? eftir Sigrúnu Agústsdóttur Einsetinn skóli og samfelldur skóladagur hefur um árabil verið baráttumál foreldra og kennara hér á landi. Að undanfömu hafa stjórn- málaflokkar keppst við að lýsa því yfir að þetta baráttumál væri mark- mið sem stefnt skyldi að, en engar ákvarðanir hafa verið teknar til að nálgast þetta markmið. Þvert á móti hafa yfirvöld skóla- mála haldið að sér höndum og beitt niðurskurðarhnífnum við fjárveit- ingar til grunnskóla. Viðhald og búnaður í lamasessi Reykjavíkurborg hefur búið illa að grunnskólum borgarinnar. Að- eins örfáir grunnskólar í borginni eru einsetnir og nýrri skólarnir eru flestir yfirfullir og allir tvísetnir. Eldri skólabyggingar liggja margar undir skemmdum vegna lélegs við- halds og er nærtækasta dæmið elsti grunnskóli borgarinnar sem er enn starfræktur, þ.e. Austurbæj- arskóli. Þessi myndarlega skóla- bygging liggur undir skemmdum og hlutar hússins eru ónothæfír. Talið er að u.þ.b. 80 milljónir þurfi til að koma húsinu í viðunandi horf. Skólalóðir við grunnskóla borgarinnar eru víðast hvar illa búnir leiktækjum og við suma skóla ófrágengnar jafnvel þótt skólar hafi starfað árum saman. Allir sem starfað hafa við skóla vita hversu mikilvægt það er fyrir vellíðan barna að þau geti unað við leik í frímínútum í skólanum. Á sama tíma og skólabyggingar eru í lama- séssi og mikið vantar á húsnæði fyrir grunnskóia Reykjavíkur er verið að reisa hallir á kostnað borg- arbúa, s.s. ráðhús og veitingahús á Öskjuhlíð. Kennslutími stöðugt skorinn niður Ríkisvaldið hefur ekki staðið sig betur við fjárveitingar til grunn- skóla. Á sama tíma og ráðamenn tala fjálgiega um einsetinn skóla og samfelldan skóladag er skorið niður fjármagn til kennslu í grunn- skóla. Til dæmis var kennsla minnk- uð um eina stund á viku hjá öllum bekkjum grunnskóla sl. haust. Árið 1960 var kennslumagn í 1.-8. bekk að meðaltali 32,5 kennslustundir á viku (heildar- kennslumagn 10400 mín. á viku), en skólaárið 1989-90 er kennslu- magnið í sömu árgöngum 25,2 kennslustundir á viku að meðaltali (heildarkennslumagn 9080 mín. á viku). Þannig er vikulegur kennslu- tími grunnskólanemenda í 1.-8. bekk nú rúmlega 7 tímum styttri að meðaltali en hann var árið 1960. Á sama tíma og skólatími hefur í raun styst í grunnskólanum hafa orðið miklar breytingar í þjóðfélag- inu, ekki síst inni á heimilum. Nú er mikiu algengara að báðir foreldr- ar vinni utan heimilis mesta hluta dagsins en var fyrir 30 árum. Þar við bætist að Reykjavík hefur á þessum tíma breyst úr rólegum bæ í iðandi stórborg þar sem margar hættur bíða barna sem eru eftirlits- laus heima hálfan daginn. Það er því engin tilviljun að umræða um aðbúnað og kjör skóla- barna er mikil í íslensku samfélagi núna. Foreldrar, kennarar og annað áhugafólk um uppeldismál vill búa vel að börnum á Islandi. Lengri og samfelldur skóladagur, einsetinn skóli og skólamáltíðir er eitt brýn- asta verkefnið sem þarf að vinna að til að auka öryggi skólabarna. I nýju frumvarpi tii laga um grunnskóla sem menntamálaráð- herra hefur lagt fram á Alþingi eru ákvæði um lágmarks kennslutíma í grunnskóla, sem fela í sér nokkra lengingu á kennslutíma frá því sem nú er. Þó er enn ekki náð því tíma- magni í 1.-8. bekk (sbr. dæmi sem tekið var hér að framan). Nú er meðaltímafjöldi á viku fyrir þessa árganga 31 stund á viku. Þarna er vissulega stigið spor í rétta átt, en betur má ef duga skal. Þetta er langt frá þeim markmiðum sem þarf að ná til að viðunandi ástand ríki í þessum efnum. Kvennalisti forystu í skólamálum Kvennalistinn hefur á þessu kjör tímabili haft frumkyæði að umræðu um skólamál, bæði á alþingi og í borgarstjórn. Kvennalistakonur hafa lagt fram margar tillögur til úrbóta í skólamálum á þessum vett vangi. M.a. lögðu þær fram frum varp til laga um grunnskóla á A1 þingi. I því frumvarpi var markið sett hærra en í frumvarpi mennta málaráðherra hvað varðary samfelldan skóladag, lengingu skól atíma og einsetningu grunnskóla. í borgarstjórn Reykjavíkur hefur fulltrúi Kvennalistans lagt fram fjölmargar tillögur í skólamálum með tilstyrk annarra fulltrúa minni hlutans. Helstu dæmi um tillögur Kvennalistans eru: Úttekt að Sigrún Ágústsdóttir „Lengri og samfelldur skóladagur, einsetinn skóli og skólamáltíðir er eitt brýnasta verk- efhið sem þarf að vinna að til að auka öryggi skólabarna.“ ástandi allra skólalóða í borginni og úrbætur í þeim efnum í áföng- um. Tilraunaskóli með samrekstri skóla, tónlistarskóla og dagvistar. Ny lestrarsérdeild og síðast en ekki síst tillaga um fimm ára fram- kvæmdaáætlun um einsetningu grunnskóla Reykjavíkur. Lagt var til að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að koma á einsetningu í öllum grunnskólum borgarinnar. í því skyni skyldi varið 120 milljón- um árlega til viðbótar við stofn- kostnað skóla, í fimm ár til að byggja skólastofur við grunnskóla Reykjavíkur, þannig að skólaárið 1994-95 yrði unnt að einsetja alla grunnskóla borgarinnar. Meirihluti borgarstjórnar vísaði tillögunni fr^ töixkin Tillögur kvennalistakvenna hafa ekki hlotið náð fyrir augum vald- hafa á Alþingi né heldur meirihluta í borgarstjórn. Það hlýtur því að læðast að manni sá grunur að allt tal um samfelldan skóladag og ein- setinn skóla séu orðin tóm. Það eru verkin sem tala sínu máli — niður- skurður á fjármagni til skólamála og lélegt viðhald og framkvæmdagc leysi við skólabyggingar í borginni. Hve lengi þurfa foreldrar að bíða „ þess að Alþingi og borgarstjórn þóknist að láta verkin tala? Þgð kostar vissulega mikla peninga að byggja upp góða skóla. En höfum við efni á að láta velferð barna okkar sitja á hakanum? Það vita allir hve alvarlegar af- leiðingar það getur haft að böm séu eftirlitslaus ein heima mikinn hluta dagsins. Þess gætir nú þegar að börn eru öryggislaus og slíkt örygg- isleysi birtist oft í ýmsum hegðunar- vandkvæðum. Afleiðingarnar geta síðan orðið mjög alvarlegar þegar börnin eru komin á unglingsárin.*- Það þolir enga bið að unnið verði að einsettum skóla, samfelldum og lengri skóladegi! Til þess að svo megi verða þarf Alþingi að taka ákvarðanir um auknar fjárveitingar til grunnskóla og borgaryfirvöld þurfa áð gera framkvæmdaáætlun um nýbyggingar og viðhald grunn- skóla hér í borginni. Höfundur er grunnskólakennari,^. Erá lista Kvennalistans til borgarstjórnarkosninga. Forskoðun kynbótahrossa fyrir landsmótið hafín _________Hestar______________ eftir Ásdísi Haraldsdóttur FORSKOÐUN kynbótahrossa fyrir Landsmót hestamanna 1990 er hafín. Þeir Þorkell Bjarnason og Kristinn Hugason ráðunautar hjá Búnaðarfélagi Islands hófu ferð sína um landið á Kynbótabúinu og tamninga- stöðinni á Hólum í Hjaltadal 30. apríl og 2. maí voru þeir á Stóð- hestastöð ríkisins í Gunnars- holti. Síðan fara þeir vítt og breytt um landið og ljúka for- skoðuninni þann 11. júní n.k. Að sögn Kristins er gert ráð fyrir mikilli þátttöku. Ákveðið hefur verið að birta all- ar dómseinkunnir jafnóðum og úr- töku er lokið á hveijum stað. Á landsmóti verða þeir dómar birtir aftur ásamt landsmótsdómnum. Hæsta samfellda dómseinkunn sem hrossið hefur hlotið verður notað við alla úrvinnslu og í BLUP kyn- bótagildisspá, en landsmótsdómur- inn gildir við röðun á landsmótinu. Kristinn sagðist vera viss um að menn yrðu ánægðir með þessa nýbreytni og eins það að áfram verða umsagnir látnar fyigja ein- kunnum. Hann benti einnig á að nú er mönnum fijálst að mæta oftar en einu sinni með hvert hross til for- skoðunar. Telji þeir að sýning hafí misheppnast þurfa þeir að skrá hrossið aftur á öðrum stað og geta þar með sýnt hrossið að nýju. Inntökuskilyrði á landsmót eru þau að einstaklingar 5 vetra og eldri verða að hafa náð 1. einkunn, þ.e.a.s. 8.00 í meðaleinkunn. Fjög- urra vetra hross þurfa að hafa náð 7.80 í meðaleinkunn. Á fundi Hrossaræktarnefndar B.I. var samþykkt að umsjónar- menn landsmótsins hafi rétt til að lækka inntökuskilyrði 5 vetra hrossa ef þátttaka þeirra verður dræm. Kristinn sagðist vona að þátttaka verði það góð að hægt verði að miða við þau hross sem náð hafa 1. einkunn. Nú verður í fyrsta sinn hætt að nota dómseinkunn fyrir stóðhesta með afkvæmi en þess í stað miðað við BLUP kynbótaeinkunn. Þannig er tekið tillit til allra skráðra af- kvæma viðkomandi stóðhests í dómnum. Hestur sem keppir til heiðurs- verðlauna fyrir afkvæmi þarf að hafa fengið BLUP kynbótaeinkunn 125 eða meira fyrir 50 eða fleiri afkvæmi og þurfa 12 afkvæmi að mæta til sýningar á landsmóti. Mörkin fyrir 1. verðlaun hafa verið lækkuð að sögn Kristins og var það gert til hvatningar og til að hafa sýninguna á landsmótinu sem fjölbreytilegasta. Til að hestur fái 1. verðlaun þarf hann að fá 115 i kynbótaeinkunn eða meira fyrir 15 eða fleiri afkvæmi. Sex afkvæmi þurfa að mæta á sýninguna. Kristinn sagði að stefnt væri að því að hækka 1. verðlaunamörkin aftur síðar. Til að hryssa hljóti heiðursverð- laun þarf hún að hafa 7,95 eða meira fyrir 5 afkvæmi eða fleiri og þurfa fjögur að mæta til sýning- ar. Auk þess þurfa tvö afkvæma hennar að hafa hlotið 1. verðlaun sem einstaklingar. Til að hljóta 1. verðlaun þarf hryssa að hafa a.m.k. 7.80 fyrir fjögur eða fleiri afkvæmi og þurfa 3 að mæta til sýningar. Eitt þeirra þarf að hafa 1. verðlaun sem einstaklingur. Þær reglur gilda um kynningu hrossaræktarbúa að hver sýndur hópur telji 8- 10 hross. Um hrossabú sé að ræða sem telji minnst 30 hross, þar af 10 tamdar hiyssur. Sýndar og verðlaunaðar hryssur frá búinu fram á þennan dag séu a.m.k. þijár og einn ættbó- karfærður stóðhestur. Ekki er þörf á að sami maður eigi öll ræktunar- hrossin. Jafngilt er samstarf manna við sömu ræktun, enda séu öll hrossin fædd á sama búi. Ákveðnar reglur gilda um fóta- og beislisbúnað kynbótahrossa. Þar segir að allar járningaraðferðir sem ýkja fótaburð séu óleyfilegar. Hó- flengd skal vera eðalileg og notkun hvers konar botna eða millileggs milli skeifu og hófs óheimil nema .- dýralæknisvottorði sé fram vísað. Hámarksþyngd skeifna miðast við 8 mm x 20 skeifur, smíðaðar úr venjulegum smiðajárnsteini. 10 mm skeifur eru ekki leyfðar. Fram- og afturfótaskeifur skulu vera sömu gerðar og jafnslitnar. Hóf- hlífar má nota séu þær ekki þyngri en 120 grömm og skulu þær vera svartar eða brúnar að lit. Hestur sem tekur þátt í gæð- ingakeppni og er járnaður sam- kvæmt reglum Landsambands hestamanna um gæðingakeppni má taka þátt í hópsýningu ræktun- arbúa og afkvæmasýningu, en hann verður ekki dæmdur nema hann sé járnaður samkvæmt regl- um um sýningu kynbótahrossa. Þá er þess getið að notkun gan- óla er óheimil. Kristinn sagði að kynbótadóm- nefndin hefði nú rýmri tíma til dómsstarfa á landsmótinu því byij- að verður að dæma kynbótahross á þriðjudegi. Hann sagði að sú stefna hefði verið mörkuð að hætta að ofsetja dagana eins og verið hefur. Nefndin þurfti að dæma mest 100 hross á dag, en talið er eðlilegt dagsverk að dæma 55 hross. Auglýsing f ró Póst -og símamólastofnuninni Símnotendum er vinsamlegast bent á að 6. maí nk. mun svæðisnúmer i fyrir London breytast í annað hvort 71 eða 81 sem hér segir: London, miðborg .. .... 71 London, utan miðborgar .... 81 Til hagræðis fylgir tafla, sem sýnir skiptinguna miðað við 3 fyrstu tölustafi símanúmers. Til að finna nýtt svæðisnúmer skal bera 3 fyrstu tölustafi símanúmers saman við töfiuna hér að neðan. Fyrsfu 3 stafir Nýtt svæðts- Fyrstu 3 stofir Nýtt svæðis- Fyrstu 3 stafir Nýtt Fyrstu 3 stofir Nýtt simonúmers númer simonúmers númer simonúmers númer simonúmers númer 200 81 454 71 696 71 874-879 81 202-209 81 455-456 81 697-699 81 881-886 81 210 71 457 71 700-704 71 888-894 81 212-215 71 458-464 81 706-716 71 895 * 217-263 71 465 71 718-739 71 897-900 81 265-281 71 466-472 81 740-752 81 901 71 283-284 71 473-474 71 753 71 902-909 81 286-289 71 475 81 754-756 81 911-912 71 290-291 81 476-477 71 757 71 913-914 81 293-295 81 478-479 81 758-761 81 915-918 71 297-305 81 480-499 71 763-764 81 920-925 71 306 71 500-509 81 766-771 81 927-939 71 307-314 81 510-513 71 772 71 940-944 81 315 71 514 81 773 81 945 * 316-319 81 515-516 71 774-775 71 946-954 81 320-329 71 517-521 81 776-778 81 955-957 71 330 81 522 71 779 71 958-961 81 331 71 523-524 81 780-781 81 962 71 332 81 525 71 782 71 963-965 81 333-334 71 526-527 81 783-789 81 967-969 81 335-337 81 528 * 790-796 71 971-973 71 338 71 529-536 81 798-799 71 974 81 339-343 81 537-538 71 800-809 81 975 * 345-349 81 539-547 81 811 81 976 71 350-359 71 548 71 818-824 71 977 81 360-361 81 549-579 81 826 71 978 71 363-368 81 580-589 71 828-829 71 979-981 81 370-389 71 590-595 81 831-839 71 982 • 390-395 81 597-599 81 840-859 81 983-986 81 397-399 81 600-613 71 860 71 987 71 400-418 71 615 71 861-864 81 988-989 81 419-424 81 618-639 71 865 71 991-995 81 ► 425 71 640-648 81 866 81 997-998 81 426-429 81 650-651 81 867 71 430-439 71 653-661 81 868-871 81 440-453 81 663-695 81 872-873 71 *Númer. se n bvrja ú þessum 3 tölustöfum geta fengiö úthlutaö bæöi 71 og 81 Diemi: simanúmer 44 1 434 0000 veröur 44 71 434 0000 Verði hringt í gamla svæðisnúmerið eftir 6. maí mun símsvari fyrst um sinn tilkynna um breytinguna og gefa til kynna hvert rétta svæðisnúmerið sé. ■* Vinsamleeast eevmiö aueLvsineuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.