Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAI 1990 27' Betri borg — báknið burt Nokkur atriði um Nýjan vettvang og Sjálfstæðisflokkinn eftirHrafii Jökulsson Hinn 26. maí geta Reykvíkingar valið á milli sjö frainboðslista. Kjör- klefinn er kjörbúð lýðræðisins og þar fer hið endanlega val fram. Þar velja kjósendur borgarstjóm næstu fjögurra ára. Kjósendur voru síðast spurðir fyrir fjórum árum. Og verða aftur spurðir eftir fjögur ár. Þar með eru upp talin formleg afskipti Reykvíkinga af stjórn borgarinnar. Að öðru leyti eru þeir ekki spurðir álits. A kjörskrá í Reykjavík eru yfir sjötíu þúsund manns. í borgar- stjórn sitja fímmtán fulltrúar. En hver eru svo sérstaða þeirra framboða sem Reykvíkingar geta valið um? Tökum tvö dæmi: Sjálf- stæðisflokkinn og Nýjan vettvang: D-listann og H-listann. Sjálfstæðisflokkurinn hefur meirihluta í borgarstjóm, hlaut rétt rúm 50% í kosningum fyrir fjómm árum. Stefna Sjálfstæðisflokksins einkennist af valdhroka og gamal- dags viðhorfum. Þijú dæmi: Gamaldags og úrelt vinnubrögð Þegar þúsundir Reykvíkinga báðu um atkvæðagreiðslu um ráð- húsið var svarið þvert nei. Borgar- stjóri tilkynnti að undirskriftirnar og formlegar athugasemdir vegna ráðhússins skyldu rykfalla í skjala- hirslum Reykjavíkurborgar. Húsið skyldi byggt hvað sem tautaði og raulaði. Þegar Árbæingar mótmæltu því að sorpeyðingarstöð yrði sett niður í hverfi þeirra líkti borgarstjóri þeim við óupplýsta sveitamenn frá alda- mótum. Samt höfðu Árbæingar sitt fram. En borgarstjóri hefur aldrei beðist afsökunar á ummæium sínum. Á fundi borgarstjórnar 3. maí sl. bar Kristín Á. Ólafsdóttir fram til- lögu um að tveir áheyrnarfulltrúar listamanna í menningarmálanefnd Reykjavíkur fengi atkvæðisrétt við úthlutun starfslauna tii listamanna. Borgarstjóri mælti gegn tillögunni. Hann vill að úthlutunarvaldið sé alfarið í höndum hins pólitíska meirihluta í menningarmálanefnd. Tillagan var felld með níu atkvæð- um sjálfstæðismanna. Þessi þrjú dæmi sýna í hnotskurn stefnu og áherslur Sjálfstæðis- flokksins. En þau eru líka í hróp- andi mótsögn við þau vinnubrögð sem Nýr vettvangur vill innleiða í borgarstjórn. Þijú dæmi: Fólk hafi áhrif á umhverfi sitt Nýr vettvangur vill að borgarbú- ar fái að kjósa um umdeild mál. Ef 10% borgarbúa fara fram á at- Hrafh Jökulsson kvæðagreiðslu um tiltekin mál á hún að fara fram. Þessi vinnuregla tíðkast í mörgum vestur-evrópskum borgum. Og gefst vel. Þannig geta fáeinir fulltrúar í borgarstjórn ekki knúið í gegn mál sem þorri borg- arbúa er andvígur. Nýr vettvangur vill að hverfa- samtökin í Reykjavík fái stóraukin áhrif. Það þýðir að íbúarnir geta haft áhrif á umhverfi sitt. Þeir geta Þórður Sveinsson — Minningarorð Fæddur 29. október 1951 Dáinn 29. apríl 1990 Enn einu sinni kveður dauðinn dyra og kallar mann í blóma lífsins á sinn fund. Og eins og oft þá eru allir óviðbúnir þrátt fyrir að Þórður Sveinsson hafi átt við veikindi að stríða um nokkra hríð. Ég vil minnast Þórðar frænda míns og besta vinar með nokkrum orðum. Leiðir okkar lágu fyrst sam- an í æsku þegar ég fór í sveit til foreldra hans, Línu Arngrímsdótt- ur, móðursystur minnar, og Sveins Hjálmarssonar, sem nú er látinn, að Svarfhóli í Svínadal. Okkur varð strax vel til vina enda yngstir og aðeins ár á milli okkar og sinntum við saman þeim störfum sem til- heyrðu yngstu mönnunum, svo sem að reka kýrnar og öðrum léttari verkum og oft tengdust ævintýri störfunum eins og títt er hjá böm- um. Á heimili Þórðar dvaldi ég mörg sumur og oft þess á milli og alltaf í góðu atlæti yndislegra for- eldra hans og systkina og var ég eins og einn af fjölskyldunni. Þegar Þórður fór seinna að vinna í Reykjavík þá hélt áfram okkar góði vinskapur, við skemmtum okk- ar saman og áttum sameiginleg áhugamál og ég man varla nokk- urntíma eftir að snurða hafi hlaup- ið á þráðinn. Þegar talsvert var liðið á þrítugs- aldurinn þá fóru leiðir að skilja eins og oft vill verða. Ég var búinn að gera sjómennsku að starfi mínu og Þórður fluttist til Húsavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Svo var það fyrir allnokkru að leiðir fóru að liggja saman aftur og kom þar til að Þórður þurfti að koma oft til Reykjavíkur vegna sjúkdóms þess er hann var kominn með. Þrátt fyrir að við höfðum lítið hist í mörg ár þá virtist sem áhuga- mál og lífsviðhorf væru enn jafn samstiga og fyrrum og víst er að við hefðum getað átt fleiri góðar stundir saman ef örlögin hefðu ekki gripið í taumana, en minningarnar lifa. Eftirtektarvert var hve Þórður bar sjúkdóm sinn með miklu æðru- t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR, Hraunbæ 132, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 10. maí kl. 15.00. Emil Björnsson, Birgir Ó. Björnsson, Harpa Norðdahi, Katrín Björnsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Björn Þór Björnsson, Einar Björnsson og barnabörn. „Nýr vettvangur vill dreifa valdinu, Sjálf- stæðisflokkurinn vill að það sé á einni hendi. Enn eitt dæmi: Nýr vettvang- ur hélt opið prófkjör og bauð Reykvíkingum að velja á framboðslista sinn. Sjálfstæðisflokkur- inn lét fámenna uppstill- ingarnefiid búa til fram- boðslista flokksins.“ haft áhrif á mótun og uppbyggingu á heimavelli. Það þýðir að miðstýr- ingarvald borgarstjórnar getur ekki ráðskast með íbúa í einstökum hverfum eins og „óupplýsta sveita- menn“. Nýr vettvangur vill að borgarbú- a r fái aðgang að nefndum og ráðum borgarinnar. Að borgarbúar geti komið sjónarmiðum sínum á fram- færi. Haft áhrif. Það þýðir að út- hlutunar- og ákvörðunarvaldið er ekki einvörðungu í verkahring póli- tískra fulltrúa, hvort sem um er að ræða menningar- eða umferðarmál. leysi. Ég held að hann hafi trúað því þar til undir lokin að hann myndi læknast enda ný tækni og ný lyf tilkomin og það var Jífsvið- horf hans að gefast aldrei upp og horfa með bjartsýni til framtíðar- innar. Ég vil þakka fyrir góðar stundir og Margréti, Erni, Hauki, Línu, systkinum og öðrum sem eiga um sárt að binda sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Dagþór Haraldsson Þessi þijú dæmi sýna fyrst og fremst mismunandi afstöðu til lýð- ræðis. Nýr vettvangur vill dreifa valdinu, Sjálfstæðisflokkurinn vill að það sé á einni hendi. Enn eitt dæmi: Nýr vettvangur hélt opið prófkjör og bauð Reykvíkingum að velja á framboðslista sinn. Sjálf- stæðisflokkurinn lét fámenna upp- stillingarnefnd búa til framboðslista flokksins. Frá nefndarmönnum kom ein yfirlýsing um tilhögun starfsins: Það verður aldrei gefið upp hvað fram fór á fundum nefndarinnar. Stefna Sjálfstæðisflokksins er úrelt og gamaldags. Sjálfstæðis- flokkurinn er flokkur fortíðar og fámennisvalds. Nýr vettvangur vill nútímalega stjórnarhætti í Reykja- vík og að ferskir vindar blási um kerfið. Lýðræði er annað og meira. en að ganga að kjörborði á fjögurra ára fresti. Þess vegna þarf að efla einn valkost gegn Sjálfstæðis- flokknum. Höfundur er bladamaður og rithöfundur í Reykjavík. Hann er í 5. sæti á lista Nýs vettvangs fyrir borgarstjórnarkosningarnar 26. maí. HÓTEL VEITINGAST. MÖTUNEYTI VEIÐIHÚS ÍÞRÓTTAHÚS FÉLAGSHEIMILI KLAKAVÉL Hentug hvar sem er, jafnt til einkanota eöa til atvinnurekstr- ar. Framleiöir 24 kg. á sólar- hring, þ.e. 2000 klakakubba sem ekki frjósa saman. Stærö: h: 50, b: 59, d: 62. Hafið samband við sölu- menn í síma 69 1500. Æb Heimilistæki hf SÆTUNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 l/cd eAjUfaSveáyaKÚegrt, i SOMcútíjiwc TIL SÖLU Sumarbústaðalóðir 6 sumarbústaðalóöir til sölu i Biskupstungum. Upplýsingar í síma 98-68957. K ENNSLA Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn, s. 28040. F ÉLAGSLÍF I.O.O.F. 9 = 172597A = Lf. I.O.O.F. 7 = 172597'A = Lf. Bh. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Stúkan Einingin nr. 14 Fundur i Templarahöllinni í kvöld kl. 20.30. Innsetning embættis- manna. Dagskrá í umsjá Eini- lundarmanna. Mætum öll. Æt. Hjálpræðisherinn Samkomur verða í kvöld og öll kvöld kl. 20.30 þessa viku. 16 manna hópur foringja og her- manna frá Færeyjum syngja og vitna. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Hafliði Kristinsson. Útivist Kvöldganga 9. maí Norðurgröf - Kollafjörður. Fyrsta gangan í Esjuhringnum. Brottför kl. 20.00frá BSl-bensín- sölu. Verð kr. 600,- Sjáumst. Útivist. Innanfélagsmót skíðadeildar Ármanns Innanfélagsmót í stórsvigi 13 ára og eldri og svigi 15-16 ára verður í Bláfjöllum í kvöld, mið- vikudaginn 9. mai, og hefst á stórsvigi kl. 18.00. Rútuferð frá Árseli kl. 17.30 og í bæinn að lokinni keppni. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Miðvikudagur 9. maí kl. 20.30 Opið hús - Ferðakynning i Norræna húsinu Myndasýning og létt spjall um ferðirnar i sumar. T.d. Vest- fjaröahring, Hornstrandir, Laugar-Þórsmörk, Suöurlands- ferð, miðhálendisferð, Lónsör- aefi, gönguferð um Jötunheima í Noregi o.fl. Ennfremur stutt myndasyrpa um ýmislegt sem getur gerst i ferðum og ekki er skipulagt fyrirfram. Sýnt verður nýtt myndband (28 mín.) frá Norska ferðafélaginu um ungmennastarf þess. Myndbandið sýnir ferðamögu- leika um fjaliasvæði Noregs. Hvítasunnuferðirnar verða kynntar sérstaklega. Kaffistofan verður opin. Allir velkomnir. Ferðist innanlands með F.í. i sumar. Aðgangseyrir: 200 kr. Ferðafélag íslands. Fundur annað kvöld, fimmtudag, kl, 20.30, i Gúttó. - Aðalfundur - Kaffi. Gestir: Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson og Úlfur Ragnarsson, læknir. Umræðu- efni: Sambandið milli heimanna. Fjölmenniö á siðasta fund starfstímabilsins. Stjórnin. samband islenzkra ■'íSOÍ' KRISTNIBOÐSFÉLAGA Samkoma verður í kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58, í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Skúli Svavarsson. Einsöngur: Laufey Geirlaugsdóttir. Allir velkomnir. Skipholti 50b, 2. hæð Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30 með Sviunum frá Livetes Ord. Patric Salmonsson predik- ar, Bóksala og kaffi á könnunni eftir samkomuna. Þú er velkom- in(n)! C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.