Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAI 1990 5 Þormóður rammi tap- aði 23,3 milljómim Siglufirði. REKSTRARTAP Þormóðs ramma á Siglufirði nam 23,3 milljónum króna á síðasta ári en var 136,7 miiljónir króna 1988. Bókfært eigið fé fyrirtæk- isins er neikvætt um 279,2 millj- ónir króna. Þetta kom fram á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var á laugardag. Að meðaltali störfuðu 190 manns hjá fyrirtækinu á síðasta ári og námu launagreiðslur þess 237,8 milljónum króna. Skammtímaskuldir Þormóðs ramma nema 626 milljónum en sé miðað við tryggingaverðmæti skipa, véla og tækja en brunabóta- mat fasteigna eru fastafjármunir metnir á 503,2 milljónir króna. Ný stjórn tók við á aðalfundin- um. Hana skipa Páll Gústafssopn, Logi Þoi-móðsson og Óttar Proppé. M.J. Morgunblaðið/Agust Blondal Góður afli hjá snurvoðar- bátum íNeskaupstað MJÖG góður afli hefur verið hjá snurvoðarbátum nú undanfarið og eru dæmi um að þeir hafi verið að koma inn með 10 tonn af góðum þorski eftir daginn. Afli smábátanna sem eru með net hefur líka verið góður, en tregt hefur verið á línuna. Þá hefur færafiskirí verið að glæðast undanfarið. Myndin hér að ofan sýnir Gullfaxa koma að landi með um 10 tonn. - Ágúst Yngvi Harðarson ráðinn hagfræðing- ur hjá Félagi íslenskra iðnrekenda: Rannsakar áhrif fisk- veiðistefiiunnar á sam- keppnisstöðu iðnaðar FÉLAG íslenskra iðnrekenda hefúr ráðið Yngva Harðarson sem hagfræðing félagins. Á hann meðal annars að sinna rannsókn- um á áhrifum núgildandi stefiiu í fiskveiðistjórnun á samkeppnis- stöðu iðnaðar og annara útflutn- ingsgreina. Yngvi Harðarson sagði við Mofg- unblaðið að náin tengsl væru milli samkeppisstöðu iðnaðar og ókeypis aðgangs sjávarútvegs að fiskimið- unum. „Menn telja fullvíst að þetta komi fram í gengisskráningunni; með öðrum orðum að reynt sé að skatt- leggja sjávarútveginn gegnum gengið, og um leið verður gengið of hátt skráð miðað við þarfir iðnað- ar. Það þýðir að samkeppnisstaða iðnaðar gagnvart innfluttri iðnaðar- vöru er verri en hún þyrfti annars að vera,“ sagði Yngvi. Hann sagði það verða hluta af sínu starfi að út- færa og koma þessum málum á framfæri með nákvæmari hætti en hefði komið frá FÍI hingað til. —Þýðir þetta að Félag iðnrek- enda mun hefja baráttu fyrir því að tekinn verði upp auðlindaskattur í sjávarútvegi? „Það má ef til vill segja það. Veiðigjald í einhverri mynd var raunar á stefnuskrá félagsins hér áður fyrr, en það á eftir að taka afstöðu til þess hvaða form sé best að hafa á þessum hlutum,“ sagði Yngvi. Yngvi Harðarson lauk masters- prófi í hagrannsóknum frá Queens- háskóla í Kanada 1988. Undanfarin tvö át hefur hann unnið sem hag- fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun. Vngvi Harðarson STÓRKOSTLEG FÓTBOLTAHÁTÍÐ Á ÍTALÍU MEÐ DR. BJARNA FEL! 18. júnitil 8. júli. Ferð okkar til Rimini/Portoverde 18. júní til 8. júlí verður einn óslitinn knattspyrnufagnað- ur. Þá daga stendur heimsmeistaramótið sem hæst og hvílíkur fótbolti! Hvílík spenna! ímyndið ykkur bara stemmninguna þegar við fylgjumst með leikjunum af risastórum sjón- varpsskjá og finnið þið ekki nú þegar fyrir hinni mögnuðu spennu er við fylkjum liði á völlinnn? Dr. Bjarni Fel. mun mæta til leiks eins og grenjandi Ijón og verða fólki innanhandar og utanfótar um útskýringar á grundvallaratriðum knattspyrnunnar. Að sjálfsögðu munum við horfa á úrslitaleikinn áður en lagt verður af stað heim þann 8. júlí svo við getum sameiginlega skálað fyrir nýjum heimsmeisturum! VERÐDÆMI Hjón og 2 börn, 4 og 10 ára, í 3 vikna ferö til Rimini/Portoverde. Brottför 18. júní. 4x55.839= 223.356 -barnaafsl. 2x17.500= 35.000 Samtals 188.356 kr. Æ*W Meöalverö 188.356 kr.: 4 = iWlÍJr RmH • ómann. HÁPUNKTUR FERÐARINNAR: SÉRSTAKAR HÓPFERÐIR A KNATTSPYRNULEIKI. - DR. BJARNIFEL. FYRIRLIÐI. Samvinnuferðum-Landsýn hefur tekist að útvega þeim sem dvelja á Rimini/Portoverde frá 18. júní til 8. júlí, miða á 3 stórleiki: 2 leiki í milliriðli, 24. júní í Toríno og 25. júní í Genova, og undanúrslitaleik í Mílanó þann 1. júlí. FRÁBÆRTVERÐ Fyrir leiðsögn dr. Bjarna Fel., aðgöngumiða á þessa 3 leiki, 8 ferðir,fararstjórnoggistingueinanóttþurfamennaðeinsaðgreiða»9«5Ð0 KO*. ÓKEYPIS Til að gera fólki enn auðveldara fyrir mun hver 4 manna fjölskylda eða þaðan af stærri fá einn slíkan fótboltapakka frían. ÍTALÍA-LAND SEM HITTIR í MARK! - FYRIR VERÐ SEM HITTIR í MARK! italía hefur uppá fjölmargt annað en heimsins besta fótbolta að bjóða: Stórkostlega nátt- úrufegurð, fjörugt næturlíf, stórbrotnasögu, nýjustu tísku, tónlist, einstæðarfornminjarog matargerðarlist. Bókunarstaða: 28.5. -nokkursætilaus 8.7.-9sætilaus 20.8.-6sætilaus 18.6. -laussæti 29.7.-laussæti Verð miðast við staðgreiðslu, gengi 7. maí 1990 og er án flugvallarskatts. Samvinnuferðir - Landsýn —r 'WBBBW Reykjavík: Austurstræti 12, s. 91 -691010, Innanlandsferöir, s. 91 -691070, póstfax 91 -27796, telex 2241, Hótel Sögu við Hagatorg, s. 91 -622277, póstfax 91 -623980 Akureyri: Skipagötu 14, s. 96-27200, póstfax 96-27588, telex 2195. Adriatic Riviera ol Emilia Romagna i Italy i Rimini Gatteo a Mare Savignano a Mare Riccione San Mauro a Mare Bellana - Igea Manna Cattolica Misano Adriatico Cervia - Milano Marittima Cesenatico Lidi di Comacchio Ravenna e te Sue Marme HVÍTA HÚSID / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.