Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAI 1990 Haldið til gull- leitar frá Isafirði Jarðýta flutt til Grænlands í sex ferðum ísafírði. JARÐÝTA og jarðbor hafa verið meðal þess, sem flogið hefur verið með frá Isafírði undanfarnar vikur til gullleitarsvæðisins á Austur-Grænlandi. Eftir boranir í sumar verður væntanlega ákveðið hvort vinnsla verður hafín. Eitt af stærstu gullleitarfyrir- tækjum í heiminum, Corona Min- ing i Kanada, stendur fyrir rann- sóknunum ásamt öðru kanadísku fyrirtæki, Platinova Mining. Undirbúningsrannsóknir hafa staðið yfir undanfarin sumur, en í fyrra hófust tilraunaboranir. Næsta íslausa höfnin við náma- svæðið, í Södalen og Skærgaard- en á Austur-Grænlandi, er ísa- fjörður og því hafa öll aðföng verið flutt héðan, mest með flug- vélum, en þó fór Fagranesið eina ferð í fyrrahaust með eldsneyti á staðinn. Það er Flugfélag Norðurlands sem hefur þjónað svæðinu og eru flutningamir nú í hámarki. Frá miðjum apríl hafa verið farnar fjórar flugferðir á dag hér á milli og eru notaðar tvær Twin Otter vélar til flugsins. Burðar- geta vélanna er um tvö tonn, svo flutt hafa verið um átta tonn á dag, þegar gefið hefur. Allan búnað til húsagerðar og vinnslu hefur þurft að flytja flugleiðis, þar á meðal tvo jarðbora, sem nota á til tilraunaborana í sum- ar. Þá fóru vélarnar með jarðýtu yfír Grænlandssund, en það tók sex ferðir að koma ýtunni allri á leiðarenda. Aðalflutningunum lýkur um miðjan maí, en eftir það verður Flugfélag Norður- lands með eina flugvél staðsetta á Grænlandi og verður hún notuð til að þjóna rannsóknarmönnum. Nú eru um tuttugu menn stað- settir á vinnslusvæðinu. Eftir því sem næst verður komist eru um fjögur grömm af gulli í hverju tonni af gijóti. Ef til vinnslu kemur er talið að fimm hundruð manna lið þurfí til námuvinnsl- unnar. Vonast er til að þannig sé hægt að bora út og mala 17 tonn af gijóti á klukkustund, ef allt fer samkvæmt björtustu von- um. Ulfar. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Önnur Twin Otter vélin, sem notuð er við gullleitina. Við vélina standa Jónas Finnbogason, flugstjóri, Erik Arnholtz, flugmaður þjá Greenland Air Charter og Mark Tinbale, forstjóri Tinbale Drilling frá Kanada. Enn ekki hægt að ganga frá sölu ríkisþotunnar til Atlanta hf.; Grundarkjör: Reynt að losna undan kaupleigu- samningum VERSLANIR Grundarkjörs hf. við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og Stakkahlíð í Reykjavík voru lokaðar í gær. Reynt er að losa lyrirtækið undan kaupleigu- samningum um tæki og innrétt- ingar verslananna þannig að hægt sé að selja vörubirgðirnar sem fjárfestingarfélagið Vallarás hf. hefiir gert tilboð í. Fjárfestingarfélagið Hagskipti hf. á tæki og innréttingar í verslun- inni við Reykjavíkurveg en KRON við Stakkahlíð. Grundarkjör hefur losað sig út úr rekstri annarra versl- ana sinna. Að sögn lögmanns fyrir- tækisins liggur ekki fyrir hvernig fyrirtækið kemur út úr verslunar- rekstrinum og því ekki vitað hvort óskað verður eftir greiðslustöðvun eða gjaldþrotaskiptum. 12 millj- ónir króna til þróun- arstarfs Fjármögnunarfyrirtæki vill sjá gömul skoðunarvottorð Eðlileg krafa, segir flármálaráðherra. Sé ekki tilganginn, segir forstöðumaður loflferðaeftirlitsins EKKI hefiir verið gengið frá kaupum flugfélagsins Atlanta hf. á Bo- eing-þotunni, sem ríkissjóður leysti til sín frá Arnarflugi hf. á síðasta ári. Gerður var kaupsamningur 4. janúar síðastliðinn um að Atlanta keypti vélina á 7,1 milljón Bandaríkjadala gegn staðgreiðslu. Ástæðan er sú, að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra, að bandariskt fjármögnunarfyrirtæki sem ætlaði að lána Atlanta fé til kaupanna hefúr krafíst þess að öll skoðunar- og viðhaldsgögn vélarinn- ar verði lögð fram, en hluti þeirra fínnst ekki. Sá hluti er frá árunum 1971 til 1978, en þá var vélin í eigu norska fyrirtækisins Braatens a/s. Ólafúr segir sérfræðinga sem hann hefúr ráðfært sig við telja þessa kröfú bandaríska fyrirtækisins eðlilega. Grétar Óskarsson for- stöðumaður loftferðaeftirlitsins kveðst hins vegar telja hana óeðlilega, enda sé þotan löglega skráð hér. Hann telur líklegt að krafan sé yfir- varp, til að losna firá loforði um lán til Atlanta. Arngrímur Jóhanns- son, forstjóri Atlanta, segir þetta leiðindamál, en það leysist þegar búið sé að fínna plöggin sem vanti. Grétar Óskarsson kveðst telja loforð sitt og noti þessa leið til að að sá aðili sem ætlaði að fjár- komast frá því. Hann segir fjár- magna kaupin vilji ekki standa við mögnunarfyrirtækið hafa sent Himangsflugan komin á kreik og búist við að lús herji á trjágróður NOKKUÐ hefur að undanfornu borið á hunangsflugum en að sögn Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræði- stofnun íslands, er afar eðlilegt að hunangsflugur fari á kreik um þessar mundir. Erling kvaðst eiga von á því að blaðlýs myndu herja töluvert á tijágróður þar sem veðurskilyrði hefðu verið þessum skordýrum hagstæð í vetur. Erling sagði að hunangsflug- umar lifðu á frjókomum af víði. Hunangsflugur bíta ekki nema þær séu erter og gefa þær frá sér eitur við bitið sem getur vald- ið bólgu. Hann sagði að bitið frá hunangsflugum og geitungum, sem menn gætu orðið varir við með haustinu, væri ekki hættu- legt nema í undantekningar- tilfellum. Fjöldi skordýrategunda hefur aukist töluvert á síðustu áratug- um o g hafa kvikindin borist hing- að til lands einkum með innflutt- um varningi. Sumar tegundir drepast fljótt eftir komuna hing- að en aðrar hefðu náð að aðlag- ast loftslaginu hér, þar á meðal hunangsflugur og geitungar. Erling kvaðst telja líklegt að blaðlýs myndu heija á tijágróður í vor þar sem veturinn hefði ver- ið snjóþungur, en það er einmitt talið vera kjörskilyrði þessara skorkvikinda. hingað tvo menn til að skoða öll gögn varðandi þotuna. Þeir hafi fengið alla fyrirgreiðslu sem þeir báðu um, þegar þeir voru spurðir hvort þá vantaði fleiri upplýsingar eða gögn, hafi þeir svarað því til að svo væri ekki. Hins vegar hafi síðan komið í ljós eftir á, að þeir teldu þessi gögn vanta. „Flugvélin er löglega skráð og öll gögn fyrir hendi sem þurfti til að skrá hana,“ segir Grétar. Hann segir ekki vera eðlilegt að biðja um svo gömul gögn. „Það sem beðið er um eru síðustu gögnin, það er hægt að útvega öll þessi gögn, en ég sé ekki tilganginn með því, það er einhver dulinn tilgangur þar á bak við._“ Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki vilja tjá sig um hvort óeðli- legt sé að biðja um þessi gögn eða ekki. „Þeir aðilar sem ég hef hins vegar spurt, hafa sagt mér að það sé venjan, sem þeir viti ekki neina undantekningu á, að öll skoðana- gögn og vottorð fylgi vélunum og viti ekki til þess að það hafí gerst áður að slík gögn fylgi ekki. Þau eru venjulega afhent þegar þota er seld og eru þá teknar kvittanir og vottorð í samræmi við það. Þess vegna finnst mér ekkert óeðlileg ósk hjá þeim lánveitanda, sem Atlanta hefur skipt við, að óska eftir því að öll skoðanagögn- in séu reidd fram.“ Amgrímur Jóhannsson, for- stjóri Atlanta, sagði að þessar taf- ir hefðu valdið nokkrum erfíðleik- um og kostnaði, en hann væri vongóður um að það tækist að grafa alla pappíra upp. „Fari svo, að skjölin finnast ekki, þá eru fleiri aðilar reiðubúnir til að fjár- magna kaupin. Þeir hafa að vísu ekki boðið jafn góð kjör og þetta umrædda fjármögnunarfýrir- tæki.“ Fjármálaráðuneytið gaf Atlanta tveggja mánaða frest til að ganga frá kaupunum að fullu. „En áður en sá frestur rann út kom í ljós að vélinni fylgdu ekki skoðana- vottorð fyrir aljt ævitímabil vélar- innar,“ segir Ólafur. Hann segir viðskiptin við Atlanta ekki hafa verið á neinn hátt óeðlileg. Atlanta hafí staðið við allar sínar skuld- bindingar. Greiddar voru 9 milljón- ir króna við undirskrift kaupsamn- ings og er það óafturkræf greiðsla. Þar til vélin verður formlega af- hent Atlanta greiðir félagið 7,2 milljónir króna á mánuði í leigu. „Það sem hefur komið í ljós er að þetta er þota sem Arnarflug notaði og Braatens-fyrirtækið í Noregi átti á þessum tíma. Fullyrt er hjá Braatens að þeir hafi látið þessi gögn af hendi, Arnarflug ségist ekki hafa haft þau undir höndum og verið er að reyna að afla þeirra annars staðar frá,“ segir Ólafur. Hann segir að á þessu stigi málsins sé engin ástæða til að ætla að kaupin séu í hættu. Rætt var um tveggja til þriggja mánaða frest til viðbótar, það er fram í þennan mánuð. „Við töldum að það væri eðlilegt að gefa hinum nýja kaupanda tækifæri til þess að krefjast þessara gagna af þeim sem höfðu átt vélina áður.“ Kristinn Sigtryggsson forstjóri Arnarflugs segir sér ekki vera kunnugt um þetta mál. „Þetta mundi þá vera eitthvað sem hefur gerst fyrir minn tíma hér,“ sagði hann. Þotan kom til Arnarflugs 1984 að sögn Kristins, frá Braat- ens. „Og Braatens er einn af virt- ari flugrekendum hér á svæðinu svo að ég hef ekki trú á að þessir hlutir hafi ekki verið í lagi hjá þeim.“ RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær allt að 12 milljóna fjárveit- ingu með fjáraukalögum í haust, til Þróunarsamvinnustofíiunar Is- lands, að því tilskyldu að nánara samráð verði milli stofíiunarinnar og Fjárlaga- og hagsýslustofiiun- ar um hvernig fénu yrði varið. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðhérra sagði að við af- greiðslu síðustu fjárlaga hefði Þró- unarsamvinnustofnunin sótt um fjárveitingu upp á 123,5 milljónir en fengið 75. Það hafí þýtt, að ekki var hægt að standa við staðfestar skuldbindingar um verkþætti og því væri þessi fjárveiting veitt nú. Umrædd verkefni eru aðstoð við uppbyggingu sjávarútvegs í Nami- biu með Norðmönnum. Fyrirhugað er að leggja til skip til hafrannsókna og hugsanlega skipstjómarmenn og fiskifræðinga. Þá ætla .íslendingar að leggja til lítinn þilfarsvélbát, sem væri heppilegur fyrir smábátaútgerð á Grænhöfðaeyjum, og taka þar þátt í byggingu húss sjávarútvegsins sem hefði að meginverkefni aðstoð við smábátaútgerð. Loks er smíði á 25-30 tonna bát til rannsókna á Malawivatni, en íslendingar áttu að annast rannsóknarþáttinn í áætlun á vegum Alþjóðabankans um að efla þar fiskveiðar og fískiðnað. Borgarráð: 32 milljón- ir fyrirbak- lóð Hafhar- strætis 19 BORGARRÁÐ hefúr samþykkt að kaupa þann liluta af lóðinni Hafnarstræti 19 sem snýr að Trvggvagötu og er kaupverðið 32 milljónir króna. Að sögn Hjörleifs Kvaran fram- kvæmdastjóra lögfræði- og stjórn- sýsludeildar, gerir skipulag mið- bæjarins ráð fyrir að Hafnarstræti tengist Tryggvagötu, þar sem bak- húsin á lóðinni við Hafnarstræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.