Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1990
Hægri-þj óðernissinn-
ar sigurvegarar þing-
kosninganna í Króatíu
Króatar og Slóvenar hundsa miðstjórnar-
fimd júgóslavneska kommúnistaflokksins
Zagreb. Reuter.
SEINNI umferð þingkosninga í júgósiavneska sambandsríkinu Kró-
atíu voru á sunnudag og var kosið milli tveggja efstu í þeim kjördæm-
um þar sem enginn hafði tryggt sér meirihluta. Fyrstu tölur benda
til yfirburðasigurs llokks hægrisinnaðra þjóðernissinna, Króatísku
lýðræðisfylkingarinnar, undir forystu Franjos Tudjmans, stríðshefju
og fyrrverandi andófsmanns. Miðstjórn kommúnistaflokks Júgóslavíu
kom saman á neyðarfúnd í gær en að sögn firéttastofunnar Tanjug
tóku fulltrúar flokksdeilda Króata og Slóvena ekki þátt í honum.
Aðeins 89 fulltrúar af 165 í mið- réttindum, hver sem úrslit yrðu, og
stjórninni mættu til leiks í Belgrad
og var fundurinn því ekki ályktun-
arhæfur, að sögn fréttastofunnar.
Landsfundur liokksins í janúar sl.
leystist upp er fulltrúar Slóvena
gengu af fundi til að mótmæla
seinagangi í umbótaáætlunum. All-
ar tilraunir til að kalla ráðstefnuna
saman á ný hafa mistekist. Tanjug-
sagði að færi miðstjómarfundurinn
út um þúfur gæti það merkt enda-
lok flokksins.
Er talið hafði verið í 52 af 225
kjördæmum Króatíu hafði flokkur
Tudjmans forystu í 36, kommúnist-
ar, sem setið hafa einir að völdum
frá 1945, voru efstir í 11 kjördæm-
um. I fyrri umferðinni tryggði Lýð-
ræðisfylkingin sér 104 af 356 þing-
sætum. Flokkurinn hefur á stefnu-
skránni aukið sjálfstæði landsins
innan ríkjasambandsins, m.a. sjálf-
stæðan herafla og jafnvel gjald-
eyri, en jafnframt hafa sambands-
slit verið orðuð náist ekki samkomu-
lag um breytingar við Serba, fjöl-
mennustu þjóð landsins. Stjórnend-
ur Serba hafa lagst gegn lýðræðis-
breytingum.
Tudjman sagði væntanlega
stjóm sína e.t.v. kalla til erlenda
sérfræðinga til að koma á efnahags-
umbótum í Króatíu. Hann hét
minnihluta Serba í Króatíu fullum
jafnframt að lýðræði yrði ekki „flutt
út“ til Serbíu. Hann hvatti ákaft
til viðræðna um deilumálin.
Keuter
Hefð er fyrir því að miklar hersýningar séu í Sovétríkjunum 9. maí þegar sigursins ylír Þjóðveijum
seinni heimsstyijöldinni er minnst. Hér sjást sovéskir hermenn í Litháen æfa sig fyrir sýninguna í dag.
Nýkjörinn forsætisráðherra Lettlands:
Þjóðimar við Eystrasalt
verða að snúa bökum saman
Moskvu. Vilnius. Reuter.
IVARS Godmanis, nýkjörinn forsætisráðherra Lettlands, hefúr
hvatt Eystrasaltsþjóðimar þijár, Letta, Litháa og Eista, til að
snúa bökum saman í viðskiptum sínum við stjórnvöld í Moskvu.
Orð hans eru túlkuð svo að hann búist við efhahagsþvingunum
gagnvart öllum Eystrasaltsríkjunum þremur á næstunni. Stjórn-
völd þar hafa enda sótt í sig veðrið undanfarna daga í baráttunni
fyrir sjálfstæði.
við Reuters-fréttastofuna að Eist-
ar hefðu verið undir nokkrum
þrýstingi frá Lettum og Litháum
að stíga þessi skref. Slæmt hefði
verið talið fyrir málstað Eystra-
saltsþjóðanna að þær gengju hver
sinn veg til sjálfstæðis.
Eins og kunnugt er hafa ein-
ungis Litháar orðið fyrir efnahags-
þvingunum af hálfu sovéskra
stjórnvalda. Vytautas Knashys,
landbúnaðarráðherra Litháens,
Reuter
Páíi varar við falsspámönnum
Um tvær milljónir manna hlýddu á messu sem Jóhannes Páll páfi II
söng í fátækrahverfmu Chalca í Mexíkó-borg á mánudag. Hann hvatti
fólk til þess að beita sér fyrir bættum lífskjörum fátæklinga í Róm-
önsku Ameríku samkvæmt kenningum katólsku kirkjunnar en varaði
um leið við „falsspámönnum“. Hann sagði að margir leiðtogar og
hugmyndafræðingar hefðu á undanförnum árum boðað „falsparadís",
eða kerfí sem snerist gegn fólkinu. Hann vísaði þar til frelsisguðfræð-
innar, sem margir prestar í Rómönsku Ameríku aðhyllast í andstöðu
við katólsku kirkjuna. Hann lýsti þessum leiðtogum sem falsspámönn-
um er hefðu ekki sannieikann að leiðarljósi heldur eigin hagsmuni.
sagði í fyrrakvöld á fréttamanna-
fundi að, stjóm sín ætlaði draga
úr útflutningi á landbúnaðarvöru
til Moskvu um 10% til þess að
svara Sovétstjórninni í sömu mynt.
„Kjöt og mjólk eru raunveruleg
vopn í baráttunni,“ sagði hann.
„Fimmta hvert kíló af kjöti og
þriðji hver lítri af mjólk sem neytt
er í Moskvu kemur héðan.“ Knas-
hys sagði að vörurnar sem ekki
færu til Moskvu eins og venjulega
yrðu notaðar í viðskiptum við sov-
éskar borgir þar sem umbóta-
sinnar eru við völd en undanfarið
hefur verið reynt að koma slíkum
tengslum á.
Æðsta ráð Eistlands samþykkti
í gær með yfirgnæfandi meirihluta
atkvæða að breyta nafni landsins
úr Sósíalíska Sovétlýðveldið Eist-
land í Lýðveldið Eistland. Einnig
var samþykkt að taka upp þjóðfán-
ann og skjaldarmerkið frá því
landið var sjálfstætt. Þó verða
hamarinn og sigðin, auðkenni Sov-
étríkjanna, áfram í notkun í
landinu jafnhliða skjaldarmerkinu.
Allt þar til fyrir tveimur árum var
bannað að nota fánann, sem er
blár, svartur og hvítur, í Eistl-
andi. Eru þetta samskonar breyt-
ingar og gerðar hafa verið í Lettl-
andi og Litháen. Tarmu Tammerk,
ritstjóri Estonian Independent en-
skumælandi dagblaðs sem gefíð
er út í Tallinn, höfuðborg Eist-
alnds, lét að því liggja í samtali
Kjarnorkutilraunir Iraka:
Segjast ráða yf-
ir kveikibúnaði
Bagdað. dpa, Reuter.
VISINDAMENN íraka hefúr tekist að búa til kveikibúnað sem
hægt er að nota í kjarnasprengjur, að sögn Saddams Husseins,
forseta landsins. Breskir tollverðir gerðu upptækar 40 einingar
af slíkum kveikibúnaði í lok apríl er reynt var að smygla þeim
til Iraks. Forsetinn segir að fímm dögum seinna hafí írökum tek-
ist að framleiða hlutina sjálfír.
Irakar segja að nota hafa átt
smyglvarninginn við tilraunir með
Rúmenía:
Viðræður l'ara
út um þúfur
Búkarest. Keuter.
VIÐRÆÐUR Ions Iliescus, forseta
Rúmeníu, og sendinefndar stjórn-
arandstæðinga, sem efht hafa til
mótmæla í Búkarest undanfarnar
tvær vikur, runnu út um sandinn
skömmu efftir að þær hófúst í gær.
Iliescu settist hjá sendinefndinni
í þinghúsinu í Búkarest en hún gekk
út nokkrum mínútum síðar þegar
stjórnin neitaði að heimila mynda-
tökur á fundinum. Helsta krafa
stjórnarandstæðinga er að fyrrum
embættismönnum kommúnista-
stjórnarinnar verði meinað að bjóða
sig fram til hárra embætta næstu
10 árin.
leysigeisla í Bagdað-háskóla og
um hafi verið um að ræða fullkom-
lega lögleg kaup á bandarískri
vöru.
Þeir segjast ekki gera tilraunir
með kjarnorkuvopn. Ríkið undir-
ritaði á sínum tíma alþjóðasamn-
inginn um bann við útbreiðslu
slíkra vopna en íraskir vísinda-
menn hafa smíðað meðallang-
drægar eldflaugar sem flutt geta
kjama- eða efnavopn.
Talsmenn Alþjóðakjarnorku-
málastofnunarinnar (IAEA) í Vín
sögðu í gær að ekkert benti til að
írakar notuðu eina kjarnorkuver
sitt til vopnatilrauna. Fulltrúar
IAEA skoðuðu verið dagana 7. —
12. apríl. ísraelar gerðu loftárás
á verið 1981- og lögðu það í rúst
en þeir töldu að írakar væru að
smíða kjarnasprengju.
Hussein forseti hefur hótað
ísraelum öllu illu, þ. á m. árás
með efnavopnum, geri þeir aðra
árás á verið.
ÓPERUKJALLARINN • KRINGLUKRAIN • BORGARLEIKHUSIÐ • IÐNO • HORNIÐ • FIMMAN • HOTEL BORG • KRINGLUKRAIN • BORGARLEIKHUSIÐ • IÐNO • HORNIÐ
0iviN?TOS[yiG/iR
ÍRerWIÍK 6.-13. m\ 1990
z m ^
<z O
o ^
Œi P £
—1 CN
ö
£
HORNIÐ: FIMMAN:
Kvartett Guðmundar Ingólfssonar Jazzsmiðja Austurlands og
ÓPERUKJALLARINN: Sextett Tónlistarskóla FÍH
Gammar og Hljómsveit Eddu Borg HÓTEL BORG:
KRINGLUKRÁIN: SVeiflusextettinn og gestir
Tríó Egils B. Hreinssonar FÓGETINN:
GAUKUR Á STÖNG: Súld
Ellan og hljómsveit mannsins hennar DUUS HUS:
Borgarhljómsveitin
OPERUKJALLARINN • KRINGLUKRAIN • BORGARLEIKHUSIÐ • IÐN0 • H0RNIÐ • F0GETINN • DUUSHUS • KRINGLUKRAIN • BORGARLEIKHUSIÐ • IÐN0 • H0RNIÐ