Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAI 1990
35
Minning
Guðjón Friðbjörns
son fv. skipsljóri
Fæddur 28. nóvember 1910
Dáinn 3. maí 1990
Mig langar að minnast með fá-
einum orðum tengdaföður míns,
Guðjóns Friðbjörnssonar, en hann
lést í Landakotsspítala þann 3. maí
sl. 79 ára að aldri. Hafði hann um
nokkurra ára bil átt við erfiðan og
kvalafullan sjúkdóm að stríða, án
þess að hann léti það á sér merkja.
Kallið kom því ekki á óvart. Því
fylgir samt að sjálfsögðu ávallt
söknuður að sjá á bak látnum ást-
vin, en jafnframt er það huggun
að vita, að þjáningum hans linni
og að eiga um hann fallegar minn-
ingar.
Guðjón fæddist í Miðbýli í Akra-
neshreppi, en ólst að mestu upp á
Bakkabæ í sömu sveit. Foreldrar
hans voru hjónin Friðbjörn Sig-
valdason, bóndi og Kristjana Stef-
ánsdóttir. I bernsku naut Guðjón
einnig sérstakrar umsjár föð-
urömmu sinnar, Friðbjargar, sem
var á heimilinu og minntist hann
hennar iðurlega með miklum hlý-
hug. Guðjón var næstyngstur Ijög-
urra systkina, sem náðu fullorðins-
aldri, en tvíburabróðir Guðjóns,
Skúli, dó 3ja ára gamall. Hin systk-
inin eru Stefán, sem einnig er lát-
inn, Friðbjörg og Skúlína.
Guðjón hóf að stunda sjó-
mennsku aðeins 14 ára gamall og
varð það upp frá því hans starf í á.
fjórða tug ára. Hann fór í Stýri-
mannaskóiann í Reykjavík og lauk
þaðan prófi með skipstjórnarrétt-
indum vorið 1940. Var hann síðan
skipstjóri á ýmsum fiskiskipum,
sem gerð voru út frá Akranesi, í
hátt á annan áratug samfellt. Þeg-
ar Guðjón fékkst á annað borð til
þess að ræða um sjómannsstörf sín,
hafði hann frá mjög merkilegri
lífsreynslu að segja. Meðal annars
stundaði hann á stríðsárunum sigl-
ingar með fisk til Bretlands og lenti
þá eins og nærri má geta iðulega
í lífsháska. Einnig upplifði hann
hvorttveggja að bjarga skipshöfn
úr lífsháska og að þurfa að sjá á
eftir félögum sínum í hafið. Guðjón
var bæði fengsæll og farsæll skip-
stjóri, hugdjarfur og harðjaxl hinn
mesti, þótt ekki væri hann hár í
lofti. En hann var jafnframt einkar
ljúfur maður og lítillátur og stærði
sig ekki af sínum eigin afrekum til
sjós. &amt voru sjómennska og sjáv-
arútvegsmál honum ávallt ofarlega
í huga og mótuðu mjög lífsviðhorf
hans. Ræddi hann þau mál gjarnan
almennt og frá ýmsum hliðum, en
aldrei af fyrra bragði út frá eigin
persónu.
Guðjón kvæntist árið 1956 Ingi-
björgu Sigurðardóttur frá Eyjum í
Kaldrananeshreppi. Ingibjörg átti
þijú börn frá fyrra hjónabandi, þau
Fanneyju, Sigurð Hólm og Guð-
rúnu, Sigurðarbörn og gekk Guðjón
þeim í föðurstað. Saman eignuðust
Guðjón og Ingibjörg síðan eina dótt-
ur, Kristjönu. Bjuggu þau sér
myndarlegt heimili að Steinstöðum
á Akranesi, þar sem nú heitir
Kirkjubraut. Var þar oft margt um
manninn, því að heimilið var jafnan
opið fyrir ættingjum og vinum.
Upp úr 1960 tók að gera vart
við sig hjá Ingibjörgu sjúkdómur,
sem hún mátti síðan búa við til
æviloka. Af þessum sökum fluttist
fjölskyldan búferlum til Reykjavík-
ur árið 1962. Þar bjuggu þau um
skamma hríð á Bergþórugötu en
síðan alla tíð á Bergstaðastræti 53.
Þótt húsakynnin væri þar þrengri
en á Akranesi var þar samt oft
þétt setinn bekkurinn, því sem fyrr
var þar vel tekið á móti ættingjum
og vinum.
Um líkt leyti og fjölskyldan flutt-
ist til Reykjavíkur, hætti Guðjón til
sjós, þannig að hann gæti betur
sinnt fjölskyldu sinni og sérstaklega
annast um veika eiginkonu sína.
Vann hann síðan hjá Eimskipafé-
lagi íslands allt þar til hann komst
á eftirlaunaaldur, en fékkst jafn-
framt stöku sinnum við trilluútgerð,
þegar aðstæður leyfðu. Hann var
hamhleypa tit vinnu, jafnt á sjó og
í landi, einn þeirra manna af eldri
kynslóðinni, sem við getum þakkað
góð lífskjör okkar nú á tímum.
Þótt Guðjón hafi unað vel starfi
sínu hjá Eimskipafélaginu, trúi ég
varla að hugur hans hafi staðið til
þess að gerast landkrabbi, ennþá á
besta aldri. En ég veit samt ekki
til þess að hann hafi á einn eða
annan hátt t,’lið það eftir sér eða
litið á það sem sérstaka fórn af
sinni hálfu að segja að mestu skilið
við það ævistarf, sem hann hafði
valið ser og sem hann var hugfang-
inn af. Þvert á móti virðist mér
hann ekki aðeins hafa litið á það
sem sjálfsagða skyldu sína að
bregðast þannig við, heldur var það
honum ljúft hlutskipti að annast
um veika eiginkonu sína af ein-
stakri kærleikshlýju allt til síðasta
dags. Það lýsir Guðjóni að mínu
mati vel, að jafnvel eftir að hann
var sjálfur einnig orðinn heilsulaus,
taldi hann sig einfæran um að ann-
ast um sig og konu sína, og ætlað-
ist til einskis af uppkomnum börn-
um þeirra í því sambandi.
Guð blessi minningu hans.
Guðlaugur Stefánsson
Margrét Jóns-
dóttir - Minning
Fædd 26. júlí 1918
Dáin 29. marz 1990
Þegar Gyða, dótturdóttir Möggu
hringdi í mig frá Gautaborg til að
tjá mér andlát ömmu sinnar, setti
mig hljóða um stund. Magga hafði
átt við veikindi að stríða en hafði
verið hress uppá síðkastið, enda
hennar aðalsmerki að bera höfuðið
hátt og láta aldrei bilbug á sér
finna. Erfitt er að sætta sig við að
þessi stei'ka og hjartahlýja kona
skuli vera farin frá okkur, en minn-
ingin ljfir þó ástvinamissirinn sé
sár.
Fyrstu kynni mín af Möggu og
Ola, eftii'lifandi eiginmanni hennar,
voru þegar við dóttursonur þeirra
hjóna hófum sambúð. Ófáar voru
ferðirnar uppá „holt“, en þar bjuggu
Magga og Óli ásamt dóttur sinni
og tengdasyni. Ekki var í kot vísað
hjá Möggu, alltaf boðið uppá klein-
ur og annað góðgæti, enda ekki
staðið upp frá borðum fyrr en losa
þurfti um mittisólar. Ekki var óal-
gengt að vera síðan leystur út með
svo sem einum kleinupoka að skiln-
aði. Þæi' eru orðnar æðimargar og
ógleymanlegar ánægjustundirnar
sem við áttum saman við eldhús-
borðið. Á öllum ættarmótum og
böllum var Magga hrókur alls fagn-
aðar. Úthaldi hennar var löngum
viðbrugðið svo og gamansemi henn-
ar og glettni.
Sumarið 1988 átti ég því láni að
fagna að dveljast um hríð á Kýpur,
ásamt Möggu, Óla og fleirum úr
fjölskyldunni. Þar komu mannkostir
Möggu glögglega í ljós. Öllu tók
hún með jafnaðargeði sama hvað á
bjátaði. Við áttum þarna saman
ánægjulegar samverustundir, sem
ég hefði ógjarnan viljað missa af.
Mér var mikilsvirði að fá að sam-
gleðjast Möggu á sjötugsafmæli
hennar fyrir tvfeimur árum. Þó ald-
ursmunur okkar væri allnokkur,
vorum við alltaf góðar vinkonur og
notalegt að eiga hana að vini. Eftir
að ég fór utan til náms urðu sam-
skiptin að sjálfsögðu.minni, en um
síðustu jól hittumst við að nýju og
bar Magga sig þá vel að vanda,
enda þótt sárþjáð væri. Ekki hug-
kvæmdist mér þá að þetta yrði
okkar síðasta samverustund. En ég
er þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast slíkri mannkostakonu og
minningin um hana mun lifa.
Elsku Óli, börn og barnabörn,
megi sá er öllu ræður styrkja ykkur
og styðja í sorginni. Hugur minn
mun vera hjá ykkur.
Ása K. Alfreðsdóttir
t
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og útför
HALLDÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Mólandi,
Hauganesi.
Sigurpáll Sigurðsson,
Inga Sigurpálsdóttir, Reynir Valdimarsson,
Guðmundur Sigurpálsson, Sigurrós Pétursdóttir,
Sævar Sigurpálsson, Róslín Tómasdóttir,
Ásdís Sigurpálsdóttir, Árni Þorsteinsson,
Matthías Sigurpálsson, Agla Sigurðardóttir,
Sigurður Sigurpálsson,
Sveinfríður Sigurpálsdóttir, Kristinn Bjarnason,
Arndís Sigurpálsdóttir, Örn Graní,
Óskar Sigurpálsson, Þorbjörg Guðmundsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
Anna S. Bjarna-
dóttir - Minning
Fædd 10. janúar 1943
Dáin 30. apríl 1990
Voit traust er allt í einum þér
vor ástarfaðir mildi
Þín náð og miskunn eilíf er
Það alla hugga skyldi.
(Sb 1871. - P. Jónsson.)
Nú ei' hún Anna Sigríður Bjarna-
dóttir, Anna hans Adda eins og við
kölluðum hana alltaf, horfin yfír
móðuna miklu, þó það sé sárt að
þurfa að trúa að hún sé ekki lengur
á meðal okkar.
Eg sá það best við andlát Önnu,
hvað það er stutt á milli lífs og
dauða.
Anna var gift Alfreð Árnasyni,
móðurbróður mínum. Þau eiga þrjú
börn: Bjarna Halldór, Árna Víði og
Svanhvíti, sem þau hjónin voru
nýbúin að láta ferma af miklum
myndarskap.
Alltaf var gott að koma til Önnu
og var hún mér ákaflega góð. Anna
vat' mjög barngóð og reyndist hún
börnum mínum eins og besta amma.
Með þessum fáu orðum vil ég minn-
ast góðrar vinkonu.
Elsku Addi og börn, harmur ykk-
ar er mikill og þungur. Megi Guð
vera með ykkur.
Gyða Marvinsdóttir
Útför
t
HARALDAR VETTVIK,
fer fram f.rá kapellunni í Fossvogi á morgun, fimmtudaginn 10.
maí, kl. 10.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Slysavarnarfélag islands.
Aðstandendur.
t
Minningarathöfn um ástkæran unnusta minn, föður minn, son
okkar og bróður,
SIGURVIN BRYNJÓLFSSON,
sem fórst með Sjöstjörnunni VE 92 20. mars sl., fer fram í
Fríkirkjunni í Reykjavík 12. maí kl. 13.30.
Þorbjörg Einarsdóttir,
Brynjólfur Sigurvinsson,
Brynjólfur Magnússon,
Jóhanna L. Jóelsdóttir,
systkini og aðrir vandamenn.
t
Þökkum innilega vinarhug og samúð við andlát og útför
ÁSGEIRS EINARSSONAR
aðalféhirðis,
Kvisthaga 1,
Reykjavík,
Ágústína Ágústz,
Birgir Ásgeirsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir,
Ingibjörg Einarsdóttir,
Ásta Einarsdóttir,
Sveinbjörn Einarsson,
Sigrún Einarsdóttir,
Hróbjartur Einarsson
og barnabörn.
t
Þakka auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför éigin-
manns míns,
SVEINBJARNAR PÉTURSSONAR
frá Flatey á Breiðafirði.
Anna Kristín Björnsdóttir.
t
Hjartanlega þökkum við þá samúð og þann vinarhug sem okkur
hefur verið sýndur vegna fráfalls
PÉTURS SIGURÐSSONAR,
Bergstaðastræti 77.
Soffía S. Ó. Axelsdóttir,
Pétur Axel Pétursson, Þuríður Elísabet Pétursdóttir,
Stephanie Scobie, Guðmundur Ketill Guðfinnsson,
Pétur Jökull Pétursson, Védís Guðjónsdóttir,
Stefán Björn Pétursson, Auður Alfífa Ketilsdóttir,
María Pétursdóttir,
Ásta Soffía Pétursdóttir,